Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021

Nóbelsnefnd á villigötum

Í Noregi er nefnd, sem sér um að úthluta friðarverðlaunum Nóbels. Nefndin hefur unnið að því að koma óorði á friðarverðlaunin, enda hefur sósíalísk nauðhyggja iðulga byrgt meirihluta nefndarmanna sýn á raunveruleikann í heiminum.

SósíalistinnAbiy Ahmed stjórnandi Eþíópíu og sérstakur vinur Kínverja, fékk verðlaunin 2019. Nú herjar hann af mikilli grimmd á Tigray héraðið og hefur stökkt þúsundum fólks á flótta auk þess sem sagnir berast af grimmdarverkum og fjöldamorðum á saklausum borgurum. 

Árið 1991 var Aung San Suu Kyi sæmd friðarverðlaununum, án þess að hafa annað til unnið en að vera í stjórnarandstöðu í Búrma sem nú heitir Mýanmar. Þegar hún varð forustumaður landsins héldu árásir á minnihlutahóp Róingja áfram sem aldrei fyrr og tugum þúsunda þeirra stökkt á flótta eftir fjöldamorð, nauðganir og pyntingar á fólki af þessum kynþætti. Allt þetta afsakar friðarverðlaunahafinn. 

Hryðjuverkamaðurinn Yasser Arafat var sæmdur friðarverðlaunum árið 1994 og skömmu síðar gekkst hann fyrir og magnaði ólgu og árásir á Gyðinga í Gyðingalandi undir heitinu Intifada 2

Bandaríkjaforsetinn Obama fékk friðarverðlaunin 2009 þegar hann var nýr í embætti forseta Bandaríkjanna og hafði ekkert sýnt. Svo virðist sem nefndin hafi talið rétt að sæma hann friðarverðlaunum fyrir það eitt að vera Obama. Þegar leið á embættisferil Obama var ljóst, að hann var ekki sérstakur friðarins maður sbr. stríðið í Afganistan, Írak og Sýrlandi.

Ólíkt Obama og öðrum fyrirrennurum sínum á þessari öld, hefur núverandi Bandaríkjaforseti ekki hafið neina styrjöld eða gert innrás í annað ríki. Ef einhver Bandaríkjaforseti hefur því unnið til friðarverðlauna Nóbels þá er það Donald Trump. 

Árið 2012 fékk Evrópusambandið verðlaunin og er sjálfsagt best að því komið af þeim sem hér eru nefnd, þó bandalagið hefði ekkert til þess unnið það árið. 

En það er annað bandalag, sem hefði átt skilið að fá friðarverðlaun Nóbel,Atlantshafsbandalagið eða NATO. NATO var og er friðar og varnarbandalag. Árangur af því varnarsamstarfi vestrænna þjóða hefur tryggt frið í okkar heimshluta í meir en 70 ár eða lengsta samfellda friðartímabil í Evrópu.

Vinstra fólkinu sem situr í úthlutunarnefnd friðarverðlauna Nóbels mun ekki koma í hug að láta þá sem hafa sérstaklega unnið að friði í heiminum eins og NATO og Trump njóta þeirra starfa sinna, þar sem ímynd sósíalisma og ríkishyggju vinstri sinnaðra stjórnmálamanna umlykja hvorugt þeirra. Þvert á móti hafa bæði NATO og Trump verið sérstakir skotspænir og talin vera ímynd hins illa í hugum vinstra fólks í heiminum þ.á.m. stórs hluta þeirra sem úthluta friðarverðlaunum Nóbels.

 

Friðarverðlaunanefndinni mundi þykja það algjör goðgá að velja NATO hvað þá Trump til að standa á þessum verðlaunapalli af því að vinstri sinnaðir einræðisherrar og hlaupatíkur Kínverskra kommúnista þykja ávallt betur til þess fallnar að hljóta verðlaunin hvernis svo sem friðaraviðleitni þeirra er háttað.

 

 


Ber vonin skynsemina ofurliði

Gleðilegt ár 2021. 

Árið 2021 verður gleðilegt ef við vinnum rétt úr þeim forsendum og möguleikum sem eru í boði og yfirvöld hamli ekki eðlilegu lífi borgaranna og taki réttar ákvarðanir. Erfiðir tímar vara aldrei að eilífu.

Með tilkomu bóluefnis í lok síðasta árs fylltist heimsbyggðin nýrri von um að takast muni að ráða niðurlögum Covid faraldursins. Vonandi gengur það eftir. Í fagnaðarvímu vegna þess, má þó óskhyggjan ekki bera skynsemina ofurliði. 

Þegar ráðherrar, þríeykið og annað þotulið opinberra Covid aðgerða þustu í vöruhús til að taka á móti tveim pappakössum með hinni mestu viðhöfn og tilheyrandi hátíðarræðum virtist samt sem að nú hefði óskhyggjan borið skynsemina ofurliði auk annars. Af hátíðarræðunum að dæma varð ekki annað skilið en nú væri komin hin afgerandi lausn sem mundi leysa þjóðina og þjóðir heims úr Covid viðjunum endanlega.

En er það svo?  Vonandi. En við þurfum samt að spyrja: Erum við að hrapa að niðurstöðu án réttra forsendna?

Í grein eftir Robert Dingwall prófessor í Daily Telegraph í dag segir hann m.a.: 

að áhættan af því að deyja eða veikjast alvarlega af Covid minnki mikið með tilkomu bóluefnanna, en hann bendir jafnframt á, að ekki hafi verið sýnt fram á, að þeir sem bólusettir eru geti ekki smitað eftir að hafa verið bólusettir. Þess vegna sé allt tal um sérstaka passa fyrir þá sem eru bólusettir algjör vitleysa. Þessi staðhæfing kemur á óvart, að fólk geti hugsanlega smitað þrátt fyrir að vera bólusett.

Þá segir Dingwall að litlar líkur séu á því að þeir sem eru bólusettir fái alvarlegri sjúkdómseinkenni eða deyi, en heilbrigt fólk á milli 16 og 60 fái núna. Sem bendir til þess, að það sé óþarfi fyrir heilbrigt fólk á þeim aldri að láta bólusetja sig auk þess sem það tekur þá hugsanlega meiri áhættu en það ella mundi gera. 

Af grein Dingwall verður síðan ekki annað skilið, en að þrátt fyrir bólusetningar þá verði þjóðfélagið samt að taka ákvörðun um við hvaða hættustig það vill búa, sem bendir til, að hann hafi ekki mikla trú á að bóluefnin sem komin eru á markað leysi í sjálfu sér þann vanda sem við er að eiga endanlega, því miður.

Séu þessar upplýsingar Dingwall réttar, sem ekki er í sjálfu sér ástæða til að efast um, þar sem hann hefur hingað til verið talin maður orða sinna og gegnir ráðgjafarstörfum fyrir bresku ríkisstjórnina, þá er spurning hversvegna sú forgangsröðun er ekki viðhöfð, að setja fólk eldra en sextugt, sem vill taka áhættuna á að láta bólusetja sig í algjöran forgangshóp.

Spurningin er þá líka hvort það sé ástæða til að hvetja heilbrigt fólk sem er undir sextugu til að láta bólusetja sig að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem því óhjákvæmilega fylgir. 

En þá er þeirri spurningu ósvarað og ekki um það fjallað í ofangreindri blaðagrei:

Hvort líkur eru á því að þau bóluefni sem í boði er virki til lengri tíma?  Einnig:  Hvaða hugsanlegar afleiðingar bólusetning sem er innrás í genamengi fólks kunni að hafa? 

Það er eðlilegt að fólk hafi fyllst hrifningu yfir því að bóluefni gegn þessari veiur skyldi verða til. En meðan það hefur ekki hlotið viðunandi prófun og er haldið þeim annmörkum sem á hefur verið bent, þá er spurning hvort ekki eigi við orðtakið: 

Svo skal böl bæta að bíði ei annað verra. 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 767
  • Sl. sólarhring: 1007
  • Sl. viku: 3348
  • Frá upphafi: 2298082

Annað

  • Innlit í dag: 727
  • Innlit sl. viku: 3132
  • Gestir í dag: 697
  • IP-tölur í dag: 681

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband