Bloggfærslur mánaðarins, desember 2023
31.12.2023 | 10:12
Höfum við gengið til góðs
Sagan af blindu mönnunum þremur sem þreifuðu á fíl, einn á rófunni annar á síðunni og sá þriðji á rananum lýstu honum eðlilega með mismunandi hætti. Þannig er það líka með árið sem er að líða. Við höfum margar mismunandi upplifanir hvert og eitt. Við geymum því í safni minninganna það sem okkur þykir markverðast og metum árið út frá því sem bar á daga okkar.
Í opinberri umræðu flíkum við þó lítt hvað við upplifuðum sem einstaklingar það geymum við sjálf með okkur.
Við gerðum mörg mistök á árinu, en annað gerðum við vel. Mistökin eru til að læra af þeim en ekki til að láta þau beygja okkur og eyðileggja fyrir okkur framtíðina.
Kristin trú er svo mikilvæg fyrir okkur breyska einstaklinga, sem við erum öll. Trúin kennir okkur að fyrirgefa bæði okkur sjálfum og öðrum. Fullvissa fyrirgefningarinnar er forsenda þess að við bugumst ekki þó okkur verði eitthvað á í lífinu. Öllum verður á og dómharkan er andstæð fyrirgefningunni og hefur iðulega slæmar afleiðingar.
Árið sem er að líða hefur þegar á heildina er litið verið gott ár. Helstu atvinnuvegir hafa gengið vel og verðmætasköpun er mikil. Við búum samt við þá ógn sem getur hlotist af jarðeldum og því er svo mikilvægt að við stöndum saman og séum jafnan búin undir það sem getur skeð, en vonandi gerist ekki.
Við áramótin skulum við strengja þess heit, að gera okkar til að árið 2024 verði betra en árið sem er senn liðið. Meira getum við ekki gert. Við verðum síðan að takast á við það sem okkur er fyrirbúið vonandi af sem mestu æðruleysi og heiðarleika, vegna þess að með því sigrum við þá erfiðleika sem fyrir okkur eru lagðir í lífinu.
Megi árið 2024 verða ykkur gæfuríkt. Ég þakka ykkur sem lesið pistlana mína samfylgdina á liðnu ári og sendi ykkur bestu nýársóskir um farsælt og gott komandi ár.
28.12.2023 | 10:33
Hvenær er nóg komið
Fyrir nokkru stóð ríkisstjórnin fyrir því, að flytja hingað stóran hóp fólks frá Afganistan og færði sýndarrök fyrir þeirri ákvörðun.
Ríkisstjórnin kynnti síðan vilja til að standa að myndarlegri svokallaðri fjölskyldusameiningu fólks frá Palestínu yfir hundrað manns. Einn hælisleitandinn tjáði sig af því tilefni og vildi fá rúma 30 fjölskyldumeðlimi sína einnig hingað, að því er virðist til viðbótar við þá 100.
Frændur okkar á Norðurlöndum þekkja vel til þessa fyrirbrigðis, þegar einn hlaupastrákur er kominn inn í landið og búinn að fá réttindi og krefst síðan að tugir svokallaðrar fjölskyldu fái líka að koma.
Ekkert lát er á vitleysunni hjá íslenskum stjórnvöldum í þessu efni og þrír ráðherrar tveir úr Sjálfstæðisflokknum kynntu fjölskyldusameiningarfyrirætlunina miklu í fjölmiðlum. Enn eitt asnasparkið til að þyngja straum hælisleitenda til Íslands.
Hvað svo sem íslensk stjórnvöld gera í friðþægingarskyni við hvað svo sem það nú er, til að þóknast góða fólkinu, þá er aldrei nóg að gert.
Nú hafa nokkrir palestínskir karlmenn sem tjaldað fyrir framan Alþingi til að krefjast þess, að íslenska ríkið kosti flutning "fjölskyldna" þeirra til Íslands, en ekki þeir. Að sjálfsögðu ekki þeir, það væri nú til of mikilis mælst.
Vonandi fara blessaðir mennirnir sér ekki á voða norpandi í tjöldum fyrir framan Alþingishúsið á þeim tíma, sem enginn er í húsinu þar sem Alþingi er í fríi. Þess utan heyrir málið ekki undir Alþingi.
Því miður virðist það markviss stefna íslenskra stjórnvalda að hafa enga stjórn á landamærunum og tryggja það að Ísland verði sem allra fyrst hótel fyrir allan heiminn þar sem íslenskir skattgreiðendur borga hóteldvölina. Hvenær skyldi okkur síðan bresta getan. Það á greinilega að halda áfram þangað til.
27.12.2023 | 09:57
Jólin, kaupmaðurinn og lífskjörin
Oft er sagt að jólin séu hátíð kaupmanna vegna ofurneyslu og gjafaflóðs, sem fylgir jólum í okkar heimshluta. Það skiptir þá miklu að hafa góða kaupmenn, sem hafa aðhald frá öflugum samtökum neytenda.
Bent hefur verið á, að lífskjör fari að nokkru eftir því hve góða kaupmenn við eigum. Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaupa sýndi svo sannarlega fram á það á síðustu öld, þegar lágvöruverðs verslanir Hagkaupa lækkuðu vöruverð í landinu.
Á fyrr og síðmiðöldum voru kryddvörur eftirsóttustu vörur í Evrópu. Kryddið þurfti að flytja frá Austurlöndum. Ítalskir kaupmenn fundu hagkvæmar verslunarleiðir, sem voru eyðilagðar af Mongólum og Tyrkjum um 1200.
Þá voru góð ráð dýr og góðir kaupmenn brugðust við. En verslunarleiðin var dýr, hættuleg og erfið. Sagt var að krydd sem komst fyrir á hnífsoddi í Evrópu kostaði jafn mikið og 50 kg. af sama kryddi í upprunalandinu. Það gekk að sjálfsögðu ekki og fundnar voru nýar leiðir til að ná fram verðlækkun.
Í vaxandi mæli heyrast raddir, sem hallmæla frjálsum markaði og finna honum allt til foráttu. Það er fólk, sem er haldið þeim ranghugmyndum, að með miðstýringu og ríkisvæðingu sé hægt að lækka vöruverð. Raunin er önnur. Hvarvetna sem þetta hefur verið reynt, hefur það leitt til vöruskorts og langra biðraða eins og gátan frá Sovétríkjunum sálugu lýsir vel, en hún er svona:
"Hvað er þriggja kílómetra langt og borðar kartöflur?" Svarið var: Biðröðin í Moskvu eftir að komast í kjötbúðina. Þannig var það þá. En nú er öldin önnur jafnvel þó að Rússar eigi í stríði.
Allir eru sammála um að ríkisvaldið setji ákveðnar leikreglur á markaði eins og öryggisreglur og samkeppnisreglur, sem miða að því að lögmál frjáls markaðar fái að njóta sín. En það er einmitt þessi frjálsi markaður, sem hefur tryggt neytendum á Vesturlöndum hagkvæmt vöruverð og nægt vöruframboð.
Ríkishyggjufólk skilur ekki hvernig á því stendur, að í öllu kaupæðinu fyrir jól, þá skuli alltaf vera fyllt á og þörfum neytenda svarað, þó engar aðrar reglur séu í gangi,en hin ósýnilega hönd markaðarins.
Sú reynsla sem við höfum af frelsi í verslun ætti að leiða huga stjórnmálafólks að því hvort það sé ekki hagkvæmara að útvísa fleiri verkefnum frá hinu opinbera til einstaklinga.
Ég var um langa hríð forustumaður í neytendastarfi og formaður Neytendasamtakanna um nokkurt skeið. Reynsla mín var sú, að erfiðustu fyrirtækin sem við þurftum að eiga við vegna hagsmuna neytenda á þeim tíma voru ríkisfyrirtækin, Póstur og sími, Grænmetisverslunin o.s.frv. Sú reynsla sýndi mér að þó það sé misjafn sauður í mörgu fé hvað varðar kaupmenn eins og aðrar stéttir, þá var það þó hátíð að eiga við svörtu sauðina þar miðað við einokunarstofnanir ríkisins.
Við skulum varast að láta falsspámenn eyðileggja frelsið, en sækja fram til meira frelsis á öllum sviðum þjóðlífins neytendum til hagsbóta.
26.12.2023 | 10:49
Hjátrú. Breytingar og ómumbreytanleikinn
Daninn Niels Bohr var heimsfrægur vísindamaður og vann á sínum tíma Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Hann var eins og vísindamenn þess tíma mjög ákveðinn raunsæishyggjumaður. En jafnvel þeir eru ekki alltaf samkvæmir sjálfum sér.
Sú saga er sögð af Niels Bohr að hann hafi haft skeifu hangandi yfir útidyrunum í sumarbústaðnum sínum. Gestur sem kom til hans lýsti undrun sinni á að þetta tákn hjátrúar skyldi vera þar og spurði Bohr: Hvernig getur þú sem náttúruvísindamaður trúað því að svona hlutur færi þér hamingu?
Nú sagði Bohr "ég trúi nú ekki á það en mér er sagt að skeifan færi manni hamingju jafnvel þó maður trúi ekki á hana. Gamlir hlutir og gamlir siðir breytast seint.
Flestir reka sig á það, að það sem þeir töldu auðvelt að breyta meðan þeir voru ungir var það alls ekki. Þannig er það og þannig hefur það verið oft sem betur fer, en líka oft því miður, þá tókst ekki að gera góða hluti vegna tregðu og ótta við breytingar.
Á gröf biskups í Bretlandi er eftirfarandi texti sem tjáir þessa hugsun mjög vel. Þessi grafskrift er svohljóðandi:
Þegar ég var ungur og frjáls og ímyndun mín átti sér engin takmörk, dreymdi mig um að breyta heiminum. Þegar ég varð eldri og vitrari uppgötvaði ég að heiminum yrði ekki breytt svo ég breytti ætlun minni dálítið og ákvað að breyta aðeins landinu mínu. En það virtist líka vera óumbreytanlegt. Þegar ég varð gamall þá reyndi ég í örvæntingu að gera síðustu tilraun og ákvað nú að breyta aðeins fjölskyldu minni, en það tókst ekki heldur. Núna þegar ég ligg banaleguna hef ég uppgötvað að hefði ég aðeins breytt sjálfum mér fyrst, mundi ég sem fyrirmynd hafa breytt fjölskyldu minni. Með því að vekja áhuga hennar og fá stuðning hennar hefði ég síðan getað breytt landinu mínu til hins betra og hver veit. Ég gæti jafnvel hafa breytt heiminum."
25.12.2023 | 11:56
Að þekkja sjálfan sig og fá hvatningu.
Margir einstaklingar sem sett hafa svip sinn á mannkynsöguna og unnið stórvirki, gátu það af því að þeir fengu hvatningu og ástvina sinna eða vina. Stundum blæs ekki byrlega og allt virðist andstætt. Þá skiptir máli að fá hvatningu vina og fjölskyldu.
Margir eiga sér drauma og langar til að gera hluti sem þeir komast ekki til að gera vegna þess að aðrir hlutir hafa forgang. Ef til vill þekkja ekki margir nafnið Nathaniel Hawthorne, en hann missti vinnuna og algjörlega miður sín fór hann heim til að segja konunni sinni frá því að hann væri atvinnulaus. Þegar Nathaniel kom heim sagði hann við konuna sína Ég get ekki neitt ég er aumingi sem var rekinn úr vinnunni. En konan hans tók því með fögnuði í stað þess að verða reið eða taka undir að hann væri algjör mistök. Þess í stað faðmaði hún hann að sér og sagði Gott núna getur þú skrifað bókina sem þig hefur alltaf langað til að skrifa.
Já svaraði maðurinn; En á hverju eigum við að lifa á meðan ég er að skrifa bókina? Nathaniel til undrunar dró konan hans út skúffu og tók þaðan fúlgu af peningum. Hvaðan í ósköpunum fékkst þú þessa peninga, sagði Nathaniel.
Konan sagði. Ég hef alltaf vitað að þú værir snillingur og ég vissi að einhvern tíma mundir þú skrifa meiri háttar bók. Þess vegna lagði ég til hliðar peninga í hverri viku með því að spara í innkaupum til heimilisins og nú eru hér nægir peningar fyrir okkur til að lifa af í heilt ár.
Kona Nathaniel treysti honum og hafði mikla trú á hæfileikum hans og getu til að skrifa. Vegna þessa trausts og fyrirhyggju eiginkonunnar, gat hann látið drauminn rætast og skrifað bókina sem hann hafði dreymt um að skrifa. Bók sem er talin meðal bestu bóka sem skrifaðar hafa verið í Bandaríkjunum, The Scarlet letter.
Hvað hefði gerst hefði konan ekki haft trú á manninum sínum og lagt sitt til að hann gæti látið draum sinn rætast?
Þessi saga sýnir hvað jákvæð hvatning skiptir miklu máli að. Að hafa trú á þeim sem standa okkur næstir og muna að allir eru sérstakir hver og einn á sinn hátt.
Enginn er einn. Hver og einn hefur sínar gáfur og hæfileika. Það skiptir máli að við eigum þess kost hvert og eitt að fá að rækta jákvæða hæfileika og eðliskosti.
Það er svo margt sem glepur og dregur úr okkur þannig að við nýtum ekki þá hæfileika sem við höfum. Við ættum á frítíma eins og þeim sem nú fer í hönd að huga að því. Eins og segir í 67. sögn Tómasar guðspjalls Jesús sagði: Sá sem þekkir allt, en skortir sjálfan sig. Skortir allt. Það skiptir máli að hafa trú á sjálfum sér og fá jákvæða hvatningu. Þá geta menn gert stórvirki sem þeim hefði annars ekki verið unnt að gera.
24.12.2023 | 13:18
Friður og fyrirgefning
Boðskapur helgisagnar Lúkasarguðspjalls um fæðingu Jesú er friðarboðskapur. Í þeirri frægu bók Útópía þar sem höfundur lýsir fyrirmyndarlandinu er helsta keppikeflið að ná fram friði og einu sigurgöngurnar sem haldnar eru í Útópíu eru sigurgöngur vegna þess að náðst hefur að semja um frið og hætta að stríða.
Ísland verður að gæta þess á nýju ári að vera í forustu þjóða, sem berjast fyrir friði og leysa vandamál með samningum en ekki ófriði.
Svo virðist, sem að hinn kristni heimur líði mikið fyrir að hafa gleymt fyrirgefningunni sem Jesús boðaði. Fólk ætti að muna hvað Jesús gerði þegar bersynduga konan var leidd fram og Jesús spurður hvort ekki væri rétt að grýta hana til bana. Jesús svaraði "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini í hana".
Þá gengu allir burtu öldungarnir fyrst. Jesús spurði konuna áfelldist engin þig. Nei sagði hún. Ég áfellist þig ekki heldur sagði Jesús.
Þarna var um dauðasynd að ræða skv. lögmálinu, en Jesús fyrirgaf hann áfelldist ekki. Hann gefur öllum tækifæri til að snúa frá villu síns vegar og koma til hans fyrir trú og góð verk. Við skulum muna þetta áður en við grípum til fordæmingar.
Tileinkum okkur þennan meginboðskap
Því miður virðist þessi meginboðskapur kristinnar trúar um fyrirgefninguna hafa gleymst jafnvel í meðförðum kirkjunnar sjálfrar á undanförnum árum.
Kristið fólk má ekki gleyma því inntaki kristinnar trúar sem er friður og fyrirgefning. Sigurganga jólaboðskaparins felst í þeirri boðun.
Gleðileg jól.
23.12.2023 | 16:10
Var virkilega nauðsyn á þessu
Svo virðist sem verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins séu um það bil að ná hófstilltum langtímasamningum. Það er að sjálfsögðu gleðiefni og er mikilvægt innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni.
Því miður hefur ríkisstjórnin ekki gætt sín nægjanlega vel og hækkar gjöld um þessi áramót og rekur síðan ríkisstjórn með halla sem er ekkert annað en ávísun á verðmæti sem ekki eru til sem leiðir til verðbólgu.
Þegar Kjararáð úrskurðaði árið 2017, að æðstu embættismenn ríkisins og stjórnmálamenn skyldu hækka verulega í launum og umfram aðra launþega, þá var það ávísun á óróa á vinnumarkaðnum. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur náðu þá að sýna meiri ábyrgð en ríkisstjórn þess tíma og hvað þá Kjararáð, sem kvað upp úrskurð án nokkurs haldbærs rökstuðnings. Þetta rugl hefur síðan þvælst fyrir og á því bera þeir stjórnmálamenn ábyrgð, sem að létu galinn úrskurð Kjararáðs verða að veruleika.
Eins og nú árar er vægast sagt óheppilegt að þeir launþegar sem hvað hæstar hafa tekjurna skuli ekki sætta sig við örlitla leiðréttingu á því sem hefði aldrei átt að koma til framkvæmda. En svo virðist sem hálaunaaðallinn ætli sér hvað mest um þessar mundir á meðan verkalýðshreyfingin ásamt atvinnurekendum virðist ætla að sýna fulla gát og huga að þjóðarhag. En það getur aldrei orðið þannig til langframa, að láglaunafólkið sýni meiri ábyrgð en ríkisstjórn og þeir sem hæst hafa launin.
En ábyrgðina bera umfram aðra þeir sem létu úrskurð Kjararáðs koma til framkvæmda á sínum tíma,hvað þá það lánlausa Kjararáð, sem úrskurðaði gjörsamlega út í bláinn árið 2017.
Það verður að bregðast við og endurskoða allt launakerfi ríkisins frá grunni. Ríkið á ekki að vera leiðandi í launahækkunum og það umfram getu og þjóðarhag.
Vonbrigði að dómarar áskilji sér rétt á ofgreiðslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2023 | 18:46
Gleðileg jól í Grindavík en gætum að okkur
Miklar gleðifregnir, að yfirvöld almannavarna skuli hafa heimilað Grindvíkingum að halda jólin heima hjá sér. Það hlítur að vera mikill léttir fyrir marga Grindvíkinga. Fyrir nokkrum dögum virtist það fjarri lagi.
Grindvíkingar sem aðrir gera sér grein fyrir því, að náttúruvá þarf ekki að vera langt frá Grindavík og þeir sem ákveða að halda jól og áramót í Grindavík eru meðvitaðir um það.
En þannig er það víða í heiminum, að fólk kýs að vera í heimabyggð jafnvel þó að hættur geti steðjað að. Það er enginn sem getur búið sig svo að umhverfi hans sé algerlega hættulaust.
Við höldum jól og reynum að hafa þau sem gleðilegust og öruggust fyrir okkur öll og vonandi verða jólin góð og kærkomin fyrir þá Grindvíkinga sem eiga þess kost að halda þau heima hjá sér. Til hamingju með það Grindvíkingar.
Það eru fleiri váboðar en þeir náttúrulegu, sem gæta verður að. Meira áfengi selst í desember en í nokkrum öðrum mánuði ársins. Á mörgum heimilum missa jólin glit, sitt hamingju og helgi vegna þess að einhver úr fjölskyldunni slasast vegna ölvunnar, verður sér til skammar eða kemur í veg fyrir að aðrir geti notið jólanna. Gætum að okkur, hugsum um hvort annað og látum ekki Bakkus eyðileggja það sem annars hefði getað verið svo gott og gleðilegt.
Grindvíkingar fá að halda jólin heima hjá sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2023 | 23:57
Veist ef þú vin átt
Frændhygli og vinargreiðar er óæskilegur hluti pólitískrar starfsemi, en illt að uppræta svo sem dæmin sanna, en sumir kunna líka að færa sér vináttuna í nyt eins og karlin á Akranesi,sem seldi Pétri Magnússyni fjármálaráðherra í Nýsköpunarstjórn kartöflur. Pétur komst að því,að karl seldi honum pokann 5 krónum dýrari en öðrum og ræddi við karlinn, sem sagði rétt vera og sagði: "Til hvers er að eiga vini ef maður græðir ekki eitthvað á þeim."
Steingrímur Hermannson þá flugmálaráðherra skipaði vin sinn og flokksbróður Pétur Einarsson sem flugmálastjóra og var það gagnrýnt heiftarlega að hann skyldi skipa lögfræðing sem ekkert vissi um flugmál sem flugmálastjóra. Steingrímur svaraði því að bragði og sagði að það væri rétt, að Pétur væri lögfræðingur en tók sérstaklega fram, að hann hefði fjölþætta menntun þar sem hann kynni líka Argon suðu, hvað svo sem sú suða kom flugi við.
Nú hefur Bjarni Benediktsson skipað Svanhildi Hólm fyrrum aðstoðarmann sinn sendiherra í Washington og varði þá skipan af röggsemi og sagði hana hafa svo fjölþætta þekkingu og reynslu, að eðlilegt væri að hún yrði skipuð.
Bæði Steingrímur og Bjarni hefðu getað sleppt þessu, af því að allir vita og sjá hvað þarna er og var á ferðinni. Vinargreiðar sem standast enga skoðun. En rökin eru síðan hönnuð til að reyna að segja fólki að það sem er augljóst sé einmitt ekki það sem sé augljóst.
Calicula keisari í Róm gerði hestinn sinn að þingmanni og datt ekki í hug að reyna að sannfæra borgarlýðinn í Róm um að það væri gert á faglegum grunni. En nú 2000 árum síðar telja stjórnmálamenn sig hafa farið með rétt mál ef þeir telja það vera til varnar sínum sóma að veifa frekar röngu tré eins og Bjarni og Steingrímu frekar en öngvu eins og Calicula gerði.
20.12.2023 | 21:38
Hver gætti hagsmuna sr. Friðriks?
Stjórn KFUM og K hafa auglýst í dagblöðum, að þau telji hafið yfir skynsamlegan vafa, að ásakanir um kynferðislegt ofbeldi af hálfu sr. Friðriks Friðrikssonar séu réttar. Í framhaldi af því ákvað stjórn Vals að taka niður styttu af sr. Friðrik og væntanlega verður kapellan sem kennd er við hann endurskírð.
Athyglisvert var að fylgjast með Kastljósi í kvöld og fá upplýsingar um á hvaða grundvelli niðurstaða stjórnar KFUM og K er grunduð. Tveir einstaklingar voru fengnir, til að fara yfir einhverjar ekki er vitað hvað margar meintar ávirðingar í garð sr. Friðriks, sem auglýst hafði verið eftir, það var nú öll rannsóknin.
Í pistli sem ég skrifaði 28.október s.l. benti ég á, að sósíalistar og margt annað vinstra fólk, hefði þegar fellt sinn dóm yfir sr. Friðrik og dæmt hann sekan. Vinstri sósíalistinn Bjarni Karlsson fyrrum prestur var því vanhæfur til setu í þessum tveggja manna dómi. Bjarni Karlsson stóð og öskraði í héraðsdómi Reykjavíkur til að mótmæla því að réttað væri yfir fólki sem réðist á Alþingi á sínum tíma. Slíkur maður dæmir sig úr leik til að geta talist hlutlægur dómari í svona máli.
Hinn fulltrúinn í dómnefndinni,Sigrún Júlíusdóttir, taldi að bækur og annað sem sr. Friðrik hafði skrifað hefði gefið mikilvægar upplýsingar og þá þar af leiðandi haft áhrif á niðurstöðuna. Þetta er vægast sagt ófaglegt. Þá var hafnað að gefa upp fjölda þeirra sem hefðu haft samband eða með hvaða hætti þeir voru spurðir og gengið úr skugga um aðkomu viðkomandi. Þó var upplýst að þetta hefðu almennt ekki verið meintir þolendur heldur einhverjir aðrir m.a. afkomendur fyrir þeirra hönd. Einnig var vísað til ummæla Drífu Snædal um að þetta hafi verið altalað um miðja síðustu. Ummæli sem eru algjörlega úr lausu lofti gripin og röng. Allt er þetta einkar ófaglegt og andstætt eðlilegri nálgun að máli sem þessu.
Við búum í réttarríki og erum með mannréttindalög. Þar segir í 6.gr. 3.mgr.tl.c að það sé réttur þess sem sakaður er, að fá að halda uppi vörnum, sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Í tl. d í sömu mgr. 6.gr. segir að sakaður maður fái að spyrja vitni eða láta spyrja vitni. Í 7.gr. er talað um þann rétt sakaðs manns, að það megi ekki dæma hann til refsingar án laga og í 2.mgr. að maður skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð.
Sr. Friðrik var ekki skipaður verjandi eða talsmaður, sem ætti þess kost að spyrja meinta þolendur og aðra sem að málinu komu. Í þessum hráskinnaleik var enginn sem gætti hagsmuna og mannorðs sr. Friðriks. Af ummælum í Kastljósi er ljóst, að ekki var fylgt reglum réttarríkisins við rannsókn eða niðurstöðu í málinu. Því miður þeim merka félagsskap KFUM og K til skammar og það finnst mér sárara en tárum taki.
Við megum aldrei bregðast grunnreglum réttarríkisins og taka fólk og fella dóma á grundvelli vinstri hugmyndafræði wokeismans hvort heldur það er lífs eða liðið.
Edward Heath var ásakaður um kynferðisglæpi gagnvart börnum og fleirum. Það var réttað í málinu. Heath fékk verjanda og á endanum kom í ljós að það stóð ekki steinn yfir steini ásökunum þeirra sem töldu sig eiga sökótt við Heath þar var að hluta um pólitískan hráskinnaleik að ræða eins og etv. líka í máli sr. Friðriks.
Þegar Brett Kavanaugh Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum hafði verið tilefndur af þáverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump fóru Demókratar offari og fram kom kona sem bar að Kavanaugh hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi og í framhaldi af því 3 aðrar. Bjarnar Karlssynir Bandaríkjanna héldu því þá fram, að fyrst svona margar konur kæmu fram þá hlyti þetta að vera rétt. En hvað kom í ljós. Ekki stóð steinn yfir steini hjá þessum ákærendum og Kavanaugh hafði aldrei hitt þær hvað þá heldur.
Við skulum dæma réttláta dóma grundaða á því að aðferðarfræði réttarríkisins sé beitt, þannig að sakaðar maður hvort heldur hann er lífs eða liðinn fái notið þeirra mannréttinda sem mannréttindasamþykkt Sameinuðu þjóðanna og íslensk lög um mannréttindi kveða á um. Þegar sérstaklega er auglýst eftir fórnarlömbum í svona máli verður auk heldur að hafa sérstaka gát en hrapa ekki að niðurstöðu svo sem gert var.
Þar sem ekki var farið að lögum við þessa rannsókn um meint atferli sakaðs manns og mannréttindi hans og/eða minningar hans ekki gætt, verður að gera þá kröfu, að fram fari fullnægjandi skoðun og málsmeðferð í málinu og sr. Friðrik verði skipaður hæfur málsvari eða verjandi svo lágmarks mannréttinda hans verði gætt. Ég er tilbúinn til að taka þau störf að mér með glöðu geði KFUM og K og öðrum að kostnaðarlausu.
Með sama hætti ætti stjórn Vals að draga til baka ákvörðun um að taka niður styttuna af sr. Friðrik Friðrikssyni og halda uppteknum hætti hvað varðar að heiðra minningu hans.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1249
- Sl. sólarhring: 1335
- Sl. viku: 6391
- Frá upphafi: 2470775
Annað
- Innlit í dag: 1166
- Innlit sl. viku: 5874
- Gestir í dag: 1118
- IP-tölur í dag: 1083
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson