Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019

Réttur yfir eigin líkama og fóstureyðing

Afsökun margra þingmanna fyrir að greiða atkvæði með fóstureyðigarfrumvarpinu, sem heimilar fóstureyðingu allt til þess að langt er liðið á meðgöngutíma, var eftirtektarverð. Hver á fætur öðrum komu þingmenn upp í atkvæðaskýringu og klifuðu á því að þeir styddu frumvarpið vegna þess að það væri réttur kvenna að ráða yfir eigin líkama. 

Engin dregur réttmæti þess í efa, að konur sem og annað fólk  eigi að hafa rétt til að ráða eigin líkama. 

Þessi röksemdafærsla hefur hinsvegar ekki réttmæta skírskotun. Fóstureyðingar snúast ekki um sjálfsagðan rétt kvenna yfir eigin líkama heldur rétt þeirra til taka rétt yfir eigin líkama af öðrum einstaklingi.

Spurningin er því hvort að verðandi móðir á að ráða því hvort annar einstaklingur fái að vaxa, dafna og hafa ráð yfir sínum líkama eða hvort taka eigi þann rétt af þeim einstaklingi.

Samþykkt fóstureyðingarfrumvarpsins felur í sér höfnun á rétti ófæddra barna yfir eigin líkama. Sé verið að tala um mannréttindi, þá eru þau tekin af þeim, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér með samþykkt þessa ólánsfrumvarps. 

 


Þetta skiptir engu máli.

Í gær samþykkti breska þingið án atkvæðagreiðslu að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum án þess að það sé nokkurt neyðarástand enda var látið í veðri vaka, að þessi samþykkt skipti engu máli.

Í október s.l. skrifaði fulltrúi Íslands f.h. íslensku ríkisstjórnarinnar upp á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í málum flóttamanna, þrátt fyrir að engar lýðræðislegar umræður færu fram um málið á Alþingi eða í stjórnsýslustofnunum. Gagnrýni við þessa málsmeðferð var svarað með þeim hætti að þessi undirskrift fyrir Íslands hönd skipti engu máli. Samt töldu á annan tug þjóðlanda m.a. Bandaríkin og mörg Evrópusambandsríki þetta skipta því máli, að þau gætu ekki samþykkt yfirlýsinguna.

Nú er okkur sagt, að samþykkt Orkupakka 3 skipti engu máli.

Athygli vekur að þjóðþing og ríkisstjórnir skuli ítrekað gangast fyrir samþykktum, sem skipta engu máli að þeirra sögn.

En skuldbindur samt þá sem samþykkja.

Ef til vill má í besta falli, kalla málatilbúnað af þessu tagi ærslafullan gleðileik ábyrgðarlausra stjórnmálamanna.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband