Leita í fréttum mbl.is

Erum við þau einu sem berum ábyrgð?

Í Bretlandi er sótt að forsætisráðherranum fyrir að vera ómennskur og hjartalaus vegna þess að hann vill veita aukinn stuðning til flóttamanna þar sem þeir eru í þeirri von að þeir geti fljótlega snúið til síns heima. Raunar er þetta líka skoðun Stephen O´Brien yfirmanns UNCHR en varla verður sú stofnun sökuð um slíkt.

Til að ná sér niðri á breska forsætisráðherranum og raunar fleirum sem telja mikilvægt að koma í veg fyrir þann mikla flóttamannastraum sem er frá Mið-Austurlöndum og Afríku og sýna hvað þeir væru firrtir kærleika, var í gær vísað í mynd af þriggja ára dreng sem drukknaði við strendur Tyrklands ásamt bróður sínum og móður á leiðinni til Grikklands. Ferðalagið var örfáfir kílómetrar. Slysið varð vegna þess að skipið sem flutti þau var í ólagi en það hafði ekkert með flóttamannastefnu Íslands, David Cameron eða Evrópusambandið að gera.

Fjölskylda Aylan Kurdi drengsins litla sem drukknaði við Tyrklandsstrendur bjó í Tyrklandi eftir að hafa flúið frá Sýrlandi. Jafnvel þó að iðulega sé ekki vel farið með Kúrda í Tyrklandi þá var fjölskyldann samt örugg, en þau vildu fara til ættingja sinna í Kanada og höfðu ný hafið þá vegferð þegar slysið varð. Myndbirtingin af litla drengnum og notkun til að  að ná sér niðri á andstæðingum opinna landamæra er því bæði ósmekkleg og röng, en því miður mjög í samræmi við það sem gagnrýnislaus fjölmiðlun nútímans sem hirðir lítt um að kynna sér staðreyndir býður fólki upp á.

Ég leyfi mér að halda því fram að ég, David Cameron og aðrir sem vilja taka af skynsemi á flóttamannastraumnum með því að stemma á að ósi séu ekkert síður mannkærleikans fólk en rómantísku sveimhugarnir sem stjórnast af áróðri ábyrgðarlausrar og gagnrýnislausrar fjölmiðlunar og rómantískra sveimhuga.

Bera lönd Evrópu meir ábyrgð á flóttamönnum frá Sýrlandi en Bandaríkin, Kanada eða hvaða önnur lönd sem vera kann í heiminum? Af hverju bendir fólk ekki á þá eftirtektarverðu staðreynd að Arabaríkin sem eiga landamæri að Sýrlandi hafa ekki sýnt mikinn vilja til að rétta hjálparhönd. Meðan svo er þá er hætt við að stefna eins skammsýnasta stjórnmálamanns Evrópu, Angelu Merkel leiði til þess að fleiri og fleiri freisti gæfunnar og leggi á stað til Evrópu með þeim hræðilegum afleiðingum sem það kann að hafa eins og sýndi sig hvað Kurdi fjölskylduna varðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá þér kæri Jón sem jafnan !

Ég tek heils hugar undir þennan góða pistil hjá þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2015 kl. 11:44

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Prédikari.

Jón Magnússon, 4.9.2015 kl. 12:52

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Athyglisverðar athugasemdir, Jón, til að gaumgæfa.

Kristinn Snævar Jónsson, 4.9.2015 kl. 18:45

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt Jón Magnússon, þakka þér fyrir.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.9.2015 kl. 20:28

5 identicon

Það væri óskandi Jón að þér tækist að stemma á að ósi, en efast um að Cameron sé maður til þess.

Vísasta leiðin væri að kjósa fólk til valda á vesturlöndum sem breytir um pólitík gagnvart þessum landsvæðum og hættir allri nýlendukúgun og yfirgangi.

Þá er best að hætta að halla sér að stefnu stríðsglæpamanna í Wasington og vera of viljugur til að fylgja þeim í öllum þeirra leiðöngrum um heimsbyggðina.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 07:47

6 Smámynd: Loncexter

Áhugaverð lesning !

Loncexter, 5.9.2015 kl. 16:12

7 identicon

Umræðan á Íslandi um málefni flóttamanna er leidd af rómantískum sveimhugum og gagnrýnislausri fjölmiðlun og þeir sem andæfa fá á baukinn og útmálaðir sem hrakmenni. Vinstri flokkarnir hamast við að sýna gæsku sína og lengst gengur Árni Páll með sín fimm hundruð.

Forsætisráðherra hefur verið varkár í yfirlýsingum og segist vilja auka verulega fé til málaflokks flóttamanna en ekki reiðubúinn að nefna tölu umfram fimmtíu enda ráðherranefnd að störfum og rétt að bíða niðurstöðu nefndarstarfsins. Hann bendir einnig á og undrast að umræðan snúist fyrst og fremst um vanda flóttamanna í Evrópu sem sé aðeins brot af heildarumfanginu. Milljónir hafist við í flóttamannabúðum í og nærri heimalöndum og þar ríki skelfileg eymd og neyð. Það megi ekki gleymast. Varla hafði forsætisráðherra sleppt orðinu þegar vitringurinn Egill Helgason sagði hneykslaður: Þessi afstaða forsætisráðherra er ekki góð og ólíkt hafast þeir að, hann og forsætisráðherra Finnlands sem bauð flóttamönnum sumarhús sitt. Án efa og í anda Finna er sumarhúsið örugglega fjarri alfararleið, falið inni í skógarþykkni. Ekki undur að rómantíski sveimhuginn Egill falli fyrir gæsku Juha Sipila. Orð forsætisráðherra féllu heldur ekki í kramið hjá RUV og fékk ástmögur sinn og annálaðasta popúlista þjóðarinnar Dag B Eggertsson til þess að kommentera á orð forsætisráðherra. Ég furða mig  á ummælum hans og ekki viss um að ég skilji þau, sagði borgarstjórinn. Við Reykvíkingar erum tilbúnir til þess að taka á móti hundruðum flóttamanna, bætti hann við. Fréttamaðu RUV þakkaði pent, fréttin var fullkomnuð. Án hiks og umhugsunar býðst borgarstjórinn til þess að taka á móti hundruðum flóttamanna án þess að hugleiða kostnaðinn og ábyrgðina sem af því leiðir. Á sama tíma er rekstur borgarinnar í molum, tekjur duga ekki fyrir útgjöldum. Fimm hundruð manns á biðlista eftir stuðningsþjónustu og þúsund á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Og krafinn um lausnir á rekstrarvanda borgarinnar nefndi borgarstjórinn: Auknar tekjur af ferðamönnum t.d. rútugjöldum, hækka gjaldtöku á sundstöðum og draga úr húsnæðiskostnaði. Það verður ekki af því skafið, að maðurinn er snillingur í rekstri.

Hvað sem RUV og popúlistunum finnst um flóttamannamálin eru Íslendingar almennt á því að nálgast eigi þessi viðkvæmu mál á skynsamlegum nótum. Þegar eru fyrir í landinu á þriðja hundrað flóttamanna og hælisleitenda sem bíða úrlausnar og ljóst að mikil fjölgun er framundan eins og innanríkisráðherra bendir á. Aðalatriðið er, að flóttamenn sem hingað leita sé strax tryggð grunnþjónusta, fái íbúðir til afnota, fé til matarkaupa þar til þeir geta staðið á eigin fótum, menntun fyrir börnin og örugga heilbrigðisþjónustu. Það er manneskjuleg nálgun og ábyrg og fjölda flóttamanna verður að miða við þá stefnumörkun. Má maður því biðja frekar um yfirvegaða og ábyrga afstöðu forystumanna ríkisstjórnarinnar og ekki síst innanríkisráðherra í þessum málaflokki en popúlistanna sem með yfirboðum sínum stefna rakleitt að stofnun flóttamannabúða hér á landi.  

GSS (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 22:21

8 identicon

Reyndar eru langflestir flóttamenn einmitt í arabalöndunum sem liggja að Sýrlandi. Í Líbanon er 1.2 milljón flóttamanna frá Sýrlandi, í Jórdaníu um 650,000 og í Tyrklandi eru um 2 milljónir.

Þannig að sú "eftirtektaverða staðreynd" að Arabaríkin sem eiga landamæri að Sýrlandi séu ekki að sýni mikinn vilja til að hjálpa er einfaldlega röng. 

Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 7.9.2015 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 660
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 3716
  • Frá upphafi: 2295394

Annað

  • Innlit í dag: 607
  • Innlit sl. viku: 3394
  • Gestir í dag: 587
  • IP-tölur í dag: 574

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband