Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
21.11.2020 | 12:18
Margaret Thatscher sannleikurinn og Crown sagnfræðin
Í dag eru 30 ár síðan Margaret Thatcher lét af embætti sem forsætisráðherra í Bretlandi en hún tók við embætti 1979.
Tíminn er fljótur að líða og fólk að gleyma. Þessvegna skiptir máli að sagnfræðingar segi rétt frá og í sögulegu samhengi. Þegar Thatscher á í hlut,er iðulega hallað réttu máli og reynt að gera hlut hennar sem minnstan og rangfæra staðreyndir.
Ég hef horft á nokkra af vinsælu Netflix þáttunum "Crown", þar sem fjallað er um samskipti Thacher og bresku drottningarinnar og breskt þjóðlíf á níunda áratug síðustu aldar. Þar eru hlutir heldur betur teknir úr samhengi og jafnvel sagt rangt frá.
Þegar Thatcher tók við embætti 1979, hafði verkamannaflokks ríkisstjórn James Callaghan setið að völdum um árabil og ástandið var þannig, að Bretar þurftu að sækja um aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, verkföll og ólga í landinu voru svo mikil, að Callaghan óttaðist um það á tímabili, að hann yrði að kalla á herinn til aðstoðar við að halda uppi röð og reglu. Atvinnuleysi var svo mikið að eitt helsta vígorð Íhaldsmanna í kosningunum 1979 var "Labour is not working". Bretland var veiki maðurinn í Evrópu efnahagslega. Það var við þessar kringumstæður sem Thatscher tók við.
Thatscher tók til óspilltra málanna og gjörbreytti efnahagsstefnunni á grundvelli einstaklingfrelsis og athafnafrelsis. Stjórnkerfið var endurskoðað,mörg ríkisfyrirtæki sem voru rekin með tapi voru lögð niður eða seld ef þess var kostur. Víðtækar skattbreytingar voru gerðar auk ýmiss annars. Thatcher þurfti að heyja harðvítuga baráttu við verkalýðshreyfinguna í Bretlandi sérstaklega námumenn og hafði sigur og sá sigur þýddi það að stjórnvöld náðu aftur að stjórna landinu án þess að eiga stöðugt á hættu verkföll eða lamandi skyndiverkföll.
En aðgerðir Thatscher stjórnarinnar mættu mikilli andstöðu sumra og m.a. árituðu 364 af fremstu hagfræðingum Bretlands mótmælaskjal gegn stefnu ríkisstjórnarinnar árið 1982, sem þeir töldu að stefndi efnahagskerfi Bretlands í stórkostlega hættu og væru af hinu illa. Það segir sitt um stöðu hagfræðinnar á þeim tíma og jafnvel síðar, að í framhaldi af þessari andspyrnu hagfræðinganna tók fjárhagur Breta heldur betur að rétta úr kútnum, vextir lækkuðu og atvinnuleysi minnkaði. Þegar Thatscher lét af störfum var staða Bretlands sem fjármálaveldis sterk og atvinnuleysi hafði dregist gríðarlega saman.
Thatscher naut virðingar og stjórn hennar stóð sig vel í utanríkismálum. Milli hennar og Ronald Reagan Bandaríkjaforseta myndaðist traust samband og vinátta og þau voru áhrifamestu leiðtogarnir til að vinna bug á kommúnismanum í Evrópu. Thatscher var andstæðingur apartheit stefnunnar í Suður-Afríku, en var samt á móti því eins og Reagan að beita landið viðskiptaþvingunum. Það sjónarmið rökfærði hún vel, ég var þeim innilega sammála á þeim tíma og er enn.
Í Crown þáttunum sem ég hef horft á, er reynt að varpa rýrð á Thatscher með ýmsu móti m.a. er látið í veðri vaka að henni sé um að kenna mikið atvinnuleysi, en þess ekki getið að það var búið sem hún tók við af Verkamannaflokknum. Þá er gert mikið úr því, að hún og drottningin hafi lent í mikilli deilu vegna þess, að Thatscher vildi ekki samþykkja viðskiptabann á Suður-Afríku það er gert til að sýna að Elísabet drottning hafi alltaf verið á móti kynþáttaaðskilnaðarstefnunni (apartheit) en Thatscher ekki. Allt er þetta rangt auk þess sem það er rofið úr samhengi. Í þessu sambandi er vert að benda á ummæli Nelson Mandela fyrrum forsætisráðherra Suður-Afríku, sem sagði um Thatscher "She is an enemy of apartheit-. We have much to thank her for."
Margareth Thatcher var tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður síðari hluta síðustu aldar. Breta geta þakkað henni fyrir það að hafa komið Bretlandi upp úr öldudal óstjórnar, verkfalla og efnahagslegrar kyrrstöðu og öngþveitis og komið því til leiðar að Bretland varð aftur efnahagslegt stórveldi þar sem treysta mátti á stöðugleika og öryggi í viðskiptum.
Af sjálfu leiðir, að vinstri menn mega ekki til þess hugsa, að saga Thatscher sé sögð óspjölluð og sannleikanum samkvæmt. Sú saga er sigurganga þar sem stefna frjáls framtaks og takmarkaðra ríkisafskipta sigraði og sýndi fram á þá einu leið, sem þjóðfélög nútímans eiga til að komast frá fátækt til velmegunar.
25.10.2020 | 11:20
Röng viðbrögð ekki gætt meðalhófs.
Sá sem jafnan skrifar af mestu viti í Fréttablaðið fyrir utan Óttar Guðmundsson lækni, er ritstjóri blaðsins Jón Þórisson. Jón hefur verið óhræddur við að andæfa viðteknum skoðunum hins alvalda þríeykis í Covid fræðum. Jón bendir réttilega á, að við þessar aðstæður sé þetta sá tími sem mikilvægt sé að ræða um frelsi, mannréttindi og vernd stjórnarskrárinnar gegn handahófskenndum frelsissviptingum sóttvarnarlækns sem ríkisstjórnin samþykkir jafnan.
Jón bendir á, að margfalt fleiri hafi fallið fyrir eigin hendi á þessu ári en Covid, samt er ríkisvaldið ekki að beina sérstökum sjónum að slíkum hörmungum. Óttar Guðmundsson gerði þeim málum góð skil fyrir nokkrum árum, en ekki hefur verið brugðist við.
Þó nokkrir verði til þess, draga í efa heilagleika veirutríósins og þeirra aðgerða sem það hefur gripið til, þá er hræðsluáróðurinn svo mikill, að stór hluti landsmanna finnur til óttakenndar og takmarkar því samskipti sín við annað fólk, sjálfum sér og öðrum til ómældra leiðinda.
Þó mikilvægt sé, að hver gæti að eigin sóttvörnum, þá er það annað mál en handahófskennd valdboð veirutríósins, sem oft orka tvímælis. Sum þessara valdboða hafa valdið þjóðinni milljarða tjóni eins og það að eyðileggja ferðaþjónustuna. Önnur hafa svipt einstaklinga og smáfyrirtæki lífsviðurværi sínu. Samt er haldið áfram án þess að gerð sé grein fyrir hver sé tilgangurinn eða frelsissviptingar rökstuddar.
Ég er nýkominn frá Spáni, frá svæði þar sem smit eru örlítið fátíðari en hér miðað við fólksfjölda. Samt sem áður má fólk fara í hársnyrtingu, spila fótbolta og aðra boltaleiki jafnvel í keppnisgreinum. Vikulega er gerð grein fyrir hvar og við hvaða starfsemi fólk er að smitast. Þar kemur í ljós, að smit eru ekki að greinast vegna innstreymis túrista eða þess, að fólk fari í hársnyrtingu eða geri almennt allt sem gert er í frjálsu þjóðfélagi. Smitin eru aðallega vegna skorts á aðgætni á áfengis- og öldrykkjustofum.
Í miðjum ágúst s.l. rofnaði samhengi vitrænnar nálgunar og meðalhófs hjá veirutríóinu og ríkisstjórninni en við tóku þær glórulausu öfgar sem fólu í sér nánast aðkomubanni til landsins. Allir skyldu skimaðir ekki einu sinni heldur tvisvar og það með óundanþægri sóttkví á milli. Þetta hefur ekki haft neina þýðingu við að hefta útbreiðslu C-19 en valdið tugum ef ekki hundruð milljarða tjóni, sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Reynslan hefur sýnt að þessi ákvörðun var röng og hafði ekkert í för með sér nema tjón. Samt er vitleysunni haldið áfram.
Ég mældist neikvæður við skimun á landamærunum, jafnvel þó sýnatökukonan gerði sitt ítrasta til að troða sýnatökupinnanum í gegnum nefið á mér og upp í heilabúið. Vegna þess að ég mældist neikvæður, fer ég í sóttkví fram á föstudag n.k. Heil vinnuvika. Vegna þessara reglna eiga margir í erfiðleikum bæði við að komast heim til sín og afla sér nauðsynja, fyrir utan þann ömurleika sem sumir þurfa að lifa við einir og yfirgefnir í sóttkví vegna þess að þeir mældust ekki með veiruna.
Er það ekki dæmalaust, að maður sem mælist neikvæður í þessari skimunaræði, skuli þessvegna þurfa að halda sig frá öðru fólki og meðhöndlaður eins og holdveikissjúklingur fyrr á öldum.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því,að taka ekki alvöru umræðu um það hvað sé líklegast til að hafa þýðingu, sé vilji til að halda frelsissviptingum áfram, til að reyna að koma í veg fyrir Covid smit og beita þá þeim aðgerðum, sem taldar eru bráðnauðsynlegar en gefa fólkinu í landinu að öðru leyti kost á því að gæta að eigin smitvörnum. Þetta hefur ríkisstjórnin ekki gert, en telur sig hæfasta til að vera í hlutverki jólasveinsins og færa sumum gjafir og það allt með annarra peningum að sjálfsögðu skattgreiðenda.
Þó veiritríóið og landsstjórinn þekki e.t.v. ekki vel til þess sem kallað er meðalhóf við beitingu stjórnvaldsaðgerða, þá ætti samt að vera þekking á því fyrirbæri í ríkisstjórninni. Væri ekki rétt að skoða hvaða aðgerðir koma þá til greina og eru nauðsynlegar einnig að teknu tilliti til þjóðarhags.
8.10.2020 | 08:00
Blessun ríkishyggjunnar
Mörgum brá í brún þegar þeir hlýddu á tilvitnanir og innskot frá fjármálaráðherra, seðlabankastjóra og hagfræðilegum sérfræðingi Háskólans í Reykjavík í ráðgjöf til stjórnvalda allt frá því fyrir bankakreppuna 2008. Þeir voru allir þeirrar skoðunar, að aukin ríkisafskipti, skuldasöfnun hins opinbera og eftir því sem ég gat best skilið peningaprentun og gengisfellingu væri það, sem helst gæti orðið til bjargar í þeim efnahagsþrengingum sem framundan væri vegna sóttvarnaraðgerða ríkisvaldsins.
Eftir því sem best verður greint hefur fjármunum verið sturtað úr ríkissjóði á þessu ári, sumt til skynsamlegra ráðstafana, en annað er óafsakanlegt bruðl og eyðslusemi á peningum skattgreiðenda. Meiningin mun vera að skrúfa enn hraustlegar frá eyðslukrana ríkisvaldsins og eyða peningum, sem ekki eru til.
Stjórnarandstaðan hefur ekkert annað til málanna að leggja, en að heimta að ríkið eyði ennþá meira af peningum, sem ekki eru til. En sameignilega virðist stjórn og stjórnarandstaða vera sammála um að þetta reddist allt þegar hagkerfið dafnar á nýjan leik og vex með þeim störfum sem ríkið ætlar að búa til þ.á.m. í hinu svonnefnda "græna hagkerfi" sem aldrei hefur verið rekið öðruvísi en með gríðarlegu tapi.
Óneitanlega var sú hugsun áleitin, að nú væri komið nýtt afbrigði af fjármálaviti sem einkenndi ráðstafanir í aðdraganda bankakreppunnar árið 2008.
Ekki sakar að spurt sé í þessum tryllta dansi stjórnmálaelítunnar og meginhluta fréttaelítunnar í kringum tálsýn gullkálfs ríkishyggjunar, hvenær ríkisvaldið hafi nokkru sinni, nokkurs staðar verið þess megnugt að skapa fjölda arðvænlegra starfa til frambúðar.
Þá ekki síður, hvort reynsla þeirra þjóða, sem hafa á síðustu áratugum vikið ríkishyggunni til hliðar og leyst hundruð milljóna manna úr fátækt og frá hungurvofunni með því að virkja einstaklingsframtakið sé ekki fordæmi sem ástæða sé til að taka mark á.
Þvert á þá stefnu sem nú er boðuð væri skynsamlegra að skera alla óþarfa fitu utan af ríkisbákninu og rúmlega það. Með því að lækka skatta á fólk og fyrirtæki væri líka lagður grundvöllur að því, að einstaklingarnir hefðu möguleika á að virkja sköpunarkraft sinn og dugnað og breyta því í arðvænlegan rekstur sjálfum sér og öðrum til góðs.
Aukin ríkishyggja og ríkisafskipti munu eingöngu leiða til þess að fyrirsjáanleg kreppa verður langvinnari, dýpri og alvarlegri en hún yrði væri einkaframtakið virkjað til góðra hluta. Síðan verður að horfast í augu við það, að seðlaprentun og áframhaldandi ábyrgðarleysi í launamálum ekki síst stjórnmálastéttarinnar og embættismannaaðalsins, sem hefur leitt til þess að launakjör eru gjörsamlega úr takti við þann raunveruleika sem við búum við í dag er eingöngu ávísun á gengisfellingar í smærri eða stærri skrefum og óðaverðbólgu í kjölfarið, sem er óhjákvæmileg ef ríkishyggjan fær að tröllríða öllu í landinu.
Þetta eru því miður einföld efnahagsleg sannindi sem gilda alltaf, en hefur iðulega verið vikið til hliðar alltaf með skelfilegum afleiðinum síðast í aðdraganda bankahrunsins árið 2008.
Er ástæða til að endurtaka það með mun verri og skelfilegri afleiðingum?
19.9.2020 | 17:33
Stjórn eða ofstjórn
Fyrir rúmum mánuði ákvað ríkisstjórnin skv. einni af tillögum sóttvarnarlæknis og að boði landsstjórans Kára Stefánssonar, að gera út af við ferðamannaiðnaðinn með tvöfaldri skimun og sóttkví í fimm daga milli skimana. Þetta átti auk herts samkomubanns, upptöku 2 metra fjarlægðarreglu á ný o.s.frv., að leysa vandann vegna skyndilegrar aukningar á Covid smitum.
Í dag einum og hálfum mánuði síðar liggur fyrir að þessi stefna var röng. Hún stórskaðar efnahag þjóðarinnar og hefur og mun leiða til stórkostlegs atvinnuleysis, fjárhaslegra áfalla og gjaldþrota. En ekki bara það. Það er enginn árangur. Smitum fjölgar.
Landsstjórinn gerir nú þá kröfu, að beitt verði mun harðneskjulegri aðgerðum og innilokunum. Ríkisstjórnin hefur hingað til farið að tillögum Landsstjórans eins og Guð hefði sagt það. Það væri því ánægjuleg tilbreyting ef ríkisstjórnin hætti því og færi að gegna hlutverki sínu sem ríkisstjórn og móta stefnu. Ekki bara skammtímastefnu heldur langtímastefnu.
Í fyrsta lagi þarf að skilgreina að hverju er stefnt. Hvert er markmiðið.
Öll viljum við búa í veirufríu landi. En er það raunhæft markmið.
Gæti verið að sú stefna hafi verið rétt,sem mörkuð var í upphafi að miða við aðgerðir sem koma í veg, að heilbrigðiskerfið ráði ekki við vandann.
Í löndum eins og á Ítalíu og Spáni, þar sem langvinnu útgöngubanni var beitt og grímuskylda innleidd, fjölgar nú smitum á nýjan leik. Niðurstaðan stefna stjórnvalda í þeim löndum voru mistök. Sama er að segja um Bretland.
Í landi eins og Svíþjóð, sem beitti vægustu skerðingum á frelsi fólksins virðist útkoman í augnablikinu vera ásættanlegust. Þá segja margir. Já en það voru miklu fleiri dauðsföll í Svíþjóð en á hinum Norðurlöndunum. Það er rétt, en á því kunna að vera ýmsar skýringar m.a. sú sem sóttvarnarlæknir þeirra hefur bent á m.a að flensan í Svíþjóð 2019 var mjög væg og rúmlega 1000 færri dóu úr henni en í meðalári eða rúm 20% af þeim sem hafa dáið úr C-19.
Þjóðarframleiðsla Svía dróst saman um 8% vegna Covid en rúmlega 20% í Bretlandi. Samskonar samanburður við önnur Evrópulönd er Svíum mjög hagstæður.
Miðað við það sem við vitum og þekkjum í dag, þá virðist skynsamlegt, að móta þá stefnu:
Hvetja borgarana til að gæta sóttvarna m.a. þvo sér um hendur og halda fjarlægðarmörkum. Skimunum yrði haldið áfram á landamærunum þessvegna tvöfaldri en ekki sóttkví á milli. Þessu yrði ekki breytt nema svo ólíklega vildi til að heilbrigðiskerfið réði ekki við vandann.
Er ásættanlegt að frjálst þjóðfélag gangi lengra en þetta þegar það liggur fyrir að sjúkdómurinn er nú ekki alvarlegri en svo, að langt innan við hálft % af þeim sem veikjast þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og afleiðingarnar fyrir flesta eru ekki alvarlegri en í venjulegri flensu.
5.8.2020 | 10:31
Getur enginn neitt nema Ríkið?
Ríkisbáknið hefur vaxið öruggum og hröðum skrefum. Mikil hækkun á launum alþingismanna, ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins í upphafi kjörtímabilsins hafa leitt launaþróun, sem engin innistæða var fyrir og það var fyrirséð, eftir að gírugur ráðamenn vildu engu sleppa af feng sínum.
Ríkissjóður var rekinn með verulegum halla 2019 í mesta góðæri sem við höfum fengið. Nú er fyrirséð, að tekjur ríkisins muni dragast verulega saman. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra mótað þá efnahagsstefnu, að ekki skuli skera niður í ríkisfjármálum og ráðist skuli í auknar fjárfestingar hin opinbera að því er sagt er, til að verja störf.
Sú var tíðin, að Sjálfstæðisflokkurinn boðaði, að nauðsyn bæri til að minnka umsvif ríkisins og lækka skatta. Með því yrðu þau öfl leyst úr læðingi, sem mundu stuðla að aukinni nýsköpun, framkvæmdavilja og aukinni arpðsköpun. Við það mundu ný störf verða til og tekjur ríkissjóðs aukast. Ungir sjálfstæðismenn leiddu baráttuna undir vígorðinu "Báknið burt."
Stefnumótun fjármálaráðherra nú sýnir að það hefur orðið 180 gráðu stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum, Talið er vænlegast til árangurs og varnar gegn þjóðarvá að stækka ríkisbáknið hlutfallslega með því að spara ekkert og með auknum fjárfestingum hins opinbera, en með þeim hætti verði störfin varin.
Samkvæmt hefðbundinni borgaralegri hagfræði þýðir þessi stefna, gríðarlegan hallarekstur ríkssjóðs og þar sem ekki á að lækka skatta þrátt fyrir efnahagsáföll, sem bitna af mestum þunga á þeim helmingi vinnumarkaðarins, sem þarf að standa sjálfur undir launagreiðslum með því að afla tekna fyrst áður en hægt er að greiða laun verður greinilega þröngt í búi. Ef það verður þá nokkuð bú eftir annað en þrotabú.
Hjá ríkisvaldinu í núinu er því öfugt farið og hin nýja stefna þýðir, að fyrst skuli eytt áður en teknanna er aflað. Stórfelldum halla á ríkissjóði verður þá ekki mætt nema leggja á aukna skatta á fólk og fyrirtæki nema sú auðvelda leið bráðabirgðaaðgerða verði valin, að vísa þessum vanda eyðslustefnu ríkissjóðs til framtíðarinnar. Til barna og barnabarna.
Stjórnmálastéttin hefur á fáum árum hlaðið undir sig með margvíslegum hætti og færri og færri þingmenn eru í raunverulegum tengslum við framleiðsluatvinnugreinarnar í landinu. Stjórnmálastéttin hefur á kjörtímabilinu bætt kjör sín verulega og langt umfram flestar aðrar stéttir í landinu. Þá hafa stjórnmálaflokkarnir verið á einu máli um að fjölga aðstoðarmönnum bæði þingflokka og ráðherra auk þess sem framlög til stjórnmálaflokka hafa verið margfjölduð.
Það er dapurlegt, að formaður þess stjórnmálaflokks, sem hafði það einu sinni á stefnuskrá sinni að draga úr ríkisútgjöldum, bruðli og sóun í ríkisrekstrinum en hlúa að frjálsu framtaki skuli ekki sjá neina leið til að spara ogdraga saman m.a. með því að lækka ofurlaun íslenska stjórnunaraðalsins. Þá er slæmt, að ekki skuli vera til í orðabók ríkisstjórnarinnnar, að lækka skatta til að stuðla að nýsköpun og fleiri störfum.
Ég sé því ekki betur, en Óli Björn Kárason undirritaður og vafalaust margt annað Sjálfstæðisfólk séum orðin eins og nátttröll í flokki, sem var flokkur einstaklingshyggjunar. Hvað sem því líður, þá er ég ekki tilbúinn til að víkja frá þeirri stefnu í pólitík, sem mótast af því. "að hver sé sinnar gæfu smiður" og "sinna verka skuli hver njóta". Slíkt gerist ekki nema ríkisvaldið hafi sem minnst afskipti af borgurum þessa lands.
4.8.2020 | 09:59
Hver á að stjórna?
Svo virðist, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé glöggskyggnasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir. Raunar er hann ekki stjórnmálamaður, en einhver verður að gegna því hlutverki þegar ríkisstjórn tekur sér frí frá því að stjórna og skrifar upp á allt sem sóttvarnar- og landlæknir segja eins og Guð hafi sagt það.
Þórólfur bendir réttilega á, að nú sé töluvert óþol í þjóðfélaginu gagnvart C-19 aðgerðum ólíkt því sem var í byrjun ársins. Þá bendir hann á, að það þurfi að taka tillit til heildarhagsmuna og leggur því til, að komið verði á samstarfsvettvangi til að vega og meta heildarhagsmuni, en aðgerðir í sóttvarnarmálum verði ekki eingöngu í samræmi við það sem hann sjálfur leggur til.
Ríkisstjórnin hefði átt að koma slíkum samráðsvettvangi á laggirnar strax í byrjun, en hefur fundist þægilegt að vera í vari sérfræðinga og geta komið sér hjá að stjórna. En nú ofbýður sóttvarnarlækni stjórnleysi og glámskyggni ríkisstjórnarinnar og telur óhjákvæmilegt að benda á augljósa staðreynd.
Sóttvarnarlæknir er þó ólíkur hefðbundnum stjórnmálamönnum að því leyti, að honum þykir nóg um hvað völd hans eru mikil og gerir því tillögu um valddreifingu. Þá verða þessi ummæli hans heldur ekki skilin með öðrum hætti en honum þyki nóg um stikkfrí leik ríkisstjórnarinnar og fari fram á, að hún fari að sinna skyldum sínum sem ríkisstjórn.
Athyglisvert að sóttvarnarlæknir skuli setja fram þessar tillögur og þær eru honum til mikils sóma.
19.5.2020 | 09:44
Fæðuöryggi og fjármálastjórn.
Talsmenn hamfarastyrkja til vissra greina landbúnaðarins hamast nú sem sjaldan fyrr og halda því fram, að dæmalaus viðbrögð stjórnvalda vítt og breitt um veröldina við Covid veirunnar sýni ótvírætt, að gæta verði betur að fæðuöryggi þjóðarinnar með auknum styrkjum til ákveðinnar landbúnaðarframleiðslu.
Þessi hamagangur einangrunarsinnanna er byggður á fölskum forsendum. Þrátt fyrir að þjóðir í okkar heimshluta hafi dæmt sig í mismunandi stranga einangrun og útgöngubann, þá hefur fæðuframleiðslan ekki raskast og flutningar á matvælum og öðrum vörum ekki heldur. Matvælaöryggið var því aldrei í hættu þrátt fyrir óttablandin viðbrögð við veirunni
Hvað afsakar þá aðgerðir stjórnvalda til að færa meiri peninga frá skattgreiðendum til ákveðinna framleiðenda í landbúnaði og ýmsum öðrum greinum vegna Covid veirunnar, eins og landbúnaðarráðherra hreykir af?
Ekki neitt.
Hvaða þýðingu hefur það síðan, að landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnin taki peninga skattgreiðenda til að greiða aukna styrki til grænmetisframleiðenda og/eða annarra framleiðenda í landbúnaði?
Mun verð á grænmeti til neytenda lækka? Var það forsenda aukinna styrkja? Ónei.
Reynsla neytenda af auknum styrkjum og beingreiðslum til framleiðenda er sú, að þeir skila sér ekki eða þá mjög óverulega til neytenda með lægra verði.
Af hverju má ekki styðja við atvinnurekstur með almennum aðgerðum eins og t.d. skattalækkunum t.d. afnámi tryggingargjalds?
Nú skiptir máli að gæta vel að því að opinberu fé sé ekki sólundað í gæluverkefni, heldur brugðist við raunverulegan vanda vegna Covid. Of margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því miður því marki brenndar að færa fjármuni frá skattgreiðendum til þóknanlegra aðila í atvinnurekstri.
Sýnu verra er að stjórnarandstaðan hefur ekki annað til málanna að leggja en að krefjast enn meiri útgjalda úr ríkissjóði. Pólitísk yfirboð formanns Samfylkingarinnar og helsta meðreiðarsveins hans eru með því aumkunarverðara sem heyrst hefur á Alþingi.
Skattgreiðendur eigi enn sem fyrr fáa vini á Alþingi. Ætla má, að þröngt verði í búi margra þegar þjóðin þarf að taka út timburmenn óráðssíunnar.
30.4.2020 | 08:29
Hver á peningana þína?
Stutta svarið við spurningunni hver á peningana þína er "eignarrétturinn er friðhelgur skv. 72.gr. stjórnarskrárinnar. Nú hefur ferðamála-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp, sem tekur fyrir virk eignarréttindi neytenda á peningunum sínum og það afturvirkt.
Neytendur á Íslandi í ásamt með neytendum annarra Norðurlanda háðu um árabil harða baráttu til að tryggja lágmarksréttindi neytenda í pakkaferðum, sem ferðaskrifstofur skipuleggja og selja. Þar er kveðið á um lágmarksþjónustu og gæði, sem þurfi að vera til staðar og skuldbindingu um endurgreiðslu þeirra peninga, sem neytandinn greiðir til ferðarskrifstofunnar falli ferðin niður.
Ákvæðið um endurgreiðslu ferðakostnaðar er svo afdráttarlaust, að jafnvel þó að sá sem selur ferðina verði að fella hana niður vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna fyrir upphaf ferðar verður hann samt að endurgreiða neytandanum innan 14 daga. Auk þess er seljandi ferðarinnar skyldaður til að hafa tryggingar fyrir endgurgreiðslu til neytenda.
Í frumvarpi ferðamálaráðherra er tekið fyrir, að neytandinn geti fengið pakkaferð endurgreidda, sem hann greiddi frá 15. mars s.l. Í stað þess að fá peningana sína segir frumvarpið, að hann geti fengið inneignarnótu, sem neytandanum er heimilt að innleysa á 12 mánaða tímabili sömu fjárhæðar og þær greiðslur sem neytandinn innti af hendi. En hækki ferð í verði hvað þá? Frumvarpið segir ekkert um það.
Það datt engum í hug við bankahrunið, að til að auðvelda og leysa tímabundið lausafjárstöðu fallinna banka, að þá yrðu innistæður neytenda bundnar í 12 mánuði.
Ferðaskrifstofur sem eru nánast einu skipuleggjendur og söluaðilar pakkaferða fá skv. lögum ferðamálaráðherra að fara með fjármuni neytenda í 12 mánuði gegn útgáfu þeirra sérstöku aflátsbréfa, sem inneignarnótur nefnast. Þetta er nokkuð sérstakt ráðslag þar sem ferðaskrifstofurnar hafa iðulega ekki greitt neitt eða mjög takmarkaðan hluta kostnaðar vegna pakkaferðarinnar sem var aflýst. Ferðaskrifstofan gerir samning við flugfélag og hótel, en þarf ekki að greiða þeim fyrr en síðar og iðulega ekki verði ferð felld niður af óviðráðanlegum ástæðum. Samt sem áður á ferðaskrifstofan að hafa leyfi til að valsa með peninga neytandans eins og þeim sýnist næstu 12 mánuði skv. lagafrumvarpi ráðherrans. Ætlar ríkið síðan að ábyrgjast endurgreiðslu fari ferðaskrifstofan í þrot og tryggingarféð dugar ekki. Hvað með vexti af þessum haldlögðu fjármunum?
Frumvarpið er afturvirkt og tekur til ferða sem ekki voru farnar frá 15.mars. Neytendur hafa átt rétt á endurgreiðslu slíkra ferða frá 29. mars í fyrsta lagi, en ferðaskrifstofu ber að endurgreiða pakkaferð sem ekki er farin innan 14 daga frá aflýsingu. Er það skoðun ferðamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar, að hafi ferðaskrifstofa þráast við og vanrækt að sinna þeirri lagalegu skyldu sinni að endurgreiða neytandanum innan 14 daga frá niðurfellingu ferðar, að þá skuli ferðaskrifstofan ölast rétt til að fara með peninga neytandans næstu 12 mánuði. Hvað er það annað en eignaupptaka?
Svona aðför að stjórnarskrárvörðum eignarrétti og neytendarétti er ekki hægt að samþykkja. Ég skora á ráðherra að láta starfsfólk ráðuneytis hennar ekki fleka sig lengur til þessarar vanhugsuðu lagasetningar og draga þetta frumvarp til baka. Ef ekki þá vona ég að þingmenn sýni réttindum neytenda og stjórnarskrárvörðum eignarrétti einstaklinga þá virðingu að fella frumvarpið.
28.4.2020 | 09:09
Hinn sanni þjóðarauður
Í kjölfar efnahagslegra þrenginga og erfiðleika einkafyrirtækja vegna aðgerða stjórnvalda gegn C-19 hafa gamlir kommar skriðið á ný út úr holum sínum og láta víða til sín taka á samfélagsmiðulum. Inn holurnar, skriðu þeir þegar Kommúnisminn varð gjaldþrota 1989 og gat ekki brauðfætt þær þjóðir sem honum tilheyrðu. Nú telja þeir vera lag þar sem komið sá að endalokum markaðshagkerfisins.
Í hita augnabliksins hafa sumir gamlir eðalkratar ringlast í höfðinu eins og Jón Baldvin, sem færði Alþýðuflokkinn svo langt til markaðshyggju, að hann klofnaði. Nú telur hann helst til varnar vorum sóma að dansa á ný á Rauðu ljósi.
Forustumenn Samfylkingarinnar Logi formaður og Ágúst Ólafur prédika að sannur þjóðarauður séu opinberir starfsmenn og leggja til að ríkið færi út kvíarnar í þessum hremmingum og fjölgi hálaunastörfum hins opinbera sem aldrei fyrr. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fylkir liði sínu til verkfalla enda feitan gölt að flá hjá ríki og sveitarfélögum, þegar tekjur geta dregist saman allt að helmingi.
Í hugum þessa fólks virðist það ekki neinum vafa undirorpið að endalok markaðshagkerfisins, kapítalismans sé runnin upp og best sé að láta þá sem eru að bögglast við að reka fyrirtæki á eigin kostnað einungis njóta þeirra mola sem hrjóta af borðum hálaunaaðals í þjónustu ríkisins.
Framleiðsluverðmæti er eitthvað sem þetta vinstra fólk telur ekki skipta máli enda skilur það sjaldnast hvað í því felst.
Sennilega hefur aðeins einu sinni áður verið boðuð jafn purkunarlaus ríkishyggja. Það var hjá Rauðu Khmerunum í Kambodíu forðum daga.
25.4.2020 | 09:50
Grípum tækifærin
Þegar syrtir í álinn er mörgum gjarnt að sjá ekkert nema svartnættið. Klifað hefur verið á því að C-19 sé fordæmalaus sjúkdómur. Það er rangt. Mörg dæmi eru um sjúkdóma svipaðrar gerðar og farsóttir sem hafa verið mun skæðari. Það sem er fordæmalaust eru viðbrögðin þar sem þjóðfélögum er lokað og fólk skyldað til inniveru svo vikum skiptir.
Við höfum fengið á okkur högg,einkum ferðaþjónustan. C-19 veiran er skepna sem við þekkjum lítið, en smám saman hafa hrotið fróðleiksmolar af borðum vísindamanna. Sumir hverjir þess eðlis, að ætla má, að faraldurinn líði fyrr hjá, en ætlað hafði verið.
Tekist hefur að lágmarka útbreiðsluna hér á landi. Nú er því tími til kominn að athuga þá kosti sem eru í stöðunni. Óhætt ætti að vera að aflétta flestum hömlum sem verið hafa í gildi varðandi atvinnustarfsemi og mannamót, þó fjarlægðarmörk verði áfram virt auk nauðsynlegs hreinlætis.
Íslenska ferðaþjónustan og þjóðin á þá þann kost að markaðssetja Ísland sem land þar sem hvað öruggast er að vera bæði hvað varðar C-19 sem og góða heilbrigðisþjónustu. Ætla má að margir, sem hafa þurft að sætta sig við útgöngubann og inniveru svo vikum og mánuðum skiptir mundi kjósa það helst að fá að komast til lands sem býður upp á öryggi, ómenguð víðerni,hreint loft og vatn.
Við eigum því að vera viðbúin með markaðssókn um leið og ferðatakmörkunum er aflétt. Sá tími kemur fyrr en varir.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 388
- Sl. sólarhring: 448
- Sl. viku: 2869
- Frá upphafi: 2506712
Annað
- Innlit í dag: 374
- Innlit sl. viku: 2689
- Gestir í dag: 369
- IP-tölur í dag: 361
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson