Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Erum við þau einu sem berum ábyrgð?

Í Bretlandi er sótt að forsætisráðherranum fyrir að vera ómennskur og hjartalaus vegna þess að hann vill veita aukinn stuðning til flóttamanna þar sem þeir eru í þeirri von að þeir geti fljótlega snúið til síns heima. Raunar er þetta líka skoðun Stephen O´Brien yfirmanns UNCHR en varla verður sú stofnun sökuð um slíkt.

Til að ná sér niðri á breska forsætisráðherranum og raunar fleirum sem telja mikilvægt að koma í veg fyrir þann mikla flóttamannastraum sem er frá Mið-Austurlöndum og Afríku og sýna hvað þeir væru firrtir kærleika, var í gær vísað í mynd af þriggja ára dreng sem drukknaði við strendur Tyrklands ásamt bróður sínum og móður á leiðinni til Grikklands. Ferðalagið var örfáfir kílómetrar. Slysið varð vegna þess að skipið sem flutti þau var í ólagi en það hafði ekkert með flóttamannastefnu Íslands, David Cameron eða Evrópusambandið að gera.

Fjölskylda Aylan Kurdi drengsins litla sem drukknaði við Tyrklandsstrendur bjó í Tyrklandi eftir að hafa flúið frá Sýrlandi. Jafnvel þó að iðulega sé ekki vel farið með Kúrda í Tyrklandi þá var fjölskyldann samt örugg, en þau vildu fara til ættingja sinna í Kanada og höfðu ný hafið þá vegferð þegar slysið varð. Myndbirtingin af litla drengnum og notkun til að  að ná sér niðri á andstæðingum opinna landamæra er því bæði ósmekkleg og röng, en því miður mjög í samræmi við það sem gagnrýnislaus fjölmiðlun nútímans sem hirðir lítt um að kynna sér staðreyndir býður fólki upp á.

Ég leyfi mér að halda því fram að ég, David Cameron og aðrir sem vilja taka af skynsemi á flóttamannastraumnum með því að stemma á að ósi séu ekkert síður mannkærleikans fólk en rómantísku sveimhugarnir sem stjórnast af áróðri ábyrgðarlausrar og gagnrýnislausrar fjölmiðlunar og rómantískra sveimhuga.

Bera lönd Evrópu meir ábyrgð á flóttamönnum frá Sýrlandi en Bandaríkin, Kanada eða hvaða önnur lönd sem vera kann í heiminum? Af hverju bendir fólk ekki á þá eftirtektarverðu staðreynd að Arabaríkin sem eiga landamæri að Sýrlandi hafa ekki sýnt mikinn vilja til að rétta hjálparhönd. Meðan svo er þá er hætt við að stefna eins skammsýnasta stjórnmálamanns Evrópu, Angelu Merkel leiði til þess að fleiri og fleiri freisti gæfunnar og leggi á stað til Evrópu með þeim hræðilegum afleiðingum sem það kann að hafa eins og sýndi sig hvað Kurdi fjölskylduna varðar.

 


Evrópa getur ekki varið landamæri sín.

Forseti Ungverjalands Viktor Orban hefur lengi varað við ástandinu í Mið-Austurlöndum hann segir:

"Hver hefði trúað því að Evrópa gæti ekki varið landamæri sín fyrir óvopnuðu flóttafólki. Í dag er það spurningin um Evrópu. Lífsstíll evrópskra borgara og evrópulöndin lifi af hverfi eða breytist þannig að þau verði óþekkjanleg. Í dag er það ekki bara spurningin um það í hvers konar Evrópu við viljum helst búa í heldur frekar það hvort það sem við skiljum með Evrópu komi yfir höfuð til með að vera til."

Í gær sagði forsætisráðherra Breta að hann ætlaði ekki að taka við flóttafólki í samræmi við tilmæli Evrópusambandsins og nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til að fólk gæti búið í friði í heimalöndum sínum.

Þessir menn vita hvað það þýðir að taka við  hundruð þúsunda fólks af ólíku þjóðerni þar sem yfir 80% eru múslimar og samkvæmt reynslu Evrópuþjóða þá vinnur meiri hluti þeirra aldrei neitt í löndunum sem þeir koma til heldur unir sér vel á framfæri félagsmálastofnana. Þá vita menn líka af biturri reynslu að einn frá Miðausturlöndum eða Norðanverðri Afríku þýðir 10 til viðbótar úr fjölskyldunni áður en áratugur er liðinn.

Það er þess konar þjóðfélag sem Samfylkingin er að berjast fyrir með bullukolluhætti og því miður þá er Sjálfstæðisflokkurinn að falla í sömu gryfjuna. Hætt er við að fylgið haldi áfram að fjara undan báðum flokkum ætli þeir að halda við þessa stefnu í innflytjendamálum.


Að lesa bara hluta sannleikans

Fjölmiðlar hafa birt niðurstöðu síðustu skoðanakönnunar Gallup þar sem sagt er að 36% aðspurðra styðji Pírata. Hinar talandi og skrifandi stéttir fjalla síðan um málið út frá þessari gefnu forsendu þó hún sé alröng og einfalt að lesa það er nánar er skoðað. Hvað sem því líður þá er fylgi Pírata svo mikið að stjórnmálamenn í öllum hinum flokkunum geta ekki skoðað það sem annað en áfellisdóm yfir störf sín.

En fylgistölur úr skoðanakönnuninni sem fjölmiðlar birta eru rangar. Aðeins 15.7% aðspurðra segjast ætla aða kjósa Pírata og 9.1% ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en aðeins 3.9% Samfylkinguna svo dæmi séu tekin.

Ekki er tekið með í reikninginn við úrvinnslu fréttar af skoðanakönnuninni að stærsti hópur skoðanakönnunarinnar þ.e. þeir sem svara ekki og gefa ekki upp afstöðu eru 57% aðspurðra eða góður helmingur. Einungis 43% aðspurðra treystir sér til að nefna stuðning við einhvern stjórnmálaflokk. Það er sú alvarlega staða sem hrjáir stjórnmálin í dag.

Það er alvarleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem allt frá stofnun sinni fyrir tæpri öld hefur jafnan verið stærsti flokkur þjóðarinnar, að ekki skuli fleiri en 9% aðspurðra í skoðanakönnun lýsa yfir stuðningi við hann. Fyrir flokk sem hefur stundum náð yfir 40% fylgi er þetta mjög alvarlegur áfellisdómur. Er það virkilega svo að einungis 9% styðji stefnu Sjálfstæðisflokksins eða er það eitthvað annað sem hrekur fólk frá flokknum?

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 81
  • Sl. sólarhring: 1289
  • Sl. viku: 1611
  • Frá upphafi: 2293079

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1465
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband