Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023

Ekki öll vitleysan eins

Lífsskoðunarfélagið Samtökin 78, hafa hert sókn sína gegn móðurmálinu og segjast nú vera að leita að kynhlutlausu orði yfir foreldra þ.e. pabba og mömmu. Raunar væru pabbi og mamma ekki til ef þau væru kynhlutlaus. Samtökin vilja e.t.v. ekki hafa með slíkt fólk að gera.

Það sama gildir um afa og ömmur. Hefðu þau verið kynhlutlaus þá væru þau ekki afar eða ömmur.

Það gildir nefnilega enn það sem menntaskólakennarinn í MR sagði fyrir margt löngu, aðspurður hvort hómósexúalismi væri arfgengur. "Ekki ef hann er praktíseraður eingöngu." 

Þessar tilraunir samtakanna 78 væru broslegar og til aðhláturs, ef þau væru ekki með sérstaka samnninga við mörg sveitarfélög um að útbreiða hugmyndafræði, sem á heima víðast annarsstaðar en í skólum landsins. En þar er jafnvel ókynþroska börnum kennd þau bullfræði m.a. að kynin telji marga tugi, þó það sé líffræðilega rangt. Auk heldur nýyrðamálstefna samtakanna. 

Merkilegt og til marks um vaxandi ruglanda í þjóðfélaginu, að kristinfræðslu skyldi vera úthýst og kynfræðsla á grundvelli transfræðanna tekinn inn í skólana í staðinn. Með sömu rökum og kristinfræðslu í skólum var útvísað ætti að útvísa fræðslu lífsskoðunarfélagsins Samtakanna 78 úr skólum landsins.

Forsætisráðherra Ítala vísaði ítrekað til þess í síðustu kosningabaráttu, að hún væri kona og móðir eitthvað sem ætti ekki að þurfa að taka fram varðandi "svona" fólk, en samt er  svo komið í Vesturlöndum, þar sem furðuveröldin er stöðugt að ná aukinni fótfestu á kostnað líffræðilegra staðreynda, sem helst má ekki nefna að viðlagðri ábyrgð að lögum.  

En það er nú einu sinni svo, að mannréttindi eru ekki bara fyrir minnihlutahópa.


mbl.is Leita að kynhlutlausu „amma og afi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaspur og glóruleysi

Það er iðulega galli við umræðu hér á landi hve hún fer oft út um víðan völl og er í litlu samræmi við það sem máli skiptir.

Helsta vonarstjarna íslenskra stjórnmála skv. skoðanakönnunum, Kristrún Frostadóttir sem og flokkssystir hennar Helga Vala Helgadóttir fjölluðu í gær um Íslandsbankahneykslið og komust lítt upp úr þeim hjólförum að þarna hefði verið afhjúpuð brot fjármálaráðherra og sýnt fram á réttmæti sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis um sölu hluta í Íslandsbanka.

Þó ég sé og hafi verið þeirrar skoðunar að best hefði verið að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að fara yfir allt söluferli hluta í Íslandsbanka, þá hefði slík nefnd ekki farið í þá fagvinnu, sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FMESÍ) gerði enda verkefni rannsóknarnefndar annað.

Fyrir liggur eftir úttekt FMESÍ sbr sáttina sem Íslandsbanki undirgekkst, að brotin voru framin af ákveðnu starfsfólki Íslandsbanka, sem fjármálaráðherra hefur ekkert með að gera.

Fjármálaráðherra verður hins vegar að bregðast við strax og hlutast til um það sem handhafi 42% hlut í bankanum, að þeir sem ábyrgð bera verði leystir frá störfum þegar í stað. Sama krafa ætti að koma frá þeim lífeyrissjóðum sem eiga stóra hluta í bankanum. Fjármálaráðherra getur ekki dregið þessa ákvörðun. 

Það er slæmt ef ekki tekst að fá umræðuna á það stig, að ná fram réttmætum nauðsynlegum breytingum í fjármála- og bankakerfinu í stað gaspurs og glóruleysis þar sem stjórnmálamenn reyna að koma höggi á andstæðing sinn. Verkefnið er að uppræta svikastarsemi og ólögmæta sérhygli lygi og sviksemi í fjármálakerfinu og skapa traust.

Svo er annað mál hvort trúverðugleiki ákveðinna einstaklinga er orðinn slíkur að hentast væri að aðrir tækju við.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sem fyrrum vann hjá Kviku banka, sem hefur falast eftir að sameinast Íslandsbanka, ætti að geta lagt margt gott og uppbyggilegt til þeirrar umræðu vegna þekkingar sinnar og reynslu. Nú reynir á og ætti að sjá úr hvaða efnivið hún er gerð, hvort þar fer stjórnmálamaður sem er á vetur setjandi eða pólitískur gasprari.


Ekki hægt að þola svindlið og svínaríið lengur.

Lestur sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er dapurleg lesning. Stjórn Íslandsbanka hefur viðurkennt það sem kemur fram í skýrslu Seðlabankans, þannig að ekki er deilt um málsatvik. Það liggur því fyrir að Íslandsbanki veitti viðskiptavinum rangar upplýsingar, fylgdi ekki skilyrðum við mat á upplýsingum, var að hygla eigin starfsmönnum á kostnað viðskiptavina sinna auk margra annarra lagabrota. Eitt er m.a. að hafa gefið Bankasýslu ríkisins rangar upplýsingar.

Það er af mörgu að taka, en eitt er ljóst, að stjórn Íslandsbanka og helstu lykilstarfsmenn þ.á.m. bankastjórinn og innra eftirlit bankans hafa algerlega brugðist.

Hvað á þá að gera? Stærsti hluthafi bankans er Íslenska ríkið og aðrir helstu eigendur bankans eru lífeyrissjóðir. Geta þessir aðilar sætt sig við að þeir sem ábyrgð bera á þeim lagabrotum og rangfærslum sem viðurkennt er að hafi verið gerð sitji áfram og véli um málefni bankans eins og ekkert hafi í skorist?

Hvernig í ósköpunum á að vera hægt eða samþykkja það, að þetta fólk, sem hefur orðið bert að jafn alvarlegum brotum og misferli leiði viðræður við Kviku banka um sameiningu. Hvaða fiskar munu þá liggja undir steini þegar upp verður staðið. 

Af fréttum að dæma þá boðaði stjórn Bankasýslu ríkisins stjórn Íslandsbanka á fund, en ekki var annað að skilja, en það yrði ósköp þægilegur kaffifundur, þar sem farið yrði yfir málin. Það þarf í raun ekkert að fara yfir nein mál. Brotin liggja fyrir. Þau eru auk heldur samþykkt af stjórn og starfsmönnum Íslandsbanka. Raunar er Bankasýslan stofnun, sem að fram kemur í sáttinni, að starfsfólk Íslandsbanka gaf rangar og villandi upplýsingar.

En hvað sem kaffisamsæti stjórnar Bankasýslu ríkisins og stjórnenda Íslandsbanka varðar, þá má e.t.v. minna á, að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðu fyrir um 9 mánuðum að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður þegar gagnrýni beindist að henni. Hvernig skyldi nú standa á því að það hefur ekki verið gert? Er ekkert að marka þetta fólk eða hefur ný ákvörðun verið tekin? 

Þessir vondu hlutir sem hafa verið afhjúpaðir hvað Íslandsbanka varðar eru þess eðlis, að það gengur ekki að hluthafar og viðskiptavinir bankans eigi að bera þær sektir sem að einstakir starfsmenn bankans bera ábyrgð á. 

Stjórn bankans hefði átt að sjá sóma sinn í að boða til hluthafafundar sem allra fyrst og segja af sér. Bankastjóri Íslandsbanka ætti líka að sjá sóma sinn í að gera slíkt hið sama. 

Hvað svo sem þetta fólk varðar, þá er það íslenska ríkisins stærsta hluthafans, að leiða nú það ferli sem er óhjákvæmilegt að skipta um stjórn og þá starfsmenn í bankanum, sem ábyrgð bera á þessu hneyksli og fá starfsfólk, sem virðir lög og reglur. 

Það er ekki hægt að þola það að þeir sem eru brotlegir við þær starfsreglur sem þeir eiga að vinna eftir  haldi áfram störfum eins og ekkert hafi í skorist. 

Það stendur nú upp á fjármálaráðherra fulltrúa stærsta eiganda bankans, að láta hendur standa fram úr ermum og grípa til viðeigandi ráðstafana svo að almenningur í landinu eigi þess kost að öðlast einhverja trú á fjármálakerfi landsins og það sé verið að leika og verði leikið eftir leikreglum réttarríkisins.

Svona óskapnað má ekki líða.

 


mbl.is Samkomulagið birt – „alvarleg brot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju á að spá?

Á tímum Sovétsins voru hundruðir Sovétfræðinga að fylgjast með og meta hvernig þróunin yrði.  Þeir höfðu ævinlega rangt fyrir sér. Engin þeirra sá fyrir breytingar í stjórn Æðsta ráðsins hvað þá hrun Sovétríkjanna.

Nú þegar ein furðulegasta byltingartilraun í Rússlandi hefur runnið út í sandinn með samningum stjórnvalda og Wagner hersveitanna, er eins líklegt að Rússlandsfræðingarnir eins og Sovétfræðingarnir fyrrum eigi erfitt með að sjá fyrir hver þróunin verður í þessu víðfeðma landi. 

Stóra spurningin er hvað gekk Prígjórsín til með þessu herhlaupi?  Ætlaði hann að steypa Pútín eða var þetta eingöngu ætlað til að ná fram breytingum á herstjórn Rússa. Herstjórn Rússa er raunar skelfileg. Undirmenn sýna ekkert frumkvæði og gera ekki neitt nema fá beinar fyrirskipanir. Þess vegna gat Prígórsjín og Wagner liðar hans sótt svona hratt fram í áttina á Moskvu án þess að nokkur viðbrögð  yrðu lengi vel. 

En hvað gekk Prígórsjín til? Var þetta bara skelfilegt frumhlaup af hans hálfu eða úthugsað plott til að ná árangri. Hið fyrrnefnda virðist líklegra. En engu að síður náði hann þeim árangri að taka stjórnunarstöðvar rússneska hersins sem stjórna aðgerðum í Úkraínu. Honum tókst að sækja gegn Moskvu og sýna þar með veikleika rússnesku herstjórnarinnar. En skilaði þetta herhlaup nokkru öðru?

Svo fremi ekki sé  í gangi djúphugsað master plan til að blekkja andstæðingin þá er ekki hægt að segja annað en þetta herhlaup hafi veikt Pútín og her Rússa. Á þessari stundu er ekki hægt að segja fyrir hverjar afleiðingarnar verða.

Enn á ný er sýnt fram á þá miklu veikleika sem eru í her og herstjórn Rússa, sem gerir þá að annars flokks herveldi. Þar sem sú staðreynd liggur fyrir og á því verður ekki breyting á næstunni, þá er með ólíkindum að Vesturveldin sjái sig tilknúinn til að auka gróða vopnaframleiðenda vegna yfirvofandi hættu, sem er ekki fyrir hendi.

Meðan her Rússa er eins veikburða og hann hefur sýnt sig að vera og þjóðfélagslegar andstæður eru jafnmiklar og raun ber vitni í Rússlandi, þá eru þeir ekki raunveruleg hernaðarleg ógn við NATO ríkin.

Allir fundir Katrínar Jakobsdóttur og Þórdísar Kolbrúnar sem og stríðsherra NATO sem krefjast aukinna framlaga til hergangnaiðnaðarins er því ástæðulaus, fjandsamleg atlaga að vestrænum skattgreiðendum allt til að hyggla vopnaframleiðendum og það algjörlega að ástæðulausu. 


Engin ábyrgur?

Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða sekt upp á 1.2 milljarða króna vegna athugunar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Slík ofursekt er ekki lögð á fyrirtæki eða þá að fyrirtæki sætti sig við nema eitthvað verulegt sé að í starfseminni.

Íslands­banki gengst við því að hafa ekki starfað í sam­ræmi við eðli­lega og heil­brigða viðskipta­hætti og venj­ur í verðbréfaviðskipt­um vegna fram­kvæmd­ar á sölu hlutabréfa í bankanum skv. margnefndu útboði. Þar komu til samskipti við þáttakendur í útboðinu auk kaupa einstakra starfsmanna á hlut í bankanum.

Æskilegt hefði verið að fá betri og fyllri upplýsingar um þessi alvarlegu brot Íslandsbanka og stjórnenda hans, en það verður sennilega látið liggja í láginni og bankinn sættir sig við að greiða meir en milljarð vegna afglapa og e.t.v. einhvers þaðan af verra.

Nú er það þannig, að þegar fyrirtæki er fundið sekt um að brjóta gróflega af sér eins og Íslandsbanki í þessu tilviki, þá er það ekki lögpersónan Íslandsbanki sem brýtur af sér heldur einstaklingar sem starfa í og/eða stjórna viðkomandi banka. Þá er stóra spurningin hvort einhver verði látinn bera ábyrgð á því að bankinn skyldi brjóta svona gróflega af sér og ekki starfa í samræmi við lög og reglur. 

Af fréttum að dæma virðist engin þurfi að sæta ábyrgð og engin hafa gert neitt af sér nema lögpersónan Íslandsbanki.

Gott að vera í slíku vari ekki síst fyrir bankabófa.


mbl.is Birna Einarsdóttir: Við drögum lærdóm af þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mr. Humphrey Appleby er alltaf til staðar ef á reynir.

Ég gat ekki varist því að brosa út í báðar og hugsa til frægasta ráðuneytisstjóra veraldar Mr. Humphrey Appleby úr þáttunum "Já ráðherra" þegar Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs lagði fram tillögur ráðsins um viðbrögð við meintri loftslagsvá. 

Í samanburðarþættinum var Mr. Humphrey að ræða við ráðerrann um fullbúið sjúkrahús, með 1.500 starfsmenn, en engan sjúkling. Ráðuneytisstjórinn sagði að fjölga yrði starfsfólki um 500.  Ráðherrann spurði til hvers hvað er þetta fólk að gera. Mr. Humphrey talaði lengi um alls kyns verkefni, skjalavörslu, rannsóknarstörf,skipulagningu,stjórnsýsluverkefni,fjármálastjórn o.s.frv. Já sagði ráðherrann en það eru engir sjúklingar. Til hvers sjúklingar sagði Humphrey. Af því að sjúkrahús eru fyrir sjúklinga sagði ráðherra, en þar var Mr. Humphrey ekki á sama máli og færði fróðleg rök máli sínu til stuðnings. 

Í tillögum loftslagsráðs er lagt til að móta markvissa loftslagsstefnu, stórefla stjórnsýslu loftslagsmála m.a. í öllum krummaskuðum og hreppum landsins, skerpa aðgerðir stjórnvalda, beita stjórntækjum skilvirkar, nýta sérfræðiþekkingu, virkja getu stjórnvalda. bæta rannsóknir, bæta vöktun og undirbyggja ákvarðanir. Alvege eins og Mr. Humphrey hefði samið þetta.

Því miður bregst loftslagsmálaráðherrann okkar öðru vísi við en í þættinum Já ráðherra. Loftslagsmálaráðherra Íslands finnst tillögur hins íslenska Humphrey vera einmitt stórasannleikann í málinu og grípa þurfi til hamfaraðgerða alias Kóvíd gegn almenningi.

Vissulega má sjálfsagt finna matarholu fyrir 1500 opinbera starfsmenn til viðbótar til að sinna þeim stjórnsýslutengdu verkefnum sem íslenski Humphreyinn leggur til og ráðherrann er greinilega tilbúinn til að kokgleypa. Jafnvel þó að hamfarahlýnunin hér sé sú að hitastig undanfarna mánuði og ár hefur verið að lækka en ekki hækka. En það skiptir Guðlaug Þór ráðherra og hinn íslenska Humphrey formann Loftslagsráðs engu máli. Alþýðan skal blæða.  

 

 


Takk fyrir. Nú þarf að breyta um stefnu

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er boðaður til fundar skv. frétt í Mbl. Þinflokksfundir eru ekki algengir skömmu eftir þingslit. En tilefnið er ærið. 

Viðfangsefni þinflokksfundarins ætti að vera hvort forsenda er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í vinstri stjórninni undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.

Vinstri grænir komu lengi vel í veg fyrir nokkrar breytingar á Útlendingalögum og Sigríður Andersen sem reyndi að koma skikki á þann málaflokk, sem arftaki hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerði hinsvegar ekki var rekin til baka af VG með frv. til breyttra útlendingalaga. Í fimmtu tilraun tókst Jóni Gunnarssyni að koma útvötnuðu frv. um breytingu á útlendingalögum í gegnum þingið, en þá hafði VG verið í varðstöðunni til að koma í veg fyrir að hagsmunum þjóðarinnar og fólksins í landinu yrði sinnt vegna hagsmuna ólöglegra innflytjenda um árabil. 

Vegna þvergirðingsháttar VG og stjórnarandstöðunnar að undanskildum Miðflokki og Flokks fólksins eru útlendingamálin komin í algjört óefni eins og daglegar fréttir frá Reykjanesbæ bera vitni. Þau mál eiga bara eftir að versna og hagsmunir íslendinga eru ítrekað settir til hliðar vegna þess að koma verður hlaupastrákum frá Sómalíu og víðar að komnum fyrir og útvega þeim læknisaðtoð strax, þó að íslenskar fjölskyldur þurfi að bíða svo vikum og mánuðum skipti eftir slíkri þjónustu.

Ekki nóg með að VG hafi verið með þvergirðingshátt varðandi hagsmuni þjóðarinnar gagnvart ólöglegum innflytjendum. Nú stendur vinnumálaráðherra gegn því að lagt sé fram nauðsynlegt frumvarp varðandi vinnudeilur, sem gæti tryggt miðlunartillögum Ríkissáttasemjara öruggan framgang. Af hverju skyldi það nú vera?

Síðast en ekki síst, þá hefur atvinnumálaráðherra nú á vægast sagt hæpnum forsendum komið í veg fyrir eðlilega arðsköpun og bættan hag verkafólks með því að banna á síðustu stundu hvalveiðar og það án þess að nokkur lagalegur grundvöllur sé til staðar. 

Þessi gerð Svandísar Svavarsdóttur bætist ofan á annan óskapnað, sem frá henni hefur stafaði í gegnum tíðina og hefur m.a. kostað skattgreiðendur gríðarlega fjármuni eins og stöðvun virkjunar án lagalegra forsendna. Framganga hennar í Kóvíd faraldrinum og nú ofstopafull aðgerð, sem er að mati Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness algjör pópúlismi. Tekið skal undir þau orð Vilhjálms.

Síðast en ekki síst þá hefur ríkisstjórnin farið fram með þeim hætti varðandi umframeyðslu og skattlagningu að Sjálfstæðisfólk getur ekki unað við það. Hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn beri áfram stjórnskipulega ábyrgð á þeirri vegferð. Á 6 ára tímabili ríkisstjórnarinnar hafa ríkisútgjöld aukist gríðarlega, báknið hefur einnig vaxið gríðarlega og skv. fjárlögum 2023 munu ríkisútgjöld aukast um 193 milljarða, sem er algjört met og stór hluti þessarar umframeyðslu er tekin að láni hjá börnum okkar og barnabörnum, án þess að þau hafi nokkuð um það að segja. Því miður ber Sjálsfstæðisflokkurinn stjórnskipulega áfram á ríkisfjármálunum, eitthvað sem flokkurinn verður að taka til gagngerrar skoðunar og móta stefnu í samræmi við grundvallarhugsjónir flokksins um ráðdeild og sparsemi í ríkisrekstri, þar er líka um að ræða hvort Sjálfstæðisflokkurinn á áfram erindi við þjóðina eða ekki. 

Innan ríkisstjórnarinnar er ekki samstaða um að taka á þeim málum sem brenna helst á þjóðinni. Ríkisstjórnin gerir þá borgurum sínum þann mesta greiða að viðurkenna að hana hafi þrotið örendið og rétt sé að leita annarra leiða og reyna að finna starfhæfan meirihluta til að lækkka ríkistúgjöld, lækka skatta, loka landinu fyrir hælisleitendastraumnum og auka frelsi til atvinnu- og arðsköpunar í landinu. 


Sullað í rasistapollinum.

Þingmaður VG sendir samstarfsflokki VG, Sjálfstæðisflokknum heldur betur tóninn og segir flokkinn vera að sulla í rasistapolli vegna þess að formaðurinn benti á það augljósa, að fjölgun hælisleitenda væri komin út yfir viðráðanleg mörk. 

Allir með sæmilega glóru í höfðinu, sjá að þarna var formaðurinn að greina frá staðreyndum en slíka glóru skortir fylgismenn VG iðulega.

Mér var hugsað til forvera VG, sem stóðu fyrir Keflavíkurgöngum og mótmælum gegn sjónvarpssendingum frá Keflavík á sinni tíð. Þá töluðu skoðanabræður þessa arga þingmanns VG um svik við íslenska þjóðmenningu og þá hættu sem þetta gæti haft á íslenskuna og íjuðu að því, að við mundum tapa móðurmáli voru héldi svo fram, að ómerkileg sjónvarpsstöð, sem sjónvarpaði nokkra tíma á dag héldi starfsemi sinni áfram. 

Nú er staðan sú, að meira en 70 þúsund útlendingar eru í landinu. Okkur hefur mistekist og skort metnað til að aðlaga nema mjög lítinn hluta fólksins að íslenskum aðstæðum menningu og tungu. 

Í dag heitir það á máli VG að hræra í rasistapolli, að vilja standa vörð um íslenska þjóðmenningu, íslenska tungu og íslenskar hefðir og gera þá kröfu, að þeir útlendingar hvaða litarhátt svo sem þeir hafa og af hvaða þjóðerni svo sem þeir eru læri íslensku og aðlagi sig að íslenskum siðum og menningu.

Ef það er að hræra í rasistapolli, þá skulum við hræra sem óðast í þeim polli, því að framtíð lands og þjóðar byggist á varðstöðu um íslenskt mál og íslenska menningu. 

En fyrst og fremst skulum við horfa á staðreyndir sem blasa við og athuga hver úrlausnarefnin eru. Fari það framhjá einhverjum, að fjöldi innflytjenda til landsins er komin umfram þolmörk þjóðarinnar, þá hefur sá aðili heldur betur ákveðið að stinga höfðinu í sandinn til að sjá ekki, heyra ekki og skilja ekki. 

Slíkt fólk sbr. þingmann VG sem viðhafði ummælin um rasistapollinn á ekkert erindi í stjórnmál eða til að fara með málefni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

 


Neyðarástand í Reykjanesbæ

Í fréttum Mbl. í dag segir að neyðarástand ríki í almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Rekstraraðili strætisvagna í bænum kvartaði.Þá komst þessi frétt í þau hámæli, að greint var frá henni í Morgunblaðinu. Fréttir af vandamálum vegna ólöglegra innflytjenda eru venjulegar faldar eða gert sem minnst úr þeim svo lengi sem það er hægt. RÚV er auk heldur með stöðugan áróður fyrir góða innflytjandann en þegir um raunveruleikann.

Rekstraraðili almenningssamgangna í Reykanessbæ telur sig ekki geta sinnt þjónustunni lengur nema gagnger breyting verði á. Í álitinu kemur fram, að börn hverfi úr strætisvögnum vegna áreitis og þá séu skemmdarverk mikil. Rekstraraðilinn telur að betra ástand verði hvað þetta  varðar ef strætókortum flóttamanna verði lokað. Þá liggur fyrir hverjir valda. 

Þetta er ein birtingarmynd þeirra vandamála, sem að innflytjendastefna stjórnvalda veldur. Það er nauðsynlegt að breyta um stefnu og gæta hagsmuna fólksins í landinu,en ekki ólöglegra flökkustráka, sem eru uppistaðan í þeim hópi ólöglegra innflytjenda sem valda stöðugum vandræðum, sem fjölmiðlar gæta sem lengst að segja ekki frá. 

Það þarf að breyta um stefnu og loka landinu alla vega tímabundið til að hægt verði að ná tökum á ástandinu og aðlaga þá sem komið hafa hingað löglega með því að kenna þeim íslensku auk annars sem nauðsynlegt er til að þeir aðlagist samfélaginu.

Miðað við orð forsætisráðherra á Bessastöðum í gær virðist hún ekki skilja alvöru málsins. Gangi svo áfram verður ekki hjá því komist að slíta stjórnarsamstarfinu og kjósa á ný milli þeirra sem hafa þjóðlegan metnað og þjóðníðinganna sem vilja skipta um þjóð í landinu.  

 


Góð störf ber að þakka

Það er sjaldgæft í seinni tíð, að stórum hópi fólks þyki miður að ráðherra láti af störfum. En þannig er það með Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem hefur staðið sig einstaklega vel sem ráðherra dómsmála þann tíma sem hann hefur gengt því starfi. 

Það hefur oft gustað um Jón í þessu embætti og þannig er það oftast með þá stjórnmálamenn sem láta til sín taka. Því miður gat hann ekki gengið eins langt og hann hefði viljað til að takmarka fjölda meintra hælisleitenda, sem hingað komu, en ljóst má vera að hann gerði það sem hann gat í þessari fjölflokkastjórn, þar sem VG reyndi að sporna á móti sjálfsögðum lagabreytingum og Jón fékk iðulega allt of lítinn stuðning forustufólks í eigin flokki hvað það varðar. 

Jón ávann sér traust og stuðning þorra Sjálfstæðisfólks, sem þykir miður og raunar fráleitt að hann skuli nú hverfa úr ríkisstjórn.

Á sama tíma og Sjálfstæðisfólk almennt telur slæmt að missa Jón úr ráðherrastól, þá þarf ekki að efa, að eftirmaður hans Guðrún Hafsteinsdóttir er vel hæf til að takast á við krefjandi verkefni og er henni hér með óskað alls velfarnaðar í því vandasama starfi sem hún mun taka við í dag. 

Á sama tíma og ég þakka Jóni Gunnarssyni vel unnin störf, þá vænti ég þess, að hann muni láta að sér kveða í þjóðmálum í auknum mæli og takast á við ný og krefjandi verkefni á því sviði. Jón Gunnarsson hefur það alla vega sem veganesti úr dómsmálaráðuneytinu, að þorri Sjálfstæðisfólks treystir honum best og telur hann best dugandi til að takast á við erfiðustu verkefnin í pólitíkinni sem Sjálfstæðismaður.


mbl.is Málefni útlendinga vega þyngst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 174
  • Sl. sólarhring: 834
  • Sl. viku: 3995
  • Frá upphafi: 2427795

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 3698
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 158

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband