Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
27.10.2017 | 21:55
Bjarni Benediktsson er vaxandi stjórnmálamaður
Í leiðtogaumræðunum í sjónvarpssal í kvöld bar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins höfuð og herðar yfir aðra flokksleiðtoga bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Bjarni var málefnalegur og sýndi fram á að hann hefur yfirburða þekkingu á íslensku samfélagi. Vona að frammistaða formannsins skili flokknum auknu fylgi í kosningunum á morgun.
Bjarni gerði góða grein í stuttum setningum fyrir þeim reginmun sem er á lífsskoðun okkar sem viljum að hver og einn fái að njóta verka sinna og sósíalistanna sem vilja láta aðra njóta þess sem þú gerir. Á sama tíma og við viljum hafa öryggisnet velferðar í landinu og svigrúm fyrir einstaklinganna til að vera sinnar gæfu smiðir, þá telja sósíalistarnir nauðsynlegt að skattleggja þá sem mest, sem vinna sjálfum sér og þjóðfélaginu best.
Þeir Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi komu líka fram sem öruggur stjórnmálaleiðtogar. Vel að merkja miðað við málflutning þeirra þá voru þeir ekki að lýsa skoðunum miðflokka heldur hægri flokka.
Katrín Jakobsdóttir komst líka vel frá þessum umræðum málefnaleg og rökföst.
Þar sem ég lofaði konunni minni að vera ekki neikvæður fram yfir kosningar þá ræði ég ekki frammistöðu annarra flokksleiðtoga.
Hvernig svo sem kosningarnar fara þá verður ekki annað sagt en að formaðurinn hafi lagt sitt að mörkum með frábærri frammistöðu sinni í kvöld til að við vinnum góðan sigur í kosningunum á morgun.
21.10.2017 | 11:16
Samband við kjósendur og kröfusamkomur
Vilmundur heitinn Gylfason tók upp það nýmæli í kosningabaráttu fyrir margt löngu að fara á vinnustaði og vera í lifandi sambandi við kjósendur. Aðrir tóku þetta upp en svo breyttist þetta og var stofnanavætt.
Stofnanavæðing vinnustaðafundanna er sú, að nú eru það nær eingöngu hagsmunahópar sem boða einn frá öllum flokkum til sín til að fá þá til að lofa auknum fjárframlögum í sína þágu.
Forsvarsfólk þrýstihópsins eða stofnunarinnar flytur ræðu og krefst skýrra svara frá stjórnmálamönnum um stóraukin framlög. Stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum í algjörum pópúlisma, keppast við, að lofa meiri peningum frá skattgreiðendum. Sá fær hæst klappið sem mestu lofar.
Á fundunum kynna stjórnmálaflokkarnir ekki stefnu sína eða baráttumál heldur úða út peningaloforðum í algjöru glóruleysi. Kröfugerðarhópurinn minnir síðan stöðugt á loforðin.
Stjórnmálamenn eru því ekki lengur að flytja fólki sinn boðskap heldur að láta hrekja sig út í að vera talsfólk sérhagsmuna.
Loforðin sem hagsmunahóparnir kreista fram verða bara framkvæmd með peningum frá skattgreiðendum. Auknar millifærslur og fleiri bótaþegar kosta mikið og draga á endanum úr almennri velmegun.
Frambjóðendur ættu að hætta að mæta á þessu kröfugerðarfundi og snúa sér beint til kjósenda. Hlusta á kjósendur á vinnustöðum, verslunarmiðstöðum, sjúkrastofnunum og mannamótum og segja þeim í einlægni fyrir hvað þeir standa án þess að lofa því að misfara með peninga skattgreiðenda. Það er mun betra samband við hinn almenna kjósenda en stofnanavæddu kröfugerðarfundirnir þar sem milljarðar fjúka í loforðum.
Mér telst til að einn frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi þegar lofað yfir 20 milljarða útgjaldaaukningu á kröfufundum í yfirboðskapphlaupinu.
Vonandi linnir þessum dáraskap með því að ábyrgir stjórnmálaflokkar hætti að elta þá óábyrgu í yfirboðunum, en átti sig á að velferðin er mest þar sem fólkið sjálft fær sem mest að vera sínir gæfu smiðir án aðkomu stjórnmálafólks og skattlagning er í lágmarki.
17.10.2017 | 07:30
Að vilja Lilju kveðið hafa
Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sá mæti maður Guðni Ágústsson hvetur fólk í Morgunblaðsgrein í dag til að kjósa Lilju Alfreðsdóttur alþingismann hvar svo í flokki sem það stendur eftir því sem skilja má og segir hana eiga mikið erindi í íslenskum stjórnmálum.
Hægt er að taka undir það sem Guðni segir varðandi Lilju Alfreðsdóttur, sem hefur komið fram á sínum stutta pólitíska ferli af háttvísi og kurteisi, en verið á sama tíma einörð og málefnaleg í sínum málflutningi.
Nú er það svo að kosningakerfið okkar heimilar okkur ekki að greiða nema eitt atkvæði listabókstaf flokks.
Sem flokksbundinn Sjálfstæðismaður, meðmælandi með lista flokksins í kjördæminu og baráttumaður fyrir góðri kosningu Sjálfstæðisflokksins, get ég því ekki greitt Lilju atkvæði mitt. Það skiptir einnig miklu máli að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, sem á ekki síður erindi í íslenskri pólitík en Lilja fái góða kosningu, hún hefur heldur betur sýnt það í störfum sínum.
Grein Guðna vakti mig hins vegar til umhugsunar um það hvað kosningakerfið okkar er gallað. Mörg vildum við sjá gott fólk úr öðrum flokkum en okkar eigin á Alþingi. Ég hef t.d. áhuga á að Ólafur Ísleifsson og Halldór Gunnarsson úr Flokki fólksins komist á þing og tel þá eiga þangað fullt erindi. Þannig get ég einnig talið upp fólk úr fleiri flokkum. En við höfum bara eitt atkvæði þó kjósa eigi 63 alþingismenn.
Kosningakerfið okkar er gallað af því að það veitir kjósandanum ekki eðlilegt vald á kjördegi. Til að kjósandinn hefði raunverulegt vald á kjördegi þá ætti hann að hafa 63 atkvæði til ráðstöfunar þar sem hann gæti greitt fólki úr mismunandi flokkum atkvæði eða greitt frambjóðendum eigin flokks öll atkvæðin. Þá væri lýðræðið virkara og vilji kjósandans kæmi skýrar í ljós.
Til að setja kjósandann í öndvegi í stað stjórnmálaflokka og flokksræðis ættum við því að sameinast um að breyta kosningalögunum og stjórnarskránni þannig að kjósandinn færi með jafnmörg atkvæði og þeim fjölda fulltrúa nemur sem kjósa á. Þá gætum við kosið allar okkar Liljur og Sigríðar sem og annað hæft fólk en sleppt hinum.
15.10.2017 | 22:33
Látum vandann ekki vaxa okkur yfir höfuð
Ekki má ræða vanda tengdum ólöglegum innflytjendum sem á máli fína fólksins heita "hælisleitendur" og á máli enn fínna fólksins "umsækjendur um alþjóðlega vernd". Þrátt fyrir að þessi svokölluðu hælisleitendur kosti íslenska skattgreiðendur a.m.k. 6 milljarða þetta árið, en aðrir segja kostnaðinn mun meiri eða allt að 16 milljörðum í ár og fari vaxandi.
Útgjaldaaukninguna má m.a. rekja til fávíslegra vinnubragða og stefnumótunar Unnar Brár Konráðsdóttur í Útlendingalögunum sem og ofbeldi hennar og Áslaugar Örnu á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, en Áslaug Arna titlar sig nú varaformann Sjálfstæðisflokksins.
Þær stallsystur emja nú eins og stungnir grísir vegna þess að samþingmaður þeirra Ásmundur Friðriksson leyfir sér að segja sannleikann um vandann sem er upp kominn og tengist hælisleitendum. Þær fraukur kalla eftir því að Ásmundi verði sýnt í tvo eða jafnvel þrjá heimana vegna þess að hann skuli leyfa sér að hafa aðrar skoðanir en þær. Virðing þeirra fyrir tjáningarfrelsinu er greinilega ómæld og e.t.v. finnst einhverjum það sæma þeim virðingarstöðum sem þær gegna.
Hvatt er til að strika Ásmund út við kosningarnar, þó gáfulegra væri að strika út þá sem ber stóra ábyrgð á kostnaðinum við hælisleitendur, Unni Brá, en hún fékk raunar hraklega útreið í síðasta prófkjöri vegna afstöðu sinnar til málefna ólöglegra innflytjenda og flestar útstrikanirnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins verðlaunaði hana í framhaldi af því með að gera hana að forseta Alþingis.
Í framhaldi af svigurmælum í garð Ásmundar fyrir að leyfa sér að hreyfa mikilvægu máli eins og raunar Björn Bjarnason fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur hvatt til að gert yrði ákveður formaður Sjálfstæðisflokksins að slá á puttana á Ásmundi og tjá sig með þeim hætti að ætla má að hann sé í liðinu með þeim ólánsfraukum Unni Brá og Áslaugu Örnu.
Þessi afstaða hins lánlausa formanns Sjálfstæðisflokksins er sérstök skoðuð í því ljósi að í dag vann systurflokkur Sjálfstæðisflokksins í Austurríki stórsigur í kosningum vegna einarðrar stefnu í málefnum útlendinga þar sem m.a. er hvatt til að loka leiðum fyrir hælisleitendur til Evrópu og taka af þeim alla styrki og framlög úr almannatryggingakerfinu fyrstu 5 árin sem þeir búa í landinu. Góð hugmynd fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka upp sömu stefnu og systurflokkurinn ÖVP.
Annar systurflokkur Sjálfstæðisflokksins Moderata Samlingspartiet í Svíþjóð setti einnig í dag fram þá stefnu að herða ætti reglur varðandi hælisleitendur til muna.
Evrópuþjóðir gera sér í vaxandi mæli grein fyrir að sú stefna opinna landamæra á forsendum Útlendingalaganna gengur ekki. Vandinn er orðinn það mikill að flokksleiðtogar varfærinna hægri og miðflokka í Evrópu, þora nú að tala eins og Ásmundur Friðriksson. Forusta Sjálfsstæðisflokksins ætlar hins vegar að sitja uppi með sínar svörtu Petrínur, Unni og Áslaugu, sem vilja koma okkur dýpra ofan í foraðið með enn meiri kostnaði og verri afleiðingum en enn eru orðnar.
Stefna formanns Sjálfstæðisflokksins miðað við hvernig hann tjáir sig í dag andstætt því sem hann gerði á fundi með eldri Sjálfstæðisfólki fyrir nokkru er helstefna sem leiðir til þess að vandinn vex okkur yfir höfuð. Þetta er málefni sem krefst góðrar umræðu eins og Björn Bjarnason hefur ítrekað bent á.
Upphrópanir og þöggun í þessum málum leiðir hins vegar til vondrar umræðu og öfga.
13.10.2017 | 07:42
Delerandi fullur eða bara delerandi.
Sagt er að frambjóðandi Flokks fólksins í 2. sæti í Norðausturkjördæmi hafi verið delerandi og fullur á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri.
Frambjóðandinn neitar því að hafa verið fullur. En þeir sem skoða myndbandsbrot af fundinum sjá að hann er delerandi. Taka verður orð frambjóðandans trúanleg um að hann hafi verið bláedrú, þó hann hafi delerað.
Af gefnu tilefninu kom mér í hug saga af forstjóra stórfyrirtækis í New York, sem sagði við starfsfólk sitt, að ef það þyrfti að drekka áfengi í hádeginu, þá óskaði hann þess, að það fengi sér drykki sem lyktuðu þannig að viðskiptavinirnir vissu að þau væru full en ekki svona vitlaus.
Sitt sýnist greinilega hverjum.
9.10.2017 | 11:48
Veisluborð á þinn kostnað.
Stjórnmálaumræður forustufólks stjórnmálaflokkana í Ríkissjónvarpinu í gær voru að verulegu leyti skelfilegar.
Sá veikleiki lýðræðisins, sem helst gæti orðið því að fjörtjóni, innistæðulaus yfirboð, léku þar stórt hlutverk. Þar var Katrín Jakobsdóttir í aðalhlutverki. Formaður Samfylkingarinnar og Flokks fólksins létu sinn hlut heldur betur ekki heldur eftir liggja varðandi höfnun á kostum markaðskerfisins og boðun innistæðulausrar velferðar á kostnað skattgreiðenda.
Aðspurð um það með hvaða hætti Katrín Jakobsdóttir og flokkur hennar ætlaði að afla þeirra skatttekna sem VG boðar, þá varð fátt um svör en þeim mun meira orðagjálfur um ekki neitt eins og þess formanns er gjarnt að grípa til enda hefur hún tileinkað sér umræðustjórnmál út í bláinn mun betur en nokkur nokkru sinni gerði meðan það var inntak stefnu Samfylkingarinnar.
Annar hlutur sem var eftirtektarverður er, að allir flokkar að Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum undanskildum og e.t.v. Miðflokknum telja fráleitt að nýta kosti frjálsrar samkeppni. Í markaðsþjóðfélaginu þar sem það er viðurkennt meira að segja í lögum eins og t.d. Samkeppnislögum, að samkeppni á markaði stuðli að bættum lífskjörum. Þá mótmæla stjórnmálaleiðtogar vinstri flokkanna þ.á.m. Flokks fólksins því að tækt sé að nýta frjálsa samkeppni til að stuðla að aukinni velferð borgaranna og betri þjónustu fyrir minni pening.
Öðru vísi mér áður brá t.d. með Samfylkinguna undir stjórn Össurar Skarphéðinssonar, en hann hafði jafn næman skilning á því og Sósíaldemókratar þess tíma að forsenda framfara og velferðar væri sú að kostir markaðskerfisins væru nýttir.
Staðreyndirnar sem umræður um íslensk stjórnmál ætti að snúast um eru þær að skattar á almenning eru allt of háir og brýnt er að lækka skatta á almenning í landinu. Í öðru lagi þá er rekstrarafgangur ríkisins óverulegur þrátt fyrir skattpíningu og gríðarlegar tekjur af ferðamönnum. Í þriðja lagi þá hafa stjórnvöld vanrækt viðhald og uppbyggingu á innviðum samfélagsins vegna gríðarlegra velferðarútgjalda m.a. til velferðartúrista sem kallaðir eru hælisleitendur.
Eftir umræðurnar í gær sýnist mér brýnast að sett verði nýtt stjórnarskrárákvæði til varnar eigum og tekjum fólksins í landinu með því að takmarka það sem ríkisvaldið getur tekið af fólkinu í formi skatta. Verði það ekki gert og forynjum sósíalismans sem birtust aftur og aftur í umræðunum í gær verður sleppt lausum, þá er hætt við að dugandi fólk greiði í auknum mæli atkvæði með fótunum eins og var í óskalandi sósíalismans Austur Þýskalandi allt fram að lokum síðustu aldar.
7.10.2017 | 10:36
Upphefðin sem átti að koma að utan
Lengi hefur það þótt til framdráttar á Íslandi að um menn, málefni væri fjallað í erlendum fjölmiðlum. Með sama hætti töldu slúðurberar villta vinstrisins, að best væri að koma höggi á forsætisráðherra með því að fá erlent blað til að birta ávirðingar um hann.
Dagblaðið The Guardian er mjög vinstri sinnað blað og því fer fjarri að það sé vandaðra í fréttaflutningi sínum en blöð gulu pressunar þar í landi t.d. Daily Mail og The Sun.
Sú gjörð villta vinstrisins að fá The Guardian til að birta óhróður um forsætisráðherra og brigsla honum um óheiðarleika í aðdraganda að Hruninu er athyglisverð tilraun til að reyna að fá kjósendur til að ímynda sér að ekki frétt og slúður, sé marktæk frétt af því að erlent kommablað birtir slúðrið.
Í nóvember 2007 sat ég á Alþingi og sá ekki annað en þær blikur væru á lofti að stefndi í kreppu í síðasta lagi haustið 2008. Ljóst var að gengi krónunnar var allt of hátt miðað við gengi dollars, Evru og Punds og innlendi hlutabréfamarkaðurinn hafði hækkað mun meira en sambærilegir markaðir erlendis. Þá var ljóst að óhjákvæmilega kæmi til verulegs samdráttar í byggingariðnaðinum þegar liði á árið 2008. Hins vegar óraði mig ekki fyrir að helstu viðskiptabankarnir stæðu jafn illa og raun bar vitni.
Í framhaldi af þessu flutti ég ítrekað varnaðarorð og gagnrýndi samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir ógætilega efnahagsstjórn. Nú veit ég ekki hve vel samþingmaður minn, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, fylgdist með þessum málflutningi mínum, en hafi hann gert það þá hefði honum átt og mátt vera ljóst að það væri veruleg áhætta að geyma peningana sína í innlendum hlutabréfum og bankasjóðum sem fjárfestu í innlendum hlutabréfum að mestu.
Þeir váboðar sem voru fyrir hendi í nóvember 2007 urðu síðan alvarlegri þegar leið á árið 2008. Það sem kemur mér því á óvart varðandi frétt The Guardian og útbreiðslulausa miðilsins sem birtu slúðrið um forsætisráðherra, að forsætisráðherra skuli ekki löngu áður en raun bar vitni gert skynsamlegar ráðstafanir í eigin fjármálum og selt allt sem hann átti í Sjóð 9 svo dæmi sé tekið.
Annað sem vekur einnig athygli er að virtir fjölmiðlar í Bretlandi eða annarsstaðar, hvers fréttir ég hef kynnt mér í dag birta ekki slúðrið í The Guardian. Sú staðreynd er sýnir vel að þetta níðhögg villta vinstrisins þykir ómarktæk ekki frétt á erlendum vettvangi.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 14
- Sl. sólarhring: 426
- Sl. viku: 4230
- Frá upphafi: 2449928
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 3941
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson