Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
24.4.2020 | 09:49
Viðbrögð við veiru
Þegar atvinnutækifæri og þjóðarframleiðsla dregst verulega saman og ástæða er til að ætla að úr því verði ekki unnið næstu misserin er spurning hvernig auka má verðmætasköpun með sem skjótustum hætti.
Fljótvirkasta og farsælasta leiðin er að heimila auknar fiskveiðar þegar í stað svo, fremi að markaðir séu til staðar.
Þetta má skoða sem neyðarráðstöfun og því rétt að handhafar aflaheimilda fengju ekki þessar viðbóaaflaheimildir beint til sín heldur væri miðað við auknar krókaveiðar og viðbótin væri boðin upp á kvótamarkaði.
Byggðirnar um land allt sem kvarta nú sáran um atvinnuleysi og tekjutap ættu þá möguleika á að byggja lífsafkomuna á nýjan leik á fiskveiðum og fiskverkun í stað túrisma. Alla vega þangað til hann bankar upp á.
22.4.2020 | 08:24
Gjafir eru yður gefnar
Stjórnmálamenn eru hvað ánægðastir þegar þeir birtast eins og jólaveinar til að útdeila gjöfum til kjósenda á annarra kostnað. Andlit ráðherranna sem kynntu aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar nr. 2,voru eins og sól í hádegisstað svo glöð voru þau að geta kynnt nýju gjafirnar sem ríkisstjórnin af náð sinni ætlar að gefa, vegna afleiðinga C-19
Á sama tíma og gjafir eru gefnar, sem gjafþegar fagna, og þeir eru margir, skárra væri það nú þegar rúmlega einni loðnuvertíð brúttó er sturtað út úr ríkissjóði, þá skortir á heildahyggju.
Námsmenn hljóta að fagna því að búa eigi til 3000 ný störf í atvinnubótavinnu fyrir þá. En hvað með þá launþega á 3 tug þúsunda sem missir og hefur misst atvinnuna?
Gjafapakkar til sprotafyrirtækja, fjölmiðla, rannsóknarstarfa og margs annars sem nú eru teknir upp eiga ekkert sérstaklega við viðbrögð við þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú eru vegna fordæmalausra aðgerða stjórnvalda hér og erlendis við heimsfarsótt.
Þó látið hafi verið í veðri vaka að ríkissjóður standi svo vel að hann geti nánast allt, þá er það ekki svo. Gæta þarf ítrustu hagkvæmni og sparnaðar og forgangsraða til þeirra sem mest þurfa á að halda og beita almennum aðgerðum í stað sértækra.
Því miður er ekki hægt annað en að gefa þessum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar falleinkun þar sem miklum fjármunum er ausið úr ríkissjóði án þess að forgangsraðað sé fyrir almennar aðgerir sem nýtast þeim best, sem verða fyrir þyngsta högginu vegna fjármála- og atvinnukreppunar.
Fyrst þarf að gæta þess í kreppum að grípa til aðgerða til að vernda eignir og lágmarkslífskjör fólks. Gæta verður þess, að samræmi sé í aðgerðum og þær séu altækar en ekki sértækar eftir því sem kostur er.
Í stað sértækra gjafapakka þarf að grípa til altækra aðgerða eins og
afnema tryggingargjaldið,
frysta afborganir skulda í ákveðinn tíma,
láta vísitöluhækkanir á lán sem eru afleiðing þessara sérstöku aðgerða ekki koma fram og
endurstilla vísitöluviðmiðunina þegar fárið er gengið yfir.
Þá ríður á að það fólk, sem starfað hefur sem verktakar á ýmsum sviðum t.d. sem leiðsögumenn o.fl. og verður fyrir algjöru tekjutapi svo og aðrir sem starfa við afleidd störf, fái bætur frá hinu opinbera sem svara til þess, sem launþegar njóta í velferðarkerfinu.
18.4.2020 | 10:27
Leggjum niður glórulausa skattheimtu
Hræðslan við C-19 veiruna og viðbrögð stjórnvalda hafa girt fyrir tekjumöguleika fjölmargra einstaklinga í sjálfstæðri atvinnustarsemi og rýrt verulega möguleika annarra til að afla sér tekna. Við því þarf að bregðast með því að afnema skattlagningu sem nú er með öllu óréttmæt og viðmiðanir sem standast ekki lengur.
Tryggingargjald á atvinnurekstur hvort heldur stórrekstur eða einstaklingsrekstur hefur alltaf verið ósanngjarnt. Það er fráleitt að skattleggja einstaklinga sérstaklega fyrir að vinna hjá sjálfum sér hvað þá fyrir að ráða fólk til starfa.
Nú þegar tekjumöguleikar í mörgum greinum eru engir og tekjur nánast allra einstaklinga og lítilla fyrirtækja í atvinnurekstri rýrast verulega er tvennt til vilji stjórnmálamenn gera fólki kleyft að vinna sig út úr kreppunni. Annars vegar að létta af sköttum eða skattleggja fólk og dreifa síðan skattfénu út frá ríkinu að geðþótta stjórnmálamanna.
Aðgerðarpakkar ríkisstjórnarinnar hafa því miður verið með þeim hætti, að deila peningum úr ríkissjóði í stað þess að skera burt óréttmæta skattheimtu.
Það er lífsnauðsyn fyrir vöxt og viðgang eðlilegs atvinnulífs í landinu nú og þegar þessu fári lýkur, að létta af þeim sköttum sem eru óréttmætir og sérlega íþyngjandi miðað við aðstæður. Þar kemur þá helst til að skoða að leggja niður tryggingargjaldið, sem er áreiknaður skattur upp á 6.3% af ætluðum tekjum atvinnurekandans. Þá þarf að afnema viðmiðunarfjárhæðir Ríkisskattstjóra til útreiknings staðgreiðslugjalda.
Viðmiðunarfjárhæðir Ríkisskattstjóra fyrir atvinnurekendur segja, ef þú stundar þessa atvinnugrein átt þú að hafa þessar tekjur og greiða skatt af þeim hvort sem þú hefur þær eða ekki. Fyrir liggur að þessar viðmiðanir eru allar hrundar til grunna og þá er eðlilegt að gefa borgurnum heimild til að greiða staðfgreiðslugjald á grundvelli rauntekna eins og þær eru nú í stað ímyndaðra tekna sem Ríkisskattstjóri telur að fólk í sjálfstæðum atvinnurekstri eigi að hafa skv. reikniformúlu sem heldur engu vatni núna.
Þessar ráðstafanir verður að gera þegar í stað og þær eru affarasælli en sú stefna ríkisvaldsins skv. þeim aðgerðarpökkum sem hefur verið spilað út, að halda skattheimtunni áfram og greiða síðan til ákveðinna aðila eftir geðþótta.
Afnám tryggingargjaldsins og viðmiðunartekna Ríkisskattstjóra eru nauðsynleg fyrsta aðgerð til að koma á móts við einkafyrirtæki í ástandi eins og nú ríkir. Slík aðgerð er til þess fallin, að lítil og meðalstór fyirtæki geti lifað af og hún gerir ekki upp á milli einstaklinga ólíkt því sem allir gjafapakkar ríkisstjórnarinnar til þessa munu gera.
31.3.2020 | 09:20
Miðflokkurinn í kompaníi við allífið.
Sú var tíðin að Sameinaða Samfylkingin (SS) þ.e. Píratar,Viðreisn, Flokkur fólksins og að sjálfsögðu Samfylkingin útskúfuðu Miðflokknum og töldu hann ómerkilegri og ef eitthvað var ógeðslegri en skítinn undir skónum sínum. Talsmenn þessara flokka sögðu í einkasamtölum, ræðu og riti eftir Klausturhlerunina, að ekki væri komandi nálægt Miðflokknum og útskúfa ætti honum algerlega í þingstörfum og helst að gera hann þingrækan.
Stormsveit Pírata tók auk heldur til þess ráðs að beita einn Klausturbaróninn einelti þegar hann kom í ræðustól Alþingis og stillti stormsveitin sér upp í sérútbúnum klæðnaði þar sem lýst var yfir skefjalausri óbeit á viðkomandi.
Miðflokkurinn var firrtur vinum á hinu háa Alþingi þar sem stjórnarflokkarnir sýndu þeim óvirðingu sem og SS, þó það væri allt mun þekkilegra.
Svo sérkennilega brá við, að eins fór um Miðflokkinn og púkann á fjósbitanum. Miðflokkurinn fitnaði því meir hvað fylgi varðaði, þeim mun harðar sem SS sótti að honum.
Nú er öldin önnur. Miðflokkurinn er kominn í kompaní við allífið eins og Matthías Johannesen ritstjóri og skáld orðaði það í viðtalsbókinni við meistara Þórberg. Í gær stóð SS ásamt Miðflokknum að sameiginlegum tillögum um hefðbundið sósíalískt yfirboð í anda slíkrar stjórnarandstöðu. Þetta gerðist, þegar mestu skipti að stjórnmálamenn þessa lands standi saman og láti skynsemina ráða frekar en reyna að fiska atkvæði með yfirboðum.
Miðflokkurinn er greinilega ekki ótækur lengur að mati SS, allar bjargir bannaðar og enginn hlutur heimill nema helvíti eins og það var orðað til forna þegar einstaklingur, hópar eða þjóðir voru bannfærðir af prelátum kaþólsku kirkjunnar.
Miðflokkurinn hefur verið tekinn í sátt
Spurningin er þá hvort fjósbitanum hafi verið kippt undan Miðflokknum með alkunnum afleiðingum fyrir þann sem þann bita sat.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2020 | 15:35
Arðgreiðslur og ríkisaðstoð
Ríkisvaldið hefur ákveðið m.a. að greiða launþegum sem þurfa að sætta sig við skert starfshlutfall vegna Kóvit faraldursins ákveðnar bætur skv. nýsamþykktum lögum um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar.
Ljóst er t.d. að ferðamannaiðnaðurinn er hruninn tímabundið og mörg lítil einkafyrirtæki í verslun og þjónustu þurfa að draga verulega saman vegna þess að eftirspurn er mun minni en áður og í sumum tilvikum engin.
Lögin eiga aðtryggja launþegum svipaða afkomu tímabundið eins og þeir bjuggu við áður en til þessara hamfara kom.
Allir voru sammála þessum aðgerðum þegar lögin voru afgreidd frá Alþingi. Nú heyrist hins vegar víða úr holtum nær og fjær, að það sé hið versta mál að borga launakostnað aðila sem hafi grætt vel á undanförnum árum og eigendurnir hafi leyst til sín mikinn hagnað í formi arðgreiðslna.
Eðlilegt er að mörgum finnist það fjarri félagslegu réttlæti að borga að sumra mati hluta launakostnað fyrirtækja, sem voru í góðum rekstri og hafa mokað inn hagnaði á undanförnum árum. En lögin og þessar greiðslur hafa ekkert með arðsemi og arðgreiðslur fyrirtækjanna að gera. Lögin og úrræðin snúa að launþegum og því, að launþegar verði ekki fyrir hnjaski.
Þeir sem gagnrýna þessar ráðstafanir út frá sjónarmiðum svokallaðs félagslegs réttlætis sést yfir þær staðreyndir, að það er ekki verið að borga launakostnað fyrirtækja hvorki Bláa lónsins né annarra og það ættu allir að geta verið sammála um að það er betra að taka þessu vonandi tímabundna höggi með því að fyrirtækin skerði starfshlutfall og því sé mætt af ríkinu með greiðslum til launþega heldur en að fyrirtækin segi upp starfsfólki. Þá yrðu heildargreiðslur vegna atvinnuleysis mun meiri en með þessu fyrirkomulagi.
Öllum er vonandi ljóst, að segi fyrirtæki upp starfsfólki og það starfsfólk fær greiðslur úr atvinnuleysistryggingarsjóði, þá er ekki verið að borga launakostnað fyrirtækjanna ekki frekar en þegar starfsólk fyrirtækjanna þarf að sæta skertu starfshlutfalli.
Í umræðunni nú sem fyrr skiptir máli að draga réttar ályktanir af gefnum forsendum en rugla ekki saman andstöðu við einstök fyrirtæki og eigendur þeirra græði, og þess félagslega réttlætis fyrir launafólk, sem verið er að hlúa að með lögunum.
25.3.2020 | 08:05
Sitthvað gerum við vel.
Í úttekt í Daily Telegraph í gær er m.a. fjallað um könnun á fjölda smitaðra af Covid veirunni. Þar kemur fram að hvergi er skráning eða eftirlit með földa smitaðra betra en hér á landi. Skv. úttektinni verður ekki annað séð, en að útilokað sé að sjá hver fjöldi smitaðra er t.d.á Ítalíu, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum. Tölur frá þessum löndum um fjölda smitaðra og dánartíðni eru því nánast ómarktækar.
Við höfum staðið okkur best í alþjóðlegum samanburði varðandi skráningu og að mestu leyti varðandi viðbrögð, þó getum við hugsanlega sitthvað lært af Suður Kóreu.
Fjöldi smitaðra á Íslandi nálgast að vera o.3% þjóðarinnar og tæp 3% landsmanna eru eða hafa verið í sóttkví. Miðað við það er eðlilegt,að skoða hvort stöðugt hertari aðgerðir við að loka á mannleg samskipti og atvinnulíf séu réttlætanlegar.
Mér er til efs, að ekki sé hægt að halda margvíslegri starfsemi gangandi, sem nú hefur verið lokað, án þess að það auki á smithættu, ef full aðgát er höfð. Í því sambandi kemur manni í hug m.a. starfsemi hárskera, líkamsræktarstöðva, sjúkraþjálfara,kvikmyndahúsa og margrar annarrar starfsemi. Hafa einhver eða það mörg smit greinst frá þesskonar starfsemi að kalli á lokun? Er ekki hægt að setja viðmiðunarreglur um slíka starfsemi til að lágmarka áhættu á smiti?
Það sem við vitum fyrir víst um þessa veiru í dag er að hún er fyrst og fremst hættuleg fyrir fólk sem hefur náð sjötíu ára aldri og þaðan af meira og er með undirliggjandi sjúkdóma.
Er þá ekki mikilvægast að reyna eftir megni að koma þeim þjóðfélagshópi í var, en láta þjóðfélagið ganga að mestu leyti sinn gang að öðru leyti?
Fólkið sem hefur verið í framlínunni hjá okkur í baráttunni við þessa veiru hefur staðið sig vel og gert sumt best af því sem gert hefur verið í heiminum. Það kemst þó ekki hjá því að verða fyrir áhrifum stöðugt harkalegri aðgerða sem gripið er til annarsstaðar, sem og ákalli öfgafólks um að lokað verði á alla mannlega starfsemi í landinu. En þar reynir á, að það sé gert sem þarf, en frjóangar atvinnulífsins séu ekki drepnir eða settir í dvala umfram það sem brýna nauðsyn ber til.
13.3.2020 | 09:25
Frestur er á illu bestur en dugar ekki alltaf.
Fjármála- og efnahagsmálaráðherra mun fljótlega mæla fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar um heimild sumra skattgreiðenda til að fresta greiðslu gjalda sinna. Tillögurnar eru nauðsynlegar en duga ekki til.
Þegar Donald Trump tók þá glórulausu ákvörðun að loka á ferðir flugvéla frá Evrópu til Bandaríkjanna varð ljóst, að kreppan vegna Kórónuveirunnar mundi dýpka verulega. Tekjur fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga munu því óhjákvæmilega dragast verulega saman eða í sumum tilvikum verða að engu.
Við slíkar aðstæður hefur það áhrif á allt þjóðfélagið og nánast allir rekstraraðilar verða fyrir verulegu áfalli. Þá skiptir máli að ríkisstjórnin geri ráðstafanir sem dugi. Þá þarf meira að koma til en frestur á greiðslu opinberra gjalda og markaðssetning Íslans fyrir ferðafólk.
Tvennt skiptir þar máli umfram annað sem ríkisstjórnin getur gert. Í fyrsta lagi að afnema eða lækka verulega skatta á fyrirtæki og einstaklingsrekstur m.a. með tímabundnu afnámi tryggingargjalds og ýmissa annarra rekstrartengdra gjalda á fyrirtæki. Einnig að afnema tímabundið svonefnda græna skatta og kolefnisjöfnunarskatta.
Annað sem ríkisstjórnin getur gert til að auka verðmætasköpun í landinu er að heimila verulega auknar fiskveiðar við landið og þá er verið að tala um aukningu umfram tilmæli Hafrannsóknarstofnunar auk þess, sem að krókaveiðar yrðu gefnar frjálsar tímabundið.
Líkur eru á að verðbólga hækki nokkuð í svona árferði með falli krónunnar og þá mælir neysluverðsvísitalan verulega hækkun án þess að raunveruleg verðmætasköpun standi á bakvið þá hækkun heldur öðru nær. Við þær aðstæður er nauðsynlegt til að vernda heimilin í landinu með því, að afnema tímabundið afleiðingar hækkunar vísitölunnar. Á sama tíma þarf að fara fram á það við bankakerfið í landinu að lækka vexti almennt bæði á almennum skuldabréfum til almennings t.d. til húsnæðislána og til atvinnurekstrarins.
Grípa þarf til þessara aðgerða strax. Síðan getur þurft að grípa til frekari aðgerða ef kreppan vegna veirunnar dregst á langinn og dýpkar enn.
Mikilvægt er að fara að ólíkt Trump í þessu efni og taka fumlausar, velígrundaðar og skynsamar ákvarðanir, sem eru líklegar til að styðja við bakið á þeim sem mest þurfa á að halda og koma í veg fyrir að almenningur í landinu þurfi að liggja óbættur hjá garði.
15.2.2020 | 11:52
Innviðir
Stjórnmálaumræða einkennist af því, að stjórnmálafólk segir sömu hlutina með sömu orðum. Ákveðinn orð fá nýjan sess og allt snýst um þau í pólitískri umræðu.
Eitt þessara orða er "innviðir" Innviðir hafa þá sérstöku náttúru, að allir eru sammála um að hlúa þurfi að þeim og styrkja þá. Þetta hentar stjórnmálamönnum vel. Þeir eru alltaf á öruggu svæði þegar þeir tala um mikilvægi þess að styrkja innviðina. Stjórnarsáttmálinn ber þess glöggt merki.
Nýlega sagði fjármálaráðherra að rétt væri að selja einn ríkisbanka og nota söluverðið til að styrkja "innviðina".
En hvað eru "innviðir" skv. skilgreiningu fjármálaráðherra, er það nánast allt sem varðar starfsemi hins opinbera. Styrking innviða táknar þá, að auka ríkisútgjöld til einhvers.
Skv. orðabók menningarsjóðs árið 1963 segir að innviðir séu máttarviðir inni í byggingu, skipi eða þess háttar. Á vísindavef Háskóla Íslands hefur orið heldur betur farið á flug og hefur merkingu sem nær nánast þeim skilningi sem fjármálaráðherra setti fram um um merkingu þess.
Vísindavefur Háskóla Íslands segir m.a.:Það eru "sterk tengsl á milli fjárfestinga í innviðum og innviðastöðu hagkerfisins annarsvegar og framleiðniþróun og hagvaxtar hinsvegar. Á þessum grundvelli hvílir áhugi margra hagfræðinga(og stjórnmálamanna)á innviðauppbyggingu"
Með þokkalegri rökhugsun getur hver og einn komist að sömu niðurstöðu og vísindavefurinn,að með því að auka fjárfestingu í innviðum styrkist innviðastaða samfélagsins. Þessvegna er þetta orð gjörsamlega öruggt fyrir stjórnmálafólk að nota. Hver gæti verið á móti því að styrkja innviðastöðu samfélagsins?
Innviðir hafa orðið heildarhugtak fyrir eitthvað á vegum hins opinbera. Vafalaust yrði stjórnmálaumræðan markvissari ef stjórnmálafólk segði hvað það vill gera og hvernig þeir vilja forgangsraða.
Þannig var stjórnmálafólk á árum áður.
En nú þegar það þykir henta að stela stöðugt meira og meira af skattgreiðendum með ofurskattheimtu, þá er e.t.v. hentara að bregða fyrir sig merkingarlitlu tískuorði, sem enginn getur verið á móti, þegar seilast á dýpra í vasa skattgreiðenda eða selja eignir þeirra.
9.2.2020 | 10:09
Hvað skyldi kokkurinn heita
Formaður Viðreisnar lagði til, að gerð yrði skýrsla fyrir Alþingi þar sem borin yrðu saman auðlindagjöld hér á landi og úthlutun veiðiréttinda og stjórnarhætti í Namibíu. Björn Bjarnason gerir þessum ruglanda góð skil í færslu sem hann nefnir "Lýðskrum í skýslubeiðni á Alþingi"
Formaður Viðreisnar vill útreikning á óasmanburðarhæfum hlutum og nota á við það reikningskúnstir og mismunandi gögn sem gerir það að verkum að mér datt í hug saga af samskiptum listmálarans Jóhannesar Kjarval og stærðfræðingsins Ólafs Daníelssonar þegar þeir hittust niður við höfn í Reykjavík.
Kjarval sagði. Mig langar til að leggja fyrir þig eina spurningu af því að þú ert stærðfræðingur. Jæja hver er hún sagði Ólafur. Já það siglir skip til Ameríku, segir Kjarval. Skipið er 2000 smálestir að stærð og er statt á 64 gráðu norðurbreiddar, en skipstjórinn er fertugur að aldri. Nú hvað er það svo sem þig langar til að vita spyr Ólafur. Ja mig langar til að vita hvað kokkurinn á skipinu mundi heita sagði Kjarval.
Líklegt er að þeir sem þurfa að vinna skýrsluna fyrir Alþingi skv. uppleggi formanns Viðreisnar lendi í álíka hremmingum og Ólafur Daníelsson við að svara svona kúnstugum samanburði og Þorgerður Katrín vill fá upplýsingar um og Ólafur Daníelsson forðum við að svara spurningunni um það hvað kokkurinn á skipinu héti skv. uppleggi Kjarval.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2020 | 17:51
Bara ömurlegt: Þetta á líka við um Katrínu, Guðna og Agnesi.
Carl I Hagen er merkilegur norskur stjórnmálamaður. Hann byggði upp Framfaraflokkinn norska nánast frá grunni. Hann er þekktur fyrir að vera rökfastur og segja sínar skoðanir umbúðalaust.
Í bloggfærslu í gær slátraði hann ræðu norska forsætisráðherrans eins og segir í fyrirsögn Netavisen. Gagnrýni Hagen á ræðu norska forsætisráðherrans á ekki síður við um nýársávörp Guðna Th. Jóhannessonar forseta, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Agnesar biskups þjóðkirkjunnar. Carl I Hagen sagði að ræða Ernu Solbert forsætisráðherra hefði verið ömurleg (eins og ræður Guðna, Katrínar og Agnesar).
Það sem Carl I Hagen sagði um ræðu norska forsætisráðherrans, en á ekki síður við okkar forustufólk er svohljóðandi:
"Er hnattræn hlýnun virkilega stærsta vandamálið sem Noregur stendur frammi fyrir? Það var alla vega skoðun forsætisráðherrans Ernu í nýársávarpi hennar. Bara ömurlegt.
Fullyrt er án þess að sannanir séu til staðar skv. vísindalegum könnunum eða vísindalegra hugmynda sem hægt er að taka alvarlega, að það sem mennirnir setja út í andrúmsloftið af lofttegundinni CO2, sem er raunar lífgefandi, geti haft áhrif á hnattræna hlýnun (en semsagt ekki staðbundna)
Nokkrar staðreyndir sem Erna gleymdi:
CO2 er næring fyrir allt líf sérstaklega allan gróður.
Innihald CO2 í lofthjúpnum er 0.041 prósent. 3-5% af losuninni kemur frá fólki, en restin frá náttúrunni. Hlutfall Noregs í losuninni er 0.11 prósent.
Ef Noregur hætti allri losun kolefnis, hefði það svipaða þýðingu og þegar lítill strákur pissar í sjóinn. Semsagt núll.
Slæmt að Erna skuli telja að takmörkun losunar kolefnis sem kostar 30-50 milljarða Norskra króna árlega, sé mikilvægasta áskorunin, sem við stöndum frammi fyrir. - Bara ömurlegt.
Persónulega finnst mér mikilvægara að hugsa betur um gamla fólkið okkar, fá betra heilbrigðiskerfi, betri skóla, betri innviði og varnir o.s.frv. Og lægri skattar og gjöld fyrir flest fólk hér í Noregi er mikilvægara og semsagt betra."
Það sem Carl I. Hagen gagnrýnir á nákvæmlega við með sama hætti um ræður forseta Íslands, forsætisráðherra og biskupsins yfir Íslandi. Óneitanlega sérstök trúarbrögð sem hafa heltekið margt forustufólk í hinu kalda Norðri.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 99
- Sl. sólarhring: 362
- Sl. viku: 4207
- Frá upphafi: 2603981
Annað
- Innlit í dag: 88
- Innlit sl. viku: 3935
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson