Bloggfærslur mánaðarins, október 2022
17.10.2022 | 08:48
Verður Samfylkingin stjórntækur flokkur?
Ánægjulegt að Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi,en áður þingmaður og ráðherra skuli gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar við hlið Kristrúnar Flosadóttur, sem allt stefnir í að verði sjálfkjörin formaður flokksins.
Samfylkingin hefur ekki náð að mynda sér stöðu sem vinstri miðflokkur eins og systurflokkar hennar á Norðurlöndum frá því að Jóhanna Sigurðardóttir færði flokkinn út í algjört óefni í landsmálunum. Samfylkingin hefur verið á svipuðum slóðum og Pírtar með grunnstefnu að ganga í Evrópusambandið og að taka undir woke rugl og ábyrgðarleysi í innflytjendamálum.
Ég vænti mikils af þeim Kristrúnu og Guðmundi Árna og vona að það leiki ferskur blær um Samfylkinguna þegar þau taka völdin í flokknum og þau nái að gera Samfylkinguna að ábyrgu stjórnmálaafli sem hrekst ekki undan hvaða vinstri rugli bulli og vitleysu, sem vera skal. Þjóðin þarf á því að halda að eiga víðsýnan og ábyrgan flokk sósíaldemókrata.
16.10.2022 | 21:02
Biden kastar steinum úr glerhúsi
Alveg ótrúlegt að Joe Biden skuli leggja lykkju á leið sína til að gagnrýna forsætisráðherra Breta, Lis Truss fyrir að hafa vilja færa hátekjuskattinn í Bretlandi niður úr 45% í 40% til að stuðla að auknum umsvifum í efnahagslífinu í landinu.
Biden segir að þetta sé hugmynd til að lækka skatta á þau ofur-ríku.
En hvað skyldi nú stjórn Biden búa við og láta sér líka við og telja það allra besta væntanlega.
Í Bandaríkjunum er hæsta skattþrepið 37% og hjón byrja ekki að borga skv. þessu hæsta skattþrepi fyrr en tekjur þeirra eru komnar um og yfir 100 milljónir. (628,301 USD)
Skyldi Joe Biden vera í stöðu til að gagnrýna Breta fyrir skattastefnu þeirra gagnvart hinum ofur-ríku?
Ætli það eigi ekki við sem Jesú benti oflátungum eins og Joe Biden á fyrir 2000 árum. Drag þú fyrst bjálkann úr þínu eigin auga áður en þú dregur flísina úr auga náunga þíns.
Biden sagði stefnu Truss mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2022 | 12:55
Svíþjóðardemókratar áhrifavaldar í nýrri ríkisstjórn í Svíþjóð
Flokkur Svíþjóðardemókrata breyttist á sínum tíma þegar ungt fólk tók hann yfir með núverandi formanni flokksins í broddi fylkingar. Flokkurinn talaði um það sem mátti ekki tala um í sænsku þjóðfélagi: Vandamál vegna innflytjenda og innflytjendastefnunnar í Svíþjóð.
Flokkurinn fékk á sig holskeflu óhróðurs og hatursorðræðu, en þeir héldu ótrauðir áfram og bentu á staðreyndir, sem að venjulegir Svíar á þeim tíma og jafnvel enn vilja ekki tala um.
Vegna þess að Svíþjóðardemókratar voru að segja frá staðreyndum og gerðu kröfu um að innflytjendastefnunni yrði breytt útilokaði stjórnmálaelítan þá frá virkum afskiptum og áhrifum. En nú er svo komið að Svíþjóðardemókratar eru næststærsti flokkur Svíþjóðar.
Ný ríkisstjórn hægri flokkanna var mynduð í Svíþjóð í gær. Það sem vekur athygli er að Svíþjóðardemókratar eiga ekki ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir að styðja hana, en þeir hafa hinsvegar náð fram ýmsum helstu stefnumálum sínum. Það skiptir jú meira máli en stjórnarseta.
Nú er sett á oddinn hjá ríkisstjórninni að herða innflytjendalöggjöfina og baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Mál til komið.
Vonandi fáum við þau umskipti í næstu kosningum, að þeir sem vilja skynsamlega stefnu í útlendinga- og hælisleitendamálum nái meirihluta á Alþingi þannig að það takist að mynda breiða samstöðu um hertar reglur um innflytjenda- og hælisleitendamál og vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Við þurfum líka að fá ríkisstjórn sem gerir þessi mál að aðalatriðum í stjórnarsáttmála eins og Svíþjóðardemókratar hafa náð fram í Svíþjóð. Staðreyndin er nefnilega sú, að þó Jón Gunnarsson sé góður og ötull ráðherra, þá skortir hann stuðning frá samstarfsflokkunum og jafnvel innan flokksins til að koma nauðsynlegum breytingum fram. Á því verður að verða breyting.
Skynsemin verður að fá að ráða í innflytjenda- og hælisleitendamálum ef ekki á illa að fara.
14.10.2022 | 11:55
Skipta skal um þjóð í landinu
Sumu fólki liggur á að skipta um þjóð í landinu.
Þeir sem þannig hugsa láta spurningu um framtíð íslenskrar tungu, íslenskrar menningar og sérkenna ekki þvælast fyrir sér. Allt er mælt á vog gróða og auðsköpunar í sumum tilvikum klætt í búning mannúðar. Allt skal gert til að dansinn í kringum gullkálfinn verði sem trylltastur. Þannig var það líka fyrir Hrun með þeim afleiðingum að íslenska ríkið þurfti að ala önn fyrir þúsundum atvinnulausra, sem pappírsbarónarnir höfðu flutt til landsins á tímum óráðssíunnar
Ekki er spurt að því hvort að íslenskir borgarar séu betur settir, þeim líði betur eða séu öruggari með því að opna landamærin. Þjóðin er aldrei spurð.
Við tökum hlutfallslega við fleiri hælisleitendum en nokkur önnur þjóð og neyðarástandi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna vaxandi straums svonefndra hælisleitenda. Þetta hefur orðið til þess að opna augu ábyrgra aðila fyrir því að bregðast verður við og afnema íslenskar sérreglur sem beina straumi gerviflóttafólks til landsins oft fyrir tilstilli alþjóðlegra glæpasamtaka.
Staðreyndir um það óefni sem þessi mál eru komin í, valda þó ekki vökunum hjá fulltrúum þeirra sem vilja dansa sem hraðast og mest í kringum gullkálfinn.
Í grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær sem og í leiðara Fréttablaðsins í gær koma fram þau sjónarmið að skipta verði hratt og vel um þjóð í landinu þannig að við fáum fleiri vinnuþræla á lágmarkslaunum, sem mundu þá í leiðinni halda niðri launum í landinu. Að þeirra mati er það forsenda þess að gróðapungar fyllist alsælu og byggð haldist í landinu.
Með þessu er verið að rugla umræðuna. Það er sitt hvort kerfið þeirra sem koma til að vinna og þar stendur landið opið fyrir meira en 500 milljónum manna á EES svæðinu. Allt annað á við um hælisleitendur.
Staðreyndin er sú sbr. reynslu nágrannaþjóða, að sú klisja að það sé efnahagslega hagkvæmt, að fá innflytjendur á aðeins við um fámennan hóp velmenntaðra innflytjenda. Slíkar staðreyndir þvælast ekki fyrir hugmyndfræðingum Viðreisnar og formanni Allsherjarnefndar Alþingis.
Raunar er merkilegt að það skuli vera jafnháværar raddir áhrifafólks úr nánast öllum stjórnmálaflokkum, sem keppast við að halda í sænsku leiðina í málefnum hælisleitenda eins og hún var á árum áður. Svíar hafa þó sjálfir viðurkennt,að sú lei hafi verið röng og skaðleg fyrir sænskt þjóðfélag og breytt reglunum. Svíar glíma þó í ríkum mæli við afleiðingar af þessari glórulausu stefnu sinni. Mörg samhliða þjóðfélög og hverfi eru þar sem lögregla eða sjúkraflutningafólk fer ekki inn í nema með vernd vopnaðrar lögreglu svo dæmi sé nefnt. Stórir hópar fólks hafa ekki aðlagast sænsku þjóðfélagi og svo illa hefur þjóðfélagið breyst í kjölfar þessa að flestar nauðganir í heiminum hlutfallslega eru í Svíþjóð.
Þannig þjóðfélag fáum við innan skamms ef ekki verður brugðist við og stefnu þeirra sem skipta vilja um þjóð í landinu hafnað.
Hvað svo sem líður ágreiningi um ýmis mál, þá má leiðrétta þau nánast öll síðar. Það verður hinsvegar aldrei leiðrétt, ef við missum tökin á straumi hælisleitenda inn í landið og það verður aldrei leiðrétt ef við glötum tungu okkar og menningu.
12.10.2022 | 09:41
Hættustig og gapuxaháttur
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi á landamærunum vegna mikils fjölda hælisleitenda sem streyma til landsins. Í flestum löndum mundu stjórnvöld bregðast hratt við til að tryggja örugga stjórn á landamærunum svo hættustig verði fellt úr gildi. Þrátt fyrir að dómsmálaráðherra sé reiðubúinn til að gera breytingar þá fær hann ekki stuðning í ríkisstjórninni til að gera nauðsynlega og skynsamlega hluti.
Hættustigi er ekki lýst yfir nema innflytjendamálin séu í alvarlegri stöðu. Það kemur þó sumum lukkuriddurum á Alþingi ekki við m.a. þingmönnum Viðreisnar og Pírata, sem héldu því fram í umræðum á Alþingi í gær, að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra væri með hræðsluáróður. Þetta fólk er annað hvort úr vitrænu sambandi við samfélagsástandið eða hefur ekki fylgst með fréttum í áravís og kemur á óvart þar sem einn þeirra sem þessa tuggu tugði á Alþingi er fyrrum fréttamaður á RÚV.
Í grein sem Bergþór Ólafsson þingmaður Miðflokksins skrifar í Morgunblaðið í dag bendir hann á, að við erum að taka á móti 66% fleiri hælisleitendum en Þjóðverjar gerðu árin 2015 og 2016. Það asnastrik Angelu Merkel var næstum búið að ríða þýsku velferðarkerfi og samélaginu á slig og eyðilagði það sem eftir lifði af pólitískum valdaferli hennar.
Þjóðverjar lærðu þá, að stefna opinna landamæra eða hálfopinna gengur ekki upp. Hún er ógn við velferð og öryggi borgaranna.
Hér á landi er eins og stjórnmálastéttin fylgist ekki með fréttum og hafi engan skilning á því hvað er að gerast í okkar eigin landi og geti ekki áttað sig á hvernig nágrannalöndin hafa brugðist við í málefnum hælisleitenda.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur átt við ramman reip að draga þegar hann hefur viljað koma vitrænum tillögum fram í hælisleitendamálum og skemmst er að minnast, að völdin voru tekin af honum af forsætisráðherra með samþykki formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann ætlaði að framfylgja lögum um að flytja ólöglega hælisleitendur úr landi í samræmi við íslensk lög.
Látum vera þó að einstakir þingmenn gerist gapuxar í umræðum á Alþingi, en þegar meirihluti ríkisstjórnar ákveður að bregða ítrekað fæti fyrir skynsamlegar og bráðnauðsynlegar tillögur dómsmálaráðherra, þá er ekki von á góðu. Þjóðina á skilið betri ríkisstjórn.
6.10.2022 | 11:13
Tækifæri fyrir "góða fólkið"
Öngþveiti er á landamærum vegna þess gríðarlegs fjölda hælisleitenda, sem hingað streymir vegna andvaraleysis,ruglanda og fákunnáttu íslensku stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðlaelítunar.
Sveitarfélög segjast ekki geta tekið við fleirum. Það eru engar fjárheimildir til að borga meira og húsnæði er ekki til.
Hópur fólks sem hefur fengið viðurnefnið "góða fólkið",hefur andæft gegn öllum tillögum um skynsamlega stefnu í þessum málum og margir í þeim hópi hafa sagst reiðubúnir til að opna heimili sín fyrir hælisleitendum ef á þurfi að halda.
Hvernig væri nú, að "góða fólkið" stæði við skoðanir sínar, stefnu og fyrirheit.
Við þessar aðstæður má ætla að þessir úr hópi "góða fólksins", sem ábyrgð ber á vandamálinu, opni nú heimili sín og bjóði hælisleitendur velkomna til gistingar hjá sér t.d. þingflokkar VG,Pírata og Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Hallgrímur Helgason meint mannvitsbrekka, Karl Th. Birgisson, sem og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrv. þingmaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra.
Fólk ætti að fylgjast vel með hvernig "góða fólkið" bregst nú við aðsteðjandi vanda, sem það sjálft hefur valdið.
4.10.2022 | 16:33
Fjöldahjálparstöð
Fjöldahjálparstöð er fínt orð yfir flóttamannabúðir á engilsaxnesku "refugee camp." Þetta verður að gera, þar sem stjórnvöld hafa ekki nein úrræði varðandi móttöku ólöglegra innflytjenda og raunverulegra hælisleitenda.
Ástæða þess, að við erum lent í þessum ógöngum varðandi hælisleitendur er margþætt. Við stjórnum ekki lengur landamærunum heldur höfum fórnað þeirri yfirstjórn á grundvelli Scengen samstarfs, sem við ættum sem fyrst að segja okkur frá.
Í annan stað er íslensk löggjöf í málefnum útlendinga og flóttafólks svo og félagsleg aðstoð við þá svo vitlaus, að auðveldara er fyrir ólöglega innflytjendur að koma til Íslands en allra annarra landa í Evrópu.
Í þriðja lagi er félagslega aðstoðin hér svo rífleg, að hún freistar fólks að koma hingað.
Í fjórða lagi þá er nánast engum vísað úr landi þó hann sé hér ólöglega og úrskurðir og jafnvel dómar hafi gengið í þá áttina. Þeir sem hafa verið úrskurðaðir eða dæmdir til að fara halda áfram að vera í landinu og njóta áfram ríkisstyrkja.
Stefna stjórnmálaelítunnar í málefnum innflytjenda er nú algjörlega sigld í strand og fólk gerir sér í vaxandi mæli grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur þegar þjóð stjórnar ekki lengur landamærum sínum.
Íslendingar hafa ekki áttað sig á því enn að útlendingastefna stjórnmálaelítunnar bitnar á fólkinu í landinu. Það kemur fram þegar fólk þarf á þjónustu lækna eða hjúkrunarfólks að halda. Það kemur fram í vaxandi húsnæðisskorti, skorti á dagheimilum og erfiðleikum við að láta alla sem hér eru njóta viðunandi skólavistar.
Svo virðist vera sem stjórnmálaelítan hafi ekki nokkra hugsun á því að bæta lífskjör borgara þessa lands og neiti að horfast í augu við að sömu krónunni verður ekki eytt tvisvar.
Er ekki mál til komið að við tökum sjálf stjórn á landamærunum og látum af bæði barna- og kjánaskap sem og algjöru óraunsæi í málefnum hælisleitenda.
Neyðast til að opna fjöldahjálparstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.10.2022 | 12:42
Flóttamannabúðir
Meira en 3 þúsund beiðnir fólks um alþjóðlega vernd, þ.e. mismunandi löglegra og ólöglegra innflytjenda hafa borist á árinu 2022. Talsmaður Rauða Krossins í þessum málum segir að e.t.v. þufi að koma upp flóttamannabúðum (notaði fínna orð.)
Neyðarkallið kemur ekki á óvart. Við erum með gölnustu stefnu í innflytjendamálum í allri Evrópu. Eðlilega eykst því straumur fólks hingað í stöðugt auknara mæli eftir því sem kostir þrengjast fyrir gervihælisleitendur í öðrum löndum.
Í haust mótmælti hópur ungs fólks í Reykjavík vegna skorts á dagheimilisplássum fyrir börn vinnandi fólk. Að hluta til stafa erfiðleikarnir af fjölgun hælisleitenda. Sama er varðandi húsnæðisskortinn.
Á sama tíma og Kína tekur ekki við hælisleitendum og Saudi Arabar telja að flóttamannavandi í Arabíu komi þeim ekki við og þá ekki heldur Japanir, þá er pólitíska elítan á Íslandi svo snargalin, að telja að við séum Guðs útvalin þjóð, til að taka við hvaða hlaupastrák sem vera skal á kostnað skattgreiðenda.
Ríkisstjórnin stefnir að því lóðbeint með hælisleitendadekri sínu að gera lífskjörin í landinu verri og svipta Íslendinga aðgangi að grunnþjónustu.
Samþykkja kjósendur það að stjórnmálaelítan haldi áfram að skaða lífskjörin í landinu með þessari gölnu stefnu í málefnum útlendinga.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 214
- Sl. sólarhring: 509
- Sl. viku: 4430
- Frá upphafi: 2450128
Annað
- Innlit í dag: 195
- Innlit sl. viku: 4124
- Gestir í dag: 191
- IP-tölur í dag: 189
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson