Leita í fréttum mbl.is

Við borgum ekki.

Á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi krafðist Pakistan að stofnaður yrði bótasjóður, sem þjóðir Evrópu og N. Ameríku, sem bera ábyrgð á iðnbyltingunni greiddu þróunarríkjum eins og Pakistan, Kína og Indlandi, bætur fyrir tjón sem við eigum að hafa valdið vegna framþróunar,sem hefur orðið á vegna vestræns hugvits og dugnaðar.

Margir vestrænir leiðtogar þ.á.m. Svandís Svavarsdóttir tóku vel í hugmyndirnar og Svandís lofaði f.h.íslensku ríkisstjórnarinnar án allra heimilda, að leggja auknar byrðar á íslenskt alþýðufólk til að bæta þetta meinta tjón sem við eigum að hafa valdið. 

Hvað höfum við gert? Skiptir ekki máli segir VG við erum og höfum verið vondir kapítalistar og eigum að bæta fyrir þá synd. Syndaaflausn í formi nútíma aflátsbréfa v. hamfarahlýnunar.

Fulltrúi Pakistan grét og vísaði í hræðileg flóð nýverið í Pakistan, sem hefðu kostað gríðarlega mörg mannslíf og allt væri það manngerðri hnattrænni hlýnun að kenna,sem kapítalistarnir í iðnvæddu ríkjunum bæru ábyrgð á. Þróunarlöndin tóku undir þetta einum rómi enda alltaf eygt auravon í loftslags bullfræðinni.

Þegar Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretum 1947 voru 33% landsins skóglendi. Í dag er það einungis 5% landsins. Gæti það haft þýðingu varðandi afleiðingar mikilla rigninga?

Árið 1950 voru meiri flóð í Pakistan en á árinu 2022, þar sem helmingi fleira fólk fórst en núna þrátt fyrir að fólksfjöldi væri þá mun minni en nú. Á síðustu 50 árum hefur fólksfjöldinn í Pakistan vaxið úr 65 milljónum í 225 milljónir. Gæti það haft einhver áhrif. Eigum við að borga fyrir það?

Eiga íslenskir skattgreiðendur eða skattgreiðendur og neytendur í V Evrópu og N.Ameríku að borga fyrir það að vegna framþróunar í kjölfar iðnbyltingarinnar og vestræns hugvits og dugnaðar hefur lífaldur lengst og fátækt og hungur í heiminum minnkað 

Það er svo alvarlegt mál fyrir Vesturlönd, að eiga fulltrúa á alþjóðaráðstefnum, sem eru rifnir úr tengslum við söguþekkingu og raunveruleikann og eru haldnir þvílíkri skömm á sjálfri sér og þjóðum sínum, að að þeir telja að allt sem misferst hefur í heiminum sé þeim að kenna og fyrir það verði skattgreiðendur og neytendur á Íslandi og víðar að greiða miklar bætur. 

Varla er hægt að finna verri stjórnmálamenn en þá, sem vilja rýra lífskjör eigin borgara vegna hluta sem þeim kemur ekkert við og er ekki þeim að kenna. Við stöndum á okkar rétti og virðum okkar gildi og dugnað.  Við neitum því að borga fyrir aflátsbréf Vinstri grænna í loftslagsbótasjóðinn.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ég held úr því sem komið er að það megi fara kalla

þessa ríkisstjórn "HAMFARASTJÓRN" með þessa VG (vit-grannir)

í stjórn og þá sérstaklega þessa stórhættulegu Svandísi,

sem svífst einskis til þess að gera lífsviðurværi sinna

eigin þegna verri.

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.12.2022 kl. 10:55

2 identicon

Sammála - góð grein

Hakon Isaksson (IP-tala skráð) 2.12.2022 kl. 14:42

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þú færir haldbær rök fyrir því, að téður loftslagsbótasjóður sé algerlega út í hött.  Það er vitað, að skógur bindur vatn í jarðvegi, og þess vegna líklegt, að þessi mikla skógareyðing, sem þú nefnir, hafi gert illt verra.  Að þessi monsún-flóð í Pakistan stafi af CO2 í andrúmsloftinu, er ósannað mál, og Björn Lomborg hefur sýnt fram á, að öfgar náttúrunnar hafa ekkert vaxið síðustu hálfa öldina eða svo, og tjón þeirra vegna fer minnkandi og mannslátum fækkandi.  

Það er svo annar kapítuli, að íslenzki loftslagsráðherrann, kandidat gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, var svo skyni skroppinn í kjölfar ráðstefnunnar að kokgleypa óviðunandi, og kannski ólöglegan, gjörning matvælaráðherrans í Sharm El-Sheikh.  Allt er þetta ógæfulegt. 

Bjarni Jónsson, 2.12.2022 kl. 17:51

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er gott nafn á VG Sigurður. Þakka þér fyrir það. 

Jón Magnússon, 2.12.2022 kl. 18:28

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Hákon.

Jón Magnússon, 2.12.2022 kl. 18:29

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott innlegg að vanda Bjarni. Ég hef engu við að bæta og er þér algjörlega sammála. 

Jón Magnússon, 2.12.2022 kl. 18:29

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hafdu thakkir fyrir godan pistil, Jon. Thad verdur torskildara med hverjum deginum hvad vakir fyrir vitgronnum politikusum, sem haga ser eins og matvaelaradherra vor. Su er aldeilis uti i skurdi, ef thad er tha haegt lengur, sokum ofanimoksturs.

 Kvedja ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.12.2022 kl. 06:39

8 Smámynd: Birgir Loftsson

Góð grein. Takk fyrir. Orð að sönnu.

Birgir Loftsson, 3.12.2022 kl. 18:46

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir þarfan pistil Jón.

Þjóð sem hefur efni á að halda uppi fjölmennum her, með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir og þjóð sem hefur efni á að vera með kjarnorkuvopnabúr, ætti að geta séð fyrir sínum þegnum.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 3.12.2022 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 669
  • Sl. sólarhring: 687
  • Sl. viku: 3725
  • Frá upphafi: 2295403

Annað

  • Innlit í dag: 615
  • Innlit sl. viku: 3402
  • Gestir í dag: 595
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband