Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023
30.11.2023 | 18:59
Ómerkir spámenn
Í dag byrjar gleðileikur loftlagskirkju Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Kommúnistinn Guterres aðalritari SÞ mun segja þáttakendum, enn einu sinni, að jörðin sé að farast. Raunar ætti hún að vera farin fyrir löngu skv.spám kardínála loftslagskirkjunnar.
Íslenska ríkið sendir að venju fámenna sendinefnd ekki nema 84 segir forsætisráðherra. Hvað skyldi nú hálfsmánaðardvöl í Dubai á lúxushóteli og ferðir fram og til baka kosta fyrir 84. Eins og fyrri daginn þurfum við ekki að spara. Fjármálaráðherra sér um sína.
1989 lýsti yfirmaður umhverfismála hjá SÞ því yfir að það væru þrjú ár sem við hefðum til að vinna eða tapa baráttunni um loftslagið.
Al Gore spáði árið 2006 að fyrir 2016 yrði ekki hægt að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og bráðnun íshellu heimskautanna, ef bruni kolefnaeldsneytis yrði ekki minnkuð gríðarlega. Því miður hefur hún aukist. Ekkert hefur samt gerst
Í júlí 2009 sagði Karl Bretakóngur að við ættum 96 mánuði eftir með sama áframhaldi á bruna jarðefnaeldsneytis. Þegar það rættist ekki, þá uppfærði hann spána og sagði í júlí 2019 að við ættum ekki nema 18 mánuði eftir þ.e til janúar 2021. Mikill spámaður Kalli kóngur.
Gréta Túnberg sem varð svo fræg fyrir að skrópa í skólanum, að Evrópuþingið fékk hana til að messa um loftslagsmál. Þar sagði hún að húsið væri að brenna og komið að hruni. Sama boðskap hafði hún fram að færa um haustið á þingi SÞ og kommúnistinn Guterres fagnaði henni sem spámanni aldarinnar.
Hugsið ykkur dómgreind stjórnmálamanna í Evrópu og á þingi Sameinuðu þjóðanna að fá 16 ára stúlku, sem ekkert hefur lært og hefur enga sérstaka hæfileika eða þekkingu til að messa yfir sér og hvað þá að taka hana í Guða tölu eins og Guterres gerði.
Allir spádómarnir eru sama marki brenndir. Þeir eru rangir. Samt er enn siglt upp með loftslagsráðstefnu SÞ í 28 sinn og engum af þeim 70 þúsund sem á ráðstefnunni sitja munu spyrja óþægilegra spurninga. Það kæmi þeim illa að gera það. Þannig er tjáningarfrelsið á tímum hinna nýju trúarbragða.
Ekki skal dregið í efa að æskilegt er að draga úr útblæstri kolvísýrings og það hafa Evrópuríkin gert á þessari öld.
Á sama tíma hefur Kína þrefaldað útblástur sinn. Þeir úr loftslagskirkjunni, sem er í raun annt um málsstaðinn ættu því að beina sjónum sínum að Kína og mæta í mótmælagöngur á torgi "hins himneska friðar" í Peking. Gréta Túnberg ætti að leiða þær mótmælastöður sé henni annt um sannleikann og framtíðina. En það mun hún ekki gera vegna þess að það hentar ekki í kommúnistaríki þar sem Gréta Túnberg hefur lýst því yfir að loftslagsváin sé samkeppnisþjóðfélaginu, kapítalismanum að kenna.
Þá gengur ekki að mótmæla í Kína heldur andskotast í Evrópu þar sem stjórnmálaleiðtogarnir eru með aðgerðum sínum í loftslagsmálum og annarri fíflsku að eyðileggja lífskjör almennings og dragast aftur úr öðrum heimshlutum.
Sennilega er komið að því sem Steinn Steinar sagði í ljóði sínu Passíusáslmur nr. 51 að breyttum breytanda.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna ekki meir ekki meir nú er nog komið og meira en það af fáránleika og fíflsku.
29.11.2023 | 21:12
Raforkuskortur er óásættanlegur
Umhverfis- og orkumálaráðherra Guðlaugur Þór sagði í gær, "að raforkuskorturinn í landinu væri óásættanlegur og fráleitt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir 15 ára aðgerðarleysi í virkjanamálum."
Vissulega er þetta allt rétt hjá orkumálaráðherranum. En í ár hafa Sjálfstæðismenn farið með orkumálin í samstjórninni með Vinstri grænum(VG) í sjö ár. Það hefur legið fyrir svo árum skiptir að einstrengingsleg afstaða VG í orkumálum kemur í veg fyrir að vistvæn vatnsaflsorkuver séu gerð í landinu.
VG hefur staðið fyrir að sett yrðu margvísleg löggjöf til að tefja og jafnvel koma í veg fyrir að hagkvæmir virkjunarkostir komist í framkvæmd og Sjálfstæðisflokkurinn keypti setu í ríkisstjórn með þessum öfgaflokki, því verði að sætta sig við afturhaldshyggju VG og á sama tíma að bera stjórnskipulega ábyrgð á orkuskortinum í landinu.
VG er sérkennilegur flokkur. Flokkur sem segist berjast fyrir orkuskiptum til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en á sama tíma berst VG hatrammlega gegn öllum vatnsaflsvirkjunum svo hatrammlega að þingflokksformaður Framsóknar telur það helst til bjargar að stækka heimavirkjanir við ýmsar sprænur í landinu.
Væri ekki rétt áður en verr fer,að segja upp stjórnarsamstarfinu við VG og leita annarra leiða til að koma þjóðinni út úr því öngþveiti sem hér er að skapast vegna öfgastefnu VG, sem þegar er farin að raungerast í orkumálum.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geta ekkert annað en tapað á því að halda þessu stjórnarsamstarfi við VG áfram og máttu raunar vita það áður en til þess var stofnað.
29.11.2023 | 10:10
Um hvað reiddust goðin?
Fyrir 1000 árum meðan rökhyggja og ályktunargáfa var í heiðri höfð sýndi Snorri goði Þorgrímsson fram á fánýti trúarlegrar dulspeki með einni setningu þannig að engin mælti í mót.
Tillaga var á Alþingi að kristni yrði lögtekin. Þá kom maður úr Ölfusi og sagði að jarðeldur væri kominn upp og rynni hraunið í átt að jörð og híbýlum eins hálfkristna goðans. Heiðnir menn hlupu þá upp og sögðu þá ljóst, að goðin væri reið yfir því að úthýsa ætti þeim fyrir Hvíta Krist.
Snorra goða Þorgrímssyni, sem þá þótti með mestu vitmönnum landsins, varð þá að orði: Um hvað reiddust goðin þá, er rann hraunið, er nú stöndum vér á. Heiðnir menn reyndu ekki eftir þessi orð að halda fram að goðin hefðu eitthvað með staðsetningu jarðelda að gera.
Nú er öldin önnur og 70.000 ráðstefnugestir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) eru að týnast til Dubai í flugi á einkaþotum eða áætlunarflugi, til þess að fjalla um hvað eigi að gera til að blíðka loftslagsgoðin svo þau útrými ekki öllu lífi á jörðinni.
Hinir sanntrúuðu um ofurhlýnun af mannavöldum hafa bent á mörg dæmi álíka og heiðnir menn gerðu á Alþingi hinu forna árið 1000 um kennileitin sem sýna eiga fram á reiði loftslagsgoðanna.
Fyrir ári snjóaði lítið í Alpana. Fjölmiðlar um allan heim tóku það ítrekað upp og sögðu að skíðaferðir mundu leggjast af þar sem ekki mætti búast við því í heimi hlýnunarinnar að það snjóaði framar í Alpana.
En náttúran er söm við sig og nú hefur snjóað meira í norðurhlíðar Alpana en í langan tíma og ýmis skíðasvæði opin sem hafa ekki verið það lengi. Það breytir engu fyrir trúaða í Dubai ólíkt heiðnum mönnum á Alþingi forðum, sem virtu rökhyggju.
Hér á árum áður var jafnan greint frá því að veður mundi vera hlýrra og með nokkrum öðrum hætti vegna náttúrufyrirbrigðisins El Nino í Kyrrahafi sem kemur með nokkurra ára millibili. En það hentar ekki loftslagsfræðunum að segja frá því þegar kröftugur El Nino er í gangi eins og verið hefur. Það rýrir hugmyndafræðina um að maðurinn stjórni veðrinu.
Trúarbrögð og billjóna dollara hagsmunir láta ekki að sér hæða og því er haldið áfram að hræða almenning með einhliða áróðri hefðbundinna fjölmiðla og stjórnmálastéttarinnar. Skattgreiðendur og neytendur bera kostnaðinn af hátíðahöldum hinna 70 þúsund útvaldra í Dubai, en það eru þó smámunir miðað við það sem stjórnmálamenn í Evrópu ætla að skattleggja neytendur og framleiðendur vegna trúarinnar á hinn almáttuga mann, sem getur með aðgerðum sínum stjórnað veðri á jörðinni.
Svor rammt kveður að ruglinu og frávikinu frá vísdómsorðum Snorra goða að öfgaloftslagssamtök í Bretlandi hyggjast nú stefna fjölmiðlum fyrir alþjóðlegan glæpadómstól (sem fæst við glæpi gegn mannkyninu) vegna þess að fjölmiðlarnir leyfa sér að benda á staðreyndir um loftslagsmálin.
Að sjálfsögðu má ekkert skyggja á velferð veislunnar í Dubai og áframhald þess að hin vita gagnslausu samtök Sameinuðu þjóðirnar, sem mega muna sinn fífil fegri, geti haldið áfram að þyrla upp moldviðri til hagsbóta fyrir hina 70.000 útvöldu og billjónamæringana,sem græða ótæpilega á ruglinu.
28.11.2023 | 11:28
70 þúsund
Þ.30. nóvember n.k. munu 70 þúsund manns koma saman á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna C0P 28 í olíuríkinu Dubai. Skattgreiðendur borga fyrir þessa 70 þúsund lúxusferðamenn.
Hvað eru annars 70 þúsund manns að gera á loftslagsráðstefnu í Dubai? Þó að ráðstefnan eigi að standa til 12. desember n.k. þá er ljóst að fáir ráðstefnugesta munu koma nokkru að eða hafa nokkuð að gera annað en að sýna sig og sjá aðra og fá sér gott að borða og drekka á kostnað annarra. Já og skilja eftir sig stórfellt kolefnisspor.
70 þúsund fulltrúar eru, álíka margir og allir íbúar Hafnafjarðar og Kópavogs.
Á ráðstefnunni verður ekki fjallað um hvað spár fyrri loftslags ráðstefna hafa reynst ranga. Að skoða hluti í ljósi sögu og reynslu er bannað þegar trúarbrögð eins og þessi eiga í hlut.
Framkvæmdastjóri Sþ., Guterres auglýsir nú sem aldrei fyrr hamfarahlýnunina,sem að hans mati er að drepa allt kvikt á jörðinni. Þær spár hans eru jafn glórulausar og þær sem hann setti fram ásamt Grétu Túnberg á sínum tíma eða þá spár hans frá 13. júní 2019, þar sem hann lét taka myndir af sér jakkafataklæddum í vatni upp á læri við strönd eyríkisins Túvalú og sagði að eyjan væri að fara í kaf. Staðreyndin er hinsvegar, að land á Túvalú er nú 2.9% stærra.
En það skiptir engu máli fyrir sanntrúaða hvað bent er á margar og miklar missagnir hjá Guterres og SÞ., hann er að þjóna hagsmunum loftslagstrúboðsins og ofurauðkýfingar heims láta sér vel líka um leið og þeir geta komið og ráðslagast um sölu og kaup á loftslagskvótum og öðru slíku fíneríi svo þeir geti grætt sem mest á meðan skattpínd alþýða í Evrópu og neytendur þurfa að greiða meira og meira vegna vitlausustu stjórnmálastéttar, sem nokkru sinni verið við völd í Evrópu og er þá langt til jafnað.
Er ekki kominn tími til að þetta trúarsamfélag haldi sína fundi á eigin kostnað og láti venjulegt fólk í friði.
En hvað skyldu nú fulltrúar Íslands verða margir á þessari trúarsamkomu og skyldi allt ráðherralið sértrúarsöfnuðarins í VG mæta ásamt drjúgum hluta þingflokksins. Það væri þá eftir öllu og allt á kostnað skattgreiðenda.
Já og ekki má gleyma Gulla umhverfis, sem lét vinna rándýra skýrslu um loftslagsþolið Íslands, um þá vá sem að landi við heimskautsbaug í norðri stafar af hnattrænni hlýnun. Sér var nú hver sköpin og væntanlega fær hann að tala í 3 mínútur á trúarsamkomunni vegna þessa merka framlags.
27.11.2023 | 09:00
Hvernig lifðum við þetta af?
Ég velti fyrir mér hvernig stendur á því, að nokkur skuli vera eftirlifandi af minni kynslóð og þeim sem að undan gengu.
Þegar við vorum að alast upp voru engar reglur um hámarkstíma, sem börn og unglingar máttu vinna. Við fórum í sveit og keyrðum dráttarvélar og hestvagna langt fyrir 12 ára aldur. Spiluðum fótbolta á malarvöllum og komum stundum heim blóðrisa á fótleggjum allt upp undir nára. Við fórum um allt og söfnuðum í áramótabrennur, sem nú er á verksviði borgarstarfsmanna
Það vantaði flestar bann- og varúðarreglur, sem nú stjórna lífi ungs fólks. Ofstjórnar- og hræðsluþjóðfélagið var þá ekki orðið til í þeirri mynd sem það er í dag.
Við fengum kristilegt uppeldi þó það væri mismunandi hvað fólk tók með sér af því. Okkar kynslóð var ekki búin að glata kristinni trú eins og núkynslóðin sem hefur yfirfært trúna frá Guði og til lækna- og heilbrigðisstéttarinnar.
Það voru engar gular eða rauðar veðurviðvaranir og við hefðum hlegið að því sem krakkar að það væri vont veður sem nú telst útheimta gula veðurviðvörun. Það hefði verið talið veður til að hafa gaman að vera úti að leika.
En tímarnir breytast og mennirnir með og nú eru börn og unglingar bundnir við reglur um boð en þó sérstaklega bönn og andlega heilbrigt fólk vel af Guði gert fær ekki að stjórna eigin lífi og taka meðvitaða áhættu ef það vill gera það.
Þetta hefur komið berlega í ljós varðandi hamfararáðstafanir almannavarna varðandi Grindavík, sem hafa verið svo fjarri meðalhófi og almennri skynsemi. Væri ekki rétt að skipa valinkunnugt sæmdarfólk til að fara yfir þetta allt til að koma í veg fyrir ofstjórnun óttans taki strax völdin um leið og eitthvað óvenjulegt ber að dyrum.
26.11.2023 | 09:21
Að gæta hagsmuna þjóðarinnar
Fróðlegt að lesa frásögn fyrrum forseta Ólafs Ragnars Grímssonar af viðtali við sjónvarpsstöðina Sky, þar sem hann fór réttilega hörðum orðum um Gordon Brown forsætisráðherra Breta fyrir að beita Ísland hryðjuverkalögum og setja okkar í hóp með Al Kaída, Talíbönum og ISIS þegar við áttum hvað erfiðast.
Afar fróðlegt að heyra að Tony Blair fyrirrennari Gordon Brown skyldi segja við hann að Brown væri þrjótur,sem hann var.
Ólafur Ragnar stóð sig best í forsetaembætti, þegar hann lét ekki bugast í fjármálahruninu, en stóð með íslenskum hagsmunum hvar svo sem við var komið.
Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar stóðu báðir einarðir með íslenskum hagsmunum varðandi Icesave og náðu ásamt annarra góðra manna hjálp, að koma í veg fyrir að við yrðum beitt afarkostum.
Því miður voru ekki allir jafn ákveðnir og framsýnir í hagsmunagæslunni fyrir hönd Íslands.
Setning hryðjuverkalaga á Ísland var ólöglegt skv. alþjóðalögum, ósiðlegt og ósæmilegt og gjörsamlega ófyrirgefanlegt gagnvart vinaþjóð og bandalagsþjóð í NATO. Sú aðgerð olli okkur gríðarlegu tjóni. Það tjón vildum við Guðni Ágústsson, að Bretum yrði gert að bæta okkur og settum ítrekað fram þau sjónarmið og kröfur strax eftir að Bretar settu hryðjuverkalögin.
Því miður var þá og í framhaldinu engin Davíð og engin Ólafur í forsvari fyrir Íslands hönd í ríkisstjórn og þáverandi ráðamenn og þeir sem við tóku sáu því miður ekki ástæðu til að standa með málstað Íslands gagnvart þeirri fólskulegu árás sem Bretar beittu okkur.
Það skiptir alltaf máli fyrir þjóðir, að hafa góða málsvara á hvaða vettvangi sem er. Fólk, sem þorir sérstaklega þegar bjátar á, að standa með Íslandi, Íslendingum og íslenskum hagsmunum.
Gordon Brown er bara þrjótur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2023 | 11:32
Orkuskortur
Forstöðumaður fiskvinnslu á Austurlandi sagði fyrir nokkru að svo gæti farið,að fyrirtækið þyrfti að keyra díselrafstöðvar til að hafa næga orku til að sinna starfseminni.
Hvernig stendur á því að við stöndum nú frammi fyrir því að hafa ekki ofgnógt grænnar orku og þingflokksformaður Framsóknar kalli eftir heimild til að stækka smávirkjanir einstaklinga, svo mikill er stórhugurinn.
Ástæðan er sú að Vinstri grænir sitja í ríkisstjórn.Þessi "græni flokkur" hefur verið í andstöðu við allar vatnsaflsvirkjanir sem byggðar hafa verið. Það var ekki svo alvarlegt meðan flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Þá fluttu Steingrímur og Katrín ræður sínar út í tómið á Alþingi án þess að það skipti máli.
Af einhverjum furðulegum ástæðum,fannst formönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eðlilegt, að leiða þennan fámenna vinstri öfgaflokk VG til öndvegis í ríkisstjórn.
Ráðherrar VG hafa ekki talað út í tómið heldur staðið gegn nauðsynlegum ráðstöfunum til bjargar fyrir fólk og fyrirtæki. Ein afleiðing þess er orkuskortur í landinu, sem mun bitna af gríðarlegum þunga á þjóðinni hiksti virkjunin við Svartsengi.
Á 7 ára valdatíma VG hefur málum verið komið svo fyrir að engin vistvæn græn vatnsaflsvirkjun hefur verið byggð og ekki ráðgerð. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem halda um þennan málaflokk hafa látið það yfir sig ganga en bera stjórnskipulega ábyrgð.
Nú verður ekki við þetta unað lengur. Það verður að bregðast við og tryggja næga orku svo ekki komi til lífskjararýrnunar, atvinnuleysis og margvíslegra erfiðleika.
Forsenda þess er að VG fari úr ríkisstjórn núna.
24.11.2023 | 09:56
Skynsemi eða hægri öfgar
Geert Wilders og flokkur hans Frelsisflokksins (PVV)vann afgerandi sigur og tvöfaldaði fylgi sitt í þingkosningunum í Hollandi s.l. miðvikudag. Frelsisflokkurinn er nú stærsti stjórnmálaflokkur Hollands.
Flokkurinn vill að hugsað sé fyrst og fremst um hagsmuni Hollendinga, ganga úr Evrópusambandinu, stöðva innflutning múslima, moskur og Kóran skóla svo dæmi séu tekin.
Sigur Wilders sýnir að vaxandi fjöldi kjósenda treystir ekki lengur hefðbundnum hægri flokkum, sem hafa brugðist kjósendum sínum á ýmsa og allt of marga vegu. Ísland er því miður ekki undanskilið.
Stöðugt vaxandi fjöldi fólks snýr sér til fylgis við það sem stjórnmála- og fjölmiðlaelítan kallar öfga hægri og pópúlisma, þó þeir flokkar séu að berjast fyrir þjóðlegum gildum og vinna gegn glæpum og öryggisleysi almennra borgara. Hægra "öfgafólkið" í Evrópu er ekkert öfgafólk. Það berst ekki fyrir því að lýðræðið, stjórnkerfið eða stjórnsýslustofnanir séu teknar úr sambandi eða vikið sé frá gildum samkeppnisþjóðfélagsins og gildum almennra mannréttinda.
Hvað sem stjórnmálaelítan og fjölmiðlaelítan heldur fram, þá er það rangt að kalla Wilders og t.d. Melloni á Ítalíu öfgafólk. Þau svara kalli sífellt stærri hóps fólks í Evrópu, sem sættir sig ekki við að innflytjendur taki yfir og glæpagengi taki heilu hverfin undir sig eins og í Svíþjóð, Frakklandi já og höfuðborg Evrópu, Brussel.
Sem betur fer telja fleiri og fleiri kjósendur um alla Evrópu sig eiga meiri samleið með þeim sem vilja hugsa um eigin borgara og öryggi þeirra fyrir erlendum glæpahópum. Þessvegna stækka flokkar eins og AfD í Þýskalandi. Flokkur Giorgia Meloni á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og nú Wilders í Hollandi.
Hefðbundnir hægri flokkar eiga ekki lengur erindi við kjósendur þ.m.t.Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi og Íhaldsflokkurinn breski nema þeir séu tilbúnir að svara kalli kjósenda sinna um að gæta að þjóðlegum gildum og stöðva innflytjendastraumin og tryggja öryggi borgaranna fyrir erlendum glæpagengjum, en gengjastríð er þegar hafið á götum Reykjavíkur og þessvegna Litla Hrauni.
23.11.2023 | 20:34
Hvika þá allir
Falleg stytta, sem verið hefur borgarprýði í tæp 70 ár, af öldruðum manni,sem heldur í hönd ungs drengs þykir ekki lengur hæf til að vera fyrir almenningssjónum og best sé að hola styttunni ofan í kjallara. Þetta upplýsti Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjór og sagði að samstaða hefði verið í borgarráði um baráttuna gegn styttunni.
Styttan er af afkastamesta og ástsælasta æskulýðsleiðtoga Íslands, sr. Friðrik Friðrikssyni, sem gekkst fyrir stofnun KFUM og íþróttafélaganna Vals og Hauka svo nokkuð sé nefnt. Auk þess samdi hann mikið af þekktustu trúarljóðum ungs fólks.
Það er dapurlegt, að stjórnendur Reykjavíkur skuli ákveða að kasta styttunni vegna ósannaðra ávirðinga og harla ólíklegra í þokkabót,sem hafðar eru eftir ónafngreindum einstaklingi. Þessi aðför að einum merkasta og mætasta manni íslensks þjóðfélags er óboðleg og hvað gekk fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til, að standa að þessari aðför að æru og virðingu sr. Friðriks Friðrikssonar, vegna órökstuddra ósannaðra ávirðinga?
Eftir stendur þessi samþykkt þeim öllum til skammar sem að henni stóðu, en góð minning um sr. Friðrik Friðriksson mun lifa.
Samstaða um styttuna af séra Friðriki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2023 | 10:25
Ábyrgð og ábyrgðarleysi
Fyrir 12 dögum ákváðu lögregluyfirvöld að rýma Grindavík. Sú aðgerð var nauðsynleg miðað við upplýsingar og viðvaranir um hugsanlegt eldgos í eða við bæinn.
Yfirstjórn Almannavarna tók við stjórninni og beitti furðulegum og ónauðsynlegum aðgerðum sem gerðu Grindvíkingum erfitt fyrir að ná í nauðsynlegan húsbúnað og bjarga verðmætum. Hver ber ábyrgð á því?
Í fróðlegri grein á Moggablogginu bendir Haraldur Sigurðsson einn fremsti jarðvísindamaður okkar á mikilvæga hluti og segir m.a. að fyrir hafi legið frá 1954 að Grindavík væri byggð á sprungusvæði í sigdal. Einnig að í aðalskipulagi Grindavíkur 2020 komi fram að sprungur séu undir bænum.
Ætla hefði mátt þegar jarðhræringar byrjuðu á Reykjanesi að Ríkisstjórn Íslands gæfu sérstakan gaum að öryggi íbúa í Grindavík og nágrennis og öryggi innviða.
Þegar til átti að taka var ekkert tilbúið af hálfu stjórnvalda og ekki verður annað séð en að Katrín Jakobsdóttir hafi vanrækt allan þennan tíma eða í 3 ár að halda ráðherrafundi um þetta mikilvæga stjórnarmálefni.
Má minna á, að árið 2011 var þessi sama Katrín í hópi ákærenda á hendur Geir H. Haarde fyrir það sakarefni að hafa ekki haldið ráðherrafundi um vanda banka-og fjármálakerfis landsins. Tíminn sem þar var um að ræða voru 3 mánuðir en nú hefur meint vanræksla Katrínar varað í 3 ár.
Skyldi Katrín vera tilbúinn að axla ábyrgð og ákæra sjálfa sig með sama hætti og hún gerði þegar Geir H. Haarde átti í hlut eða segja af sér vegna þessa?
Katrínu hefði átt að hafa verið ljóst að alvarlegur háski vofði yfir Grindavík og nágrenni.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 105
- Sl. sólarhring: 1283
- Sl. viku: 5247
- Frá upphafi: 2469631
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 4805
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson