Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

Dularklæði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi, hefur ítrekað þá skoðun,að banna eigi konum að klæðist búrkum á almannafæri og telur það andstætt hugmyndum um kvenfrelsi og jafnstöðu kynjanna

Vissulega er það rétt að reglur karlaveldisins í Arabíu sem heltekið hefur hinn Íslamska heim fyrirskipar ákveðinn klæðaburð kvenna, sem sýnir í öllum tilvikum veikari stöðu kvenna en karla, en íslamski heimurinn er ekki með sambærilegt "dess code" eða einkennisbúning fyrir karla.

Frjálslynt fólk vill að ríkið hafi sem minnst afskipti af borgurunum og við Þorgerður Katrín eigum það sameiginlegt að deila þeirri skoðun. Það þarf því mikið til að koma til að réttlæta afskipti opinberra aðila af  klæðaburði einstaklinga.  Slík réttlæting kemur m.a. til á grundvelli öryggissjónarmiða.

Á grundvelli öryggissjónarmiða á því að banna að fólk gangi um á almannafæri í dularklæðum. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða búrkur, blæjur eða grímur. Það er öryggisatriði í nútíma samfélagi að fólk gangi ekki um í dularklæðum.

Þorgerður Katrín og aðrir sem kunna að verða kosnir þingmenn í lok þessa mánaðar ættu því að bera fram frumvarp til laga um að bannað væri að klæðast dularklæðum á almannafæri með undantekningum eins og t.d. þegar um grímuball eða þess háttar atburði er að ræða. Banninu væri þá ekki beint að neinum sérstökum hópi heldur næði til allra þjóðfélagsborgara jafnt og hinn oft á tíðum furðulegi Mannréttindadómstóll Evrópu gæti þá ekki sett út á slíka lagasetningu.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 868
  • Frá upphafi: 2291634

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 767
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband