Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
16.4.2013 | 15:27
Vaktstjóri vill athygli.
Vaktstjóri lýðræðisvaktarinnar prófessor Þorvaldur Gylfason er að vonum óánægður yfir hvað litla athygli framboð hans og fræga fólksins vekur. Þetta gerist þrátt fyrir að Þorvaldur státi af skrautlegasta hattinum, víðfeðmustu úlpunni og hann tali jafnan bæði á út- og innsoginu þegar hann flytur þjóðinni boðskap sinn um lýðræðið frá Austurvelli.
Til að vekja á sér athygli hefur Þorvaldur skorað á formann Samfylkingarinnar til kappræðna um stjórnarskrármál. Nauðhyggja Þorvaldar kemur hvað best í ljós af þessari áskorun vegna þess að hafi einhver flokkur ljáð stórnlagaráðsrugli hans einhverja athygli og reynt að þröngva því upp á þjóðina þá er það Samfylkingin. Um hvað ætlar þá vaktstjórinn að kappræða við Árna Pál?
Þorvaldur vaktstjóri stóð að stofnun Dögunar og samþykkti að fara í framboð fyrir Dögun með því sklyrði að verðtrygging yrði ekki tekin af neytendalánum. Dögun samþykkti það ekki og þá klauf Þorvaldur sig frá Dögun ásamt Pétri Gunnlaugssyni, Lýð Árnasyni og fleiri mannvitsbrekkum úr stjórnlagaráðinu sáluga. Einingin varði hins vegar ekki lengi því að vaktstjórinn hafði það af að hrekja ýmsa sálufélaga sína af vaktinni og stofna nýja flokka. Svo tók vaktstjórinn upp málefnið sem klauf hann frá Dögun.
Vaktstjórinn ber ábyrgð á a.m.k. 4 framboðum við þessar kosningar vegna einþykkju sinnar og fordildar. Fróðlegt verður að sjá hvernig þessi efnakljúfur sjálfrar náttúrunnar telur að hann geti náð að sameina þjóðina fyrst hann hefur náð fjórfaldri sundrungu á nokkrum vikum.
Ef til vill væri rétt að skattgreiðendur gerðu kröfu um að vaktstjórinn sem og talsmaður neytenda og fleiri færu að vinna vinnuna sína en séu ekki endalaust áskrifendur að laununum sínum á kostnað skattgreiðenda meðan þeir bullukollast í pólitík.
15.4.2013 | 23:00
Bara nokkrir blóðdropar
Össur Skarphéðinsson virðist vera að búa sig undir að taka við starfi blaðafulltrúa kínverska alþýðulýðveldisins.
Í viðtölum vegna viðskiptasamningsi Íslands og Kína lýsti Össur því yfir að ekkert sé við mannréttindabrot Kínversku kommúnistastjórnarinnar að athuga og nýir menn séu komnir að og allt í besta lagi í alþýðulýðveldinu. Bara nokkrir blóðdropar sem er úthellt úr andófsmönnum, Tíbetum og öðrum misjöfnum sauðum. Það finnst ráðherra Samfylkingarinnar afsakanlegt og allt í lagi.
Össur Skarphéðinsson hefur tileinkað sér þá túlkun kommúnistaleiðtoganna í Kína að mannréttindi séu ekki algildog gildi alla vega ekki fyrir óvini ríkisins og alÞýðubyltingarinnar.
Same eru flestar dauðarefsingar í Kína. Andófsmenn í Kína eru sviptir frelsi til langframa eða teknir af lífi. Ógnarstjórnin í Tíbet er sú sama og verið hefur. Hægt er að bæta við löngum lista um vafasamar aðgerðir kínversku valdhafanna í mörgum löndum Afríku og víðar þar sem þeir hafa keypt land eða náttúrugæði.
Þetta truflar Össur ekkert. Honum finnst þetta allt í lagi.
Össur afsakar allt enda er Ísland eina Evrópulandið sem hefur gert fínan fríverslunarsamning við Kína þó við megum hvorki kaupa af þeim hrísgrjón né aðrar landbúnaðarvörur skv. samningnum.
Mannréttindi eru samt algild og loddarar eins og Össur sem samsamar sig með mannréttindabrotum kínversku kommúnistana á ekkert erindi í íslenska pólitík meir.
Skyldi forsætisráðherrahafa haft dug í sér til að tala um réttindi samkynhneigðra í Kína? Ef ekki þá er greinilegt að hún samþykkir túlkun og viðhorf væntanlegs blaðafulltrúa kínversk alþýðulýðveldisins.
12.4.2013 | 11:30
Hálfsannleikur og rangfærslur RÚV og Kúbu Gylfa
Í sjónvarpsfréttum RÚV var fjallað um sölu FIH bankans í Danmörku og útlánatap Seðlabanka Íslands. Fréttin hafði það yfirbragð að þetta væri allt Davíð Oddssyni að kenna. Kúbu Gylfi Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra var fenginn til að fjalla um málið, sem óháður fræðimaður, dósent úr Háskóla Íslands. Hróður Gylfa dósents eykst ekki við þetta og þurfti þó ekki mikið til að koma til þess að ná þeim árangri.
Staðreynd málsins er þessi. Talið var af öllum sem um það véluðu að hugsanlega mætti bjarga Kaupþingi með því að lána 500 milljarða Evra til bankans í byrjun október. Öllum var ljós erfið staða og þess vegna var þess gætt að góð veð væri fyrir láninu. Engin ágreiningur var um það í pólitík, fjármálálífi eða þeim samtökum sem að komu að nauðsynlegt væri að reyna þetta. Ef til vill hefði tekist að bjarga Kaupþingi með þessu hefðu Bretar ekki sett á okkur hryðjuverkalög.
Veðið í FIH bankanum var fullnægjandi trygging. Fréttin sem RÚV hefði átt að fjalla um er því hvernig Kúbu Gylfa sem þá var viðskiptaráðherra og Má Guðmundssyni seðlabankastjóra tókst að haga málum þannig að seðlabankinn varð fyrir miklu tjóni vegna ákvarðana þeirra um sölu FIH bankans árið 2010. Fréttastofa RÚV setti hins vegar ekki frétt á svið með aðkomu Kúbu Gylfa sem fræðimanns til að gefa umsögn um mál sem í raun snúnast um afglöp hans sem viðskiptaráðherra og Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.
Í september 2010 bárust tvö tilboð í FIH bankann annað tilboðið frá ATP,PFA(danskir lífeyrissjóðir) og sænska tryggingarfélaginu Folksam tryggði fulla endurgreiðslu lánsins upp á 500 milljarða Evra. Hitt tilboðið var lægra og af einhverjum ástæðum var ákveðið að taka lægra tilboðinu og um það véluðu þeir Gylfi þáverandi viðskiptaráðherra og Már Guðmundsson seðlbankastjóri ásamt skilanefnd Kaupþings.
Hægt var að tryggja fullar endurheimtur láns Seðlabankans í september 2010 en Már Guðmundsson og Gylfi Magnússon vildu fara aðra leið. Samkvæmt því sem Gylfi Magnússon upplýsti munu þessi mistök hans og Más kosta skattgreiðendur álíka mikið og það sem um var deilt á lokasprettinum varðandi Icesave.
Kúbu Gylfi hefur verið skattgreiðendum dýr. Í fyrsta lagi ber hann ábyrgð á Sp/Kef máilnu þar sem milljörðum var hent út um gluggann. Í öðru lagi vildi hann leggja hundraða milljarða skuld á skattgreiðendur með því að samþykkja Icesave 1. Loks ber hann ásamt Má Guðmundssyni ábyrgð á því að hafa klúðrað sölu FIH þannig að skattgreiðendur verða fyrir verulegu tjóni að sögn hans sjálfs.
Rannsóknarnefndir hafa verið skipaðar af minna tilefni og gefnar út Landsdómsákærur. Skoða verður náið embættisfærslur þeirra Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Gylfa Magnússonar fyrrum viðskitparáðherra, varðandi klúðrið við sölu FIH bankans.
Það er svo annað mál að Fréttastofa RÚV setur ítrekað fram áróðursfréttir eins og þessa sem hafa það að markmiði að koma höggi á Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn og kallar nú til sem heimildarmann þann aðila sem var handverksmaðurinn við ranga ákvarðanatöku sem kostar skattgreiðendur álíka mikið og vaxtagreiðslur Icesave að hans eigin mati.
Fréttastofa RÚV hefur marga hæfa fréttamenn. Fréttamaðurinn Helgi Seljan hefur unnið tvö stórvirki í vikunni og Sigmar Guðmundsson hefur ítrekað sýnt frábær tilþrif. En það breytir því ekki að vinnubrögð við fréttina af FIH bankanum er ósæmileg og langt frá því að standast siðferðlegt mat hlutlægrar fréttamennsku.
Fréttastofa RÚV ætti því að sýna styrk og taka á innri málum til að koma í veg fyrir rangar, hlutdrægar og áróðurskenndar fréttir. Þá gæti auglýsing Fréttastofunnar um eigið ágæti e.t.v. átt nokkurn rétt á sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2013 | 11:26
Hvað ná mörg framboð að bjóða fram
Framboðsfresti lýkur á morgun. Fróðlegt verður að sjá hvort að öll þau framboð sem hafa tilkynnt framboð sín í einstökum kjördæmum eða á landsvísu ná að manna framboðslista og fá nægjanlega marga meðmælendur.
Fari svo að eitt framboð eða fleiri nái ekki að bjóða fram þá er það ekki í kjöri, en hefur samt sem áður fengið kynningu í fjölmiðlum og verið valkostur í utankjörfundaatvkæðagreiðslunni sem er hafin.
Þetta leiðir hugann að því hvort ekki sé rétt að breyta kosningalögum þannig að framboðsfresti ljúki áður en utankjörfundaatkvæðagreiðsla hefst eða t.d. 5 til 6 vikum fyrir kjördag. Það verður ekki séð að það skipti máli fyrir lýðræðið þó framboðsfrestur verði lengdur. Atkvæði sem hugsanlega eru greidd þeim sem ekki koma fram detta þá ekki dauð niður þannig að e.t.v. væri lýðræðinu frekar gerður greiði með lengingu framboðsfrestsins.
10.4.2013 | 00:02
Peningar annarra.
Margaret Thatcher sagði að vandamálið við sósíalismann væri að hann mundi að lokum vera uppiskroppa með annarra fé.
Velferðarþjóðfélög Vesturlanda eru fyrir löngu orðin uppiskroppa með peninga annars fólks.
Sósíalismi Vesturlanda sem því miður allir stjórnmálaflokkar taka þátt í byrjaði með því að skattar voru hækkaðir. Svo voru tekin lán og skattar hækkaðir. Síðan voru gefin út ríkisskuldabréf á framtíðina. Svo voru tekin ný lán og kúlulán sem barnabörnin okkar þurfa að borga og skattar hækkaðir.
Loksins kom að því að útgjöld hins opinbera urðu meiri en helmingur þjóðarframleiðslunnar. Sum lönd komust í greiðsluvanda og eru raunar gjaldþrota. Þá kom Evrópski seðlabankinn og framleiddi vörubílsfarma af skuldabréfum sem gjaldþrota Evruríkjum er lánað. Bretar beittu aftur og aftur Quantitative Easing sem er ákveðið form af seðlaprentun sem gengur í gegn um bankakerfið. Bandaríkjamenn hika ekki við að að prenta dollara til að ná sér út úr vandanum. Í þessum gleðileik dreifingar innistæðulausra seðla á ábyrgð skattgreiðenda hækka og hækka hlutabréf og eru komin langt upp fyrir gengið 2008. Samt er innistæðan ekkert meiri en þá.
Þessi gleðileikur samspils velferðarsósíalisma og innistæðulauss fjármálabraskveldis er síðan kallað markaðshagkerfi af sósíalistunum, þó það sé komið eins langt frá hugmyndum um frjálsa samkeppni, eðlilega verðmætasköpun og hagkvæmni og markaðssamfélag og hægt er.
Sama gilti raunar líka um ástandið hér fyrir Hrun þegar bankarnir prentuðu og prentuðu innistæðulaus verðmæti sem brunnu upp þegar lánalínur lokuðust. Árið 2008 jukust ríkisútgjöld um rúm 20% fyrst og fremst fyrir tilstilli Samfylkingarinnar. Í þeim gleðileik aukinna ríkisafskipta og spilltra fjármálaafla var hlaðið í bálköst Hrunsins. Sá sósíalismi varð að lokum uppiskroppa með peninga annarra en þeir sem voru virkastir í því að koma raunverulegum peningum á framfæri við Hrunbarónanan voru lífeyrissjóðirnir sem töpuðu um 600 milljörðum af peningum annarra. Þeir peningar voru olían sem smurði hrunadans útrásarvíknganna og föllnu bankanna.
Það er ekkert pláss fyrir dugmikið framkvæmdafólk sem ber ábyrgð á sjálfu sér í þessu umhverfi og þess vegna móðgun við dugandi einstaklinga sem reka sín fyrirtæki með dugnaði og á eigin ábyrgð að kenna því og þeirri hugmynd sem býr að baki markaðssamfélagsins um Hrun árið 2008 og þess sem vænta má með áframhaldandi galgopahætti hins opinbera.
8.4.2013 | 12:57
Merkasti stjórnmálamaður seinni hluta 20.aldar fallinn frá.
Margaret Thatcher hafði hugsjónir og vissi hvert hún vildi stefna. Þegar hún tók við völdum í Bretlandi var efnahagslífið í miklum erfiðleikum. Verkföll lömuðu þjóðfélagið aftur og aftur. Atvinnuleysi var mikið og fór vaxandi. Thatcher þurfti að beita óvinsælum ráðstöfunum sem bitnuðu á sérhagsmunum verkalýðshreyfingarinnar og ýmissa annarra en skiluðu sér í bættum hag alls almennings í landinu og auknum hagvexti.
Undir stjórn Margaret Thatcher breyttist Bretland úr því að vera verkfalls og óreiðuþjóðfélagið sem ekki var hægt að treysta, í þjóðfélag, aga, skipulags hagvaxtar og framfara.
Hugmyndafræði Thatcher var ekki flókin. Draga úr ríkisrekstri. Virða mannréttindi. Draga úr skattheimtu. Treysta meira á einstaklinginn en dauða hönd ríkisvaldsins.
Nú eru vestræn þjóðfélög komin fram að þeirri bjargbrún í ofurrekstri ríkisins og virðingarleysi fyrir einstaklingnum, getu hans og framtaki, sem Margaret Thatcher færði Bretland frá með aðgerðum sínum og stefnufestu.
Ísland þarf á því að halda að stjórnmálamaður með framtíðarsýn og einföld skír markmið um samdrátt í ríkiskerfinu, lækkun skatta, réttlæti og virðingu fyrir getu og hæfileikum einstaklinganna taki við völdum eftir næstu kosningar.
Annars heldur hrunadans íslenska samfélagsins áfram.
7.4.2013 | 22:38
Kosningabomba Samfylkingarinnar
Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar hefur átt erfitt uppdráttar. Fylgi við Samfylkinguna minnkar og traustið þverr. Þrátt fyrir að Árni Páll sé hinn snöfurmannlegasti stjórnmálamaður þá má hann sín lítils þegar kjósendur leggja á vogarskálarnir öll sviknu kosningaloforðin.
Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi formaður Samfylkingarinnar lofaði fyrir síðustu kosningar að afnema kvótakefið, leysa skuldavanda heimilanna og setja landinu nýja stjórnarskrá. Allt hefur verið svikið. Engar breytingar á kvótakerfinu. Skuldir heimila með innheimtanlegar skuldir hafa stórhækkað og engri grein stjórnarskrárinnar hefur verið breytt.
Nýkjörinn formaður flokksins mátti síðan þola brigslyrði frá Jóhönnu, þó hennar tími væri liðinn, á síðustu dögum þingsins þegar Árni Páll reyndi af veikum mætti að koma snefil af viti í framgang Samfylkingarinnar.
Í þessum þrengingum eftir langa næsturfundi með kosningastjórn Samfylkingarinnar fannst samt heillaráð sem forusta Samfylkingarinnar telur líklegt að gæti bjargað því sem bjargað verður.
Senda Jóhönnu Sigurðardóttur til Kína.
Áður fyrr létu sósíalískir foringjar nægja að senda andstæðinga sína til Síberíu. Nú dugar það ekki lengur og kínverska alþýðlýðveldið skal það vera.
Ef formaður Samfylkingarinnar mætti ráða þá er næsta víst að Jóhanna fengi "one way ticket" til Kína.
5.4.2013 | 10:33
Framsókn í háflugi
Bandarískir sérfræðingar sem gáfu skýrslu til Bandaríkjaforseta í síðara heimsstríði töldu Framsóknarflokkinn líklegastan til að verða leiðandi flokk á Íslandi. Í 60 ár hefur þessi tilgáta verið röng. Nú virðist tilgáta þessara sérfræðinga geti verið að rætast illu heilli.
Skoðanakannanir eru ekki kosningar. Allt of mikið er gert með skoðanakannanir og þær eru fyrirferðamesta umræðuefni háskólakennara í stjórnmálafræðum og annarra þesskonar spekinga. Minna fer fyrir að þeir velti fyrir sér málefnum og stefnu flokkana.
Stjórnmálaflokkur sem lætur svipta sér til og frá eftir niðurstöðum skoðanakannana er ekki mikils virði. Meira máli skiptir að flokkurinn sé trúr stefnumálum sínum. Því miður hafa stjórnmálaflokkar um of sveigst inn á það að reyna að geðjast öllum til að fá góða útkomu í skoðanakönnunum en sá eltingaleikur hefur dregið úr trúverðugleika og gert stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka einsleita og gjaldfellt þá.
Framsókn hefur af ýmsu að státa frá fyrri tímum en síður þeim síðari. Framsókn ber ábyrgð á að koma á kvótakerfinu. Það er engin flokkur sem ber meiri ábyrgð á klúðrinu við einkavæðingu bankakerfisins en Framóknarflokkurinn. Enginn flokkur ber meiri ábyrgð á húsnæðisbólunni eftir 2003 og ofurskuldsetningu heimilanna. Allir þeir sem bera ábyrgð á þessu sitja enn í fleti fyrir hjá Framsókn og andlitsgríma Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar gægist því miður ískyggilega oft yfir herðar formanns Framsóknarflokksins.
Er líklegt að flokkurinn sem kom á gjafakvótakerfinu, húsnæðisbólunni og klúðraði einkavæðingu bankanna muni leiða þjóðina til farsællar framtíðar?
1.4.2013 | 11:40
Hræðslubandalagið
Fyrirbrigðið Dögun stjórnmálaafl var stofnað með töluverðum gauragangi fyrir nokkru. Að Dögun stóðu Hreyfingin, Borgarahreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn, Þorvaldur Gylfason og nótar hans úr stjórnlagaráðinu. Fljótlega eftir stofnunina sagðist Birgitta Jónsdóttir ekki eiga samleið og stofnaði Pírata. Nokkru síðar sögðu nótar Þorvaldar sig úr hreyfingunni og stofnuðu Lýðræðisvaktina. Málefnaágreiningur lá þá ekki fyrir.
Eftir ítrekað slakt gengi í skoðanakönnunum og brotthvarf litríkra einstaklinga úr Dögun og Lýðræðisvaktinni ákváðu forustumenn Dögunnar og Lýðræðisvaktarinnar að freista þess að mynda sameiginlegt Hræðslubandalag. Eini tilgangurinn er að fá mann kjörinn á þing.
Birgitta Jónsdóttir pírati er sú eina í þessum þríhöfða söfnuði sem skynjar að ágreiningurinn um eitthvað sem engin skilur er of mikill til að skilvirkt Hræðslubandalag verði myndað fyrir kosningarnar. Forustumenn Dögunnar og Lýðræðisvaktarinnar ætla samt að reyna til þrautar enda þingsætin æðri málefnunum.
Fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst í þessum söfnuði sem ætti e.t.v. frekar að segja sig til sveitar á höfuðbólinu Samfylkingunni, hjáleigunni Bjartri framtíð eða heiðarkoti Vinstri grænna.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 61
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 3088
- Frá upphafi: 2511974
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 2879
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson