Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024
30.11.2024 | 09:26
Baráttuandi og góð liðsheild
Stuttri en snarpri kosningabaráttu er að ljúka og kjörfundur hafinn.
Samkvæmisleikjum fjölmiðla er lokið, en þeir ástunda þá af kappi við kosningar, en gera ekki mikið með þau málefni og hugsjónir ef einhverjar eru, sem barist er fyrir.
Kosningar í hinum vestræna heimi snúast um forystumanninn. Afstaða fólks til hans ræður gengi eða gengisleysi flokka.
Ekki má gleyma fótgönguliðunum sem leggja sig alla fram og hafa oft mikil áhrif, einkum ef um bága stöðu flokks er að ræða. Flokkar með gott skipulag standa þar best að vígi.
Sjálfstæðisflokkurinn býr yfir öflugustu kosningavélinni. Í þessum kosningum hefur verið gaman að fylgjast með þeim mikla baráttuanda,sem óbreyttir flokksmenn hafa sýnt og ekki látið bugast þó skoðanakannanir hafi verið mótdrægar. Mikill fjöldi ungs fólks hefur komið til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þessari kosningabaráttu. Ekki bara unga fólkið heldur fólk á öllum aldri og öllum stéttum.
Dugnaður unga sjálfstæðisfólksins þýðir það sem skáldið færði í ljóðrænt form:
"Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi."
Öflug kosningavél Sjálfstæðisflokksins getur tryggt flokknum frá 2-4% fylgi umfram það sem flokkurinn fengi annars og þá mestu fylgisaukningu ef gengi hans er slæmt í upphafi kosningabaráttu.
Þegar ég horfi upp á dugnað og eindrægni flokksfólksins við að vinna flokknum heilt og koma í veg fyrir að hann biði skipbrot, þá þykir mér líklegt að fylgi hans verði á milli 18-20% en ekki 12% eins og flestar skoðanakannanir höfðu spáð honum.
Það er afhroð og óásættanlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en betra en á horfðist. Úr því verður að vinna og tryggja að sjálfstæðisstefnan ráði för hjá Sjálfstæðisflokknum. Verði svo þarf ekki að óttast fylgisleysi í framtíðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2024 | 22:30
Sigurvegari kvöldsins
Margir fresta að taka ákvörðun um hvaða flokk þeir kjósa þangað til þau hafa horft á kappræður stjórnmálaleiðtoganna á RÚV kvöldið fyrir kosningar. Það skiptir því miklu máli fyrir leiðtoganna að koma sem best frá umræðunum hvað þá að skora eins og margir kalla það.
Ég bjó mér til stjörnugjöf til að reyna að meta á eins hlutlægan hátt og mér er unnt hver væri sigurvegari kvöldins.
Niðurstaðan var þessi:
Bjarni Benediktsson trónir á toppnum. Síðan koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Inga Sælandi átti ákveðna spretti. En þetta var ekki kvöldið hennar Kristrúnar Frostadóttur.
Aðrir stóðu sig lakar þó engin fái falleinkun.
29.11.2024 | 12:48
Má ekki segja satt.
Sumt Samfylkingar- og Viðreisnarfólk fer hamförum yfir því að fólk skuli leyfa sér að segja satt um óstjórn þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur.
Samfylking og Viðreisn hafa verið í meirihlutasamstarfi í Reykjavík um árabil. Afleiðing af því er m.a.sú að Rvk er nánast gjaldþrota. Spillingarmál eru á hverju strái, en auðveldast að rifja upp braggamálið svonefnda.
Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Rvk. norður stóð fyrir endurgerð bragga í Nauthólsvík í Reykjavík í borgarstjóratíð sinni þar sem hundruðum milljóna var mokað út í bruðl og rugl vegna óstjórnar Dags og félaga. Þegar málið var til umræðu tók Dagur sér frí til að komast hjá því að svara fyrir óhroðann.
Nú þegar braggann hans Dags ber aftur á góma, rísa flokksmenn hans upp honum til varnar. Þó ekki með því að reyna að verja braggablúsinn í Nauthólsvík heldur með því að segja að það sé verið að ráðast ómaklega að Degi og þeir sem beri sannleikanum vitni séu haldnir óeðlilegum hvötum.
Þetta er rangt. Þessar upplýsingar eiga erindi til almennings og sýna betur en margt annað, að Samfylkingu Dags borgarstjóra er ekki treystandi til að fara vel með skattfé borgaranna.
Tilraunir Samfylkingar og Viðreisnar, til að þagga niður ruglið og spillinguna í kringum Dag minna á það sem Halldór Laxnes, Nóbelsskáldið góða sagði á sínum tíma um umræðuhefð Íslendinga. Þeim væri einkar lagið að tala um allt annað en kjarna málsins, þá vefðist fólki tunga um tönn og það yrði heimóttalegt.
Á sama tíma reynir formaður Viðreisnar af öllu afli að breiða yfir að Viðreisn beri ábyrgð á óstjórninni í Reykjavík.
Sporin hræða. Fyrst Samfylkingu og Viðreisn er ekki treystandi fyrir að stjórna borgarsjóði Reykjavíkur án þess að stefna sjóðnum lóðbeint í gjaldþrot, hvaða vitleysa er það þá að ætla að treysta þeim til að reka ríkissjóð af viti?
28.11.2024 | 22:05
Það má víða gera betur
Það er m.a. tvennt mikilvægt í opinberum rekstri. Að gæta þess í upphafi hvort þörf sé á stofnunum eða millifærslum og hika ekki við að leggja ónauðsynlegar stofnanir niður og draga úr millifærslum hvar sem því verður við komið.
Síðan kemur spurning um vilja til að megra kerfið, gera það skilvirkara og draga úr kostnaði við reksturinn.
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra er ötull og starfsamur stjórnmálamaður. Stundum um of að, en að þessu sinni á hann virkilega þakkir skildar í fyrsta lagi fyrir að láta vinna verk til að draga úr sóun og tvíverknaði hjá stofnunum ríkisins og í öðru lagi að gera það sem sumir segja að hann geri best, að ráða hæft fólk til að vinna verkið.
Guðlaugur fékk þau Hjörvar Stein Grétarson og Söru Lind Guðbergsdóttur til að hanna fyrirbrigði sem hefur fengið heitið Ráðhildur og nú þegar hefur það sparað um 200 milljónir. Flott fólk að störfum, góð hugmynd og framkvæmd.
Betur má ef duga skal til að koma í veg fyrir óhófseyðslu og sóun í ríkiskerfinu. En alla vega ber að þakka það sem vel er gert. Langferð byrjar alltaf á fyrsta skrefinu.
Ráðhildur varpar ljósi á sóun í kerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2024 | 07:36
Vonbrigði
Það voru sár vonbrigði, að utanríkisráðherra skyldi lýsa yfir stuðningi við ákvörðun alþjóða stríðsglæpadómstólsins(AS) um ákærur á hendur forsætisráðherra og fyrrum varnarmálaráðherra Ísrael. Þeir yrðu handteknir og framseldir ef þeir væru í íslenskri lögsögu. Þetta gerist þrátt að ákæran sé pólitísk og Gyðingafjandsamleg. Þrátt fyrir að framsæknar ríkisstjórnir í Evrópu og Ameríku þ.á.m. Bandaríkin hafni þessari aðför. Þrátt fyrir að VG sé ekki lengur í ríkisstjórn.
Stórblaðið Daily Telegraph fjallar um stríðsglæpadómstólin og þessa síðustu aðgerð í leiðara og þar segir m.a:
Þetta sannar að alþjóða stofnanir hafa verið afvegaleiddar langt umfram það sem nokkur gat látið sér detta í hug. Ákvörðun AS að gefa út handtökuskipun á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael og fyrrum varnamálaráðherra hans Yoav Gallant gera hugmyndina um alþjóðlegan dómstól og alþjóðlegt réttarkerfi tortyggilegt.
Áður hafði dómstóllinn kveðið upp pólitískan dóm í máli Suður Afríku gegn Ísrael, þar sem dómstóllinn dæmdi ekki eftir þeim lögum og reglum sem gilda. Það sagði sína sögu um hvert stefndi.
Siðferðilega andhverfan og umsnúningurinn er alger. Leiðtogar Ísrael eru lögsóttir fyrir glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi sem er fráleitt og fjarri því rétt, þegar haft er í huga að þeir urðu að grípa til vopna í sjálfsvörn eftir að svívirðilegustu og mestu Gyðingamorð höfðu verið framin frá lokum síðari heimstyrjaldar.
Hamas hryðjuverkasamtökin eru þau sem frömdu stríðsglæpina.
Kerfi alþjóðalaga var sett upp í lok síðari heimstyrjaldar til að koma í veg fyrir að Helförin gæti átt sér stað aftur. En nú horfum við á lýðræðisríki,sem reynir að koma í veg fyrir annað fjöldamorð á íbúum sínum, af hálfu samtaka, sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma öllum Gyðingum.
Óhjákvæmileg innrás Ísrael á Gasa hefur því miður leitt til dauða margra óbreyttra borgara. Það er átakanlegt að horfa upp á, jafnvel þó að hlutfall Hamas liða sem hafa fallið sé hærra en almennt gerist í stríði þar sem hryðjuverkamenn fela sig meðal óbreyttra borgara og tala óbreyttra borgara sé hlutfallslega lægra en almennt gerist í stríði í borgum en helmingur fallina á Gasa eru Hamas vígamenn."
"Hamas felur sig á bakvið óbreytta borgara og hafa ekki áhyggjur þó að óbreyttir borgarar falli. Hamas ber siðferðilega ábyrgð á öllum sem hafa fallið í þessu stríði á Gasa með sama hætti og þýskir nasistar báru ábyrgð á þeim sem féllu í síðari heimstyrjöld. Viðmiðanir AS benda til þess að reglur um sjálfsvörn eða rétt til að snúast til varnar gegn árás gildi ekki lengur nema enginn óbreyttur borgari falli jafnvel þó að óvinurinn feli sig meðal þeirra.
Vinstri sinnaðir lögfræðingar í alþjóðarétti hljóta þá að líta á öll dauðsföll óbreyttra borgra í síðari heimstyrjöld árin 1944 og 1945 sem stríðsglæpi og siðferðilega ámælisverð.
Harry S. Truman, Winston Churchill, De Gaulle o.fl. hefði því átt að lögsækja ásamt þeim leiðtogum nasista sem sóttir voru til saka í Nürenberg réttarhöldunum 1945-1946. Hvílíkt fordæmi hefði það nú verið og andhverfa skynseminnar.
En það er sú andhverfa sem íslenska ríkisstjórnin samsamar sig með. Því miður. Þeim til skammar.
Framsæknar ríkisstjórnir hafa hafnað þessari vitleysu sbr. Argentína, Ítalía, Ungverjaland o.fl. Einnig ríkisstjórn Bandaríkjanna og hafa ítrekað að Ísrael hafi rétt til að verja hendur sínar og muni hafa ákæru AS að engu. Það hefði verið mannsbragur að því hefðum við gert það líka.
Það er til vansa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bregðast í þessu máli. Flokk Thor Thors, sem stóð svo ötullegast með og vann svo einlæglega að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að griðarstaður Gyðinga gæti orðið til með stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Thor Thors bróðir ástsælasta leiðtoga Sjálfstæðifslokksins, Ólafs Thors, hefði aldrei trúað því að hans eiginn flokkur mundi hvika og bregðast málstað réttlætisins.
27.11.2024 | 10:21
Fylgdarlausu hlaupastrákarnir
Yfir 40 hlaupastrákar komu til landsins og sögðust vera á aldrinum 15-18 ára til að vera flokkaðir sem fylgdarlaus börn. Ekki fer fram aldursgreining á þeim, vegna vinstri slagsíðu löggjafarinnar.
Þeir koma í þeim eina tilgangi að troða sér inn á kerfið á fölskum forsendum til að sækja um að fjölskyldusameiningu og þá kemur stórfjölskyldan 20 manns eða fleiri. Ekki er krafist DNA rannsókna til að kanna skyldleika eins og í Noregi.
Vaskur lögreglustjóri á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson kemur auga á vandann og segir að hælisleitendakerfið sé misnotað eins og annað í velferðarríkinu. Hvað ætlum við lengi að láta haf okkur að fíflum?
Hvað er þá til ráða? Vísa þeim öllum úr landi á flugvellinum þar sem þeir koma frá öruggum löndum og enginn þeirra að sækja um alþjóðlega vernd hér á grundvelli eigin þarfa.
Við getum haldið áfram að láta hafa okkur að fíflum og flytja inn fátækt, örbirgð og framtíðarvandamál eins og framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar bendir réttilega á í viðtali í Mbl. Til að komast hjá því er um þrjá valkosti að ræða í kosningunum á laugardaginn. Kjósa Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins eða Miðflokkinn (nema í Reykjavík norður þar sem open border frambjóðandi er í 2. sæti).
Vilji fólk ná tökum á húsnæðisvandanum og fátæktarvandanum þá þarf snör handtök en ekki vettlingatök Viðreisnar og Samfylkingar.
Útlendingalögin talin misnotuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2024 | 11:15
Hvernig á að forgangsraða
Ég hlustaði á forstöðukonu stofnunar sem hefur með málefni barna og unglinga að gera. Fram kom, að brýn þörf væri fyrir viðbótarframlag rúmar 100 milljónir, til að aðstaðan fyrir börnin og unglingana yrði viðunandi. Í allri ríkishítinni upp á mörg hundruð milljarða, var í sjálfu sér ekki verið að fara fram á mikið til að standa undir lögboðinni starfsemi fyrir unga fólkið í landinu.
Sama dag var viðtal við forstöðukonu íslensku sendinefndarinnar á loftslagsráðstefnu SÞ í Aserbajan. Hún harmaði að Vesturlönd skyldu ekki vera rausnarlegri við eyríki á suðurhveli vegna meints loftslagsvanda. En þau fóru fram á að Vesturlönd greiddu þeim 1.5 trilljónir dollara árlega. 300 milljarða dollara stuðningur árlega var samþykktur og þá sýndu þessir styrkþegar Vesturlanda af sér fádæma dónaskap í stað þess að segja takk.
Loftslagskona Íslands sagði af þessu tilefni, að við hefðum átt að gera betur og Ísland hefði vel getað lagt meira að mörkum. Framlagið til þessara bullloftslagsmála nemur samt tugum milljarða á ári þegar allt er talið.
Það er Alþingismanna að forgangsraða útgjöldum. Þeir ákveða hvort leggja eigi peninga til að sinna lögboðnum verkefnum í þágu íslenskra barna og ungmenna. Sumir vilja frekar borga til fólks í Suðurálfum á fölskum forsendum. Vandinn þar vegna meintrar hlýnunar er engin ólíkt því sem loftslagsprestarnir spáðu.
Við eigum valið hverja við kjósum. Viðreisn, VG, Samfylking og Sósíalistar hafa lagt sérstaka áherslu á auknar aðgerðir í loftslagsmálum. Viljir þú frekar styðja unga Ísland þá kemur ekki til greina fyrir þig að styðja Viðreisn, Samfylkingu, VG eða sósíalista. Hvað þá Pírata.
Við eigum valið á laugardaginn að kjósa með hagsmunum sem skipta okkur máli í staðinn fyrir að henda peningum í rugl.
23.11.2024 | 11:26
Við borgum ekki
Í lok loftslagsráðtefnu SÞ í ólíu- og ofbeldisríkinu Aserbajan er nú tekist á um hvort Vesturlönd eigi að borga 1.3 trilljónir dollara til þróunarlandanna vegna loftslagsbreytinga. Við eigum ekki að borga neitt af því. Annað eru svik við þjóðina.
Alltaf hefur þetta verið spurning um að draga peninga og samkeppnishæfni frá Vesturlöndum og yfirfæra til landa sem menga margfalt meira en við t.d. Kína, Indland og Indónesía.
Glámskyggni stjórnmálamanna Vesturlanda er ótrúleg, en með afstöðu sinni draga þeir mátt úr framleiðslu og framleiðni í Evrópu, auka fátækt og sigla á auknum hraða í átt til ánauðar.
Loftslagsmálin eru dæmi þar sem allir peningar til rannsókna á háskólasviði fara til að komast fyrirfram að þeirri niðurstöðu að allar loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og alslæmar. Engin önnur vísindaleg skoðun fær að komast að.
Hugmyndin um að maðurinn ráði hitastigi jarðar hefur tekið völdin í háskólasamfélaginu og vei þeim fræðimanni sem talar með öðrum hætti. Hann missir alla styrki og er úthrópaður.
Starfsmissir eða Berufsverbot eins og nasistarnir kölluðu það og beittu fyrstir af krafti er framkvæmt gagnvart öllum þeim sem leyfa sér að andæfa hinum eina sannleika háskólasamfélagsins, sem virðist ekkert hafa lært frá því á miðöldum þegar Kópernikus og Galilei voru ofsóttir og dæmdir fyrir að halda því fram að jörðin snérist í kringum sólina.
Æðsta stjórn Evrópusambandsins hefur á stefnuskrá sinni að fórna lífskjörum og framtíðarmöguleikum Evrópu v loftslagsmála.
Helsti talsmaður þess félagsskapar hér á landi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill ganga enn lengra til að gera fólki lífið leitt og m.a. banna bensínbíla frá og með næsta ári og gera bændum illmögulegt að stunda starf sitt. Glæsileg framtíðarsýn?
21.11.2024 | 17:59
Við eigum að gera betur.
Ástandið árið 2022 í málefnum öryrkja var svo slæmt, að verkefnastjóri hjá umboðsmanni skuldara(us) sagði að öryrkjar sem leituðru til us væru að meðaltali 3500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Það þýðir, að þeir gátu ekki keypt föt, læknisþjónustu eða farið í leikhús eða á tónleika svo fátt eitt sé nefnt. Brugðist var við af hálfu ríkisvaldins að nokkru leyti, sem bætti stöðuna, en betur má ef duga skal.
Sama á við um marga aldraða, sem búa við bág kjör og það er ömurlegt að horfa upp á aldrað fólk, sem hefur ekki efni á því að veita sér neitt, jafnvel ekki nauðsynlega læknisþjónustu.
Það er dapurlegt að horfa á aldrað fólk vera í öngum sínum vegna þess að það getur ekki gefið börnum og/eða barnabörnum jóla- eða afmælisgjafir án þess að þurfa að þola verulegar skerðingar á greiðslum lífeyris til sín. Þar er um ákveðið form á tvísköttun að ræða sem á ekki að líða. Aldraðir eiga að geta nýtt sér ævisparnað sinn til að kaupa það sem hugurinn girnist eða gefa sínum nánustu gjafir án þess að þola skerðingar á lífeyrisgreiðslum.
Á aðalfundi eldri Sjálfstæðismanna var samþykkt ályktun um velferðarmál aldraðra, sem mundi hafa í för með sér stórlega bættan hag aldraðra. Við berjumst fyrir því að Flokkurinn geri þá stefnu að sinni og munum ná því fram.
Ég hef bent á að gera ætti kröfu um að aldraðir og öryrkjar nytu sömu fyrirgreiðslu og umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru nánast allir hér ólöglega, sbr. 33.gr. útlendingalaga, upphaf hennar hljóðar svo:
Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, þar á meðal vegna geðraskana og geðfötlunar. Sérstakt tillit skal tekið til þeirra sem hafa sérþarfir eða þurfa sérstaka aðstoð.
Þetta greiðir ríkisvaldið til vandalausra, á sama tíma og margir öryrkjar og aldraðir geta ekki lifað mannsæmandi lífi eða notið læknisþjónustu eða annan lúxus sem vandalausir fá.
Það er óásættanlegt að við gerum ekki betur við okkar minnstu bræður í hópi öryrkja og aldraðra en við erlenda hlaupastráka, sem eru hér ólöglega. Vert er að minna á það fyrir þessar kosningar að allir flokkar vilja hafa þetta svona nema Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Lýðræðisflokkurinn.
Við þurfum að varast vinstri slysin líka í boði Viðreisnar og greiða þeim flokkum atkvæði, sem hugsa um íslenska hagsmuni eigin þegna í eigin landi.
21.11.2024 | 08:16
Að tapa sigrinum
1990 beið sósíalísk ríkishugsjón algjöran ósigur fyrir markaðshagkerfinu (kapítalismanum). Þá töldu margir að blóði drifin saga ríkissósíalismans væri svo ömurleg,að dagar hans væru endanlega taldir.
Nú mælist Sósíalistaflokkur Íslands með meira fylgi en áður, en sá flokkur er holdgervingur sömu hugmyndafræði og hneppti fólkið í Sovétríkjunum og Austur Evrópu í ánauð og örbirgð áratugum saman. Fylgismenn þeirra hafa ekkert lært af sögunni eða kjósa að gleyma óþægilegum staðreyndum.
Sósíalistaflokkurinn og VG eru á sömu blaðsíðunni um að hafna ósigri ríkisstýrðrar markaðsstarfsemi, en sú skoðun felur samt ekki í sér aðalhættuna sem stafar að frjálsu dugandi fólki.
Hlutfall þjóðarframleiðslunnar sem eytt er af ríkisstjórnum í því sem kallað er hinn frjálsi heimur er langt umfram það sem hægt er að ná inn með skattlagningu án þess að eyðileggja möguleikann á að búa til vöxt og ágóða. Þess vegna verður skuldaklafinn stöðugt hærri eða það verða prentaðir fleiri innistæðulausir peningar eða sennilega hvorutveggja.
Vegna ofurvelferðarhyggju of ofurskattlagningar reynist stöðugt erfiðara fyrir ungt dugmikið vinnandi fólk að koma sér upp þaki yfir höfuðið eða önnur lífsgæði sem mín kynslóð gat, þó að það tæki vissulega í meðan á því stóð.
Það sem Vesturlönd þar á meðal við verðum að læra af ósigri kommúnismans er að líta á að hlutverk ríkisins sé að koma í veg fyrir að frelsinu sé ógnað ekki síst athafnafrelsinu og möguleikum fólksins til að byggja sér sjálft upp sína eigin framtíð á forsendum eigin óska, atorku og vilja.
Sinna verka njóti hver var á vígorð Sjálfstæðisflokksins. Til að ná fyrri styrk þarf Sjálfstæðisflokkurinn að víkja af vegi þeirrar ríkishyggju sem hafa einkennt um margt störf hans síðustu ár og heita því að standa við grunngildi Sjálfstæðisstefnunnar um að skapa þjóðfélag þar sem framsækið fólk fær að njóta sinna verka.
Sinna verka njóti hver á að vera inntakið í því sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 17
- Sl. sólarhring: 429
- Sl. viku: 4233
- Frá upphafi: 2449931
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 3944
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson