Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2020
31.1.2020 | 09:40
Nýr kafli í sjálfstæðisbaráttu Bretlands
Í dag ganga Bretar formlega úr Evrópusambandinu. Fáa hefði órað fyrir því á miðju ári 2016, þegar Bretar samþykktu að fara úr Evrópusambandinu, að ekki yrði brugðist við meirihlutavilja kjósenda fyrr en um fjórum árum síðar.
Eftirtektarvert hefur verið að fylgjast með hvernig Evrópusambandið og taglhnýtingar þess á þingi í Bretlandi gerðu allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að þjóðarviljinn næði fram að ganga. Jafnvel þó að þingmenn lýstu yfir vilja til að framfylgja vilja þjóðarinnar, þá voru stöðugt fundnar upp nýjar skýringar og afsakanir.
Þeir sem á einhverjum tíma hafa talið mögulegt að ganga í Evrópusambandið, þar á meðal sá sem þetta skrifar, hljóta að sjá miðað við þau ósköp sem stórþjóðin Bretar hafa þurft að þola í aðdraganda útgöngu, að Evrópusambandið eins og það er nú, getur ekki verið valkostur fyrir frjálsa og fullvalda þjóð, sem vill halda sjálfstæði sínu.
Á sama tíma má taka undir með Farage þingmanni á Evópuþinginu og formanns Brexit flokksins, að Evrópusambandið sem slíkt er meinið. Við hefðum viljað sjá Evrópusambandið þróast með öðrum hætti m.a. þeim, að virðing væri borin fyrir þjóðríkinu og ákvörðunarvald einstakra aðildarríkja væri meira. Við hefðum viljað sjá aukna samvinnu og samstarf á frjálsum grundvelli í stað lögþvingaðra ákvarðana, sem henta best stærstu og valdamestu þjóðum Evrópusambandins. Við hefðum viljað sjá, að smáþjóðir hefðu vald á landamærum sínum og auðlindum.
Skrifræði, skortur á lýðræði og bolabrögð, sem hafa einkennt valdaelítuna í Brussel getur ekki orðið til farsældar og eru andstæð þeim sjónarmiðum friðar,lýðræðis og lýðfrelsis, sem var meginmarkmiðið með stofnun Evrópusambandsins á sínum tíma.
Það er dapurlegt að Evrópusambandið skuli hafa þróast í það sem það er. Vonandi sjá fleiri og fleiri að þörf er á breytingum.
Nái Bretar að þróa betra þjóðlíf, betri viðskipti og bætt lífskjör utan Evrópusambandsins, leggja þeir sitt lóð á vogaskálina til að Evrópusambandið neyðist til að bregðast við og gera breytingar ef skrifræðisliðið er þá ekki endanlega gengið í björg sjálfumgleðinnar og þeirrar hugmyndafræði arfakónga á liðnum öldum.
"Vér einir vitum."
20.1.2020 | 20:32
Síldarplan alþýðunnar
Þættir Egils Helgasonar um Siglufjörð eru með því besta, sem unnið hefur verið af heimildarþáttum á RÚV. Þættirnir eru vel gerðir, upplýsandi, fróðlegir og skemmtilegir. Egill á heiður skilinn fyrir þessa þætti.
Þó þættirnir séu vel gerðir, þá skortir stundum á að frásögnin sé rakin frá upphafi til enda. Í þættinum í gær voru tvö atriði, sem kölluðu á frekari skýringar til þess að öll sagan væri sögð og ekkert undan dregið.
Fyrra atriðið var frásögnin af því þegar kommúnistar brenndu fána Þýska alríkisins, hakakrossfánann hjá ræðismanni Þýskalands á Siglufirði. Sagt var frá því eins og hetjudáð, sem það e.t.v. hefur verið, en þess ekki getið að nokkrum árum síðar höfðu kommúnistar og nasistar fallist í faðma og fáir voru ötulli við að afsaka herhlaup Hitlers inn í Pólland en íslenskir kommúnistar eftir að Stalín hafði gert friðarsamning við Hitler og hóf sjálfur innrás í Pólland. Hvað gerðu kommarnir á Siglufirði þá?
Annað atriði, sem var sögulega mikilvægarara að fylgja eftir og gera fullnægjandi grein fyrir var frásögnin af því þegar kommúnistar komu upp kommúnísku síldarplani, sem átti að sýna fram á yfirburði sovétkerfisins. Frá þessu var sagt í þættinum með nokkuð ítarlegum hætti, en það vantaði rúsínuna í pylsuendann. Hvað varð svo um þessa tilraun? Hvernig gekk hún. Skilaði hún árangri eða lenti hún í sömu freðmýrinni og önnur sambærileg gæluverkefni kommúnista. Nauðsynelegt hefði verið að þáttastjórnandinn hefði fylgt þessu síldaævintýri kommúnistanna eftir til loka. Annað er í raun ekki boðlegt.
19.1.2020 | 10:07
Eurovision og íslensk tunga
Ríkisútvarpið á skv. lögum, að leggja rækt við íslenska tungu,menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
Í gær var í sjónvarpsþætti, talað við þá sem standa að lögum, sem keppa um að verða fulltrúi Íslands á næstu Eurovision keppni. Óneitanlega var gaman að sjá margt hæfileikaríkt ungt fólk, sem hefur metnað til að gera sitt besta í tónlistinni og skapa nýja hluti.
Á sama tíma og hægt var að dást að útsjónasemi, elju og dugnaði þeirra sem talað var við og stefna að því að verða fulltrúar Íslands með framtak sitt á næstu Eurovision, þá fór ekki hjá því að manni hnykkti við að hlusta á tungutakið sem þetta dugmikla fólk á sínu sviði talaði.
Ef eitthvað var, þá var enskan því tamara en íslenskan þegar kom að því að fjalla um það sem þau eru að gera og hvers þau vænta af þáttöku sinni í keppninni. Nú var þessi þáttur viðtöl við Íslendinga sem keppa að því að koma fram fyrir Íslands hönd á vegum stofnunar, sem ber lögum samkvæmt að leggja rækt við íslenska tungu. Væri það óeðlileg krafa, að RÚV legði þær kvaðir á keppendur fyrir Íslands hönd, að þeir töluðu íslensku þegar fjallað væri um framlag þeirra, jafnvel þó að þeim þyki hentast að texti við lögin séu á ensku.
Þetta er spurning um þjóðlegan metnað og baráttu fyrir því að varðveita tungumál sem á í vök að verjast og við megum ekki sofna á verðinum við að varðveita það, vernda og efla.
4.1.2020 | 17:51
Bara ömurlegt: Þetta á líka við um Katrínu, Guðna og Agnesi.
Carl I Hagen er merkilegur norskur stjórnmálamaður. Hann byggði upp Framfaraflokkinn norska nánast frá grunni. Hann er þekktur fyrir að vera rökfastur og segja sínar skoðanir umbúðalaust.
Í bloggfærslu í gær slátraði hann ræðu norska forsætisráðherrans eins og segir í fyrirsögn Netavisen. Gagnrýni Hagen á ræðu norska forsætisráðherrans á ekki síður við um nýársávörp Guðna Th. Jóhannessonar forseta, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Agnesar biskups þjóðkirkjunnar. Carl I Hagen sagði að ræða Ernu Solbert forsætisráðherra hefði verið ömurleg (eins og ræður Guðna, Katrínar og Agnesar).
Það sem Carl I Hagen sagði um ræðu norska forsætisráðherrans, en á ekki síður við okkar forustufólk er svohljóðandi:
"Er hnattræn hlýnun virkilega stærsta vandamálið sem Noregur stendur frammi fyrir? Það var alla vega skoðun forsætisráðherrans Ernu í nýársávarpi hennar. Bara ömurlegt.
Fullyrt er án þess að sannanir séu til staðar skv. vísindalegum könnunum eða vísindalegra hugmynda sem hægt er að taka alvarlega, að það sem mennirnir setja út í andrúmsloftið af lofttegundinni CO2, sem er raunar lífgefandi, geti haft áhrif á hnattræna hlýnun (en semsagt ekki staðbundna)
Nokkrar staðreyndir sem Erna gleymdi:
CO2 er næring fyrir allt líf sérstaklega allan gróður.
Innihald CO2 í lofthjúpnum er 0.041 prósent. 3-5% af losuninni kemur frá fólki, en restin frá náttúrunni. Hlutfall Noregs í losuninni er 0.11 prósent.
Ef Noregur hætti allri losun kolefnis, hefði það svipaða þýðingu og þegar lítill strákur pissar í sjóinn. Semsagt núll.
Slæmt að Erna skuli telja að takmörkun losunar kolefnis sem kostar 30-50 milljarða Norskra króna árlega, sé mikilvægasta áskorunin, sem við stöndum frammi fyrir. - Bara ömurlegt.
Persónulega finnst mér mikilvægara að hugsa betur um gamla fólkið okkar, fá betra heilbrigðiskerfi, betri skóla, betri innviði og varnir o.s.frv. Og lægri skattar og gjöld fyrir flest fólk hér í Noregi er mikilvægara og semsagt betra."
Það sem Carl I. Hagen gagnrýnir á nákvæmlega við með sama hætti um ræður forseta Íslands, forsætisráðherra og biskupsins yfir Íslandi. Óneitanlega sérstök trúarbrögð sem hafa heltekið margt forustufólk í hinu kalda Norðri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2020 | 08:37
Ekki gleyma: og friður í heiminum að sjálfsögðu.
Í fegurðarsamkeppnum eru keppendur teknir í ímyndarkennslu. Þar er þeim sagt hvað má segja og hvað ekki. Allt til að keppendurnir sýni að þeir séu mannvinir og telji að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Eitt sem er ómissandi er að segja að þeim sé umhugað um frið í heiminum.
Óneitanlega sótti sú hugsun á, við þessi áramót, að stjórnmálamenn og forustufólk þjóðarinnar væru allir, að einum undanskildum, farnir að ganga í sama hönnunarskóla staðalímynda og keppendur í fegurðarsamkeppnum. En á þeim bæjum er það ekki heimsfriður heldur barátta gegn loftslagsbreytingum.
Biskupinn yfir Íslandi gerði loftslagsbreytingar að inntaki nýársræðu sinnar, en gleymdi kristindómnum og ofsóknum á hendur kristnu fólki. Sama gerði forsetinn og forsætisráðherra og aðrir stjórnmálaleiðtogar í áramótagreinum sínum í Morgunblaðinu að einum undanskildum.
Það sem einkenndi umfram allt annað greinar og ræður stjórnmálaleiðtoga, forseta og biskups var skortur á framtíðarsýn og boðun aðgerða sem hefðu áhrif til lengri tíma litið. Svo virðist sem íslenskt forustufólk sé þess ekki umkomið að horfa lengra fram á við en til viðfangsefna og vandamála í núinu. Framtíðarsýn til lengri tíma er greinilega ekki kennd í hönnunarskólanum.
Hugsanlega er ástæðan sú, að engin pólitísk hugmyndafræði er til lengur í íslenskri pólitík.
Samt sem áður voru áramótagreinar og ræður forustufólks þjóðarinar vel samdar og engir hnökrar á umbúðum tómra pakka. Áramótapakkar, sem umgjörð sjálfsagðra hluta um ekki neitt sem máli skipti með einni undantekningu.
And world peace of course. Eða að breyttum breytanda í heimi nútímans. Og loftslagsbreytingar að sjálfsögðu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 17
- Sl. sólarhring: 429
- Sl. viku: 4233
- Frá upphafi: 2449931
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 3944
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson