Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015
14.12.2015 | 19:34
Nú eru gróðapungarnir góðir.
Sósíalistarnir sem stjórna Reykjavíkurborg segja að bílastæðahús í rekstri borgarinnar séu rekin með stórkostlegu tapi. Þeir sjá ekki rekstrarlegar forsendur fyrir því að halda áfram rekstri bílastæðahúsanna og þá eru góð ráð dýr.
Arftaki Jóns Gnarr í Besta flokknum/Bjartri framtíð kynnti það sem einu lausnina sem þeir sósíalistarnir í borgarstjórninni ásamt honum, Samfylking, Vinstri grænir og Píratar sæu á vandanum væri að selja gróðapungum í borginni húsin til að þeir gætu ráðið bót á þeim vanda sem sósíalistarnir í Reykjavík sjá ekki nokkur tök á að gera.
Einkaframtakið á nú að leysa þann vanda sem sósíalisminn ræður ekki við. Sjaldan hefur heyrst eða sést jafn fullkomin málefnaleg uppgjöf sósíalista gagnvart markaðskerfinu, en kristallast í þessari afstöðu vinstri meirihlutans í borgarstjórn.
Nú geta þeir af því að við getum ekki.
13.12.2015 | 10:24
Flottar umbúðir í París.
Við höfum loksins náð því sögulega takmarki að bjarga jörðinni frá loftslagsbreytingum. Þannig var samkomulagið sem náðist á loftslagsráðsstefnunni í París, kynnt. Markmiðið er að hlýnun verði ekki nema 2 gráður á öldinni og lönd heimsins samþykkja að reyna að halda hlýnuninni innan við 1.5 gráður.
Ríku löndin eiga að greiða 100 milljarða dollara á ári til þróunarlandanna. Þau eru samt ekki lagalega skuldbundin til þess og munu ekki gera það miðað við fyrri reynslu.
Samkomulagið skuldbindur ekki neitt ríki lagalega til eins eða neins umfram það sem verið hefur. Orðalag og markmið samningsins er orðað svo frábærlega að fáheyrt er enda skipta umbúðir meira máli en innihald fyrir stjórnmála- og vísindaelítu nútímans. Árangurinn mælt með þeirri mælistiku er því gríðarlegur.
Tárfellandi forseti Kiribati eyja sagði að næðu menn ekki samkomulagi um hámarkshitun 1.5 gráður mundi Kiribati sökkva í sæ. Samt sem áður hefur landmassi Kiribati aukist en ekki minnkað og ekki mælist nein hækkun sjávarborðs þar.
Kína sem ber ábyrgð á helmingi losunar kolefnis mun tvöfalda kolefnislosun til ársins 2030 miðað við áætlanir um byggingar kolaorkuvera og Indland sem er þriðji stærsti kolefnalosandi heimsins ætlar að þrefalda losunina til sama tíma. Í dag eru áform um að byggja 2.500 ný kolaorkuver af því að kol eru ódýrasti orkugjafinn. Samþykkt Parísarráðsstefnunnar skiptir engu máli og þeim milljón vinnustundum sem var eytt þar hefði betur verið varið til annars.
Þrátt fyrir falleg orð og fyrirheit mun kolefnalosun aukast verulega því miður en ekki minnka og ekkert í samkomulaginu skuldbindur nokkurt ríki. Alvarlegasti lærdómurinn af Parísarráðstefnunni er því miður sá að stjórnmála- og vísindaelíta heimsins hefur afsalað sé raunverulegum markmiðum, en bullukollast í samræmi við það sem George Orwell hefði kallað "political newspeak" fjarri öllum sannleika eingöngu sett fram til að þóknast pópúlískum slagorðaflaumi án raunveruleikatengingar eins og fullyrðingar forseta Kiribati.
10.12.2015 | 13:19
Miskunsami Samverjinn og Albanskir innflytjendur.
Í sögu Jesús af miskunsama Samverjanum segir frá manni af kynþætti sem Gyðingar fyrirlitu, sem kom einum þeirra til hjálpar, af því að hann var illa haldinn. Samverjinn kom honum í húsaskjól og til aðhlynningar og borgaði allan kostnað við það. Samverjanum datt ekki í hug að bjóða Gyðingnum heim til sín eða búa hjá sér. Miskunsami Samverjinn taldi það hins vegar skyldu sína að hlú svo að sjúkum einstaklingi, að hann gæti náð heilsu og eftir það farið ferða sinna.
Í gær og í dag hefur verið fjallað um mál Albanskra innflytjendafjölskyldna sem hafa engan rétt á að vera í landinu. Sú niðurstaða Útlendingastofnunar að vísa þeim úr landi var lagalega rétt.
Þó að niðurstaða embættismanna sé með þeim hætti, þá er ekki þar með sagt að sérstakar aðstæður afsaki ekki - já og geri það beinlínis sjálfsagt, að ráðherra beiti sér fyrir því að veik börn fái aðhlynningu og læknisaðstoð.
Það er mikilvægt að við breytum eins og miskunsami Samverjinn og hrekjum ekki á vergang sjúkt fólk og örvasa jafnvel þó við bjóðum þeim ekki að vera hjá okkur eftir að því hefur verið hjálpað til sjálfshjálpar.
Því miður brugðust þeir sem halda um hið pólitíska vald, Innanríkisráðherra og flokksmenn hennar í ríkisstjórn í þessu máli.
9.12.2015 | 12:31
Donald Trump, fjölmiðlar og lýðræðið.
Fjölmiðlun hefur færst í það horf að birta upphrópanir helst þær hástemmdustu og vitlausustu í pólitískri umræðu. Fjölmiðlar hafa áhrif á það hvernig stjórnmálamenn tala. Uppsláttarstíll þeirra hefur gert pólitíska umræðu enn innihaldsrýari og vitlausari.
Donald Trump spilar á fjölmiðla. Fáránleg ummæli, andstæð heilbrigðri skynsemi eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum. Skiptir þá engu hversu vitlaus þau eru. Donald Trump fór illum orðum um fólk af Mexíkönskum uppruna og kallaði þá m.a.nauðgara. Vilji fólk velta fyrir sér rasisma þá hafa sjaldan sést rasískari ummæli frá vestrænum stjórnmálamanni. Fjölmiðlar slógu þessu upp, en fordæming á ummælanna var minni en ætla mátti.Nú hefur Trump sagt,að loka eigi Bandaríkjunum fyrir Múslimum þangað til að ljóst sé hvað sé að gerast í Múslimska heiminum. Allt logar vegna þessa og Trump er fordæmdur sem aldrei fyrr- Af hverju var meiri ástæða til að fordæma hann fyrir þessi ummæli en ummælin gegn Mexíkönum- já eða konum o.s.frv. o.s.frv.
Þegar talað er um trúarbrögð og andstaða við þau er færð undir rasisma, þá er það rangt. Trúarbrögð eru kenningarkerfi sem eðlilegt er að gagnrýna ekkert síður en stjórnmálastefnur. Andstaða við trúarbrögð eins felur ekki í sér rasisma ekkert frekar en andstaða við kommúnisma eða fasisma.
Trump nær enn því markmiði að vera helsti uppsláttur fjölmiðla. Ummæli Trump um múslima eru einnig sögð vegna þess að nær daglegar hryðjuverkaárásir Íslamista á Vesturlöndum, sem beinast að óbreyttum borgurum vekur óhug og öryggisleysi gagnvart fólki sem aðhyllast þessi trúarbrögð.
Ég hef ítrekað sagt að virkasta leiðin til að vinna sigur á herskáum Íslamisma sé að standa fast fyrir og hvika hvergi frá þjóðlegum og kristilegum gildum. Það gerist ekki með því að útiloka alla frá komu og starfi í þjóðfélaginu sem aðhyllast Múhameðstrú. Á sama tíma verður að gera kröfu til þeirra sem það gera að þeir taki virka afstöðu og baráttu gegn Íslamismanum. Í sumum tilvikum getur það verið dauðans alvara og jafnvel meiri dauðans alvara fyrir Múhameðstrúarfólk heldur en okkur sem aðhyllumst ekki þessi trúarbrögð. Það leiðir þó ekki til þess að fólk sem aðhyllist Múhameðstrú geti verið stikkfrí í baráttunni við öfgamenn af eigin trúarbrögðum -ekkert frekar en það afsakar ekki okkur kristið fólk að taka upp baráttu gegn þeim, sem betur fer, fáu kristnu sem geta verið ógn við öryggi almennra borgara eða fólk af öðrum trúarhópum.
Neiti vestrænir stjórnmálamenn að horfast í augu við hvað ástandið er eldfimt og hættulegt vegna þess hvað Íslamistarnir hafa lengi farið sínu fram og vestrænir stjórnmálamenn afsakað þá, eins og gerðist á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þá leiðir slík óábyrg afstaða til þess, að þessir sömu stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eiga ekki lengur samleið með stórum hluta kjósenda.
7.12.2015 | 09:38
Arfleifð sósíalismans
Valdatími sósíalista í Venesúela sem staðið hefur í 17 ár er lokið. Mið- og hægri flokkar unnu stórsigur í kosningum þar í gær.
Venesúela ætti að vera ríkasta land í Suður-Ameríku af því að landið flýtur á olíu sem er drjúg tekjulind sem önnur ríki í álfunni hafa almennt ekki og ekkert í sama mæli og Venesúela.
Þrátt fyrir að Venesúela fljóti á svarta gullinu þá skilja sósíalistar þannig við þjóðfélagið eftir 17 ára stjórn,að það er stöðugur skortur á nauðsynja- og lækningavörum. Hvergi mælist verðbólga meiri en einmitt í Venesúela. Harðstjórn hefur aukist í tíð sósíalistanna með tilheyrandi skerðingu á tjáningarfrelsi og handtökum pólitískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar.
Árið 1999 tók Hugo Chavez við völdum í Venesúela og þá var til gnógt fjármuna til að styðja erlend sósíalistaríki. Spilling og hin dauða hönd sósíalismans hefur á þeim 17 árum sem síðan eru liðin dregið mátt úr þjóðfélaginu og leitt til vöruskorts, óðaverðbólgu og versnandi lífskjara.
Fólki lærist seint að það er ekki hægt að gera allt fyrir alla á annarra kostnað og stjórna hagkerfinu á forsendum alræðisvilja meintra öreiga. Það hefur allsstaðar endað illa.
3.12.2015 | 09:47
Nýju fötin borgarstjórnarinnar
Borgarfultrúar allra stjórnmálaflokka hamast við það á hópeflis-trúarsamkomunni í París, um hnattræna hlýnun, að setja fram hugmyndir og leiðir til að gera íbúum sínum sem erfiðast fyrir í framtíðinni í samgöngu og atvinnumálum og semja reglur til að geta haft sem mest afskipti af lífi og starfi borgaranna í framtíðinni.
Á sama tíma og Kir-Royal lepjandi borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar eyða tíma í vandamál vegna hnattrænnar hlýnunar, stendur venjulegt fólk á Stór-Reykjavíkursvæðinu í ströngu við að komast leiðar sinnar í mesta snjóþunga sem mælst hefur í meira en öld. Það í einum mesta kulda sem mælst hefur lengi í desemberbyrjun. Degi B. Eggertssyni með fulltingi annarra flokka í borgarstjórninni liggur þar af leiðandi á, að finna sem allra skepnulegustu reglur til að tryggja að í framtíðinni komist borararnir helst hvorki lönd né strönd og þurfi að leita út í dreifbýlið eftir arðbærri vinnu í framleiðslugreinum.
Franski heimspekingurinn Voltaire skrifaði bókina Birting til að gera grín að trúarsetningum kirkjunnar á 18.öld. Með sama hætti væri hægt að skrifa bók núna til að gera sambærilegt grín að trúarsetningum hlýnunarsinna. Hvað sem gerist í veðrinu er skrifað á hnattræna hlýnun. Nú þegar kuldi og snjór herjar á íbúa Norðurslóða, Reykvíkinga sem aðra, segja hlýnunarprestarnir að þetta sé vegna hlýnunar af mannavöldum. Aukin kuldi er þá vegna hlýnunar eins og Altunga í Birtingi sagði, þegar hann og Birtingur voru hnepptir í þrældóm að það væri vegna þess að algóður Guð gerði eingöngu góða hluti. Þrældómurinn hlaut því að vera góður.
Eitraður útblástur jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsráðstefnunnar í París nemur meiru en tveggja ára útblæstri Eistlands og sennilega meir en fimm ára útblæstri Íslands. Reglurnar sem elítan í París er að tala um að þurfi að setja á venjulegt fólk gildir bara fyrir venjulegt fólk en ekki fyrir Kir-Royal lepjandi ráðstefnugesti í París.
2.12.2015 | 10:57
Crime syndicate ltd.
Al Capone sagðist ekki bera ábyrgð á því þó fyrirtækið sem hann átti að stærstum hluta hefði gerst sekt um glæpsamlega starfsemi. Hann væri bara hluthafi og skipti sér ekki af rekstri fyrirtækisins. Al Capone var í því að selja fólki ólöglegan vökva, áfengi, á bannárunum í Bandaríkjunum. Þegar hann var sakaður um að hafa svikið undan skatti sagði Al Capone. " Það er ekki rétt það er ekki hægt að leggja skatt á ólöglegar tekjur."
Samkvæmt frumskýrslu Samkeppniseftirlitsins um sölu á öðrum vökva en áfengi þ.e. olíu kemst þessi opinberi eftirlitsaðili að þeirri niðurstöðu í frumskýrslu sinni að olíufélögin hafi stolið rúmum fjórum milljörðum af neytendum árið 2014.
Talsmenn olíufélaganna segja þetta alrangt og hafa upp orðagjálfur og röksemdir sem eru sambærileg málflutningi þeirra fyrir tveim áratugum, þegar flett var ofan af víðtækri svikastarfsemi og samráði þeirra. Þá var stolið milljörðum af neytendum, en ekki bara það. Húnæðislánin hækkuðu líka vegna ólögmæta samráðsins. Neytendur hafa aldrei fengið tjón sitt vegna þeirrar svikastarfsemi olíufélaganna bætt.
Nú eru eigendur olíufélaganna að stórum hluta lífeyrissjóðir. Sjóðir fólksins eins og talsmenn þeirra segja jafnan. Þessir eigendur olíufélaganna segja að þeim komi svikastarfsemi fyrirtækja sinna ekki við, af því að þeir skipti sér ekki af rekstrinum. Er það tæk skýring?
Neytendur eru neyddir til þess með nauðungarlögum að borga mestan hluta mögulegs sparnaðar síns til lífeyrissjóða. Er hald í því fyrir talsmenn lífeyrissjóðanna að segja að þeim komi ekki við þegar fyrirtæki þeirra eru að arðræna fólkið sem á lífeyrissjóðina? Fólkið sem fær engu ráðið um starfsemi þeirra en verður bara að borga.
Þegar eigendur lífeyrissjóða láta sér vel líka vegna þess að fyrirtæki skilar góðum hagnaði og skella skollaeyrum við þegar á það er bent að hagnaðurinn sé að stórum hluta vegna ólögmætrar starfsemi þá er það ekki að neinu leyti tækari röksemdir en röksemdir Al Capone fyrir tæpri öld.
1.12.2015 | 23:17
Nú fer þessu að verða lokið
Þegar ég var að paufast í snjónum áðan þá datt mér í hug að Karl Bretaprins sagði á loftslagsráðstefnunni í Rio de Janeiro í mars 2008 að það væru minna en 100 mánuðir þangað til hlýnun jarðar yrði óyfirstíganleg. Samkvæmt því þá er þetta búið í júlí 2017.
Loftslagsráðstefnan í París verður þá sú síðasta. Eftir júlí 2017 verður engu breytt Móður jörð verður ekki bjargað frá eyðingu. Nema Karl Bretaprins og Obamar allra þjóða hafi rangt fyrir sér og ástandið sé.
Stjórnmálaleiðtogar eru eins og hópur háskólafólks í hópefli við að sannfæra hvort annað um hnattræna hlýnun þó engin þeirra hafi vísindalegar forsendur. Karl Bretaprins segir að borgarastyrjöldin í Sýrlandi stafi af loftslagsbreytingum. Þurkur og uppblástur er ekki vandi Sýrlands og uppskera á hveiti hafði fjórfaldast frá 1990 þegar uppreisnin hófst. Þurkar í Mið-Austurlöndum voru mun alvarlegri um miðja síðustu öld. Karl Bretaprins kynnir sér ekki staðreyndir en bullar í hópeflin eins og svo margir aðrir heimsendaspámenn.
Í kvöld var sagt frá því að umræðan á loftslagsráðstefnunni hafi verið um vandamál vegna þess að ummál vatns í vestur hluta Afríku hafði minnkað mjög. Hvað þá með áður landlæga þurrka og hungursneið í Ethíópíu og Sómalíu upp úr 1980. Hvað varð af þeim? Af hverju er það ekki vandamál lengur?
Því miður er fáu að treysta lengur í þessum heimi og mælingar og spár ganga á mismunandi vegu. Þá er hentast að skoða hvað brennur á eigin skinni. Í þau 30 ár sem ég hef stundað fjallgöngur hef ég ekki séð að snjóalög hafi breyst mikið eða veðurlag þannig það það sé einhver munur sem miklu skiptir. Nú eins og þegar sambærileg loftslagsráðstefna var haldin í Kaupmannahöfn um árið gengur á með fimbulkulda og mestu snjókomu í Reykjavík í marga áratugi.
Mesti munurinn á loftslagsráðstefnunni núna og í Kaupmannahöfn er sá að nú er íslenska sendinefndin tiu sinnum fjölmennari og munar þar ekki síst að Dagur B. Eggertsson ákvað að fara ekki fáliðaður til þessa þings og hafa með sér gildasta forsjárfólk úr gervallri Reykjavík svo það mætti sannfærast í hópeflinu um að ekki þyrfti að gera við holurnar í malbikinu þar sem bílarnir væru hvort heldur hinn versti skaðvaldur og bæri að útrýma.
Í kulda snjókomu og trekki síðustu daga eiga því vel við lokin á vísunni sem Steinn Steinar setti saman þá nýkominn til Reykjavíkur "þetta er ekki ekki ekki ekki þolandi"
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 271
- Sl. sólarhring: 777
- Sl. viku: 4092
- Frá upphafi: 2427892
Annað
- Innlit í dag: 252
- Innlit sl. viku: 3788
- Gestir í dag: 247
- IP-tölur í dag: 236
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson