Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
19.6.2014 | 15:27
Ef, þá
Ef þú hefur ekki fjármálastarfsemi þá hefur þú ekki kreppu sagði hagfræðingurinn Jón Daníelsson einu sinni, en hann vinnur m.a. við það að uppfræða aðra um hagfræði. Þetta þýðir m.a. að það kemur aldrei til þess að það verði kreppa í Norður Kóreu af því að þar er ekki fjármálakerfi. Semsagt engin kreppa þó fólk hafi það hræðilega skítt.
Samkvæmt þessari kenningu getur verið kreppa í Suður Kóreu með tífalt meiri landframleiðslu og lífsgæði, en í Norður Kóreu af því að í Suður Kóreu er fjármálakerfi en ekki í Norður Kóreu.
Með sama hætti hafa hagfræðingar fundið út fyrirbrigðið hlutfallslega fátækt. Miðað við það getur fólk verið hlutfallslega fátækt þó það hafi allt til alls, af því að aðrir í þjóðfélaginu hafa það mjög gott. Vinstri sósíalistinn Stefán Ólafsson prófessor við HÍ hefur t.d. mikið byggt á slíkum pælingum við að fá út þá niðurstöðu, að við höfum það helvíti skítt þó að við höfum það mjög gott.
Miðað við kenningu Stefáns þá eykst hlutfallseg fátækt í landinu ef fleiri verða ríkir og velmegun eykst ef hærra hlutfall þjóðarinnar hefur það ekki ofurgott.
Skólaspekin á 21.öldinni lætur greinilega ekki frekar að sér hæða en sú sem sligaði hinar myrku miðaldir. En sem betur fer tekur fólk minna mark á henni núna.
16.6.2014 | 15:13
Heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki.
Dagur B. Eggertsson hefur undanfarin fjögur ár verið raunverulegur borgarstjóri á meðan leikarinn og sjónhverfingamaðurinn Jón sem kallar sig Gnarr hefur stjórnað uppákomum og almannatengslum á borgarstjóralaunum.
Dagur tók þá ákvörðun, fyrst hann var rúinn trausti eins og aðrir helstu leikendur í borgarstjórn á kjörtímabilinu 2006 til 2010, að best væri að starfa í anda spakmælanna "Heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki." og "Sá vinnur sem kann að bíða." Nú hefur Dagur fengið verðuga umbun æðruleysis og þýlyndis síns og er orðinn borgarstjóri bæði í orði og á borði.
Ástæða er til að óska Degi B. Eggertssyni til hamingju með að vera orðinn borgarstjóri í annað sinn og vonandi tekst betur til nú en í hið fyrra skiptið.
Óneitanlega hefur Dagur sýnt stjórnvisku á þeim tíma sem liðinn er frá borgarstjórnarkosningunum í anda rómverskra yfirgangsmanna fyrir um 2000 árum í þýlendum sínum þegar þeir störfuðu eftir meginreglunni að "Deila og drottna" Dagur byrjaði á því að bjóða Pírötum og Vinstri grænum til meirihlutasamstarfs með sér og Bjartri Framtíð, sem þeir þáðu með þökkum. Síðan bauð hann Sjálfstæðisflokknum dúsu sem að Sjálfstæðisflokkurinn þáði með þökkum, en með því tókst Degi að reka fleyg á milli stjórnarandstöðuflokkana í borgarstjórn.
Í ljós umræðu um lóð undir Mosku ákvað Dagur í samræmi við boðun spámannsins Múhammeðs að Samfylking, Björt framtíð, Píratar og VG væru í félagsskap útvaldra. Sjálfstæðisflokkurinn væri í Dhimmi stöðu þ.e. megi vera með, þó þeir njóti ekki nema takmarkaðra réttinda. Framsókn er hins vegar með öllu útskúfað.
Vissulega er fólgin stjórnviska í að deila og drottna. En sú stefna gengur ekki upp nema skammsýnt fólk láti það yfir sig ganga og taki þátt í því. Því miður féll Sjálfstæðisflokkurinn á fyrsta prófinu í nýrri borgarstjórn.
12.6.2014 | 11:53
Vinir okkar í Washington
Sennilega hefur engin þjóð rekið jafnvitlausa utanríkis- og öryggisstefnu á þessari öld og Bandaríkin.
Í upphafi aldarinnar var ráðist inn í Afganistan til að ráða niðurlögum Al Kaída og Talibana. Síðan var ráðist inn í Írak vegna gjöreyðingarvopna Saddam Hussein sem engin voru til og til þess að ráða niðurlögum Al Kaída sem voru þá ekki starfandi í landinu. Nokkrum síðar var stutt við uppreisn í Líbýu og nú í Sýrlandi.
Afleiðingarnar af herhlaupum Bush og Obama forseta hafa verið þær að Al Kaída og álíka söfnuðir eru sterkari en nokkru sinni fyrr. Nú sækja þeir fram í Írak, Afganistan, Nígeríu og víðar. Bandaríkjamenn hafa búið til öflugar öfgahreyfingu sem ógna friði og öryggi íbúa þeirra landa þar sem Bandaríkjamenn hafa farið um með hersveitir sínar eða stutt uppreisnamenn.
Bandaríkin og þursaveldið Saudi Arabía besti vinur Bandaríkjanna styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi. Þrátt fyrir að það liggi fyrir að Al Kaída liðar og sveitir með svipaðar skoðanir séu orðnar ráðandi meðal vígasveita uppreisnarmanna þá halda Bandaríkjamenn samt áfram að senda þeim vopn og peninga. Þau vopn ásamt stuðningi og fyrirgreiðslu þursaveldisins Saudi Arabíu og stuðnings Tyrklands viðheldur hörmungum íbúa landsins og hefur nú leitt til þess að Al Kaída sveitir hafa lagt undir sig stórar borgir í Írak og sækja nú að Bagdad.
Sú var tíðin að margir töldu að CIA vissi allt sem máli skiptir. Nú vita menn að Bandaríkjamenn leggja mesta áherslu á að hlusta á það sem gerist hjá vinum þeirra m.a. í svefnherbergjum ráðamanna Nato ríkjanna. Allar aðgerðir óvinana þessum stofnunum jafnan á óvart. En við hverju er að búast af fólki sem telur brýnt öryggismál að vita hvað gerist í svefnherbergi Angelu Merkel Þýskalandskanslara.
Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar í heiminum er orðið það alvarlegt að brýna nauðsyn ber til að tryggja öryggi friðelskandi fólks í þeim löndum. Utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur leitt til dauða þúsunda og gríðarlegra hörmunga fólks. Ein afleiðingin er m.a. sú að kristnum söfnuðum hefur nánast verið útrýmt í Írak og hart er sótt að þeim í Sýrlandi.
Það væri e.t.v. ráð að útiloka Bandaríkin frá næstu stórvelda ráðstefnu og athuga hvort Kína, Evrópusambandið, Japan og Rússland gætu ekki gripið til skynsamlegri ráðstafana til að tryggja frið og öryggi í heiminum.
10.6.2014 | 11:45
Allt er betra en íhaldið
Hermann Jónasson mun einhverntímann hafa sagt um stjórnarmyndun og meirihlutasamstarf að allt væri betra en íhaldið. Steingrímur sonur hans orðaði það líka en var í reynd pólitískt kamelljón. Sú dýrategund skiptir litum eftir aðstæðum með sama hætti og Steingrímur.
Afabarnið og sonurinn Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar hefur nú hafnað þessum pólitíska þanka afa síns og föður. Sem betur fer er Guðmundur vaxinn frá gömlu bábiljunni hans afa síns og pabba þannig að heimur fer alls ekki versnandi hvað það varðar heldur batnandi.
Sem betur fer er Björt framtíð annað en Framsóknarflokkurinn gamli og það var gaman að hlusta á Guðmund Steingrímsson í morgun velta fyrir sér hugmyndafræðilegum grundvelli Bjartrar Framtíðar. Samkvæmt því gera þau í Bjartri Framtíð ekki greinarmun á vinstri og hægri í pólitík, en telja sig samt vera til hægri við Samfylkinguna. Þá hafa þeir engin grundvallarprinsíp önnur en þau að vera ekki á móti neinum og ógna ekki neinum en gera eitthvað nýtt.
Athyglisvert var að orðræðan sem formaðurinn setti á um það nýja var efnislega það sama og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði til málanna þegar hún hóf innreið sína í landsmálin eftir að hafa setið á borgarstjórastóli.
5.6.2014 | 09:51
Fasismi,kynþáttahyggja og lýðskrum.
Undanfarið hefur ítrekað verið vísað til fasískrar kynþáttahyggju af forustufólki á fjölmiðlum og í stjórnmálum. Samt sem áður var fasistaflokkur Ítalíu ekki kynþáttahyggjuflokkur miðað við þann tíma frekar en breski Verkamannaflokkurinn á sama tíma. Það var ekki fyrr en ítalskir fasistar lentu undir hælnum á þýsku nasistunum sem kynþáttahyggjan náði tökum í þeim flokki.
Annað rangnefni er að tala um "fasískan hægri flokk". Fasistar voru sprottnir upp úr sósíalista- og kommúnistaflokki Ítalíu og stofnandi flokksins Benito Mussolini var áður vinstri sinnaður sósíalisti og pennavinur byltingarmannsins Lenin. Fasistar vildu alræði ríkisins og voru á móti einstaklingshyggju.
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna var ekkert mál sem kallaði á jafnmikla athygli fjölmiðlafólks og ummæli um lóð fyrir mosku í borginni. Sú umræða á vettvangi fjölmiðlanna er einsleit og fjarri því að uppfylla skilyrði eðlilegrar og hlutlægrar fréttamennsku. Fréttastofa RÚV gjaldfellir sjálfa sig ítrekað með síbylju um málið. Á sama tíma miðað við rétttrúnaðarsjónarmiðin fitnaði púkinn á fjósbitanum, sem er Framsóknarflokkurinn í þessu tilviki, að mati þessa pólitíska nauðhyggjufólks.
Byggingar trúfélaga eru víðar dreilumál en í Reykjavík og fyrir nokkrum árum greiddi meirihluti kjósenda í Sviss atkvæði gegn því að kallturnar spámannsins yrðu á alfaraleiðum í landinu.
Viðurkennd trúfélög njóta stjórnskipulegrar verndar stjórnarskrár og annarra íslenskra laga og eiga að gera það. Þar með eiga þau að njóta jafnræðis að því marki sem unnt er þegar um er að ræða þjóðkirkju. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Múslimar, Búddatrúar og aðrir eiga því sama rétt til að byggja samkomuhús, helgistaði eða kirkjur. Hvort heldur einhverjum líkar betur eða verr.
Á sama tíma og það er réttur trúfélaga að geta komið sér upp trúarlegum griðarstað þá hafa aðrir borgarar líka rétt. Ég þarf t.d. ekki að sætta mig við það að mannréttindi mín séu ekki virt af því að trúarhópur hafa uppi hávaða eða háreysti á timum sem einstaklingarnir eiga að njóta kyrrðar og friðar samkvæmt lögum.
Af hverju má aldrei ræða þessi mál öfgalaust án þess að hengja merkimiða öfga, fasisma, lýðskrums, hægri öfga og rasisma á þá sem ræða málin þó þeir geri það e.t.v. með klaufalegum hætti miðað við "political newspeak" (pólitískt nýmál) eins og George Orwell lýsti réttrúnaðarríkinu í bók sinni 1984.
Fjölmiðlum sést hins vegar yfir e.t.v. af ástettu ráði að helsti lýðskrumsflokkurinn Samfylkingin náði mestu fylgi með loforðinu um 2.500-3000 nýjar leiguíbúðir. Við skulum fylgjast með því hvernig staðið verður að efndum þess lýðskrumsloforðs.
3.6.2014 | 07:48
Fréttir af andlátinu eru stórlega ýktar
Dagblað birti á sínum tíma þá frétt að rithöfundurinn sem tók sér nafnið Mark Twain væri dáinn. Þegar Mark Twain sá fréttina sendi hann frá sér fréttatilkynningu sem sagði að fréttir af andláti han væru stórlega ýktar.
Ítrekað hefur verið fullyrt af ýmsum fréttamiðlum og háskólamenntuðum sérfræðingum, að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa styrkleika sínum og á hraðri niðurleið. Í framhaldi af því er skeggrætt um hvaða þýðingu fyrirsjáanlegt tómarúm með brotthvarfi Sjálfstæðisflokksins sem hins sterka afls muni hafa á landsmálin.
Ekkert af þessum hugleiðingum hefur gengið eftir. Í sveitarstjórnarkosningunum kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn er afgerandi forustuafl í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn hefur góðan stuðning í öllum sveitarfélögum og er eini flokkurinn sem hefur jafnvíðtækan stuðning á landsvísu.
Á sama tíma og flokkurinn undir forustu ýmissa góðra og þekktra forustumanna í sveitarstjórnarmálum, ásamt traustum hópi nýrra forustumanna sem eru að hasla sér völl á þessu sviði stjórnmálanna, hrannast upp ákveðin óveðursský sem Sjálfstæðisflokkurinn og sjálfstæðisfólk verða að bregðast við.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur tapað stöðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lengst af stuðning um helmings borgarbúa í borgarstjórnarkosningum en nýtur nú einungis stuðnings fjórðungs kjósenda, þar sem einn af hverjum þremur kjósendum sér ekki ástæðu til að fara á kjörstað.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur því tapað helmingi fylgismanna sinna í Reykjavík
Ástæður fylgishrunsins í Reykjavík eru bæði sögulegar og eiga sér einnig skýringar í núinu. Mikilvægastu skýringarnar eru samt þær að Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur tók sér pólitískt frí meginhluta kjörtímabilsins og hluta þess tímabils var oddviti flokksins aðkeyptur fundarstjóri borgarstjórnar Jóns Gnarr þáverandi borgarstjóra og sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili máttu vart vatni halda vegna hrifningar sinnar á tiltækjum Jóns Gnarr.
Annað sem er verulegt áhyggjuefni er takmarkaður stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn er í lágmarki og mælist allt niður í 11%. Á sama tíma eru lýðræðissinnar í Háskóla Íslands í sterkri stöðu og þegar viðhorf ungs fólks eru skoðuð þá sést að þar kemur fram góður stuðningur við þær lífsskoðanir sem Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að berjast fyrir, en hefur að hluta til gleymt á síðustu árum.
Kynning á stefnumálum flokksins og þeim gildum sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á og berst fyrir er í molum og þarfnast gagngerrar endurskoðunar.
Sjálfstæðisflokkurinn á vettvangi landsmála verður líka að sýna að hann sé einarður í stuðningi sínum við þau gildi sem hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að forustuflokki í landinu frá stofnun hans. Ekkert minna þarf ef duga skal.
2.6.2014 | 09:37
Nýr foringi?
Elliði Vignisson og sjálfstæðisfólk í Vestmannaeyjum unnu það ótrúlega afrek að fá 73% greiddra atkvæða í bæjarstjórnarkosningunum.
Í lýðræðisríki þar sem stjórnendur ráða ekki fjölmiðlum er algjör undantekning að stjórnmálaflokkur nái svo afgerandi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað Vestmannaeyjum undanfarin ár og sá stuðningur sem flokkurinn fær nú sýnir að bæjarbúar eru almennt mjög ánægðir með störf meirihlutans.
Elliði Vignisson bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisfólks í Vestmannaeyjum hefur verið óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós og m.a. boðið vinstri menningarelítunni í 101 Reykjavík byrginn. Að honum var heldur betur sótt í kjölfar þess. Elliði stóð hins vegar jafnréttur ef ekki réttari eftir.
Í kjölfar þessa góða árangurs er eðlilegt að Sjálfstæðisfólk gaumgæfi hvort kominn sé fram nýr foringi flokksins á landsvísu sem líklegur sé til góðra verka og geti notið almenns trausts landsmanna.
Sú forustusveit Sjálfstæðisfólks þ.á.m. nýs forustufólks, sem nú hefur haslað sér völl víða um land í sveitarstjórnum þarf að láta til sín taka í auknum mæli á vettvangi landsmála.
Þjóðin og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa á því að halda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2014 | 09:41
Betur má ef duga skal.
Einn af hverjum þrem kjósendum í Reykjavík sáu ekki ástæðu til að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Samfylkingin er því með um 20% fylgi allra kjósenda í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkurinn 18%. Þeir sem heima sátu eru því fjölmennasti hópur kjósenda í Reykjavík
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn reyndist vera með meira fylgi í Reykjavík en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna, þá er niðurstaðan samt fjarri því að vera viðunandi fyrir flokk sem hefur fengið um og yfir helming atkvæða í kjósenda þegar best hefur gengið. Betur má því ef duga skal.
Sem innfæddur Akurnesingur get ég ekki annað en fagnað því að Sjálfstæðismenn með Ólaf Adolfsson í broddi fylkingar skyldu vera hástökkvarar kvöldsins og vinna hreinan meirihluta.
Fréttastofa RÚV vann mikinn sigur með öfugum formerkjum. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík getur öðrum fremur þakkað framgöngu fréttamanna RÚV fyrir góðan árangur í kosningunum. Í hálfan mánuð fyrir kosningar var varla til sá fréttatími þar sem hrokafullir fréttamenn á RÚV létu hjá líða að finna nýja og nýja fordæmingu á ummælum oddvita Framsóknar í Reykjavík um lóð fyrir mosku.
Framsóknarmaddömurnar Sveinbjörg og Guðfinna ættu því að láta það verða sitt fyrsta verk nýkjörnar í borgarstjórn, að færa fréttastofu RÚV veglegan blómvönd í þakklætisskyni fyrir kosningabaráttuna.
Meiri hluti Gnarrista féll og borgarstjórastóll Dags B. Eggertssonar er því valtari en spáð var. En VG er alltaf til staðar sem hækja Samfylkingarinnar. Ef til vill ætti Dagur að lesa bókina ár drekans eftir flokksbróður sinn Össur Skarphéðinsson áður en hann lætur fleka sig inn í slíkt samstarf.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 38
- Sl. sólarhring: 438
- Sl. viku: 4254
- Frá upphafi: 2449952
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 3965
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson