Bloggfærslur mánaðarins, september 2020
25.9.2020 | 08:04
Hvað brast svo hátt?
Hvað brast svo hátt spurði Ólafur Noregskonungur Tryggvason í Svoldarorustu, þegar bogi Einars Þambaskelfis brast.
"Noregur úr hendi þinni konungur svaraði Einar."
Svo fór. Ólafur féll og Noregi var skipt milli sigurvegaranna.
"Ef vér slítum í sundur lögin slítum vér í sundur friðinn" sagði Þorgeir Ljósvetningagoði þegar kristni var lögtekin á Íslandi.
Í gær ákvað ríkisstjórn Íslands með dómsmálaráðherra í broddi fylkingar, að slíta í sundur lögin og ganga á hagsmuni fólksins í landinu, með því að virða hvorki lögin né eigin ákvarðanir og láta undan ofbeldisfólki og lögbrjótum.
Skilaboðin sem ríkisstjórnin sendir borgurum þessa lands og heimsbyggðinni eru skelfileg.
19.9.2020 | 17:33
Stjórn eða ofstjórn
Fyrir rúmum mánuði ákvað ríkisstjórnin skv. einni af tillögum sóttvarnarlæknis og að boði landsstjórans Kára Stefánssonar, að gera út af við ferðamannaiðnaðinn með tvöfaldri skimun og sóttkví í fimm daga milli skimana. Þetta átti auk herts samkomubanns, upptöku 2 metra fjarlægðarreglu á ný o.s.frv., að leysa vandann vegna skyndilegrar aukningar á Covid smitum.
Í dag einum og hálfum mánuði síðar liggur fyrir að þessi stefna var röng. Hún stórskaðar efnahag þjóðarinnar og hefur og mun leiða til stórkostlegs atvinnuleysis, fjárhaslegra áfalla og gjaldþrota. En ekki bara það. Það er enginn árangur. Smitum fjölgar.
Landsstjórinn gerir nú þá kröfu, að beitt verði mun harðneskjulegri aðgerðum og innilokunum. Ríkisstjórnin hefur hingað til farið að tillögum Landsstjórans eins og Guð hefði sagt það. Það væri því ánægjuleg tilbreyting ef ríkisstjórnin hætti því og færi að gegna hlutverki sínu sem ríkisstjórn og móta stefnu. Ekki bara skammtímastefnu heldur langtímastefnu.
Í fyrsta lagi þarf að skilgreina að hverju er stefnt. Hvert er markmiðið.
Öll viljum við búa í veirufríu landi. En er það raunhæft markmið.
Gæti verið að sú stefna hafi verið rétt,sem mörkuð var í upphafi að miða við aðgerðir sem koma í veg, að heilbrigðiskerfið ráði ekki við vandann.
Í löndum eins og á Ítalíu og Spáni, þar sem langvinnu útgöngubanni var beitt og grímuskylda innleidd, fjölgar nú smitum á nýjan leik. Niðurstaðan stefna stjórnvalda í þeim löndum voru mistök. Sama er að segja um Bretland.
Í landi eins og Svíþjóð, sem beitti vægustu skerðingum á frelsi fólksins virðist útkoman í augnablikinu vera ásættanlegust. Þá segja margir. Já en það voru miklu fleiri dauðsföll í Svíþjóð en á hinum Norðurlöndunum. Það er rétt, en á því kunna að vera ýmsar skýringar m.a. sú sem sóttvarnarlæknir þeirra hefur bent á m.a að flensan í Svíþjóð 2019 var mjög væg og rúmlega 1000 færri dóu úr henni en í meðalári eða rúm 20% af þeim sem hafa dáið úr C-19.
Þjóðarframleiðsla Svía dróst saman um 8% vegna Covid en rúmlega 20% í Bretlandi. Samskonar samanburður við önnur Evrópulönd er Svíum mjög hagstæður.
Miðað við það sem við vitum og þekkjum í dag, þá virðist skynsamlegt, að móta þá stefnu:
Hvetja borgarana til að gæta sóttvarna m.a. þvo sér um hendur og halda fjarlægðarmörkum. Skimunum yrði haldið áfram á landamærunum þessvegna tvöfaldri en ekki sóttkví á milli. Þessu yrði ekki breytt nema svo ólíklega vildi til að heilbrigðiskerfið réði ekki við vandann.
Er ásættanlegt að frjálst þjóðfélag gangi lengra en þetta þegar það liggur fyrir að sjúkdómurinn er nú ekki alvarlegri en svo, að langt innan við hálft % af þeim sem veikjast þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og afleiðingarnar fyrir flesta eru ekki alvarlegri en í venjulegri flensu.
17.9.2020 | 09:33
Blessuð börnin og ofbeldi ráðamanna
Halldór Laxnes skilgreindi vel sérkennilega náttúru íslendínga í rökræðum:
"Því hefur verið haldið fram, að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um titlingaskít sem ekki kemur málinu við;en verði skelfingu lostnir og setji hljóða þegar komið er að kjarna máls."
Ákvörðun var tekin af löglegum yfirvöldum að vísa egypskri fjölskyldu úr landi í samræmi við íslensk lög og alþjóðalög. Ljóst var frá upphafi, að egypska fjölskyldan átti ekki rétt á alþjóðlegri vernd, en með fölskum málatilbúnaði og hatrammri varnarbaráttu lögmanns fjölskyldunnar var málið teygt og togað og dregið þannig að niðurstaða lá loks fyrir 15. nóvember 2019. Fjölskyldan átti þá að fara brott. Sú staðreynd að hún skyldi ekki fara var alfarið á hennar ábyrgð ekki annarra.
Loksins þegar ríkisvaldið ákvað, að sjá til þess, að lögum væri framfylgt, hófst sérkennilegur farsi þar sem lögmaður fjölskyldunnar leiddi málatilbúnaðinn. Málið var tekið upp í nefnd Alþingis. Ýmsir aðilar með lögmann fjölskyldunnar í broddi fylkingar halda því fram, að verið sé að brjóta á fjölskyldunni, þó engin lög eða reglur séu færðar fram því til staðfestingar.
Enn byrjar síðan nýr þáttur leikritsins, þar sem því er haldið fram að verið sé að brjóta rétt á börnum. Hvaða réttur skyldi það nú vera? Hvað hafa þeir sem þannig tala fært fram máli sínu til stuðnings. Ekki neitt. Vegna þess, að það er ekki verið að brjóta rétt á börnunum. Allt hefur verið gert hvað hana varðar með faglegum hætti á grundvelli laga og réttar.
Íslendingar eru góðgjarnt fólk og þessvegna á þessi falski áróður um að verið sé að brjóta rétt á börnunum greiðan aðgang að mörgum Talsmenn þeirra sjónarmiða gæta þess þó jafnan, að ekki sé horft á heildarmyndina og skoðað í alvöru hvort það sé verið að brjóta rétt á börnum og/eða valda þeim einhverjum varanlegum vanda.
Sé svo, að flutningur barna egypsku fjölskyldunnar til heimalands síns, leiði af sér einhver vandamál fyrir þau, eins og haldið er fram, þar sem þau hafi myndað slík tengsl við Ísland á rúmu ári, hvað þá með börn námsmanna sem þurfa þessvegna að taka sig upp með foreldrum sínum og jafnvel þvælast á milli þriggja eða fjögurra þjóðlanda í æsku. Eru foreldrarnir að brjóta rétt á þeim í hvert skipti sem það gerist? Foreldrarnir mega þá eiga von á að börnin lögsæki þau þegar fram í sækir fyrir slík mannréttindabrot.
Hvað með börn starfsfólks utanríkisþjónustunnar eru þeir að brjóta rétt á börnum sínum með því að taka skipun í nýtt starf í öðru landi þar sem börnin hafa fest ákveðnar rætur?
Eru líkur á að börn námsmanna og starfsfólks utanríkisþjónustunnar bíði varanlegt tjón vegna þessara meintu brota á rétti barna með tilflutningi milli landa skv. því sem talsmenn egypsku fjölskyldunnar halda fram að gildi um þau.
Þeir sem til þekkja vita að það eru lítil vandamál því samfara að börn flytjist á milli landa eða ferðist í flugvélum, ekki frekar en fullorðnir. Í tilviki barnana eru þau oftast fljótari að aðlaga sig en hinir fullorðnu. Þessi málatilbúnaður um að verið sé að brjóta rétt á börnum í þessu tilviki eða valda þeim tjóni er rangur og stenst ekki rökhugsun.
Þá kemur að lokakaflanum. Egypska fjölskyldan ákveður enn einu sinni að brjóta gegn íslenskum lögum og fer í felur þegar framfylgja á reglum réttarríkisins um að vísa henni úr landi og það verður ekki gert nema með atbeina lögreglu. Getur frjálst og fullvalda ríki sætt sig við slíkt?
Staðreyndin er því sú, hvaða moldviðri sem reynt er að þyrla upp, að lögleg yfirvöld hafa fjallað um mál egypsku fjölskyldunnar á grundvelli mannúðar og hún hefur fengið að njóta vafans í hvívetna, vegna þess heldur hún áfram lögbrotum og þykist ætla að vinna rétt með því. Það er merkilegt, að slíkt athæfi skuli eiga sér talsmenn meðal forustu þjóðkirkjunar og vinstri sinnaðra stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokka sem bera alla ábyrgð á því hvernig þessi lög eru og þegar á að framfylgja þeirra eigin lögum þá fordæma þeir að farið sé að reglunum sem þeir sjálfir stóðu að.
Því miður er réttarvarslan slík í þessu þjóðfélagi að lögreglumaður sem tjáði sig á fréttamiðli í gær sagði aðspurður að lögreglan hefði ekki hugmynd um hvað mikill fjöldi þeirra sem hefði verið vísað brott úr landinu væru hér enn. Væri ekki rétt að taka upp umræðu um að breyta lögum og verkfellum þannig að þeim sem vísað er úr landi væri gert að gera það og fluttir úr landi strax eftir að lokaúrskurður gengur í máli þeirra.
Núverandi verklag býður upp á almannahættu eins og dæmin sýna erlendis frá.
Meðal annarra orða íbúar Egyptalands eru 90 milljónir og helmingur þjóðarinnar 45 milljónir eru undir 25 ára aldri. Það er auðvelt að kaffæra fámenna Ísland á stuttum tíma ef fjöldi fólks þar í landi fær þau skilaboð að þeir sem komast inn í landið fái að vera hér það sem eftir er þessvegna á kostnað skattgreiðenda ef ekki vill betur.
16.9.2020 | 08:51
Kærleiksskylda biskups
Kærleiksskylda biskups nær til að senda ákall til íslensku þjóðarinnar um að leyfa félaga í Múslimska bræðralaginu öfgasamtökum Íslamista og fjölskyldu hans að vera í landinu þvert á lög og rétt.
Mikið væri ánægjulegt ef biskup og þessir guðsvoluðu vígslubiskupar hennar mundu senda út daglega áskorun til þjóðarinnar um aðstoð við kristið fólk í neyð. Fólk sem sætir raunverulgum ofsóknum vegna trúar sinnar og hefur ekkert illt í huga gagnvart einum eða neinum.
Eða skiptir meira máli að vera í pólitík á heimaslóðum.
Biðja þess að fjölskyldan fái dvalarleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2020 | 15:49
Hvernig væri að taka afstöðu á grundvelli málavaxta.
Í nokkra daga hafa fjölmiðlar og ýmsir spekingar farið hamförum yfir því að nú eigi að vísa egypskri fjölskyldu úr landi. Margir hafa gripið eitthvað á lofti sem þeir telja réttlætismál, án þess að kynna sér hvað er um að ræða. Einn þeirra er þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir að ástæða á að málsmeðferð hefði dregist hefði verið út af Covid og taldi að með því ætti ólöglegu innflytjendurnir að vinna einhvern rétt.
Staðreyndin er nú samt sú, að yfirvöld afgreiddu umsókn egypsku fjölskyldunar endanlega í byrjun nóvember. Þá var Covid ekki komið til sögunnar. Covid hafði því ekkert með afgreiðsluna að gera og það eina sem skiptir máli er að egypska fjölskyldan hefur ekki fylgt fyrirmælum um að koma sér úr landi í rúmar 10 mánuði.
Er það virkilega svo, að fólk telji að fólk eigi að vinna einhvern rétt með því að óhlýðnast fyrirmælum yfirvalda?
Útlendingalögin eru eins vitlaus og þau eru vegna þess, að þeir sem vilja hleypa nánast öllum ólöglegum innflytjendum inn í landið réðu meðferð málsins á Alþingi. Þegar fólki sem hefur engan rétt til að vera hér skv. lögunum, sem vinstra liðið ber alla ábyrgð á er vísað úr landi á grundvelli laganna, þá stekkur þetta fólk upp og hrópar og hamast gegn því að farið sé eftir lögunum, sem þetta sama fólk ber alla ábyrgð á.
Staðreyndin er sú, að það er ekkert sem afsakar það að egypsku fjölskyldunni verði ekki vísað úr landi þegar í stað. Verði það ekki gert yrði það hinsvegar til ámælis fyrir ríkisstjórnina og mundi leiða til þess, að fleiri úr múslimska bræðralaginu reyndi að komast til landsins. Væri það til góðs fyrir land og þjóð?
15.9.2020 | 10:39
Þjóðkirkjan
Franska tímaritið Charlie Hedbo birtir grínmyndir af ýmsum gerðum, m.a. af Múhameð, Jesú og Guði almáttugum í því skyni að hæðast að þeim og trúarskoðunum fylgjenda þeirra. Íslenska þjóðkirkjan hefur hafið kynningarherferð fyrir börn í anda Charlie Hedbo þar sem Jesús er teiknaður sem einhverskonar kynskiptings fígúra. Á ritstjórn Charlie Hedbo vita menn hvað þeir eru að gera. Spurning er hinsvegar hvort þeir á biskupsstofu vita hvað þeir eru að gera. Viti þeir ekki hvað þeir eiga að gera getur biskup og taglhnýtingar hennar notið þess sem Jesú sagði á krossinum.
"Guð fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra".
Áður en kirkjuþing fyrir árin 2019 og 2020 hófust um síðustu helgi lá fyrir, að fjölda kristins fólks í þjóðkirkjunni var ofboðið með hvaða hætti þjóðkirkjan fór fram með myndbirtingunni af kynskiptings Jesú og fyrirhugaðri kynfræðslu fyrir börn og unglinga á forsendum samtakanna 78, þ.á.m. kvalalosta. Þrátt fyrir það þótti biskupi og hennar fólki rétt að hvika hvergi. Þá vissu þau líka hvað þau voru að gera og duttu þar með úr náðarfaðmi frelsarans.
Ætla mátti, að á kirkjuþingi mundu verða snarpar umræður um málið. En svo varð ekki. Það sýnir e.t.v. betur en nokkuð annað hvar kirkjan er stödd. Það er enginn Kaj Munk eða Dietrich Bonhofer innan kirkjunnar, sem er tilbúinn að verða við ákalli Jesú um að menn taki sinn kross og beri hann.
Þessvegna varð til loðmullulegasta yfirlýsing,sem sést hefur frá nokkurri samkomu á Íslandi fyrr og síðar:
"Kirkjuþing 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki særa fólk né ofbjóða."
Kirkjuþing segir þetta í lagi, en æ ef það særir ykkur þá finnst okkur það leiðinlegt. Er það skoðun Þjóðkirkjunnar að mikilvægast sé að leggja áherslu á fjölbreytileikann á kynferðissviðinu og mæla sem mest með honum? Á slíkt sértakt erindi við uppfræðslu sunnudagaskólabarna?
Stendur kristin trú ekki fyrir annað en sérstakar áherslur á kynhneigð fólks og kynlíf. Er fagnaðarboðskapur hins sagnfræðilega Jesú ekki inntakið í boðun Þjóðkirkjunnar? Sé ekki svo, hvaða þóknanlegan grundvöll hefur Þjóðkirkjan þá til að starfa í þjóðfélaginu sem kristinn söfnuður. Af hverju eiga skattgreiðendur að standa undir þessum söfnuði?
Á Kirkjuþingi var einnig rætt um loftslagsbreytingar og ályktað á svipuðum forsendum og samtökin extinct rebellion, þá var ályktun um að opna landamærin fyrir ólöglegum innflytjendum í anda no border samtakanna, vísað til nefndar. Hvorutveggja sýnir að Þjóðkirkjan er að breytast í stjórnmálasamtök úr því að vera kirkja Jesú Krists.
Í Nígeríu hafa tugir þúsunda kristinna manna verið teknir af lífi á undanförnum árum vegna trúar sinnar. Það sem liðið er af þessu ári hafa meir en 1.200 kristins fólks verið tekið af lífi vegna trúar sinnar í Nígeríu og álíka fjöldi hlotið varanleg örkuml vegna trúarinnar, ungum kristnum stúlkum er einnig rænt í stórum stíl. Þetta er bara í Nígeríu. En það er hart sótt að kristnu fólki víða í heiminum og tugir þúsunda kristinna eru drepin árlega vegna trúar sinnar. Í Nígeríu og víðar eru til kennimenn eins og Munk og Bonhofer, sem bera sinn kross fyrir trúna og meðbræður sína jafnvel þó það kosti þá lífið.
Ég hef ítrekað skorað á biskup og íslensku þjóðkirkuna að taka sérstaklega upp málefni kristins fólks sem sætir ofsóknum í heiminum, en hún hefur engan áhuga á því.
Íslensku Þjóðkirkjunni er sama um ofsóknir gegn kristnu fólki og sér ekki neina ástæðu til viðbragða. Engin tillaga hefur komið fram um að aðstoða sérstaklega kristið fólk sem býr við raunverulegar ofsóknir. Engin tillaga um að taka við kristnum fjölskyldum sem sæta ofsóknum. Nei það á ekki upp á pallborðið hjá Þjóðkirkjunni og þessum furðulega biskup hennar. Örlög kristins fólk sem sætir ofsóknum skiptir þessa pópúlista ekki máli.
Á sama tíma ályktar Þjóðkirkjan að bjóða eigi múslima sem hingað koma á vegum smyglhringja með ólöglegum hætti velkomna þrátt fyrir að innan við 10% þeirra sem þannig koma séu í einhverri hættu og nánast enginn sem býr við sömu ógn og hundruð þúsunda kristins fólks í löndum múslima.
Í ljósi asnasparka biskups og umræðunnar á síðasta Kirkjuþingi og þá frekar skorts á umræðunni á kristið fólk þá lengur samleið með þessum söfnuði sem nefnist Þjóðkirkja.
8.9.2020 | 08:10
Egypska fjölskyldan
Í gær hófst lokaþátturinn í leikritinu um Egypsku fjölskylduna í fréttatíma Stöðvar 2. Áður hafa verið sýndir samskonar lokaþættir leikrita m.a. um albönsku fjölskylduna og afgönsku fjölskylduna o.s.frv. o.s.frv.
Fyrsti þáttur leikritsins: Egypska, albanska eða afganska fjölskyldan kemur til landsins og óskar eftir alþjóðlega vernd, sem hún á engan rétt á. Búinn er til saga, sem stenst ekki þegar betur er að gáð (semsagt lygi). Fjölskyldan nýtur fáránlegra útlendingalaga, fær húsnæði, dagpeninga og læknisaðstoð frá skattgreiðendum. Í ljós kemur að fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd og er vísað úr landi.
Annar þáttur leikritsins:Synuninni er mótmælt og vísað til úrskurðarnefndar og málið rekið þar á lögfræðilegum forsendum á grundvelli vitlausu útlendingalaganna, á kostnað skattgreiðenda. Niðurstaðan skv. íslenskum lögum og rétti,: Egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi.
Þriðji þáttur leikritsins: Lögmaður egypsku fjölskyldunnar kemur í einhliða fréttþátt á Stöð 2 og lýsir fjálglega hvílíkt óréttlæti það sé, að fara skuli eftir íslenskum lögum, sem þó eru hvað vilhöllust hælisleitendum í okkar heimshluta. Vísað er til þess, að á þeim tíma sem honum hefur tekist að tefja málið allt á kostnað íslenskra skattgreiðenda, hafi fjölskyldan myndað tengsl og börnin tali hrafl í íslensku. Börnin fá síðan sinn skerf í þessari einhliða frétt.
Lokaþáttur leikritsins er síðan mótmæli við dómsmálaráðuneytið og þess freistað að fá ráðherra dómsmála til að kikna í hnjáliðunum og víkja til hliðar allri málsmeðferðinni og íslenskum réttarreglum. Geri ráðherra það ekki verður flogið með egypska fjölskyldan til Egyptalands á kostnað íslenskra skattgreiðenda og úti er ævintýri.
Fari hinsvegar svo, að ráðherra dómsmála kikni í hnjáliðunum og ómerki allt það sem undirmenn hennar hafa gert á grundvelli íslenskra laga, þá heldur egypska fjölskyldan áfram að búa á Íslandi á kostnað skattgreiðenda og fer til Egyptalands eftir hentugleikum í fríum og til að rækta fjölskyldutengsl.
Skyldi endalaust vera hægt að blekkja fólk til fylgis við málstað kerfisbundins smygls á ólöglegum innflytjendum til landa Evrópu á þeim grundvelli að um mannúðarmál sé að ræða?
Síðustu 20 mánuði hafa álíka margir hælisleitendur fengið hæli á landinu og íbúar Blönduóss. Munurinn er sá, að íbúar Blönduóss þurfa að vinna fyrir sínu daglega brauði, húsnæði o.s.frv. en skattgreiðendur borga þetta og meira til, að mestu til frambúðar fyrir hælisleitendurna.
7.9.2020 | 08:58
Í þágu mannréttinda
Að sjálfsögðu er það heiður fyrir fámenna þjóð eins og Ísland að eignast forseta Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassbourg. Róbert Spanó er vel að þessum heiðri kominn. Þessvegna kemur það fólki illa, að sjá hann falla í þá gryfju, að samsama sig með ofbeldisöflunum í Tyrklandi og þykja sér sæma að þiggja upphefð frá Erdogan Tyrklandsforseta.
Róbert Spanó fór til Tyrklands til að taka við heiðursviðurkenningu úr hendi þeirra, sem takmarka tjáningarfrelsi og fangelsað blaða- og fréttafólk hundruðum saman. Dómarar hafa þurft að víkja fyrir þeim sem eru þóknanlegir yfirvöldum og fólk er ofsótt vegna skoðana sinna.
Miðað við þessar aðstæður var vægast sagt sérkennilegt að forseti við mannréttindadómstól teldi rétt að heimsækja Tyrkland til að leggja blessun sína yfir aðgerðir stjórnvalda.
Ó ekki segir glaðbeittur þingmaður Vinstri Grænna, Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Nýkomin frá því að herja á Pólverja fyrir að neita að kenna kynfræðslu í skólum á grundvelli sjónarmiða kynskiptinga, heldur hún því fram, að það sé í góðu lagi fyrir Róbert Spanó að fara til ofbeldismannsins í Istanbul, af því að þá færi hann fram sjónarmið mannréttinda gagnvart ofbeldinu.
Þingmaðurinn hafði greinilega ekki kynnt sér það sem Róbert Spanó sagði í Tyrklandsheimsókn sinni. Í ræðu sinni þ.3. september s.l. í höfuðborg Tyrklands í Ankara fjallar hann m.a. almennt um mannréttindi,reglur laganna, lögbundna stjórnsýslu, sjálfstæði dómstóla. Þar segir hann m.a.
"það skiptir miklu máli fyrir tyrkneska dómara, að halda áfram með áhrifaríkum hætti að fara eftir og gefa þessum grundvallaratriðum stjórnarskrárinnar líf."
Með þessu tekur forseti Mannréttindadómstólsins afstöðu með tyrknesku ofbeldisstjórninni og segir í raun að tyrkneskir dómarar hafi haft grundvallaratriði stjórnarskrár og mannréttinda í heiðri. Róbert vék að því í ræðu sinni að dómstóllinn hefði til meðferðar ákveðin mál sem varðaði dómara frá Tyrklandi en sagðist stöðu sinnar vegna ekki geta vikið að þeim málum eða tekið afstöðu til þeirra.
Hvað stendur þá eftir? Forseti Mannréttindadómstóls Evrópu fer til Tyrklands og víkur ekki einu orði að mannréttindabrotum Tyrkja, en talar almennum orðum um mannréttindi. Rússínan í pylsuendanum er síðan að gefa dómarastétt landsins, sem hefur böðlast áfram í þágu Erdogan, ágætiseinkunn eins og sést á tilvitnuðum orðum hér að frama.
Við sem þjóð eigum að gleðjast yfir því þegar Íslendingar fá verðskuldaða upphefð eins og Róbert Spanó í þessu tilviki, en við eigum líka að gera kröfur til þeirra. Þeir eru andlit þjóðar okkar út á við að mörgu leyti og við eigum að ætlast til mikils af þeim. Þessu sárari verða því vonbrigðin með vafasama framgöngu íslenskra trúnaðarmanna á erlendum vettvangi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2020 | 11:33
Þjóðkirkjan
Þjóðkirkjan vinnur ötullega að því að afkristnivæða þjóðina. Trúleysingjum og þeim sem telja sig eiga eitthvað sökótt við Guð almáttugan finnst það vafalaust gott.
Á heimasíðu þjóðkirkjunnar birtist auglýsing um sunnudagaskóla þjóðkirkjunnar þar sem Jesú dansar undir regnbogafána með brjóst og lendar sem fagursköpuð kona. Væntanlega tilvísun til þess að hann hafi verið kynskiptingur eins og það hét í minni sveit.
Jesús er sagnfræðileg persóna og kirkjan byggir tilvist sína á því sem Jesús stóð fyrir í lifanda lífi. Hann var karlmaður, sem virti réttindi kvenna, sem var sérstakt í því þjóðfélagi sem hann bjó, þar sem staða konunnar var ekki ólík því sem er í núverandi Afganistan. Hann gerði auk þess stórkostlega hluti, kraftaverk, en það sem mestu máli skiptir hann boðaði fagnaðarerindið um upprisu mannsins frá dauðum og eilíft líf. Hann reis upp frá dauðum. Á þessu byggist og hefur byggst boðun allra kirkjudeilda í 2000 ár þangað til íslenska þjóðkirkjan breytir Jesú í kynskipting, sem virðist ekki eiga sérstakt erindi við samtímann.
Mér er ljóst og hefur verið, að um nokkurt skeið, hefur æðsta stjórn þjóðkirkunnar verið slík, að trúfræðileg kristileg boðun og skírskotun hefur verið henni um megn vegna pópúlískra tilburða, afskipta af pólitík og takmarkaðrar trúarlegrar þekkingar ekki síst á öðrum trúarbrögðum. Fólk hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni í stórum stíl og upp á síðkastið oft sannkristið fólk, sem samsamar sig ekki lengur með því rugli sem bískup Íslands og hennar fylgifiskar standa fyrir.
Margir prestar þjóðkirkjunnar eru einlægir í sinni boðun og óar við þeirri þróun sem orðið hefur innan æðstu stjórnar þjóðkirkjunnar, en þeir hafa hingað til borið harm sinn í hljóði. Nú verður ekki við það unað að þeir geri það lengur. Þessir menn ættu að minnast þess að Jesú gerir þá kröfu til þeirra sem boða kristna trú að þeir séu brennandi í andanum. Enginn prestur þjóðkirkjunar sem er brennandi í andanum getur samsamað sig með þessari vitleysu sem þjóðkirkjan stendur nú fyrir. Þeir geta ekki þagað.
Þess verður að krefjast af þeim kennimönnum íslensku þjóðkirkjunnar, að þeir láti í sér heyra og mótmæli því með hvaða hætti þjóðkirkjan kynnir Jesú fyrir börnum og unglingum, sem dansandi kynskiptingi undir regnbogafánanum. Geri enginn þeirra neitt í því að andmæla afkristnunartilburðum æðstu stjórnar þjóðkirkjunnar er ekki annað fyrir okkur kristið fólk að gera en að viðurkenna, að við eigum ekki heima í þessum söfnuði og það er enginn þar sem lyftir gunnfána til varnar fyrir trúna á Jesú Krist.
Á sama tíma verður að taka upp baráttu fyrir því að ákvæðið um að hin evangelíska lútherska kirkja sé þjóðkirkja verði afnumið úr stjórnarskrá og hún klippt endanlega frá ríkisvaldinu og afnumdir sérstakir styrkir til hennar og sérstaða presta hennar og annarra starfsmanna verði felld niður.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1250
- Sl. sólarhring: 1318
- Sl. viku: 6392
- Frá upphafi: 2470776
Annað
- Innlit í dag: 1167
- Innlit sl. viku: 5875
- Gestir í dag: 1119
- IP-tölur í dag: 1084
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson