Færsluflokkur: Löggæsla
13.1.2021 | 12:35
Frelsið er fallvalt
Lögreglan í Derbýhéraði á Bretlandi handtók þær Jessicu Allen og Elizu Moore fyrir nokkru. Þær ætluðu í göngutúr á auðu svæði og fóru frá heimilum sínum og óku 8 km. frá heimilum sínum hvor á sínum bíl þangað sem þær höfðu mælt sér mót. Þær höfðu með sér brúsa með piparmyntute til að svala þorstanum á göngunni.
Lögreglan gat ekki unnt þeim þessa og handók þær og sektaði hvora um sig um 200 pund eða jafnvirði kr. 35.000.- Glæpurinn var að ætla út að ganga of langt frá heimilum sínum. Sektin var raunar síðan felld niður en það er annað mál.
Þegar borgarar fá ekki að fara á auð svæði til að fara í göngutúr, til að halda við heilsu sinni og styrkja sig auk þess að fá lífsnauðsynlegt D vítamín til að berjast gegn Kórónuveirunni þá er langt gengið í sóttvarnarráðstöfunum og sýnir betur en margt annað hvað það er hættulegt að afhenda stjórnvöldum möguleika á að loka inni íbúa á ákveðnum svæðum hvað þá heilar þjóðir og svipta þá grundvallarfrelsi sínu til að ráða yfir verustað sínum.
Jafnvel hjólreiðamenn hafa verið handteknir og sektaðir á Bretlandi jafnvel þó ekki sé vitað til að Kórónuveiran ferðist um á reiðhjóli.
Við höfum orðið vitni að því að undanförnu hvað auðvelt er að svipta einstaklinga frelsi sínu á grundvelli raunverulegra eða ímyndaðra heilsufarsráðstafana.
Miðað við þá reynslu sem liggur fyrir eftir ítrekaðar frelsisskerðingar borgaranna þar sem farið er algjörlega umfram allt meðalhóf, þá verður ekki annað séð, en það sé glapræði af Alþingi að ætla að samþykkja að opinberir starfsmenn geti svipt fólk frelsi sínu nánast að geðþótta og fyrirskipað útgöngubann
Útgöngubann bæja, borga og jafnvel íbúa heils lands er svo hriklaleg frelsisskerðing að það er vægast sagt fráleitt, að ætla að samþykkja lög, sem heimila slíka frelsisskerðingu án aðkomu löggjafans.
Fyrir nokkru samþykkti Alþingi lög sem stöðvuðu verkfall ákveðinna starfsmanan Landhelgisgæslunnar vegna öryggismála. Meðferð málsins á Alþingi tók dagpart. Ljóst má vera, að komi upp aðstæður sem kalli á útgöngubann, þá eru engin vandkvæði á því að Alþingi geti afgreitt slíka tillögu verði í raun nauðsyn á aða beita slíkum aðgerðum.
Alþingi ber því að hafna tillögum í nýjum sóttvarnarlögum um heimild fyrir heilbrigðisyfirvöld til a beita hatrammari sóttvarnarráðstöfnum en nú er þ.á.m. útgöngubanni. Frelsið er vandmeðfarið og viðkvæmt og dæmin á síðasta ári og þessu sýna, að mikillar varúðar er þörf og frekari framsal valds til heilbrigðisyfirvalda býður hættunni heim.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2021 | 11:37
Katrín, Steingrímur og Trump
Árásir á löggjafarþing lýðræðisríkja eru ávallt fordæmanlegar. Þeir sem hvetja til slíks eða standa með einum eða öðrum hætti að því að etja fólki áfram í slíkum árásum bera þunga sök.
Í gærkvöldi og nótt var sótt að þinghúsinu í höfuðborg Bandaríkjanna. Donald Trump hvatti með einum og öðrum hætti til mótmælanna og gætti þess ekki að koma þeim skilaboðum strax til mótmælenda að hann væri algjörlega mótfallinn ofbeldi og ásókn að þinghúsinu. Hann ber því þunga sök vegna þessarar atlögu gegn lýðkjörnum fulltrúum bandarísku þjóðarinnar.
Árið 2008 og í ársbyrjun 2009 var sótt ítrekað að Alþingi. Ljóst var að forusta Vinstri grænna hafði velþóknun á þeim ásóknum og jafnvel meira en það, þ.á.m. núverandi forseti Alþingis og núverandi forsætisráðherra og gættu þess ekki frekar en Trump að mótmæla ásókninni gegn lýðkjörnum fulltrúum íslensku þjóðarinnar í tíma.
Er eðlismunur á framgöngu Trump og Steingríms J. Sigfússonar og Katrínar Jakobsdóttur?
Íslenskir ráðamenn ættu að gaumgæfa þetta þegar þeir hver á fætur öðrum fordæma Trump, en samþykkja að Katrín og Steingrímur gegni æðstu trúnaðarstöðum lýðkjörinna fulltrúa í lýðveldinu Íslandi.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2021 | 23:23
Svívirðileg árás á lýðræðið
Árás stuðningsfólks Donald Trump á þinghúsið í Washington DC er svívirðileg árás á lýðræðið. Bandaríkin hafa verið talin meðal fremstu lýðræðisríkja heims og eru það. Það skiptir því máli, að valdaskipti fari fram með friðsamlegum hætti, með þeirri röð og reglu sem reglur lýðræðisins gera kröfu til.
Donald Trump hefur gengið of langt eftir að úrslit lágu fyrir í forsetakosningunum og ljóst var að þeim yrði ekki hnekkt. Þá var mál að viðurkenna ósigur og vinna í samræmi við þær reglur sem lýðræðið gerir kröfu til og koma tvíefldur til næstu kosninga, ef svo bar undir.
Því miður hefur Donald Trump ekki sést fyrir. Afleiðingin af því er m.a. að Repúblikanar hafa misst meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Donald Trump á ekki annan kost nú, vilji hann halda virðingu sinni sem lýðræðislegur forustumaður en fordæma árásina á þinghúsið, viðurkenna ósigur sinn og lýsa yfir vilja til að aðstoða viðtakandi forseta eftir megni.
Sennilega var það rétt sem einhver sagði, að það sem fólk telur Trump standa fyrir á meiri möguleika á að ná fram að ganga án Trump en með honum. Hafi það ekki verið orð að sönnu þegar það var sagt, þá verður ekki annað séð en þannig sé það eftir atburði síðustu vikna.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.12.2020 | 18:54
Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög?
Sagt er að sá mikli heimspekingur, flakkari og listamaður Sölvi Helgason hafi eitt sinn reiknað tvíbura í afríkanska konu og hafi annar verið ljós á hörund en hinn hörundsdökkur.
Svipaðir útreikningar eru nú á sveimi mismunandi áreiðanlegir eins og gengur. Rekstraraðilar Ásmundasalar hafa komist að þeirri niðurstöðu 5 dögum eftir að lögregla stöðvaði samkvæmi í salnum á Þorláksmessu, að það hafi ekki verið um nein brot á sóttvarnarlögum að ræða. Afsökunarbeiðni þeirra var því röng og þar af leiðandi aðgerðir lögreglu fráleitar og óafsakanlegar.
Fjármálaráðherra var þar af leiðandi að biðjast afsökunar á broti, sem enginn möguleiki var skv. því að hefði verið framið. Raunar hefur þeim sem skrifað hafa um það mál yfirsést, að það var ekki hlutverk fjármálaráðherra að sjá um sóttvarnir í Ásmundarsal og á þeim bar hann ekki ábyrgð. Þá mundi einhver vafalaust segja: "og þó.
Á sama tíma berast fregnir af því að sjálfur sóttvarnarlæknir og heilbrigðisráðherra hafi brotið eigin reglur og tilmæli við móttöku á heilfrystu bóluefni í morgun og sjáist það glögglega á ljósmynd, sem tekin var af því tilefni.
Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnarlæknir hafa beðist afsökunar og geta vafalaust sagt eins og frambjóðandi Framsóknarflokksins á Vestfjörðum sagði forðum þegar deilt var um útlit stórhýsis sem verið var að byggja í Reykjavík og andstæðingur hans frambjóðandi Sjáflstæðisflokksins brá þá upp ljósmynd af byggingunni. Þá varð Framsóknarmanninum að orði: "Lygi er lygi jafnvel þó hún sé á ljósmynd". Þannig gæti sóttvarnalæknir einnig farið að en Guðni vinur minn Ágústsson fullyrðir að í honum séu rótföst Framsóknargen sem stuðlaberg í marga ættliði.
Vandi þjóðarinnar er því ekki minni en hann var þegar Jón Hreggviðsson viðhafði hin frægu ummæli: "Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó."
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.12.2020 | 13:04
Hvað verður nú til varnar vorum sóma?
Fyrir nokkru hafði lögreglan afskipti af mótmælafundi fólks, sem taldi sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórn ganga of langt. Sagt var, að ákæra yrði þá sem að þessu höfðu staðið þ.á.m. lækni, sem nýverið var svipt starfi sínu vegna skoðana sinna.
Á Þorláksmessu hafði lögreglan afskipti af partíi ríka fína fólksins í Ásmundarsal í Reykjavík. Ráðherra sem hafði sett reglur sem bannaði slíkt samkomuhald, tók þátt í partíinu, sennilega á forsendunni sem orðuð var í rómverska orðtakin: Quod licet Jovi non licet bovi" (í frjálslegri þýðingu: Það sem guðunum leyfist leyfist ekki skóflupakkinu)
Laust eftir miðnætti á jólanótt hafði lögreglan síðan afskipti af messu í Landakotskirkju, en þeir í kaþólska söfnuðinum eru ekki eins værukærir og Lútherskir kollegar þeirra.
Hvað gerir nú ákæruvaldið? Verða mótmælendurnir, sem draga í efa gildi sóttvarnarreglnanna ákærðir? Verður ráðherrann og hitt ríka fína fólkið ákært? Verða kirkjugestir og forstöðumenn kaþólskra safnaðarins ákært?
Málsvörn mótmælendanna er til staðar, þeir fylgdu sannfæringu sinni. Málsvörn kaþólsku kirkjunnar er líka til staðar, trúfrelsisákvæði stjórnarskrár og mörk þess og alsherjarreglu.
En hver er þá málsvörn ráðherrans og hins ríka og fína fólksins? Þau voru vísvitandi að brjóta reglur og hætt er við að málsvörn aðila sem stendur að því að setja reglur og brjóti þær svo, verði harla haldlítil. Svo er spurningin sem þjóðin þarf að svara hvort það skipti yfirhöfuð einhverju máli.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2020 | 09:47
Landakot og aðrir valkostir. Hvers er ábyrgðin?
Niðurstaðan úr könnun Landsspítalans á orsökum hópsmitsins á Landakoti, alvarlegasta hópsmitsins í Cóvíd faraldrinum, var sú að húsnæðið hefði verið ófullnægjandi. Sóttvarnarlæknir sagði af því tilefni, að það hefði öllum verið ljóst í töluverðan tíma. Fleiri tóku undir það.
Nú liggur fyrir að aðrir kostir voru í boði, sem hefðu gert mögulegt að koma í veg fyrir þetta. En það var hjá einkaaðilum, sem heilbrigðistráðherra vill helst ekki eiga samskipti við.
Ekkert gert og ófullkomna hættulega húsnæðið var notað áfram.
Ber engin ábyrgð á þessu? Vitað var að húsnæðið á Landakoti var ábótavant en tiltækir kostir til að bæta úr því voru ekki nýttir. Þarf enginn að axla ábyrgð vegna atviks sem leiddi til þess að meira en tugur einstaklinga lét lífið?
Nú er verið að sækja tvo einstaklinga til saka skv. ákæru Héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð í fyrirtæki þeirra. Gildir eitthvað annað um þá opinberu aðila, sem með ákvörðunum sínum eða ákvarðanaleysi verða valdir að ótímabærum dauðsföllum?
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2020 | 10:29
Hinir ábyrgðarlausu
Hver vill bera ábyrgð á því, að sjúkraþyrla komist ekki til að ná í dauðveika sjúklinga til að bjarga lífi þeirra eða aðstoða sjómenn í sjávarháska?
Tveir stjórnmálaflokkar Samfylkingin og Píratar segja að það komi þeim ekki við. Aðrir stjórnmálaflokkar öxluðu þá ábyrgð sem fylgir því að vera í pólitík og greiddu atkvæði með því að mikilvæg björgunartæki séu til taks ef líf liggur við.
Píratar hafa á líftíma sínum markað sér stöðu, sem ábyrgðarlaus á móti flokkur án takmarks eða skiljanlegs tilgangs.
Öðru máli gegnir um Samfylkinguna, sem á sér nokkra sögu um að vera ábyrgur flokkur. En frá því að Logi Már Einarsson tók við formennsku, hefur Samfylkingin hoppað í takt með Pírötum og frumkvæðislaus, en gagnrýnt allar aðgerðir með óábyrgum yfirboðum. Logi skákaði Samfylkingunni síðan rækilega út í horn með því að útiloka samstarf við flokka sem njóta fylgis um 40% þjóðarinnar.
Það er slæmt fyrir íslensk stjórnmál, að jafnaðarmenn skuli ekki eiga flokk lengur, sem hefur hugmyndafræðilega kjölfestu eins og jafnaðarmannaflokkar á hinum Norðurlöndunum og þor til að takast á við vandamál sem koma upp í þjóðfélaginu, en skáka sér út í ábyrgðarleysishornið í hverju málinu á fætur öðru.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2020 | 12:20
Of lítið. Of seint
Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla öryggi í álfunni og herða eftirlit á ytri landamærunum vegna ódæðisverka Íslamista í Austurríki og Frakklandi fyrir stuttu.
Þess var minnst, að 5 ár eru liðin frá stórfelldum hryðjuverkum Íslamista í París og víðar. En af hverju var ekki brugðist við þá með hertum aðgerðum?
Ráðamenn Evrópu bera mikla ábyrgð á því að bregðast ekki við af hörku fyrr. Fyrir 5 árum mátti staðan í þessum málum vera ljós. Hættan var veruleg ekki síst vegna þess að fjölmargir múslimar í Evrópu telja ekkert athugavert við hryðjuverkin og sumir dásama hryðjuverkamennina.
Fólkið í Evrópu hefur lengið krafist þess, að reglur yrðu hertar, en ráðamenn hafa frestað því ítrekað sennilega af ótta við að verða kallaðir rasistar og níðingar eins og "góða fólkinu" er svo tamt að kalla þá sem vilja gera ráðstafanir í samræmi við heilbrigða skynsemi varðandi móttöku fólks frá íslömskum löndum.
Hryðjuverk, morð og víðtækar nauðganir hafa verið afleiðingar andvaraleysis ráðamanna Evrópu og nú er boðað til aðgerða, enn einu sinni, sem frekast virðast miða við, að friða almenning og láta sem verið sé að gera eitthvað.
Á sama tíma fara ráðamenn Íslands að, eins og sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi heyri þeir ekki. Ógnin og vandinn sem liggur fyrir vegna móttöku svokallaðra flóttamanna hefur legið fyrir um árabil og einmitt þá æða íslenskir stjórnmálamenn ofan í það sama fen og er í Evrópu til að búa til ógn gegn öryggi borgara þessa lands og valda víðtækum vandamálum í framtíðinni.
Því miður í boði Sjálfstæðisflokksins voru búin til vitlausustu útlendingalög sem til eru í álfunni. Auk heldur hafa landamæri Íslands orðið þau galopnustu í Evrópu með þeim afleiðingum að við tökum nú við fleiri flóttamönnum og kvótaflóttamönnum en önnur Norðurlönd.
Sjá íslenskir stjórnmálamenn virkilega ekki ástandið í Svíþjóð, þar sem forsætisráðherra landsins Stefan Lövgren viðurkennir að um ógn sé að ræða og lögreglan ráði ekki við vandamálin á fjölmörgum svæðum. Sjá menn ekki að Danir m.a. danski forsætisráðherrann sem líka er sósíaldemókrati gengur í að herða reglur til að stemma stigu við þessum vágestum m.a. með skírskotun hvernig ástandið er í Danmörku.
Íslenskir stjórnmálamenn neita að horfast í augu við vandann og gera ekkert. Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lætur það viðgangast, að félagi hryðjuverkasamtaka Íslamista fái landvist á Íslandi með fjölskyldu sinni. Öryggi fólksins í landinu er greinilega ekki í fyrsta sæti á þeim bæ.
Íslensk stjórnvöld verða að bregðist við með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi og gera m.a. víðtækar breytingar á útlendingalögunum og taki upp þá reglu að þeim sem geta ekki gert grein fyrir sér og komu sinni verði vísað tafarlaust til baka og skylda þann flutningsaðila,sem kom með fólkið að flytja það til baka.
Það er ekki of seint að bregðast við. En tíminn styttist óðum. Við viljum ekki lenda í sama vanda og Svíar og Danir.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2020 | 09:28
Enginn hlutur heimill nema helvíti
Helsta frétt RÚV í gærkvöldi var fordæming á lögreglukonu fyrir að hafa borið þrjá krossfána á lögreglubúningi sínum á mynd sem tekin var af henni fyrir tveim árum. Fréttastofan taldi þetta langt utan siðferðilegra marka og í fréttinni var rasistastimpli og fleiru klínt á þessa lögreglukonu.
Að sjálfsögðu gætti fréttastofan þess, að tala ekki við lögreglukonuna. Hún var fórnarlambið, sem átti þess ekki kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Þá kom ekki fram, að fréttastofan hefði gert sérstaka úttekt á þeim fánum sem lögreglukonan bar og almennt um gildi þeirra, en studdist við ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingkonu Pírata.
Varðstjóri í lögreglunni var dreginn upp af fréttastofunni til að vitna með skilningi RÚV eins og lautinant Valgerður forðum í Hjálpræðishernum um veginn af drottins náð sbr. kvæði Steins Steinars. Af hverju var talað við hann en ekki lögreglustjóra? Ef þetta var svona merkilegt eða mikilvægt mál, agabrot, rasismi, fasismi eða eitthvað í þá áttina var þá ekki eðlilegt að tala við lögreglustjóra en draga ekki upp utangátta og illa undirbúinn varðstjóra. Var ekki líka eðlilegt að tala við lögreglukonuna og eftir atvikum formann Lögreglufélagsins?
Í lok fréttarinnar kom fram af hverju fréttastofan hafði gert þetta að aðalfrétt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati hafði tekið málið upp á Alþingi og taldi mikilvægt að nefnd þingsins eyddi tíma í að ræða um tveggja ára gamla mynd af fánum á búningi lögreglukonu. RÚV þurfti að sjálfsögðu að styðja baráttu þessarrar "geðþekku" þingkonu þar sem undirskriftarsöfnuninni um nýju stjórnarskrána var lokið.
Það er engin furða þó að fólkið í landinu sé vanhaldið af eðlilegum fréttum, þegar fréttastofa RÚV er upptekin við það dögum, vikum og mánuðum saman að afflytja fréttir og stunda pólitískan áróður og gæta ekki þeirra lágmarkskrafna í fréttamennsku að virða mannréttindi þeirra sem um er fjallað, en frétt RÚV í gær var tvímælalaust meiðyrði og brot á persónuvernd lögreglukonunnar sem í hlut á. En það er e.t.v. í lagi að mati fréttamanna RÚV, sem eftir því sem best verður séð sjá ekki að aðrir en öfgavinstrafólk og hælisleitendur eigi nein slík réttindi.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2020 | 19:30
Hvað er vitlegt að gera?
Flestir telja það ávísun á galgopahátt að fara til Spánar vegna þess hve mikið er um Covid smit. En er það svo?
Hér í Valencia skíri og Costa Blanca svæðinu er töluvert minna um smit en heima á Íslandi. Samt sem áður er engin skimun á landamærunum hvað þá síðari skimun og sóttkví á milli. Flest smit hér eru eins og heima vegna skemmtanahalds um helgar.
Nánast engin smit greinast í síðari skimun en samt ætlar ríkisstjórnin að framlengja þessu argans bulli til 1. desember. Hvað kostar það fólk að þurfa að hanga heima eftir að það kemur heim í næstum því viku vegna þessa endemis rugls ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu nú margir hafa greinst við síðari skimun og eru það svo margir að það réttlæti þessar aðgerðir? Af hverju spyrja fréttamenn aldrei um það. Hvað kostar þetta margar tapaðar vinnustundir og leiðind án nokkurs vitlegs tilefnis.
Í kvöldfréttum kom fram, að sóttvarnarlæknir ætlar sér að auka á frelsisskerðingar fólks án þess að það sé skoðað hvaðan smitin koma. Þau koma ekki frá líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslustofum eða áhorfendum á íþróttaviðburðum. Meginhluti smitana koma vegna skemmtanahalds í Reykjavík um helgar. Er þá ekki nauðsyn að skoða það en láta aðra mannlega starfsemi í friði. Hvað þá að halda ekki áfram einhverju sem er algjör óþarfi eins og tvöföld skimun á landamærunum - já og þú þarft að borga fyrir þetta rugl.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 612
- Sl. sólarhring: 649
- Sl. viku: 3639
- Frá upphafi: 2512525
Annað
- Innlit í dag: 578
- Innlit sl. viku: 3403
- Gestir í dag: 565
- IP-tölur í dag: 549
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson