Bloggfærslur mánaðarins, október 2022
31.10.2022 | 09:41
Er Samfylkingin á tímamótum?
Nýr formaður Samfylkingarinnar Kristrún Flosadóttir var borin til valda nánast á gullstól. Ekkert mótframboð og hún fékk 95% greiddra atkvæða í formannskjöri.
Í sjálfu sér var ekkert óeðlilegt við það, að Samfylkingarfólk sameinaðist um að fela Kristrúnu formennsku. Hún er sú fyrsta í gjörvallri sögu Samfylkingarinnar, sem hefur gripsvit á þjóðhagslegum fjár- og efnahagsmálum. Það sem á skortir hjá henni eru aðrir flokksmenn vanbúnir til að gagnrýna vegna þekkingarskorts.
Venjan er sú, að frambjóðendur gera grein fyrir stefnu sinni áður en kosið er, en Kristrún komst upp með það að lofa engu fyrirfram heldur gera grein fyrir stefnu sinni eftir kjörið.
Nýar áherslur Kristrúnar eru um margt athyglisverðar m.a. áhersla á að aðild að Evrópusambandinu sé ekki lausn allra vandamála þjóðarinnar. Þá áttar Kristrún sig á að vitrænar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins verða ekki nema í þokkalegri sátt að bestu manna ráði og yfirsýn.
Vissulega kveður á nýjan leik eftir um 15 ára hlé, við vitrænan tón í framsetningu hins nýja formanns Samfylkingarinnar.
Spurningin er hve vel henni gengur að koma fram nýum áherslum. Ýmsir aðrir í forustu Samfylkingarinnar tala með ððrum hætti og virðast ekki tilbúnir til að fórna þeirri öfga woke stefnunni, sem þróaðist í formannstíð Jóhönnu Sigurðardóttur og hefur verið haldið við síðan þó með þeirri undantekningu, þega Árni Páll Árnason reyndi að koma Samfylkingunni aftur á vitrænar brautir, en þraut örendið fljótt enda óvættir í fleti fyrir.
Nú er spurning hvort Kristrúnu gengur betur að koma vitinu fyrir aðra í forustu Samfylkingarinnar og þróa starf og stefnu flokksins í átt að vitrænum praktískum þjóðfélagsmarkmiðum. Vonandi gengur henni vel. Það hefur verið slæmt að Samfylkingin skuli hafa svo lengi skilið eftir eyðu á þeim væng stjórnmálanna, sem sósíaldemókratískir flokkar í nágrannalöndum okkar fylla.
30.10.2022 | 09:49
Neytendasamtökin
Aðalfundur Neytendasamtakanna var haldinn í gær. Það var ánægjulegt að sjá, að örlítill rekstrarafgangur var á starfsemi samtakanna á síðasta ári og hefur raunar verið síðustu 3 ár. Rekstrarafgangurinn sýnir fyrst og fremst að þess er gætt að færast ekki of mikið í fang en mörg verkefni sem æskilegt væri að samtökin hefðu afskipti af verða að bíða þar sem tekjur samtakanna eru nánast ekki önnur en félagsgjöld og ríkisstyrkur til að mæta þeirri samfélagsþjónustu sem samtökin sinna á ákveðnum málaflokkum.
Miklvægt er að stjórnvöld veiti meiri fjármunum til Neytendasamtakanna einkum núna þegar verðbólgudraugurinn er farinn að láta á sér kræla. Það er líklegt að það hefði góð áhrif þjóðhagslega, að Neytendasamtökin fengju styrk frá ríkisvaldinu til að fylgjast vel með verðbreytingum á markaðnum og gefa álit á hverjar séu eðlilegar og hverjar ekki.
Við erum öll neytendur sagði John F Kennedy Bandaríkjaforseti á sínum tíma og hefði e.t.v.ekki verið þörf á að taka svo sjálfsagðan hlut fram. En það var engin sem benti á það fyrr en hann gerði það. Nú er sótt að neytendum á ýmsum sviðum.
Loftslagsátrúnaðurinn bitnar á neytendum vegna stórhækkaðs vöruverðs og takmarkana á að nota hagkvæmustu orkugjafa. Á sama tíma hefur ofurauðvaldið fundið leiðir til að græða á öllu saman og stendur í stafni við að boða hamfarahlýnun og aðgerðir gegn henni. Fleiri vitlausar aðgerðri ríkisvaldsins í þeim efnum færir fjármuni í vasa þeirra ofurríku á kostnað neytenda.
Það skiptir máli að við gætum að því hvert stefnir í þjóðfélaginu og stöndum vörð um frjálsa samkeppni sem knýr áfram hagkvæmustu viðskipti og lægsta vöruverð, en gæta þess um leið að ákveðin nauðsynjaþjónusta verður að vera fyrir hendi í þjóðfélaginu og standa til boða fyrir alla.
Neytendasamtökin eru á réttri leið, en það skiptir máli að þau nái að eflast sem allra mest til að þjóusta íslenska neytendur sem allra mest.
28.10.2022 | 09:52
Formannskjör í Sjálfstæðisflokknum
Miðað við yfirlýsingar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar ráðherra má búast við spennandi formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hefðbundinn undirbúningur er að baki og því gat Guðlaugur sagt hið fornkveðna.
"Fólk til sjávar og sveita, úr öllum landshlutum, stéttum og starfsgreinum hefur skorað á mig o.s.frv."
Vegna formannskosninganna má búast við því að mikill fjöldi Sjálfstæðisfólks mæti til Landsfundar og það er fagnaðarefni. Fundurinn mun þó hverfast eingöngu um kosningar í æðstu trúnaðarstöður.
Gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ræðst ekki eingöngu af því hverjir skipa æðstu trúnaðarstöður þó það skipti vissulega miklu máli. Á þessum Landsfundi væri nauðsynlegt að þeir sem ætla sér æðstu forustusæti Flokksins geri afdráttarlausa grein fyrir því, með hvaða hætti Flokkurinn muni koma Sjálfstæðisstefnunni í öndvegi undir stjórn viðkomandi og víkja af braut vinstri lausna og vinstri pópúlisma eins og kynrænu sjálfræði, sem allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með á sínum tíma.
Brýnasta úrlausnarefnið er að taka á vanda vegna gríðarlegs innflutnings fólks til landsins. Því miður á Flokkurinn slæma sögu í þeim málaflokki frá árinu 2014. Formaður Flokksins og sá sem býður sig fram gegn honum hafa báðir verið leikendur í þeirri slæmu sögu og óheillaþróun.
Nú verður fróðlegt að sjá og heyra hvort þeir sem bjóða sig fram til æðstu embætta í Flokknum bjóða flokksfólki sínu og þjóð upp á ásættanlegar lausnir í innflytjendamálum þannig að við náum stjórn á landamærunum. Það er mikilvægara en stjórnarsamstarf með VG.
Líklegt er, að gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ráðist frekar af því hvaða stefnu og baráttu Flokkurinn stendur fyrir, en kosmetískum aðgerðum varðandi kjör á forustufólki.
26.10.2022 | 10:31
Enn einn slæmur dagur á Alþingi
Ætla hefði mátt miðað við aðstæður á landamærunum, að Alþingi mundi afgreiða stjórnarfrumvarp um útlendinga sem fyrst til nefndar, þar sem hægt er að gera breytingar á því og fara vandlega yfir það. Sér í lagi þar sem fram kom í umræðunum, að stjórnarandstaðan taldi ekki miklu skipta varðandi ástandið á landamærunum hvort frumvarpið yrði samþykkt eða ekki. Samt sem áður þvældist stjórnarandstaðan fyrir eðlilegri afgreiðslu málsins.
Því miður er það rétt, að stjórnarfrumvarpið um breytingar á útlendingalögum breytir litlu varðandi ástandið á landamærunum og útlendingalögin verða áfram byggð á hugmyndafræði hælisleitenda en ekki hagsmuna fólksins í landinu og það þrátt fyrir að allt það sem lagt er til í frumvarpinu sé góðra gjalda vert og veruleg bót að það yrði samþykkt.
Staðreyndin er sú, að meirihluti Alþingis neitar að horfast í augu við það alvarlega ástand sem við blasir og ógnar í raun tilveru þjóðarinnar sem sjálfstæðrar sérstakrar þjóðar í þjóðahafi 8 milljarða einstaklinga.
Þetta frumvarp er til bóta en er fjarri því að vera fullnægjandi og því miður verður ekki hægt við það að eiga fyrr en eftir kosningar átti þjóðin sig á því, að nauðsynlegt er að kjósa á þing meirihluta fólks, sem metur heildarhagsmuni þjóðarinnar umfram annað.
Töluglöggur maður benti mér á að skv. mannfjöldaskýrslum Hagstofu Íslands varðandi 3. ársfjórðung þessa árs, þá væri staðan sú þegar talið væri saman fjölgun íslendinga þ.e.fæddir umfram dána og brottflutta, að þá væru það fjölgun um 400 manns en á sama tíma hefði erlendu fólki fjölgað um 3.410. Þessar tölur segja sína sögu og ættu að sýna öllum að það verður að bregðast við og það skjótt.
En það gerir Alþingi ekki heldur þvælist fyrir sem mest það má. Sú staðreynd sýnir hversu brýnt það er að ná sem fyrst fram breytingum með nýjum kosningum.
23.10.2022 | 21:17
Boris valdi rétt
Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér við leiðtogakjör íhaldsflokksins að þessu sinni.
Vafalaust var það rétt ákvörðun hjá honum. Hann hefur takmarkaðan stuðning í þingflokknum og í partygate málið er enn óuppgert. Allt partístandið við embættisbústað hans á tímum útgöngubanns og samkomutakmarkanna vegna Covid mæltist illa fyrir. En enn verr, að hann skyldi ekki segja þinginu satt.
Í Bretlandi er það litið allt öðrum og alvarlegri augum en hér þegar ráðherra segir þinginu ekki satt.
Tími Boris Johnson að leita eftir endurkjöri svo skömmu eftir að hann hrökklaðist úr leiðtogastöðunni var því klárlega ekki núna. Hann þarf því að bíða enn um stund eftir að þjóðin kalli á hann, ef hún gerir það þá nokkru sinni aftur.
Boris gefur ekki kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2022 | 21:58
Ábyrgðin er Framsóknar
Enn og aftur skilur Framsókn eftir sig sviðna jörð, nú vegna stjórnunar á málum Íbúðarlánasjóðs í byrjun aldarinnar, sem aðrir þurfa að leysa úr, nú fjármálaráðherra og fær bágt fyrir að gæta þeirra hagsmuna sem embættisskylda hans bíður að hann gæti.
Er ekki rétt að gæta að því hver ber ábyrgð að svona fór og hversvegna. Meint góðmennska ráðherra bitnar alltaf á skattgreiðendum á endanum. Allt í boði Framsóknar í þessu máli.
Sýni vanþekkingu á sögu málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2022 | 11:52
Hægri öfgar
Hvað er hægra öfgafólk og öfgaflokkar? Ýmsir fjölmiðlar m.a. RÚV eru iðnir við að hengja slíka merkimiða á fólk og flokka.
Við nýliðnar kosningar á Ítalíu naut Giorgia Meloni þess heiðurs að vera m.a. kölluð hægri öfgamaður, fasisti. Fyrir hvað stendur þessi meinti hægri öfgamaður og fasisti?
Hún segir: "Þeir kalla okkur foreldri eitt og foreldri tvö, og kyn skv. LGBT skilgreiningu. Við eigum að vera borgarar X bara með kennitölu, en við látum ekki segja okkur það.
Ég er Giorgia. Ég er kona. Ég er móðir. Ég er ítölsk og ég er kristin."
Þetta tók vinstra músikfólk til við að föndra við og spila þessi orð Giorgia undir taktfastri músik. Það hafði þveröfug áhrif lagið með textanum. "Ég er kona, ég er móðir, ég er ítölsk ég er kristin". Varð meiriháttar vinsælt og jók á vinsældir Meloni í leiðinni.
Svo fór að þessi meinta hægri öfgakona og fasisti, 45 ára blondína er á leiðinni að verða fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Ítalíu.
Hún var kölluð "Hættulegasta kona Evrópu af þýska tímaritinu Stern. Sumir hafa orðað að tímaritið hefði frekar átt að vísa til Ursulu von der Leyen forseta Evrópusambandsins. Þegar hún svaraði spurningu um niðurstöðu ítölsku kosninganna og sagði, ég hef áður talað um Ungverjaland og Pólland. Við höfum tæki til að beita. Engin fjölmiðill vék að því að þarna talaði forseti Evrópusambandsins sem fulltrúi alræðishyggjunar á pari við fyrrum leiðtogar Sovétríkjanna. Samt kallar engin hana fasista þó það væri nær lagi.
Hægri öfgakonan Meloni eins og RÚV kallar hana hættulegasta kona Evrópu skv. tímaritinu Stern, er einstæð móðir, komin af fátæku fólki og náði kjöri sem fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Ítalíu í 14 ár. Hún talar fyrir kristnum gildum, gildi fjölskyldunnar sem grunneiningar í þjóðfélaginu og fyrir ítalskri menningu. Hún er á móti globalisma og hún vill hafa örugg landamæri og hafnar fjöldainnflutningi hælisleitenda. Hún talar um karla og konur en hafnar fjölkynjunar hugmyndum woke og trans kynjafræðinnar.
Þetta er semsagt hægri öfgamennska og fasismi skv.fréttaelítunnar.
20.10.2022 | 10:41
Það sem ekki má segja frá.
Í kvöld kl. 20 verður opinn fundur í Valhöll við Háaleitisbraut um útlendingamál. Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson verður frummælandi.
Fundarboðendur ætluðu að auglýsa fundinn á feisbók og sendu tillögu að auglýsingu um fundinn fyrir nokkru. Þeirri tillögu var hafnað þar sem auglýsingin væri of stór. Það var lagfært, en þá bregður svo við að feisbók hafnar að birta auglýsinguna vegna þess að verið sé að fjalla um viðkvæm málefni, sem geti valdið ólgu í þjóðfélginu.
Feisbók tekur sér með þessu ritskoðunarvald, sem fer algjörlega í bága við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Verið er að aulýsa umræðufund, þar sem skipst verður á skoðunum um málefni útlendinga.
Það er alvearlegt mál og ólíðandi að Zuckerberg og félagar á feisbók taki sér alræðisvald um það hvað má segja og hvað má ekki segja. Það má t.d. ekki tala um mál sem ágreiningur er um og getur valdið geðhrifum hjá einhverjum.
Hvað er til ráða. Eiga strákar í Ameríku að ráða því hvað má segja og ekki segja á Íslandi. Stjórnvöld í landinu eiga að bregðast við svona ritskoðun og fordæma hana.
19.10.2022 | 10:59
Mannúðin mesta
Útlendingum í landinu hefur fjölgað gríðarlega síðasta áratug. Fimmti hver íbúi Reykjavíkur er af erlendu bergi brotinn.
RÚV reynir með fréttavali sínu og umfjöllun, að koma því inn hjá þjóðinni, að við séum vond við innflytjendur og virðum þá ekki til jafns við aðra. Þetta er rangt. Fáar þjóðir taka eins vel á móti innflytjendum en íslendingar.
En við erum í vanda. Þjóðfélagið þolir ekki þetta álag og við höfum ekki efni á þessu. Velferðin í dag er tekin að láni hjá framtíðinni börnum og barnabörnum. Íslenska ríkið er ekki sjálfbært og rekið með gríðarlegum halla. Hvaða vitræn glóra er þá í að auka við vandann með því að taka við fullfrískum hælisleitendum, sem reyna að þröngva sér inn í landið og velferðarkerfið á fölskum forsendum. Sú heimska er eingöngu ávísun á framtíðarvandamál í þjóðfélaginu.
Þau framtíðarvandamál sem við eigum eftir að finna fyrir ef svo heldur fram sem horfir hafa nágrannalönd okkar Norðurlönd og Þýskaland heldur betur fundið fyrir. Konur þora ekki út með ruslið heima hjá sér af ótta við að á þær verði ráðist og lögleysa og samhliða þjóðfélög þrífast þar sem íbúar tala ekki tungumál landsmanna og yfirskriftir eru á arabísku eða öðru sambærilegu táknmáli. Viljum við virkilega halda áfram á þessari braut og fordjarfa íslenskri menningu og tungu svo ekki sé talað um öryggi og samfélagslegri einingu.
Við eigum að berjast gegn þeirri sýndarmennsku og lygi sem stjórnmálamennirnir sýna, þar sem þeir þykjast vera að hjálpa fólki í neyð þar sem engin er neyðin.
Mannréttindi eru ekki einhliða réttindi hælisleitenda. Íbúar landsins og skattgreiðendur eiga líka sín réttindi og það mál aldrei misvirða þau.
Við eigum að berjast fyrir því að Ísland verði þannig þegar barnabörnin okkar eru komin á okkar aldur að þá verði við lýði í landinu íslensk menning, tunga og siðir. Vestræn menning sem byggir á kristilegum grunngildum.
18.10.2022 | 11:21
Guðlast, málfrelsi og húmor
Refsing við guðlasti var afnumin,en þá tóku við aðrar hömlur á málfrelsið. Haturslögreglan sótti fólk til saka fyrir nýja tegund af guðlasti. Ekki má segja sannleikann um Íslam,transaðgerðir,kynrænt sjálfræði eða hamfarahlýnun. Jafnvel brandarar og húmor eru óleyfileg tjáning.
Brandari er samt minnsta og einfaldasta tegund tjáningarfrelsisins
Í dýrðarríki Stalíns á valdatíma kommúnista í Sovétríkjunum voru 200.000 manns í fangabúðum fyrir að segja brandara.
Góði dátinn Sveik var iðulega settur í fangelsi fyrir að segja brandara eða greina frá staðreyndum í léttum tón m.a. fyrir að segja að flugur á veitingastað hefðu skitið á mynd keisarans.
Í Suður Afríku var maður sem sagði að PC inn sinn væri svo lengi að slökkva á sér að hann kallaði hann Mandela (eftir þáverandi forsætisráðherra). Hann var handtekinn PC inn var haldlagður og tekin lífssýni.
Ritið Charlie Hebdo birti grínmyndir og grínsögur. Þessvegna myrtu Íslamistar ritstjórnina. Þá setti fyrirfólk upp merki um að standa með tjáningarfrelsinu. Samt sem áður hefur það farið á hinn veginn. Fólk er kært fyir að segja brandara eða útilokað frá tjáingu á Twitter eða Fésbók.
Afleiðingin er sú að opinber umræða og viðmót í þjóðfélaginu verða kyrkingslegri og leiðinlegri. Fólk er undirlagt tepruskap hvort sem er í opinberri umræðu eða mannlegum samskiptum.
Er ekki betra að sleppa tökum á tjáningarfrelsi fólks og amast ekki við húmor jafnvel þó hann geti á stundum verið í dekkra lagi?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 18
- Sl. sólarhring: 430
- Sl. viku: 4234
- Frá upphafi: 2449932
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 3945
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson