Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017
29.12.2017 | 09:29
Utanríkisstefna Íslands hver er hún?
Ísland ætlar að gera fríverslunarsamning við Tyrkland þrátt fyrir að Erdogan Tyrklandsforseti, hafi lokað á tjáningarfrelsið, rekið tugi þúsunda opinberra embættismanna og fangelsað þúsundir borgara m.a. alla helstu blaða- og fréttamenn landsins. Þá firrir það íslenska ráðamenn ekki nætursvefni að Erdogan hefur staðið fyrir árásum á nágrannalönd auk virkrar aðstoðar við hryðjuverkasamtök í Sýrlandi.
Á sama tíma er það utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar að viðhalda viðskiptabanni á Rússa, sem gjalda líku líkt. Viðskiptabannið skaðar framleiðendur í sjávarútvegi og landbúnaði. Leiða má rök að því að stór hluti af vanda sauðfjárbænda stafi af þessari glórulausu kaldastríðshugsun.
Þá telja íslenskir ráðamenn það eðlilegt að vandræðast við þá þjóð sem hefur sýnt okkur mesta vináttu og stuðning allra þjóða í meir en hálfa öld, Bandaríkin vegna vals þeirra á forseta og viðurkenningar á Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.
Utanríkisstefna íslands í dag er að samsama sig með ófrelsi og árásarstefnu Tyrkjaforseta og gera sérstaka samninga við þá - sem skipta Ísland nánast engu máli, en á sama tíma að bekkjast við vinaþjóðir til langs tíma, sem veldur okkur miklu tjóni.
Hvar er vitræna glóran í íslenskri utanríkisstefnu?
Eru það ekki hagsmunir smáþjóðar eins og Íslands að eiga vinsamleg samskipti við öll lönd og gæta sérstaklega að því að eiga náin og vinsamleg samskipti við þær þjóðir sem við höfum sérstaka hagsmuni af að vera í góðu sambandi við.
Vilji Ísland hafa þá meginstefnu ber að aflétta viðskiptabanninu á Rússa þegar í stað og leggja rækt við að efla samskipti okkar , samstöðu og vináttu við Bandríkin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2017 | 18:47
Jerúsalem er höfuðborg Ísrael
Skilgreiningin á höfuðborg ríkis er; borg sem er miðstöð stjórnsýslu og ríkisstjórnar. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er Jerúsalem höfuðborg Ísrael og hefur verið það frá 1949, en frá þeim tíma hefur stjórnsýslan, löggjafarvaldið og Hæstiréttur landsins verið í Jerúsalem.
Það er ekki annarra ríkja að ákveða fyrir eitt ríki hver sé höfuðborg landsins. Það er viðkomandi lands sjálfs að gera það. Hvert einasta frjálst og fullvalda ríki hefur vald til að ákveða hver höfuðborg ríkisins er.
Það hefur komið fyrir að lönd hafa breytt um höfuðborg eins og t.d. Tyrkland 1923 þegar höfuðborgin var flutt til Ankara, Kína 1949 þegar Peking varð höfuðborg, Brasilía 1960 þegar Brasilía varð höfuðborg og Þýskaland 1999 þegar Berlín varð aftur höfuðborg. Engum datt í hug að véfengja rétt þessara ríkja til að ákveða hver væri höfuðborg þeirra.
Nú bregður svo við að meirihluta ríkja á þingi Sameinuðu þjóðanna m.a. með stuðningi Íslands hafa ályktað um það að Jerúsalem sé ekki höfuðborg Ísrael.
Hvaðan skyldi Sameinuðu þjóðunum koma vald til að ákveða það fyrir frjáls og fullvalda ríki hvar höfuðborg ríkisins skuli vera. Í sjálfu sér hafa Sameinuðu þjóðirnar ekkert með það að gera. Það er frjálsra og fullvalda ríkja sjálfra að gera það.
Ríkisstjórn Íslands ákvað að styðja tillögu Erdogan einræðisherra í Tyrklandi þess efnis að Jerúsalem væri ekki höfuðborg Ísrael. Með því gekk Ísland í lið með meiri hluta þjóða, sem taka sér vald sem þau hafa ekki. Með sama hætti gæti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktað að Reykjavík væri ekki höfuðborg Íslands heldur Sauðárkrókur eða Trékyllisvík.
Þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands og raunar allra EES ríkjanna er fáránleg og andstæði grunnreglum þjóðarréttarins. Svo virðist sem andúðin á Donald Trump Bandaríkjaforseta byrgi stjórnmálafólki víðsvegar sýn og komi í veg fyrir að það taki skynsamlegar ákvarðanir.
Jerúsalem er höfuðborg Ísrael. Það er ekkert sem kæmi í veg fyrir það að hún yrði einnig höfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu Araba ef tveggja ríkja lausnin verður einhverntíma að veruleika. Þ.e. ef sú ríkisstjórn sem þá sæti í því ríki flytti stjórnsýsluna, ríkisstjórn og þing til væntanlegs yfirráðasvæðis síns í Jerúsalem. Ályktun á sjötta tug Múslima ríkja um að Jerúsalem sé höfuðborg Palestínu Araba er hins vegar öllu galnari en ný ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna vegna þess að höfuðborg Palestínu Araba er í Ramallah þar er aðstetur stjórnsýlu, ríkisstjórnar o.s.frv.
Í dag ríkir trúfrelsi í Jerúsalem. Öll helg svæði Gyðinga, Kristinna og Múslima eru vernduð sem og þeir sem aðhyllast viðkomandi trúarbrögð. Sérhver þessara þriggja trúarbragða hefur sína sjálfstæðu yfirstjórn í Jerúsalem og að þeim er ekki þrengt. Jerúsalem er einn fárra staða í Mið-Austurlöndum þar sem helgidómar og fornleifar hafa verið varðveitt og trúfrelsi ríkir í raun.
Hvað er þá vandamálið við að viðurkenna staðreyndir eins og þá að Jerúsalem er miðstöð Ísraelsríkis og de facto höfuðborg. Af hverju er ríkisstjórn Íslands að slást í fylgd með Hund-Tyrkjanum Erdogan og greiða atkvæði andstætt þjóðarrétti og heilbrigðri skynsemi.
14.12.2017 | 10:08
Er snjórinn hvítur?
Hingað til hefur það ekki verið vandamál og tala um hvítan snjó. Mest selda jólalagið frá upphafi er "I´m dreaming of a white Christmas" (mig dreymir hvít jól) Engi hefur efast um það hvað það þýðir og engum hefur frammi að þessu dottið í hug að það gæti flokkast undir rasisma að tala um hvítan snjó.
Nú bregður hins vegar svo við á þessum ofurteprutímum, að biðjast verður afsökunar á því að tala um hvítan snjó.
University College í London (UCL) hefur beðist afsökunar eftir að twitter færsla var talin rasísk, en UCL tísti þá
"Dreaming of white campus? ------ /(We can´t gurantee snow but we´ll try).
Háskólinn segir að því miður hafi orðalag tístsins ekki verið nægilega vandað.
Þegar svo er komið að biðjast þarf afsökunar á því að tala um hvítan snjó erum við þá ekki komin yfir öll skynsamleg mörk í réttrúnaðinum og búin að dæma okkur til alvarlegrar sjálfsritskoðunar og tjáningarbanns?
11.12.2017 | 16:02
Þá verð ég ofboðslega reiður og þú munt finna fyrir því.
Leiðtogar Tyrkja og ýmissa Arabaríkja, hafa stundað það að hóta Vesturlöndum með því að geri þau ákveðna hluti muni þeir verða ofboðslega reiðir og grípi til hefndaraðgerða.
Evrópa og Bandaríkin hafa látið þetta yfir sig ganga oftar en ekki og látið undan ógninni í stað þess að standa með sjálfum sér. Vesturlönd eru dæmi um eitt alvarlegasta METOO fórnarlambið aðili, sem unir endalausri ósæmilegri áreitni, hótunum og ógnunum, án þess að bregðast við með viðeigandi hætti.
Erdogan Tyrklandsforseti hótar að opni Evrópusambandið ekki fjárhirslur sínar upp á gátt til að senda meiri peninga til Tyrkja þá muni "flóttamenn" streyma til Evrópu frá Tyrklandi sem aldrei fyrr. Merkel fer síðan í samningaviðræður við ógnvaldinn í stað þess að loka landamærunum til Tyrklands, sem væri það eina rétta og segja þeim að sjá sjálfir um sína "flóttamenn".
Fyrir skömmu ákvað Bandaríkjaforseti að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ekki stóð á hótunum frá Erdogan, Hamas, Al Fatah og Arabaleiðtogum, sem hótuðu öllu illu kæmi til þess að Bandaríkin nýttu þann rétt sem þau eiga skv. alþjóðalögum.
Bandaríkjamenn létu ekki undan ógninni að þessu sinni. Evrópusambandið boðaði þá til neyðarfundar til að játast undir ógnina og lýsa vanþóknun sinni á því að Bandaríkin skuli enn haga sér sem frjálst og fullvalda ríki.
Neyðarfundur var boðaður í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki horfði friðvænlega á svæðin. Raunar hefur ekki verið friðvænlegt á þessum slóðum í árþúsundir, en það er annað mál.
Arabar á Gasa og Vesturbakka Jórdanárinnar hafa síðan sýnt fram á það hvað þeir eru óskaplega reiðir með óeirðum og fjöldamótmælum þó það skaði þá meira en nokkra aðra. Hin meðvirka Evrópa fordæmir sjálfsákvörðunarrétt Bandaríkjanna og svokallað félagshyggjufólk á Vesturlöndum lýsir stuðningi við og skilningi á aðgerðum ofbeldismanna og hryðjuverkahópa.
Evrópa mælist síðan til þess að allir aðrir en Arabaar sýni skilning og umburðarlyndi og sendir kveðjur til Hamas liða, sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma öllum Gyðingum. Ekki bara þeim sem eru í Ísrael heldur öllum Gyðingum. Slíkt Gyðingahatur gengur lengra en hjá stjórnendum þursaveldis Nasismans. Á sama tíma og Evrópa fordæmir kynþáttahatur og fjöldamorð fyrir miðja síðustu öld á Gyðingum játast hún undir ok þeirra sem vilja ganga enn lengra í aðför að Gyðingum en nasistar nokkru sinni
Hvar skyldi nú vitræna samhengið vera í þessu öllu? Erum við virkilega orðin að Evrarabíu í undirlægjuhætti okkar við ógnina?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 67
- Sl. sólarhring: 809
- Sl. viku: 6266
- Frá upphafi: 2471624
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 5717
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson