Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018
10.3.2018 | 20:55
Gunnfánar Viðreisnar
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn er óðum að verða eitt mesta furðufyrirbæri íslenskra stjórnmála. Fyrir nokkrum dögum greiddi flokkurinn atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra fyrir að fara að m.a. tillögum Viðreisnar í síðustu ríkisstjórn. Yfirklór þingmanna flokksins vegna þessa asnasparks eru allt síðari tíma skýringar og vægast sagt aumkunarverðar. Með því að lýsa yfir vantrausti á dómsmálaráðherra lýsti Viðreisn vantrausti á sig sjálfa.
Tveggja daga flokksþingi Viðreisnar er nýlokið. Í fréttatíma sjónvarpsins var sýnt frá þinginu og undir hvaða gunnfánum það starfar. Athygli vakti að auk fána flokksins þá taldi Viðreisn rétt að flagga einnig fánum samkynhneigðra og Evrópusambandsins.
Íslenski fáninn sást hins vegar hvergi. Áherslur flokksins liggja þannig ljósar fyrir.
Þetta sýnir vel hvers konar flokkur Viðreisn er. Hann er ekki þjóðlegur flokkur og leggur ekki áherslu á þjóðleg gildi. Hann leggur áherslu á að Ísland gangi í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Þó svo að daglega megi horfa upp á hvaða fantatökum Evrópusambandið beitir Breta sem hafa sagt sig úr bandalaginu þá hreyfir það ekki við steinbarninu sem flokksfólk Viðreisnar er með í maganum. Þetta fólk sér enga framtíð nema í faðmi Angelu Merkel í Evrópusambandinu.
Flestum sem fylgjast með þróun Evrópumála er ljóst að innganga í Evrópusambandið fyrir smáþjóð í dag þýðir í raun algjört afsal fullveldis þjóðarinnar og framsal þjóðfélagsvaldsins til yfirstjórnarinnar í Brussel. Það breytir engu fyrir flokksfólk í Viðreisn.
Það er síðan að vonum að formaður Viðreisnar skuli líkja fyrrum flokkssystkinum sínum við áfa út úr hól og risaeðlur. Formaðurinn hefur raunar áður gefið fólki einkunnir. Mánuði fyrir hrun sagði hún um erlendan sérfræðing sem sagði að veruleg vandamál væru framundan í íslensku efnahagslífi, að hún sem menntamálaráðherra teldi að maðurinn þyrfti að fara í skóla í endurmenntun því vitleysan í honum væri æpandi.
Mánuði síðar hrundi íslenska bankakerfið og Þorgerður Katrín og millistjórnandi stærsta banka landsins á þeim tíma sem er eiginmaður hennar urðu aldeilis hlessa, en höfðu haft vaðið fyrir neðan sig og komið sér úr persónulegum ábyrgðum af því, að þau eru þegar botninum er hvolft ekki eins og álfar út úr hól þegar gæta þarf eigin hagsmuna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.3.2018 | 14:13
Trump, Obama og skoðanakannanir
Vinsældir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa þokast upp á við í síðustu skoðanakönnunum, en engin fjölmiðill hér á landi sér ástæðu til að birta þær niðurstöður.
Í Daily Telegraph þ.4 mars s.l. var sagt frá því að Trump væri vinsælli en Barack Obama forveri hans var á sama tíma í forsetatíð sinni. Þá eru mun fleiri Bandaríkjamenn sem telja landið vera á réttri leið en þeir sem töldu svo vera í forsetatíð Obama. Samt sem áður telja færri landið vera á réttri leið en þeir sem styðja Trump. Ekkert af þessu er að sjálfsögðu fréttnæmt hér á landi.
Blaðið telur að eitt af því sem geri kjósendur ánægðari með Trump en áður séu breytingar á skattalögum og fólkið sjái,að það hafi meira á milli handanna. Skattalækkanir Trump lækka nefnilega líka skatta vinnandi fólks, þó okkur hafi stöðugt verið færðar þær fréttir að þær væru eingöngu fyrir þá ofurríku og stórfyrirtæki.
Því miður virðist Donald Trump ekki hafa hugmyndafræðilega kjölfestu eins og raunar er reyndin með 57 þingmenn af 63 á Alþingi í dag. Það gerir að verkum að hann er lítt útreiknanlegur og hætta getur verið á að hann eigi erfitt með að átta sig á leiðum og markmiðum.
Vegna þess að Donald Trump skortir hugmyndafræðilega sýn á gildi frjáls markaðshagkerfis, hefur honum dottið í hug að setja verndartolla á innflutt stál og álúmínum.
Þeir sem halda að verndartollar séu lausn á vanda Bandaríkjanna (og þess vegna Íslands) munu fá að finna fyrir afleiðingum slíkrar verndarstefnu þar sem vöruverð hækkar og iðulega lækka gæði í leiðinni. Nái þessi stefna Trump fram að ganga. munu Bandaríkjamenn fá dýra kennslu í grunnatriðum varðandi höft, samkeppnishömlur og væntanlega komast að því sama og gerðist fyrir tæpum 80 árum að frjáls viðskipti eru hagfelld fyrir neytendur en haftastefna og ofurtollar óhagfelld.
Vinsældir Trump jukust vegna þess að fólk sá að það hefur það betra vegna aðgerða hans. Þær vinsældir geta auðveldlega þurrkast út þegar fólk finnur fyrir afleiðinum verndartollana sem munu hækka vöruverð verulega m.a. verð á einni brýnustu neysluvöru Bandaríkjamanna bifreiðum.
7.3.2018 | 08:13
Elítan er fylgislaus
Stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu er með athyglisverðustu fréttum síðustu daga. Sólveig Anna sem er uppreisnarmaður gegn elítunni í verkalýððshreyfingunni fékk yfir 80% greiddra atkvæða og rúm 2000 atkvæði, en elítunni með allt sitt hafurtask fékka aðeins 500 atkvæði.
Innan við 16% félagsmanna í Eflingu greiddu atkvæði. Fráfarandi stjórn og trúnaðarráð fékk því aðeins stuðning 3% þeirra sem voru á kjörskrá. Sú niðurstaða segir sína sögu um það hvað verkalýðsforustan er sambandslaus við félaga sína.
Ef til vill segir þetta líka þá sögu að helstu baráttumál verkalýðshreyfingarinnar með Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ í fylkingarbrjósti, á ekki stuðning í hreyfingunni sjálfri. Gylfi er eindreginn stuðningsmaður verðtryggingar og forgangs lífeyrissjóða umfram hagsmuni launafólks í landinu. Kjör Sólveigar Önnu nú og Ragnars Ingólfssonar í VR er eftir því sem best verður séð, uppreisn gegn þessari stefnu Gylfa, sem Efling hefur fylgt algjörlega og möglunarlaust.
Ef til vill er nú lag að þau Sólveig Anna, Ragnar Ingólfsson og Aðalsteinn Baldursson undir forustu hins einarða Vilhjálms Birgissonar verkalýðsleiðtoga á Akranesi nái fram verulegum áherslubreytingum í verkalýðsbaráttunni gegn verðtryggingu, lífeyrisfurstum og ofursköttum á atvinnutekjur, til hagsbóta fyrir vinnandi fólk á Íslandi.
Raunverulegar kjarabætur felast í afnámi verðtryggingar og lækkun tekjuskatta. En gamaldags barátta um krónur og aura eru líklegar til að valda verðbólgu og gengisfellingu öllum til ills nema fjármagnseigendum og verðtryggingarfurstum.
Hins vegar verður verkalýðshreyfingin að gera þá ófrávíkjanlegu kröfu að launakjör hinnar nýju stéttar kjararáðsarðræningjanna (hin íslenska Nomen klatura) verði færð niður til samræmis við önnur launakjör í landinu. Allt annað er óásættanlegt. Samspilltu stjórnmálaflokkarnir ætla sér ekkert að gera í því máli. Þessvegna reynir á hina nýju forustu í verkalýðshreyfingunni að gæta raunverulegra hagsmuna almenns lauanfólks og berjast gegn ofurlaunastefnu ríkisins til hagsbóta fyrir stjórnmálafólk og æðsta embættisfólk.
Farsæl barátta verkalýðshreyfingarinnar er þjóðarhagur.
6.3.2018 | 12:17
Mainstream stjórnmálaflokkar, fasistar og pópúlistar
Eiríkur Bergmann kennari og Samfylkingarmaður var enn einu sinni fengin sem fréttaskýrandi til að fara yfir ítölsku kosningarnar.
Stjórnmálafræðiprófessornum var eins og svo oft áður tíðrætt um pópúlískar og fasískar hreyfingar, sem hann skilgreindi sem ruslflokk stjórnmálanna sem væru á móti því sem prófessorinn kallar "the mainstream flokkum" eða flokkum sem styðjast við ríkjandi viðhorf, meirihlutaflokkum.
Í yfirferð sinni tókst prófessornum að tala um Norður Bandalagið sem fasískan flokk og ásamt 5 stjörnu hreyfinunni báða sem pópúlíska flokka og í andstöðu við mainstream prófessorsins.
Það sem þeir flokkar eiga sameiginlegt sem prófessorinn kallar pópúlíska og fasíska er að þeir eru á móti ríkjandi innflytjendastefnu og hafa efasemdir um Evrópusambandið og evruna. Það virðist í huga prófessorsins vera nóg til að flokkar verðskuldi þá skilgreiningu hans að vera pópúlíska og jafnvel fasíska.
Nú er það svo að 5 stjörnu hreyfingin og Liga Nord unnu um helming atkvæða og gætu myndað ríkisstjórn saman. Eru þeir þá ekki samkvæmt eðlilegri orðaskýringu "mainstream" eða meirihlutaflokkar. Einhver mundi segja að með því að kunna skil á einfaldri samlagningu og frádrætti þá kæmist fólk að rökréttari niðurstöðu en prófessorinn kemst að með sinni flóknu sósíalísku nálgun.
Sú skoðun að vilja breyta Evrópusambandinu, fara úr Evrópusambandinu og takmarka aðgengi innflytjenda að löndum eru eðlilegar pólitískar skoðanir, sem allar eiga rétt á sér ekkert síður en hjónabönd samkynhneigðra eða velferðarkerfið. Þeir sem hafa aðra skoðun en sósíalistarnir á Evrópusambandinu og innflytjendamálum verða ekki við það hægri öfgafólk eða pópúlistar. Það fólk er fólk sem hefur skoðanir sem eru aðrar en sósíalistarnir og þær skoðanir eiga jafn mikinn rétt á sér og það án merkimiða og uppnefninga eins og sósíalisminn sem raunar er sú pólitíska stefna, sem hefur misheppnast hvað hrapalegast frá lokum síðara heimsstríðs.
Það er mál til komið að sósíalistar eins og Eiríkur Bergman átti sig á að þeir eru ekki mainstream og síður en svo merkilegri en það fólk sem er á móti Evrópusambandinu, Evrunni og óheftu aðgengi innflytjenda.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 203
- Sl. sólarhring: 842
- Sl. viku: 4024
- Frá upphafi: 2427824
Annað
- Innlit í dag: 189
- Innlit sl. viku: 3725
- Gestir í dag: 187
- IP-tölur í dag: 181
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson