Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
27.6.2013 | 15:21
Flöt lækkun lána og OECD
Nú berst sá erkibiskups boðskapur frá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD að flöt lækkun lána sé óráðleg. Einkum þvælist fyrir OECD að þessi lækkun muni ekki nýtast þeim sérstaklega sem geta ekkert borgað hvort sem er.
OECD gefur reglulega út skýrslur um efnahagsmál og við skoðun skýrslna fyrir hrun verður ekki séð að við þurfum að sækja sérstaklega og alltaf í boðskap þeirra. Þá skoða spekingarnir hjá OECD ekki misgengið á íslenskum lánum vegna verðtryggingarinnar. Þeir skilja ekki að hér er um réttlætismál að ræða.
Í öllum OECD löndum hefur iðulega verið um flata lækkun lána að ræða. Það gerist í verðbólgu þegar neytendalán eru óverðtryggð eins og í öllum OECD löndum nema á Íslandi.
Þjóðir sem lenda í kreppum og fjárhagsvanda eru venjulega 2-4 ár að vinna sig út úr því vegna þess að verðbólga tryggir flata niðurfærslu lána. En verðbólga fylgir alltaf slíkum hremmingum. Hér gilda ekki þau lögmál vegna þess að það er nefnilega vitlaust gefið.
26.6.2013 | 17:38
Forseti í leit að tilgangi
Dug- og úrræðalitlir forustumenn í stjórnmálum kosta skattgreiðendur iðulega mikið fé þegar þeir freista þess að afla sér vinsælda og sýna fram á að þeir hafi takmark og tilgang.
Í gær lýsti Barack Obama fjálglega hvernig hann ætlaði að berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir að komandi kynslóðir fái plánetu sem ekki verði hægt að laga. Allir geta tekið undir þetta.
Bandaríkin hafa um áratuga skeið verið mesti mengunarvaldur heims og sóað meira jarðefnaeldsneyti en aðrir. Notkun kola er mikil auk annarra mengunarvalda. Bandaríkjaforseti getur því heldur betur tekið til hjá sér.
Obama ætlar að berjast gegn kolefnaútblæstri orkuvera, draga úr kolefnaútblæstri ökutækja með nýrri tækni, banna lagningu ólíuleiðslu og gefa leyfi fyrir vind- og sólarorkuver.
Obama ætlar hins vegar ekki að hækka verð á olíum bensíni eða kolum. Rándýr orkuver sem kosta neytendur mikið en draga sáralítið úr útblæstri er hins vegar gæluverkefni Obama.
Mengun minnkar takmarkað með þessum aðgerðum Obama. En kostnaður skattgreiðenda og neytenda verður mikill vegna ómarkvissra aðgerða málefnasnauðs forseta.
25.6.2013 | 10:18
Ófærar sérleiðir
Fjármálastofnanir hamast gegn afnámi verðtryggingari. Við því var að búast. Hagsmunaaðilar eru alltaf á móti framförum. Frægast er dæmið af vefurunum í Bretlandi sem mótmæltu saumavélinni.
Íbúðarlánasjóður hefur ítrekað orðið gjaldþrota en lifir vegna þess að skattgreiðendur hafa lagt til hans milljarða á milljarða ofan. Nú mótmælir þessi sjóður afnámi verðtryggingar. Samt eru ekki nema nokkrar vikur síðan að fullyrt var að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs gengi ekki upp.
Verðtryggð íslensk lán eru dýrustu lán í okkar heimshluta. Verðtryggingin rænir eigum fólks. Verðtryggingin er óréttlát. Íslenskar fjölskyldur eru meðal þeirra skuldugustu í heiminum vegna verðtryggingar. Samt sem áður er atvinnuþáttaka hér meiri og almennari en víðast hvar.
Þessar staðreyndir ættu að leiða til þess að víðtæk samstaða ætti að vera fyrir hendi um að taka upp réttlátt lánakerfi. Af hverju má kerfið ekki vera eins og á Norðurlöndunum, Þýskalandi eða Bretlandi?
Hafa sérleiðir Íslands í lánamálum gefist svona vel?
24.6.2013 | 21:10
Kastið ekki náttúruperlum fyrir Orkuveituna eða Landsvirkjun
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti er einn fallegasti ef ekki fallegasti foss á Íslandi. Umhverfi fossins er einstakt og stuðlabergsskálin sem hann rennur um er mjög sérstök. Iðulega hef ég sagt ferðamönnum að það sé þess virði að leggja þá löngu lykkju á leið sína, sem þarf ef þjóðvegur 1 er ekinn til þess að skoða þennan fallega foss. Enginn hefur orðið fyrir vonbrigðum. Þvert á móti hafa allir þakkað mér fyrir ábendinguna og lýst því hvað þeim þyki Aldeyjarfoss mikil náttúruperla.
Nú vilja Orkustofnun og Landsvirkjun virkja við Aldeyjarfoss og hafa sótt um rannsóknarleyfi. Það leyfi á ekki að veita. Þó ég sé almennt hlynntur vatnsaflsvirkjunum þá er mikilvægt að banna virkjanir til að vernda viðkvæma náttúru og náttúruperlur.
Aldeyjarfossi á ekki og má ekki fórna undir virkjun eða eitthvað annað. Aldeyjarfoss á að vera í sama verndunarflokki og Gullfoss. Náttúruperlur sem núkynslóðin má ekki fórna á altari græðgisvæðingarinnar.
24.6.2013 | 16:02
Seðlabankinn gegn ríkisstjórninni?
Seðlabankinn segir fyrirhugaða skuldaleiðréttingu verðtryggðra lána dýra og ómarkvissa og leggst gegn skuldaleiðréttingu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóri fer einnig mikinn og telur alla hafa orðið fyrir forsendubresti og því sé það ekki réttlátt að gera neitt.
Jónas og Seðlabankinn ættu að skoða að árið 2008 ábyrgðist íslenska ríkið allar innistæður í íslenskum bönkum hérlendis. Sú ábyrgðaryfirlýsing var aldrei borin undir Alþingi og Seðlabankinn hefur aldrei látið í ljósi vanþóknun á þeirri aðgerð. Sumir áttu þá hundruði milljóna á bankareikningum sem verðtryggingarþrælarnir þurftu að axla ábyrgð á.
Forsendubresturinn varðandi hækkun á verðtryggðu lánunum var fyrirséður við hrun. Ég benti á það sérstaklega og ítrekað í umræðum á Alþingi og krafðist þess að sett yrðu neyðarlög fyrir neytendur sem tækju verðtrygginguna úr sambandi meðan fár kyrrstöðuverðbólgunarinnar riði yfir.
Það átti öllu sæmilega menntuðu fólki að vera ljóst að það sama mundi gerast hér og alls staðar þar sem bankahrun hefur orðið eða greiðslufall ríkis. Þess vegna skipti svo miklu til að gæta jafnræðis og réttlætis að taka verðtrygginguna úr sambandi. Það voru verstu mistök ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að taka ekki verðtrygginguna úr sambandi og höfuðábyrgð á því ber Jóhanna Sigurðardóttir og þvergirðingshættinum við að sinna réttlætiskröfum fólksins s.l. fimm ár.
Það kostar að leiðrétta mistök aftur í tímann og þannig verður það líka með leiðréttingu verðtryggingarokursins. Sá kostnaður er fyrst og fremst vegna skammsýni síðustu ríkisstjórnar og sem skynjaði ekki mikilvægi skuldaleiðréttingar og hafði ekki nægjanlega ríka réttlætiskennd til að taka á málinu.
21.6.2013 | 16:23
Veiðigjald og beint lýðræði
Það hentar okkur greinilega vel sem þjóð að tala út í það óendanlega um hlutina setja fram tillögur en gera síðan ekkert með það. Þannig er það með hugmyndir um beint lýðræði og setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Margt bendir til að starfsemi þjóðþinga í hefðbundnum lýðræðisríkjum hafi takmarkaðri þýðingu en áður. Með hvaða hætti á þá að tryggja eðlilegri lýðræðislegri starfsemi framgang er það með þjóðaratkvæðagreiðslum eða með einhverjum öðrum hætt?
Beint lýðræði í formi aðgengileika að þjóðaratkvæðagreiðslum hefur gefist vel í Sviss en miður í Kaliforníu. Í Sviss hafa menn haft aðgengi að þessu formi beins lýðræðis í meir en 100 ár og það hefur gefist mjög vel og segja má að jafnan þegar þing og þjóð eru ósammála þá hafi þjóðin haft rétt fyrir sér með sama hætti og í Icesave málunum hjá okkur.
Vandamál Kaliforníu er ekki síst vegna þess að þar er verið að greiða þjóðaratkvæði um skattlagningu og það virðist ekki ganga vel og Kalifornía iðulega verið á barmi gjaldþrots.
Margir telja af þeim sökum að nauðsynlegt sé að skattamál séu undanþegin þjóðaratkvæðagreiðslum. Sjálfur mundi ég gjarnan vilja sjá alla ósanngjarna skatta falla brott eða lækka eins og virðisaukaskatt, tekjuskatt sem og tryggingagjald. Ef til vill er það íhaldssemi að vilja ekki láta þjóðina greiða atkvæði um slíka hluti.
Með sama hætti er það með veiðigjaldið og hvað það á að vera hátt. Þar er einnig um grein af sama meiði að ræða þ.e. skattlagning. Spurning er hvort það henti að greidd séu þjóðaratkvæði um að lögð séu sérstök gjöld af hálfu ríkisins á suma og hversu hátt það skuli vera.
Hér er vakið máls á þessu vegna þess að það skiptir máli að koma sem fyrst á virkara lýðræði í landinu með beinni aðkomu kjósenda, en spurning er hvar takmarkanirnar skuli vera til að borgurum landsins verði ekki mismunað og eðlileg starfsemi stjórnvalda geti haldið áfram.
18.6.2013 | 17:43
Nauðsynleg öryggisráðstöfun
Í fréttum í gær var sagt frá fjölda lögreglumanna á vakt í tveim stórum lögregluumdæmum. Ljóst var af fréttinni að lögregluþjónar á landsbyggðinni eru allt of fáir auk þess hef ég grun um að víða séu þeir ekki nógu vel tækjum búnir.
Hvað sem líður sparnaðaráætlunum og nauðsyn þess að dregið sé úr umsvifum ríkisins þá er samt nauðsynlegt að tryggja öryggi borgaranna með því að haldið sé uppi lögum og reglu og aðstoða ef slys eða óhöpp verða. Það verður ekki gert nema fjölga lögreglufólki og endurnýja tækjakost lögreglunnar.
Spurning er hvort ekki sé nauðsynlegt að landið allt verði eitt lögregluumdæmi. Þá er líka spurning hvort ekki sé hægt að bjóða sem samfélagsverkefni almennum borgurum að koma lögreglunni til aðstoðar eftir að hafa fengið viðeigandi þjálfun t.d. varðandi umferðarstjórnun og gæslustörf svo og að tryggja aukið öryggi barna og unglinga svo dæmi séu tekin.
Við eigum að vera fyrirmyndarland varðandi löggæslu og öryggi fólks
17.6.2013 | 21:13
Allt er nú með öðrum róm
Sú var tíðin að íslenskir vinstri menn marséruðu frá Keflavík til Reykjavíkur af þjóðernistilfinningu. Allt var það gert til að mótmæla erlendum yfirráðum og amrískum her. Síðan mótmælti þetta sama fólk Álveri í Straumsvík og síðar annarri stóriðju allt vegna þjóðerniskenndar að eigin sögn. Alþýðubandalagsfólk sem síðar varð Samfylkingarfólk taldi sig á þeim tíma hafa einkarétt á íslenskri þjóðerniskennd og þjóðrembu og mótmælti erlendri ásælni í hvaða formi og mynd sem hún birtist og talaði um Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem landssöluflokka.
Þeir sem áður marséruðu þindarlaust jafnvel oft á ári til að mótmæla amrískum her, erlendri ásælni, erlendum álverum, alþjóðagjaldeyrissjóði, undanlátssemi við Breta o.s.frv. mega nú vart vatni halda af vandlætingu vegna þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra.
Nú talar vinstri menningarelítan um þjóðrembu forsætisráðherra vegna þeirrar ósvinnu að hann skuli hafa sagt að við ætlum ekki að láta Evrópusambandið eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn segja okkur fyrir verkum heldur gæta hagsmuna fólks í skuldavanda og íslenskra atvinnuhagsmuna.
Varð umpólun í höfðinu á vinstra fólki þegar Steingrímur J. og Jóhanna vildu selja íslenska hagsmuni með því að ganga til samninga um Icesave eða þegar þau gáfu erlendum hrægammasjóðum stærsta hlutinn í íslensku viðskiptabönkunum.
Hvað veldur því að vinstri menningarelítan skuli hneykslast á því að ríkisstjórnin vilji gæta íslenskra hagsmuna varðandi veiðar á makríl og hagsmuna lítilmagnans gagnvart ofríki lánastofnana með því að færa niður höfuðstóla verðtryggðu lánanna og afnema verðtryggingu á neytendalánum?
15.6.2013 | 15:10
Afsökun fyrir íhlutun
Friðarverðlaunahafi Nóbels, Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að senda meira af vopnum til uppreisnarmanna í Sýrlandi vegna þess að svo margir hafa þegar verið drepnir í átökum í landinu og stjórnarherinn ku beita efnavopnum samkvæmt sömu heimildum og sögðu að Saddam Hussein í Írak hefði yfir gjöreyðingarvopnum að ráða (Weapons of mass destruction)
Gömlu nýlenduveldin Bretland og Frakkland tóku þessari yfirlýsingu friðarverðlaunahafans fagnandi. Utanríkisráðherra Breta og forsætisráðherra Frakka sögðu að nú væri mál til komið að gera eitthvað almennilegt í málinu þar sem að stjórnarher Assads Sýrlandsforseta væri í mikilli sókn.
Einu sinni trúði ég því sem kom frá þessum háu herrum, en ég geri það ekki lengur. Eftir innrásina í Írak, sem var brot á alþjóðalögum og stríðsglæpur, sem afsakaður var með lygi, röngum fullyrðingum og hálfsannleik þá brast trúnaðurinn á opinberar yfirlýsingar ráðamanna í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.
Hvernig sjá ráðamenn Frakklands, Bretlands og USA fram á að það dragi úr blóðbaðinu í Írak með því að senda meiri og mannskæðari vopn til uppreisnarmanna. Taglhnýtingar þeirra á þessu svæði Quatar og Saudi Arabía hafa heldur betur styrkt uppreisnarmennina með peningum og vopnum.
Af hverju dettur Nóbelsverðlaunahafanum Obama ekki í hug að fá aðrar þjóðir í lið með sér til að koma á friðarráðstefnu. Svo verður sá tími að vera liðinn að Bretland, Bandaríkin og Frakkland megi ekki heyra góðs stríðs getið án þess að blanda sér í það eða kynda undir þannig að það verði stríð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.6.2013 | 11:43
Axlar einhver ábyrgð á Landsdómsákæru?
Sú afstaða þingmanna Evrópuráðsins að Landsdómsákæra Alþingis gegn Geir H. Haarde hafi verið pólitísk hefndaraðgerð kemur ekki á óvart. Hefndarleiðangur Steingríms Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur eitraði þjóðfélagsumræðu og skaðaði orðstír Íslands sem réttarríkis. Þá má ekki gleyma þeirri meingerð sem í ákærunni fólst gegn persónu og æru Geirs H. Haarde.
Full ástæða er til að rannsaka tildrög ákærunnar rækilega. Til þess þarf að skoða vinnubrögð Rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrsla nefndarinnar og umfjöllun um Geir H. Haarde var sá grunnur sem ákærendur byggðu á. Þegar nefndarmenn rannsóknarnefndar voru kölluð til ráðgjafar fyrir Atlanefnd Alþingis drógu þeir ekki úr ákafa þeirra sem vildu ákæra Geir og fleiri.
Margt er rangt í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og vinnubrögð voru ekki til fyrirmyndar. Skýrslan var stemmingsskýrsla en ekki vönduð staðreyndaskýrsla. Þetta sést m.a. á framsetningu, vali og meðhöndlun upplýsinga. Ýmsir, þ.á.m. forseti Íslands, hafa bent á að skýrslan er full af staðreyndavillum og röngum ályktunum. Rannsóknarnefndin túlkaði einnig lög á rangan hátt, t.d. meginatriði bankalöggjöfar um skilgreiningu á stórum áhættuskuldbindingum eins og Hæstiréttur hefur staðfest.
Rannsóknarnefndin gætti ekki að hæfisreglum né virti meginreglur um réttindi einstaklinga til hlutlausrar rannsóknar, aðgangs að gögnum og fleira. Verst var þó vanvirðing nefndarinnar á andmælarétti, sem eingöngu var til málamynda. Það að birta ekki andmæli í hinni prentuðu skýrslu nefndarinnar sýndi hugarfar nefndarmanna.
Skipan pólitískra rannsóknarnefnda stenst illa mannréttindaákvæði um réttláta málsmeðferð. Ennþá síður stenst það að gera nefndarmenn ábyrgðarlausa af verkum sínum. Dómarar þ.á.m. Hæstaréttardómarar njóta ekki þeirra forréttinda.
Alþingi þarf að má af sér blett Landsdómsákærunnar. Fannsaka verður vinnubrögð og niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis og Atlanefndarinnar. Einnig þarf að breyta lögum þannig að þeir einstaklingar sem í þeim nefndum störfuðu beri sömu lagaábyrgð og aðrir í þjóðfélaginu. Í þriðja lagi þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þar sem pólitíski hefndarleiðangurinn gegn Geir H. Haarde er fordæmdur og hann beðinn afsökunar á ákærunni og þeirri meingerð sem hún olli honum persónulega og nánum aðstandendum hans.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 17
- Sl. sólarhring: 429
- Sl. viku: 4233
- Frá upphafi: 2449931
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 3944
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson