Bloggfærslur mánaðarins, desember 2022
18.12.2022 | 09:11
Nýir skattar og nýar takmarkanir
Sl. fimmtudag komust samningamenn Evrópusambandsins að samkomulagi um að innleiða kolefnis landamæra skatt. Skatturinn á að leggjast á vörur sem fluttar eru til Evrópu frá löndum, sem eru ekki eins loftslagsgalin og Evrópusambandið. Skattlagningin er nýjasta dæmi þess hvernig frelsið er stöðugt takmarkað og meiri hömlur lagðar á þegar regluverk heildarhyggju sósíalískra hugmynda nær fótfestu.
Kolefnisskattar sem Evrópusambandið hefur lagt á fyrirtæki í Evrópu dregur úr samkeppnishæfni þeirra og hækkar vöruverð til neytenda. Þegar það liggur svo fyrir,að önnur lönd eru ekki jafnkolefnisgalin og Evrópusambandið, þá verður að gera eitthvað til að rétta hlut evrópskra samkeppnisfyrirtækja og þá dettur kommissörunum í Brussel aldrei neitt annað í hug en nýir skattar.
Í fréttum í Sunnudagsblaði Financial Times segir frá því að norskir milljónamæringar flýji nú landið í umvörpum vegna sérstaks auðlegðarskatts sem sósíalistarnir í Noregi hafa lagt á. Ofurríka fólkið getur þetta og komið sér hjá óhóflegri skattpíningu, en það getur millistéttin og hinn almenni neytandi ekki.
Ríkisstjórnir sósíalista hafa aldrei skilið það, þ.m.t.ríkisstjórn Íslands, að ofurskattar á framtak einstaklinganna leiða alltaf til verri lífskjara og frelsisskerðingar.
17.12.2022 | 10:18
Jólakveðja til komandi kynslóða
Alþingi afgreiddi í gær dýrustu jólakveðju til komandi kynslóða sem um getur. Jólagjöf Alþingis til barnana okkar og barnabarna, er meiri útgjaldaaukning ríkissjóðs, en nokkru sinni fyrr í sögunni og gríðarlegur ríkissjóðshalli um eða yfir 120 milljarðar.
Ekki er nú Kóvídinu til að dreifa eða illu árferði.
Báknið vex meira en nokkru sinni fyrr.
Þeir sem tala um að nóg sé til og við séum svo rík þjóð, að við getum eytt í hvaða vitleysu sem er, ættu að skoða að það kemur að skuldadögunum og við verðum að horfast í augu við það, að lífskjörum í landinu er haldið uppi með skuldasöfnun ríkis- og sveitarfélaga. En um síðir verður að borga fyrir sukkið.
Fólk getur ekki verið endalaust í partíinu þó stjórnmálamennirnir haldi það og timburmennirnir verða þeim mun verri sem partíið stendur lengur.
Hvernig getur það gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins, að báknið vaxi sem aldrei fyrr og útgjöld ríkissjóðs aukist sem aldrei fyrr. Finnst Sjálfstæðisfólki þessi ríkissósíalismi vera í lagi?
16.12.2022 | 10:16
Hvað kostar þingmaður eða þá borgarfulltrúi?
Leiðtogi Sovétríkjanna Leonid Bresnev leit á Willy Brandt sem þann mann, sem Sovétríkin gætu treyst og mundi ekki standa að árás á Sovétríkin. Bresnev var mikið í mun að halda honum við völd. Framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins þýska, flokks Brandt sagði í þætti þar sem fjallað var um líf og starf Brandt, að ákveðinn sendimaður Sovétstjórnar hefði komið á skrifstofu sína með 2 milljónir marka í seðlum og beðið hann að sjá um að þessir peningar yrðu notaðir til að koma í veg fyrir að vantrausttillaga á Brandt yrði samþykkt, ekki þyrfti að kaupa nema tvö atkvæði. Framkvæmdastjórinn sagði að það gæti hann ekki gert og sagði að sendimaðurinn hefði þá sagt að hann yrði að leita annarra leiða.Framkvæmdastjórinn sagði að sér hefði síðan komið á óvart hvernig tveir þingmenn greiddu atkvæði þ.á.m. fyrrum kanslari og formaður kristilegra demókrata.
Undanfarið hefur verið vakin athygli á því í Morgunblaðinu, að sérkennilegir hlutir eigi sér stað varðandi lóðamál borgarinnar þar sem milljarða hagsmunir eru í húfi og þar sitji oddviti Sjálfstæðisflokksins á hljóðskrafi við borgarstjórann. Annað mál er kaup fyrirtækis Orkuveitunnar á munum frá Sýn fyrir 3 milljarða. Miklir hagsmunir eru í húfi og málin fá hvorki viðhlítandi umfjöllun í fjölmiðlum né á vettvangi borgarinnar.
Í Belgíu hefur lögreglan um nokkurt skeið haft til rannsóknar mútumál,sem talið er hafa haft áhrif á ákvarðanir Evrópuþingsins. Nýverið var gerð húsleit hjá nokkrum þingmönnum m.a. einum varaforseta þingsins og öðrum þingmanni og við það fundust annars vegar 900.000 evrur og hins vegar 700.000 evrur og það allt í seðlum. Ekki þykir vafi á því að þessir peningar komi frá Katar með milligöngu Marakósku leyniþjónustunar.
Giorgiana Maloni forsætisráðherra Ítalíu hefur haft hörð orð um að Evrópusambandið þurfi heldur betur að taka til hendinni og uppræta þessa spillingu á meðan Macron nýkominn úr ferð til Katar segir einhverra hluta vegna, að það verði að bíða þangað til fullnaðarrannsókn hefur farið fram. Jafnvel þó að spillingin og múturnar æpi framan í alla sem hafa gripsvit í kollinum.
Það sem liggur fyrir er að Katar reynir með mútufé að hafa áhrif á ákvarðanir Evrópuþingsins. Til hvers? Til fjárhagslegs ávinnings. Þannig er það alltaf þegar ríki eða auðfólk kaupir þingmenn eða borgarfulltrúa.
Af því að heimspeki Filippusar Makedóníukonungs föður Alexanders mikla um að "það sé engin borgarmúr svo hár,að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann" hefur reynst rétt og sönn í þau 2.400 ár frá því þessi orð voru sögð, þá verða fjölmiðlar og lögregla,sem og kjörnir fulltrúar að vera á varðbergi og kanna alla hluti til hlítar þegar spurning getur verið um mútur eða hagsmunaárekstri.
Einnig vegna þessa verður að athuga sérstaklega varðandi val á frambjóðendum, að þeir séu ekki settir í óviðunandi aðstöðu eins og t.d. í prófkjörum,sem bjóða hættunni heim og dæmi sanna, að ítrekað hafa ákveðnir aðilar notið ótrúlegs stuðnings ákveðinna hagsmunaafla.
Það kaupir engin þingmann eða borgarfulltrúa nema um sé að tefla mun hærri fjárhæðir í endurgreiðslu sem neytendur eða skattgreiðendur þurfa þá að greiða.
12.12.2022 | 12:11
Ljósleiðarinn
Sú var tíðin að vinstri stjórn í Reykjavík ákvað að stofna sérstakt fyrirtæki á samkeppnismarkaði undir hatti Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið selur ljósleiðaratengingar fyrir fyrirtæki og almenning. Ekki varð séð hvað Orkuveitan hefði með það að gera, en áfram æddu vinstri menn út í fenið.
Nú skuldar fyrirtækið 14 milljarða, sem útsvarsgreiðendur í Reykjavík verða að greiða í fyllingu tímans. Þrátt fyrir tapið og stöðugan hallarekstur skal haldið áfram að kasta fjármunum almennings á glæ í þessum samkeppnisrekstri og kaupa dót af Sýn fyrir 3 milljarða, sem fyrirtækið á ekki til og eykur því skuldir sínar sem því nemur.
Margt er samt á huldu um þessi viðskipti og ekki fást nauðsynleg svör frá stjórnarformanni Orkuveitunnar, sem er þó í flokki, sem krefst þess að allt sé opið og gagnsætt. Eitthvað þarf að fela.
Eðlilegra hefði verið að Ljósleiðarinn hefði selt Sýn hluta af sínum eignum helst allar, þó ekki væri til annars en að minnka skuldir og til að þessi opinberi aðili færi af samkeppnismarkaði.
Undir leyndarhjúp skal síðan haldið áfram lengra út í fenið og kaupa burt samkeppni einkaaðila. E.t.v. vegna þess að einhverjum í stjórna Orkuveitunnar og/eða borgarstjórn gæti hugnast það vegna eigin hagsmuna. Engar upplýsingar fást um það.
Er ekki stjórnarandstaða til staðar í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hefur stjórnarmenn í Orkuveitu Reykjavíkur? Hefur stjórnarandstaðan ekkert við þessa gjörninga að athuga?
Vill ekki svara efnislegum spurningum um starfsemi Ljósleiðarans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2022 | 09:17
Vanþekking fóstrar af sér hatur.
Um miðja síðustu öld var byrjað að tala um jólin og jólagjafir í byrjun desember. Nú byrjar jólaumstangið og kauphátíðin í lok október. Umfjöllun um tilefni jólanna dregst að sama skapi saman eins og þegar ungi drengurinn spurði á aðfangadag. "Erum við ekki að gleyma fæðingardegi jólaveinsins?"
Markaðssetning jólanna hefur tekist svo vel, að vítt og breytt um heiminn ekki bara í kristna heiminum er haldið upp á jól með einum eða öðrum hætti.
Helgisagan fagnaðarboðskapur jólanna um frið og styrkleika sem rís upp úr vanmætti er einstakur.
Þrátt fyrir friðar- og kærleiksboðun kristninnar, halda ýmsir fram, að trúarbrögð séu orsakavaldur illsku og haturs. Þetta er rangt. Trúarbrögðin hafa hins vegar oft verið tekin herfangi til að þjóna ákveðnum veraldlegum hagsmunum.
Það er ekki hægt að skilja trúarbrögð nema kynna sér þau og þekkja. Nýja testamenntið segir stórkostlegustu sögu fjölbreytileika og mannúðar. Góð inngangsfræði við að kynna sér trúarbrögð almennt t.d. Gyðingdóm og Íslam.
Aðalvandi við trúarbrögð í nútímanum er vanþekking, sem m.a. birtist svo skrýtið sem það kann að vera í öfgafullum Íslamisma. Vanþekking fóstrar heimsku og hatur.
Vandi trúarbragðafræðslu í dag er að hún er of lítil. Börn verða miklu betri hvort við annað ef þau þekkja meginboðorð kristinnar trúar um náungakærleik og boðorðin 10 og hvað þau þýða. Sú ráðstöfun skólayfirvalda að úthýsa kristinfræðslu í aðdraganda jólanna er því spor í ranga átt í kristnu samfélagi.
6.12.2022 | 11:09
Fjölmiðill í almannaþágu?
Ríkisútvarpið hefur á undanförnum misserum stundað lítt dulbúinn áróður í ýmsum málum,sem starfsfólki miðilsins eru hugleikin og hefur þá ekki verið gætt hlutleysis eða hlutlægni í fréttaflutningi, við val á viðmælendum eða meintum sérfræðingum.
Sérstaklega hefur kveðið rammt að þessu undanfarið varðandi málefni ólöglegra hælisleitenda. Þar hefur RÚV farið hamförum í baráttu gegn lögum sem gilda í landinu um þennan málaflokk, birt einhliða og oft misvísandi og rangar fréttir. Fréttir og fréttaskýringaþættir eru undirlagðir undir afbakaðar frásagnir eða hreinar falsfréttir.
Barnaefni er notað til að koma einhliða áróðri á framfæri og svo virðist sem betur fer, að augu margra hafi opnast þegar gerð var blygðunarlaus grein fyrir því að meiningin væri að misnota jóladagatal ungbarna á RÚV til að niðurlægja og sverta ímynd forstöðumanns ríkisstofnunar,sem ekkert hefur til saka unnið.
Málefni ólöglegra hælisleitenda eru ekki þau einu,sem Rúv tekur fyrir og rekur einhliða áróður í stað þess að stunda hlutlæga, lýðræðislega fréttamiðlun og umræður.
Allt fer þetta í bág við lög um Rúv nr.32/2013 en þar segir m.a. í 1.gr., að RÚV eigi að stuðla að lýðræðislegri umræðu og félagslegri samheldni og rækja hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu.
Í 3.gr. laganna segir m.a að RÚV skuli sinna lýðræðislegu hlutverki sínu m.a. með því að m.a. Hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar. Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða.
Ekki þarf að skoða fréttaflutning,fréttaval, viðmælendur og þá sem eru kvaddir til sem sérfræðingar til að átta sig á því, að ofangreind grundvallaratriði í lögum um RÚV eru ítrekað þverbrotin.
Þegar svo háttar til, að lög um RÚV eru þverbrotin nánast á hverjum einasta degi, er spurningin hvað gerir útvarpsstjóri eða stjórn RÚV sem að meginstefnu er kjörin af Alþingi. Já og hvað gerir innra eftirlit RÚV eða fjölmiðlanefnd.
Það er engin skortur á silkihúfunum, sem eiga að gæta þess að lögum um RÚV sé fylgt. En það gerir engin neitt og þessvegna komast öfga pólitískir starfsmenn RÚV upp með að brjóta lögin.
Hvað lengi enn ætlum við að láta RÚV misbjóða þolinmæði okkar. Ætlar ríkisstjórnin og viðkomandi fagráðherra að halda áfram að láta sem ekkert sé þó að lýðræðislegar reglur sem varða RÚV séu þverbrotnar.
5.12.2022 | 09:22
Klerkarnir hvika
Brottflæmdir Íranar hafa mótmælt harðýðgi og mannréttindabrot klerkastjórnarinnar víða um Evrópu undanfarið.
Ég gekk inn í einn slíkan mótmælafund í London fyrir nokkru. Það sem vakti helst athygli mína var aragrúi mynda af ungu fólki allt niður í 11 ára, sem öryggissveitir klerkastjórnarinnar höfðu myrt frá því að friðsöm mótmæli hófust í landinu.
Fréttir meginstraumsmiðla eru svo lélegar og nánast allsstaðar þær sömu. Mikilvægar fréttir fara iðulega framhjá fólki vegna þess að ekki er fjallað um málin. Þegar landsliðið í knattspyrnu neitar að syngja þjóðsönginn á HM í Katar sér fólk hvað undiraldan er gríðarleg.
Nú lofar stjórn Íran að leggja niður siðgæðislögregluna og hætta að skylda konur til að hylja hár sitt og andlit með tilheyrandi höfuðbúnaði. Eftir er að sjá hvort þetta gengur eftir og hvort að fólk sé ekki orðið svo langþreytt á þursaveldinu, að það hætti ekki fyrr en almennum lýðréttindum hefur verið komið á og klerkastjórninni ýtt til hliðar.
Ríkisstjórn sem myrðir eigin borgara breytist þá í hryðjuverkasamtök. Í Hyde Park í London varð ég þess var að ríkisstjórn Íran er ein slík. Þeirri ríkisstjórn miðaldahugmyndafræði og ógnarstjórnar verður að koma frá völdum.
Ekki virðist vefjast fyrir írönskum konum, að telja höfuðblæjur og handklæði um höfuð vera tákn ófrelsis kvenna. Á sama tíma fjölgar slæðukonum á götum Reykjavíkur og sértrúarhópurinn á RÚV fagnar og telur þann búnað hinn ákjósanlegasta fyrir konur og fjarri því að hafa nokkuð með áþján karlaveldisins að gera.
Á sama tíma heyja konur og frelsissinnar í Íran hatramma baráttu gegn þessu tákni ófrelsisins.
4.12.2022 | 09:27
Sannleiksógnin
Macron Frakklandsforseti vill hitta Elon Musk eiganda Twitter. Macrons líkar ekki að Musk, ætli að hætta ritskoðun á miðlinum. Hvað skyldi Macron óttast við frjálsa tjáningu?
Frægt er þegar Angela Merkel kvartaði við eiganda Fésbókar, að neikvæð umræða um innflytjendastefnu hennar væri leyfð á fésbók og krafðist þess að eitthvað yrði gert. "Við erum að vinna í því sagði eigandinn. Því miður gleymdist að slökkva á hátölurum þannig að aðrir heyrðu kröfu Merkel um ritskoðun.
Miðlarnir Twitter og Fésbók og aðrir meginstraumsmiðlar hafa verið notaðir til að koma í veg fyrir oft eðlilega tjáningu. Sú ritskoðun er réttlætt á þeim grundvelli að um hatursumræðu sé að ræða eða dreifingu falskra upplýsinga.
Í Kóvíd faraldrinum voru skoðanir sem fóru í bág við stefnu stjórnvalda varðandi innilokanir, takmarkanir á frelsi fólks, sóttvarnarráðstafanir, bólusetningar, dæmdar falsfréttir eða þaðan af verra og voru ekki leyfðar af þessum miðlum. Í dag ættu allir að sjá hversu rangt það var og hve alvarlega það braut gegn tjáningarfrelsinu einmitt þegar sótt var að lýðfrelsi almennra borgara og t.d. ferðafrelsi afnumið ef fólk vildi ekki láta dæla í sig einhverju meðalaglundri sem á tilraunastigi. Þá var einmitt þörf fyrir óheft tjáningarfrelsi eins og alltaf.
Tjáningarfrelsið er mikilvægt á markaðstorgi stjórnmálanna og til að móta vitræna umræðu. Öll umræða stjórnmálamanna um falsfréttir og hatursorðræður er til þess fallin að takmarka þetta frelsi. Lýðræðið hefur getað lifað við það hingað til að fólk fengi að tjá skoðanir sínar og bera um leið ábyrgð á þeim. Af hverju er sérstök þörf á því nú, að takmarka þetta tjáningarfrelsi nú og setja það í viðjar?
Macron er ekki eini vestræni leiðtoginn sem stendur ógn af tjáningarfrelsinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands boðar lagafrumvarp eftir áramót til að takmarka tjáningarfrelsið Á hennar máli heitir það að koma í veg fyrir hatursorðræðu.
Við eigum að leyfa alla umræðu. Það er alltaf heppilegra en ritskoðun. Franska grínblaðið Charlie Hebdoe birti teikningar sem mér fundust umfram allt velsæmi. En var það mitt að dæma? Að sjálfsögðu ekki. Ekki frekar en Macron varðandi Twitter.
Eftir að Íslamskir öfgamenn myrtu ritstjórn Charlie Hebdo lýstu vestrænir leiðtogar því yfir að þeir stæðu vörð um tjáningarfrelsið. En það hafa þeir ekki gert. Íslamistarnir sigruðu. Nú er algjör þöggun í fjölmiðlaheiminum um ógnarverk þeirra. Bók Salman Rushdies, Sálmar Satans mundi ekki fást gefin út í dag.
Katrín Jakobsdóttir vill m.a. takmarka umræðu um Íslam með því að setja lög um hatursorðræðu til að koma í veg fyrir að sannleikurinn sé sagður. Sbr. austurríska kennarann sem fékk dóm í Mannréttindadómi Evrópu fyrir að segja sannleikann um Múhameð á þeim forsendum að það gæti valdið ólgu í þjóðfélaginu. Svo hart er nú vegið að tjáningarfrelsinu, að jafnvel sá dómstóll, sem á að gæta þess að tjáningarfrelsið sé virt telur rétt að meta hvort tjáning sé heimili á þeim forsendum, að hún valdi ekki ólgu í þjóðfélaginu.
Hefði skoðun Mannréttindadómstólsins, Macron og Katrínar Jakobsdóttur verið viðurkennd á öldum áður, hefði upplýsingastefnan sennilega aldrei náð fram að ganga, franska og bandaríska byltingin aldrei orðið og Mahatma Ghandi aldrei fengið að tjá skoðanir sínar um frelsi Indlands undan nýlendukúgun. Allar skoðanir þessu tengdar ollu nefnilega ólgu í þjóðfélaginu. Þannig á það líka að vera á markaðstorgi stjórnmálanna.
2.12.2022 | 09:19
Við borgum ekki.
Á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi krafðist Pakistan að stofnaður yrði bótasjóður, sem þjóðir Evrópu og N. Ameríku, sem bera ábyrgð á iðnbyltingunni greiddu þróunarríkjum eins og Pakistan, Kína og Indlandi, bætur fyrir tjón sem við eigum að hafa valdið vegna framþróunar,sem hefur orðið á vegna vestræns hugvits og dugnaðar.
Margir vestrænir leiðtogar þ.á.m. Svandís Svavarsdóttir tóku vel í hugmyndirnar og Svandís lofaði f.h.íslensku ríkisstjórnarinnar án allra heimilda, að leggja auknar byrðar á íslenskt alþýðufólk til að bæta þetta meinta tjón sem við eigum að hafa valdið.
Hvað höfum við gert? Skiptir ekki máli segir VG við erum og höfum verið vondir kapítalistar og eigum að bæta fyrir þá synd. Syndaaflausn í formi nútíma aflátsbréfa v. hamfarahlýnunar.
Fulltrúi Pakistan grét og vísaði í hræðileg flóð nýverið í Pakistan, sem hefðu kostað gríðarlega mörg mannslíf og allt væri það manngerðri hnattrænni hlýnun að kenna,sem kapítalistarnir í iðnvæddu ríkjunum bæru ábyrgð á. Þróunarlöndin tóku undir þetta einum rómi enda alltaf eygt auravon í loftslags bullfræðinni.
Þegar Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretum 1947 voru 33% landsins skóglendi. Í dag er það einungis 5% landsins. Gæti það haft þýðingu varðandi afleiðingar mikilla rigninga?
Árið 1950 voru meiri flóð í Pakistan en á árinu 2022, þar sem helmingi fleira fólk fórst en núna þrátt fyrir að fólksfjöldi væri þá mun minni en nú. Á síðustu 50 árum hefur fólksfjöldinn í Pakistan vaxið úr 65 milljónum í 225 milljónir. Gæti það haft einhver áhrif. Eigum við að borga fyrir það?
Eiga íslenskir skattgreiðendur eða skattgreiðendur og neytendur í V Evrópu og N.Ameríku að borga fyrir það að vegna framþróunar í kjölfar iðnbyltingarinnar og vestræns hugvits og dugnaðar hefur lífaldur lengst og fátækt og hungur í heiminum minnkað
Það er svo alvarlegt mál fyrir Vesturlönd, að eiga fulltrúa á alþjóðaráðstefnum, sem eru rifnir úr tengslum við söguþekkingu og raunveruleikann og eru haldnir þvílíkri skömm á sjálfri sér og þjóðum sínum, að að þeir telja að allt sem misferst hefur í heiminum sé þeim að kenna og fyrir það verði skattgreiðendur og neytendur á Íslandi og víðar að greiða miklar bætur.
Varla er hægt að finna verri stjórnmálamenn en þá, sem vilja rýra lífskjör eigin borgara vegna hluta sem þeim kemur ekkert við og er ekki þeim að kenna. Við stöndum á okkar rétti og virðum okkar gildi og dugnað. Við neitum því að borga fyrir aflátsbréf Vinstri grænna í loftslagsbótasjóðinn.
1.12.2022 | 09:36
Frjáls og fullvalda þjóð
Sumir Samningamenn Íslands í samningaviðræðum við Dani um þjóðréttarstöðu Íslands fyrir rúmum 100 árum tárfelldu af gleði þegar Danir samþykktu sjálfstæði og fullveldi landsins. Langri sjálfstæðisbaráttu hafði veri stýrt farsællega í höfn.
Krafturinn og hugsjónaeldurinn,sem fylgdi sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar lagði grunn að framförum á öllum sviðum þjóðlífsins.
Íslensk þjóð,talaði eigið tungumál og byggði á íslenskri menningu og íslenskum viðhorfum á grunni hins ævaforna arfs íslendinga frá landnámsöld, þau viðhorf og manngildishugsjónir, sem norrænt fólk hafði þróað í aldanna rás.
Framan af gekk okkur vel að fara með þann fjársjóð sem fólst í fullveldi þjóðarinnar. Á síðari árum hefur hallað undan fæti. Íslensk tunga á í vök að verjast og á almennum þjónustustöðum er nú almennt töluð enska. Við höfum heimilað óheft innflæði fólks, án þess að eiga þess kost eða sýnt nægjanlega viðleitni til að aðlaga það íslenskri menningu.
Þar við bætist, að við höfum samþykkt ýmsar reglur sérstaklega á vettvangi EES samstarfsins sem eru þess eðlis að spurning er hvort að fullveldi okkar sé óskert eða hvort við höfum afsalað fullveldinu að hluta alla vega tímabundið.
Evrópusambandið (ES)telur nú að lög ES séu æðri þjóðarrétti aðildarþjóða og EES þjóða í þeim atriðum sem EES þjóðir hafa samið svo um, að viðkomandi atriði væru ekki undanskilin. Það er engin millileið. Við þurfum að standa einarðlega gegn þessum sjónarmiðum og halda okkur við það, að fullveldi Íslands er ekki falt fyrir fé eða samninga við ES.
Einmitt á fullveldisdaginn, þegar við þjóðhollir Íslendingar höldum upp á þann mikla sigur sem vannst árið 1918 þegar Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki finnst leiðarahöfundi Fréttablaðsins, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar rétt, að mæla fyrir því að Ísland afsali sér fullveldinu með því að ganga í ES.
Þetta fólk á sér ekkert föðurland þar sem hið nýja "Internationalen" er mikilvægari fyrir það en sjálfstætt fullvalda föðurland.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 260
- Sl. sólarhring: 780
- Sl. viku: 4081
- Frá upphafi: 2427881
Annað
- Innlit í dag: 243
- Innlit sl. viku: 3779
- Gestir í dag: 239
- IP-tölur í dag: 231
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson