Færsluflokkur: Löggæsla
25.9.2020 | 08:04
Hvað brast svo hátt?
Hvað brast svo hátt spurði Ólafur Noregskonungur Tryggvason í Svoldarorustu, þegar bogi Einars Þambaskelfis brast.
"Noregur úr hendi þinni konungur svaraði Einar."
Svo fór. Ólafur féll og Noregi var skipt milli sigurvegaranna.
"Ef vér slítum í sundur lögin slítum vér í sundur friðinn" sagði Þorgeir Ljósvetningagoði þegar kristni var lögtekin á Íslandi.
Í gær ákvað ríkisstjórn Íslands með dómsmálaráðherra í broddi fylkingar, að slíta í sundur lögin og ganga á hagsmuni fólksins í landinu, með því að virða hvorki lögin né eigin ákvarðanir og láta undan ofbeldisfólki og lögbrjótum.
Skilaboðin sem ríkisstjórnin sendir borgurum þessa lands og heimsbyggðinni eru skelfileg.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.9.2020 | 09:33
Blessuð börnin og ofbeldi ráðamanna
Halldór Laxnes skilgreindi vel sérkennilega náttúru íslendínga í rökræðum:
"Því hefur verið haldið fram, að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um titlingaskít sem ekki kemur málinu við;en verði skelfingu lostnir og setji hljóða þegar komið er að kjarna máls."
Ákvörðun var tekin af löglegum yfirvöldum að vísa egypskri fjölskyldu úr landi í samræmi við íslensk lög og alþjóðalög. Ljóst var frá upphafi, að egypska fjölskyldan átti ekki rétt á alþjóðlegri vernd, en með fölskum málatilbúnaði og hatrammri varnarbaráttu lögmanns fjölskyldunnar var málið teygt og togað og dregið þannig að niðurstaða lá loks fyrir 15. nóvember 2019. Fjölskyldan átti þá að fara brott. Sú staðreynd að hún skyldi ekki fara var alfarið á hennar ábyrgð ekki annarra.
Loksins þegar ríkisvaldið ákvað, að sjá til þess, að lögum væri framfylgt, hófst sérkennilegur farsi þar sem lögmaður fjölskyldunnar leiddi málatilbúnaðinn. Málið var tekið upp í nefnd Alþingis. Ýmsir aðilar með lögmann fjölskyldunnar í broddi fylkingar halda því fram, að verið sé að brjóta á fjölskyldunni, þó engin lög eða reglur séu færðar fram því til staðfestingar.
Enn byrjar síðan nýr þáttur leikritsins, þar sem því er haldið fram að verið sé að brjóta rétt á börnum. Hvaða réttur skyldi það nú vera? Hvað hafa þeir sem þannig tala fært fram máli sínu til stuðnings. Ekki neitt. Vegna þess, að það er ekki verið að brjóta rétt á börnunum. Allt hefur verið gert hvað hana varðar með faglegum hætti á grundvelli laga og réttar.
Íslendingar eru góðgjarnt fólk og þessvegna á þessi falski áróður um að verið sé að brjóta rétt á börnunum greiðan aðgang að mörgum Talsmenn þeirra sjónarmiða gæta þess þó jafnan, að ekki sé horft á heildarmyndina og skoðað í alvöru hvort það sé verið að brjóta rétt á börnum og/eða valda þeim einhverjum varanlegum vanda.
Sé svo, að flutningur barna egypsku fjölskyldunnar til heimalands síns, leiði af sér einhver vandamál fyrir þau, eins og haldið er fram, þar sem þau hafi myndað slík tengsl við Ísland á rúmu ári, hvað þá með börn námsmanna sem þurfa þessvegna að taka sig upp með foreldrum sínum og jafnvel þvælast á milli þriggja eða fjögurra þjóðlanda í æsku. Eru foreldrarnir að brjóta rétt á þeim í hvert skipti sem það gerist? Foreldrarnir mega þá eiga von á að börnin lögsæki þau þegar fram í sækir fyrir slík mannréttindabrot.
Hvað með börn starfsfólks utanríkisþjónustunnar eru þeir að brjóta rétt á börnum sínum með því að taka skipun í nýtt starf í öðru landi þar sem börnin hafa fest ákveðnar rætur?
Eru líkur á að börn námsmanna og starfsfólks utanríkisþjónustunnar bíði varanlegt tjón vegna þessara meintu brota á rétti barna með tilflutningi milli landa skv. því sem talsmenn egypsku fjölskyldunnar halda fram að gildi um þau.
Þeir sem til þekkja vita að það eru lítil vandamál því samfara að börn flytjist á milli landa eða ferðist í flugvélum, ekki frekar en fullorðnir. Í tilviki barnana eru þau oftast fljótari að aðlaga sig en hinir fullorðnu. Þessi málatilbúnaður um að verið sé að brjóta rétt á börnum í þessu tilviki eða valda þeim tjóni er rangur og stenst ekki rökhugsun.
Þá kemur að lokakaflanum. Egypska fjölskyldan ákveður enn einu sinni að brjóta gegn íslenskum lögum og fer í felur þegar framfylgja á reglum réttarríkisins um að vísa henni úr landi og það verður ekki gert nema með atbeina lögreglu. Getur frjálst og fullvalda ríki sætt sig við slíkt?
Staðreyndin er því sú, hvaða moldviðri sem reynt er að þyrla upp, að lögleg yfirvöld hafa fjallað um mál egypsku fjölskyldunnar á grundvelli mannúðar og hún hefur fengið að njóta vafans í hvívetna, vegna þess heldur hún áfram lögbrotum og þykist ætla að vinna rétt með því. Það er merkilegt, að slíkt athæfi skuli eiga sér talsmenn meðal forustu þjóðkirkjunar og vinstri sinnaðra stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokka sem bera alla ábyrgð á því hvernig þessi lög eru og þegar á að framfylgja þeirra eigin lögum þá fordæma þeir að farið sé að reglunum sem þeir sjálfir stóðu að.
Því miður er réttarvarslan slík í þessu þjóðfélagi að lögreglumaður sem tjáði sig á fréttamiðli í gær sagði aðspurður að lögreglan hefði ekki hugmynd um hvað mikill fjöldi þeirra sem hefði verið vísað brott úr landinu væru hér enn. Væri ekki rétt að taka upp umræðu um að breyta lögum og verkfellum þannig að þeim sem vísað er úr landi væri gert að gera það og fluttir úr landi strax eftir að lokaúrskurður gengur í máli þeirra.
Núverandi verklag býður upp á almannahættu eins og dæmin sýna erlendis frá.
Meðal annarra orða íbúar Egyptalands eru 90 milljónir og helmingur þjóðarinnar 45 milljónir eru undir 25 ára aldri. Það er auðvelt að kaffæra fámenna Ísland á stuttum tíma ef fjöldi fólks þar í landi fær þau skilaboð að þeir sem komast inn í landið fái að vera hér það sem eftir er þessvegna á kostnað skattgreiðenda ef ekki vill betur.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2020 | 15:49
Hvernig væri að taka afstöðu á grundvelli málavaxta.
Í nokkra daga hafa fjölmiðlar og ýmsir spekingar farið hamförum yfir því að nú eigi að vísa egypskri fjölskyldu úr landi. Margir hafa gripið eitthvað á lofti sem þeir telja réttlætismál, án þess að kynna sér hvað er um að ræða. Einn þeirra er þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir að ástæða á að málsmeðferð hefði dregist hefði verið út af Covid og taldi að með því ætti ólöglegu innflytjendurnir að vinna einhvern rétt.
Staðreyndin er nú samt sú, að yfirvöld afgreiddu umsókn egypsku fjölskyldunar endanlega í byrjun nóvember. Þá var Covid ekki komið til sögunnar. Covid hafði því ekkert með afgreiðsluna að gera og það eina sem skiptir máli er að egypska fjölskyldan hefur ekki fylgt fyrirmælum um að koma sér úr landi í rúmar 10 mánuði.
Er það virkilega svo, að fólk telji að fólk eigi að vinna einhvern rétt með því að óhlýðnast fyrirmælum yfirvalda?
Útlendingalögin eru eins vitlaus og þau eru vegna þess, að þeir sem vilja hleypa nánast öllum ólöglegum innflytjendum inn í landið réðu meðferð málsins á Alþingi. Þegar fólki sem hefur engan rétt til að vera hér skv. lögunum, sem vinstra liðið ber alla ábyrgð á er vísað úr landi á grundvelli laganna, þá stekkur þetta fólk upp og hrópar og hamast gegn því að farið sé eftir lögunum, sem þetta sama fólk ber alla ábyrgð á.
Staðreyndin er sú, að það er ekkert sem afsakar það að egypsku fjölskyldunni verði ekki vísað úr landi þegar í stað. Verði það ekki gert yrði það hinsvegar til ámælis fyrir ríkisstjórnina og mundi leiða til þess, að fleiri úr múslimska bræðralaginu reyndi að komast til landsins. Væri það til góðs fyrir land og þjóð?
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2020 | 08:10
Egypska fjölskyldan
Í gær hófst lokaþátturinn í leikritinu um Egypsku fjölskylduna í fréttatíma Stöðvar 2. Áður hafa verið sýndir samskonar lokaþættir leikrita m.a. um albönsku fjölskylduna og afgönsku fjölskylduna o.s.frv. o.s.frv.
Fyrsti þáttur leikritsins: Egypska, albanska eða afganska fjölskyldan kemur til landsins og óskar eftir alþjóðlega vernd, sem hún á engan rétt á. Búinn er til saga, sem stenst ekki þegar betur er að gáð (semsagt lygi). Fjölskyldan nýtur fáránlegra útlendingalaga, fær húsnæði, dagpeninga og læknisaðstoð frá skattgreiðendum. Í ljós kemur að fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd og er vísað úr landi.
Annar þáttur leikritsins:Synuninni er mótmælt og vísað til úrskurðarnefndar og málið rekið þar á lögfræðilegum forsendum á grundvelli vitlausu útlendingalaganna, á kostnað skattgreiðenda. Niðurstaðan skv. íslenskum lögum og rétti,: Egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi.
Þriðji þáttur leikritsins: Lögmaður egypsku fjölskyldunnar kemur í einhliða fréttþátt á Stöð 2 og lýsir fjálglega hvílíkt óréttlæti það sé, að fara skuli eftir íslenskum lögum, sem þó eru hvað vilhöllust hælisleitendum í okkar heimshluta. Vísað er til þess, að á þeim tíma sem honum hefur tekist að tefja málið allt á kostnað íslenskra skattgreiðenda, hafi fjölskyldan myndað tengsl og börnin tali hrafl í íslensku. Börnin fá síðan sinn skerf í þessari einhliða frétt.
Lokaþáttur leikritsins er síðan mótmæli við dómsmálaráðuneytið og þess freistað að fá ráðherra dómsmála til að kikna í hnjáliðunum og víkja til hliðar allri málsmeðferðinni og íslenskum réttarreglum. Geri ráðherra það ekki verður flogið með egypska fjölskyldan til Egyptalands á kostnað íslenskra skattgreiðenda og úti er ævintýri.
Fari hinsvegar svo, að ráðherra dómsmála kikni í hnjáliðunum og ómerki allt það sem undirmenn hennar hafa gert á grundvelli íslenskra laga, þá heldur egypska fjölskyldan áfram að búa á Íslandi á kostnað skattgreiðenda og fer til Egyptalands eftir hentugleikum í fríum og til að rækta fjölskyldutengsl.
Skyldi endalaust vera hægt að blekkja fólk til fylgis við málstað kerfisbundins smygls á ólöglegum innflytjendum til landa Evrópu á þeim grundvelli að um mannúðarmál sé að ræða?
Síðustu 20 mánuði hafa álíka margir hælisleitendur fengið hæli á landinu og íbúar Blönduóss. Munurinn er sá, að íbúar Blönduóss þurfa að vinna fyrir sínu daglega brauði, húsnæði o.s.frv. en skattgreiðendur borga þetta og meira til, að mestu til frambúðar fyrir hælisleitendurna.
10.8.2020 | 14:00
Í tilefni fundar nr. 100
Veirutríóið mun byrja sinn hundraðasta fund vegna C-19 fljótlega. Í byrjun var skírt markmið: að halda veikinni í því lágmarki að heilbrigðisþjónustan gæti jafnan sinnt þeim sjúku.
Markmiðið náðist.Fullur sigur miðað við markmiðssetninguna.
Síðan varð stefnulaust tómarúm. Haldið var við allskyns varúðarráðstafanir eftir sem áður jafnvel þó smit greindust ekki svo vikum skipti.
Svo komu smit. Engum dettur þó í hug að það verði til þess, að heilbrigðisþjónustan geti ekki sinnt þeim sjúku. Hvert er markmiðið núna? Hvenær á að létta af takmörkunum á frelsi fólks?
Ríkisstjórnin hefur ekki markað neina stefnu í málinu hvorki fyrr né síðar. Hún hefur jafnan borið Þórólf sóttvarnarlækni fyrir sig eins og skjöld, sem þessvegna hefði mátt letra á: "Sómi Íslands sverð og skjöldur". Hún hefur skrifað upp á allt sem hann hefur lagt til. Svo fór á endanum, að jafnvel þessum sóma þjóðarinnar ofbauð og fór fram á, að ríkisstjórnin færi að stjórna landinu. Hann er í hópi örfárra einstaklinga sem njóta þess ekki að vera einráðir, en eru tilbúnir að afsala sér völdum.
Hvað sem lokunum og opinberum þvingunarúrræðum áhrærir, þá sýndi það sig um helgina,að sá hópur þjóðfélagsins sem er í mikilli þörf fyrir að viðhalda tegundinni og hefur fulla getu til þess, jafnvel á hinsegin dögum, lét sér lítt segjast um fjarlægðartakmarkanir og önnur bönn. Fróðlegt verður að sjá hvort að C-19 smitum fjölgar vegna þessa eftir viku eða svo. Ef ekki er þá ekki nokkuð ljóst að samfélagssmit eru hér fá og óþarfi að banna strákum og stelpum að hlaupa léttklæddum eftir fótbolta eða öðrum að horfa á þau hvað þá ýmsar anna sambærilegt og samfélagslegt.
Nú þegar 100 fundir veirutríósins hafa verið haldnir. Hvernig væri þá að ríkisstjórnin birti stefnumið sín varðandi baráttuna við C-19 og hvað þarf til að fólk fái aftur að búa við fullt frelsi og því verði sjálfu treyst fyrir eigin sóttvörnum.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2020 | 15:33
Lögregluofbeldi og kynþættir
Enginn afsakar hrottaskap lögreglu, hvað þá heldur þegar það leiðir til manndráps eins í Minnesota í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Lögreglumaðurinn hefur með réttu verið settur af og ákærður fyrir morð. Enginn ágreiningur er um að lögreglumaðurinn framdi óafsakanlegt, fordæmanlegt ofbeldisbrot.
Hvað sem því líður, þá hafa brotist út fjöldamótmæli vegna meints kynþáttamisréttis og kynþáttakúgunar og þau sjónarmið fá enduróm og undirtektir hjá öllum óvinum Bandaríkjanna vítt og breitt um veröldina. Þann enduróm mátti heyra af vörum sérfræðings RÚV í gær. Þar talaði "sérfræðingurinn" um langvarandi og vaxandi ólgu og kynþáttamisrétti, sérstaklega í viðbrögðum lögreglu gagnvart hörundsdökku fólki. Var nánast svo að skilja, að hörundsdökkt fólk væri það eina sem yrði fyrir lögregluofbeldi og léti lífið í samskiptum við lögregluna.
Staðreyndin er sú, að árið 2019 skaut lögreglan í Bandaríkjunum 370 hvíta til bana og 235 hörundsdökka. Hörundsdökkir eru þó ekki nema 13.5% íbúafjöldans. Séu tölur yfir ofbeldisglæpi skoðaðar til samanburðar, þá kemur í ljós að hörundsdökkir fremja 22.4% þeirra. Fjöldi ofbeldisglæpa á móti fjölda þeirra sem falla í valinn fyrir lögreglunni er því nánast sá sami skv. þessari tölfræði. Segir það einhverja sögu?
Réttarríkið verður að hafa sinn framgang og það er rétt að mótmæla ef fólki er mismunað hvað þá ef það er tekið af lífi án réttlætingar eða dóms og laga. Slík mótmæli eru einungis afsakanleg svo fremi þau fari friðsamlega fram og vísi til þess, sem verið er að mótmæla. Mótmæli í bandarískum borgum nú, sem fagnað er víða af óvinum Bandaríkjanna eiga í sívaxandi mæli lítt skylt við eðlileg mótmæli. Eignir fólks eru skemmdar, brotist er inn í verslanir og þar rænt og ruplað. Oftar en ekki eru þessar verslanir í eigu hörundsdökkra. Ekkert afsakar slík mótmæli og þau geta aldrei gert annað en að verða til tjóns fyrir málstað þeirra sem vilja vekja athygli á réttlætinu og mótmæla ranglætinu.
Því miður.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2020 | 09:47
Kynferðisleg árás?
Fyrir rúmu ári varð ég fyrir "kynferðislegri árás." Á þeim tíma gerði ég mér hvorki grein fyrir að um árás væri að ræða né eitthvað kynferðislegt.
Ég hafði verslað í kjörbúð á Spáni og þegar ég kom út,sá ég að nokkru á undan gekk ung kona við hækju með tvo innkaupapoka og var í nokkrum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Ég bauðst til að halda á pokunum meðan við ættum samleið og var það þegið með þökkum.
Þegar leiðir okkar skildust afhenti ég henni pokana og hún laut þá fram og kyssti mig leiftursnöggt á sitt hvora kinnina. Hún sparn síðan við fótum og snéri sér öndverðri og við gengum hvort sína leið.
Þetta atvik hafði engin áhrif á mig enda gerði ég mér þá ekki grein fyrir að um væri að ræða kynferðislega árás. Ég átti ekki andvökunætur og þurfti hvorki að leita til sálfræðinga eða geðlækna og ber engin varanleg sár á sál eða líkama.
Breska blaðið the Daily Telegraph skýrir frá því í dag, að vörubíll hefði lent í hremmingum við að komast leiðar sinnar undir brú og kona á sjötugs aldri hefði leiðbeint bílstjóranum. Þegar bílinn var kominn framhjá brúnni vatt annar mannanna sem í bílnum var sér út úr bílnum, þakkaði konunni og kyssti hana á kinnina.
Lögreglan í Derbyshire á Englandi lýsir nú eftir vitnum að þessari "kynferðislegu árás" mannsins, sem hefði ekki beðið konuna um leyfi áður en hann kyssti hana á kinnina. Ekki fer sögum af því að konan hafi óskað eftir því að lögreglan hefði afskipti af málinu, en hún gerir það engu að síður, því að miklu skiptir að gæta að lögum og reglum í samfélaginu.
Skáldið kvað á sínum tíma: "Siðferðið síst má án þess vera, en of mikið af öllu má þó gera, of mikið."
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2020 | 10:57
Hvað svo?
Í dag segir breska stórblaðið the Daily Telegraph, að bókanir í ferðir með skemmtiferðaskipum árið 2021 hafi tekið kipp þrátt fyrir hryllingssögur af skemmiferðaskipum í sóttkví vegna C-19. Áhugi fólks á ferðalögum í framtíðinni hefur því ekki minnkað.
Við ættum því ekki að örvænta hvað varðar íslenska ferðaþjónustu.
Miklu skiptir hvernig heimurinn bregst við á næstunni. Athyglisvert er að sjá hvernig Hong Kong brást við. Hong Kong er í nágrenni við Guangdong í Kína,sem varð illa úti vegna C-19. Faraldurinn náði sér samt ekki á strik í Hong Kong. Einn fremsti veirusérfræðingur Þýskalands Alexander Kekulé bendir á, að þeir hafi byrjað að nota andlitsgrímur fljótlega eftir að fréttist af sjúkdómnum. Hann segir að þær skipti litlu máli úti, en innandyra skipti þær miklu máli. Vígorð hans er "Kein Held ohne Maske" enginn hetja sem er án grímu.
Mikilvægt er að þjóðfélagið komist sem fyrst í eðlilegt horf, þó brýnt verði áfram fyrir áhættuhópa að gæta sín sérstaklega. Ríkisstjórnin verður að meta heildarhagsmuni í því sambandi og getur ekki endalaust framselt vald sitt til sérfræðinga á afmörkuðum sviðum.
Af hverju leggja yfirvöld ekki áherslu á að nægt framboð sé af andlitsgrímum og skyldi fólk til að vera með þær t.d. í verslunum og leyfi rökurum og hárgreiðslumeisturum og fleiri þjónustustéttum að vinna vinnuna sína, en skylda þá og viðskiptavinina til að vera með andlitsgrímur meðan smithætta er enn fyrir hendi.
Mikilvægt er að þjóðfélagið komist sem fyrst í samt lag. Krafa um að fólk sé með andlitsgrímur innandyra í fjölmenni er ekki of hátt verð fyrir það.
En hvar fáum við fullnægjandi andlitsgrímur í dag? Er það e.t.v. yfirsjón af hálfu þeirra sem öllu ráða, að hafa ekki tryggt fólki nauðsynlegan aðgang að þeim?
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2020 | 10:15
Andlitsgrímur.
Austurríki skyldar fólk til að vera með andlitsgrímur í stórmörkuðum og í þýsku borginni Jena er skylt að vera með andlitsgrímur í búðum flugvélum, lestum og strætisvögnum. Tékkar, Slóvakar og Bosnia Herzegovinia ganga enn lengra og skylda fólk til að nota andlitsgrímur á almannafæri.
Skv nýrri rannsókn sem Daily Telegraph vitnar til í dag kemur fram að noti fólk sem er sýkt af C-19 eða álíka veirum andlitsgrímu, þá dregur það verulega úr fjölda sýkinga sem berast út í andrúmsloftið.
Á sama tíma bendir þýskur sérfræðingur í veirufræðum prófessor Hendrik Streeck á, að það sé í lagi að fara á hárgreiðslustofu eða til rakara, Covid 19 smit berist ekki eins auðveldlega og fólk haldi.
Prófessor Streeck bendir á, eftir rannsókn á heimili sýktrar fjölskyldu hafi ekki verið hægt að finna lifandi C-19 veiru á neinu yfirborði m.a. símum og hurðarhúnum. Þá bendir hann á, að fyrsti C-19 smitaði Þjóðverjinn hafi smitað þá sem voru að borða með henni, en ekki aðra gesti í matsalnum eða á hótelinu.
Hann segir að C-19 hafi dreifst á fótboltaleikjum,kúbbum og börum og ennfremur "Við vitum að það er ekki um snertismitun að ræða þegar fólk snertir hluti, heldur smitast fólk vegna nándar hvort við annað eins og t.d. á dansgólfinu, fótboltaleikju, skíðabrekkum og við hátíðarhöld.
Þetta tvennt er athyglisvert og hafi Streeck rétt fyrir sér eins og rannsóknir hans sýna, þá hefur spritt- og hanskanotkun sáralitla jafnvel enga þýðingu til að draga úr smiti, þó hvorutveggja stuðli að almennu hreinlæti.
Það er hinsvegar nánd fólks sem skiptir máli við útbreiðslu C-19. Tveggja metra fjarlægðin er því skynsamleg og til þess fallin að koma í veg fyrir smit. En þá skiptir máli líka, að fólk noti andlitsgrímur úti við til að forðast að dreifa smiti.
Væri ekki eðlilegt að Veirutríóið tæki það til alvarlegrar skoðunar miðað við það sem komið hefur í ljós, að skylda fólk eða alla vega mæla með að fólk væri með andlitsgrímur í stórmörkuðum, almenningsfarartækju og við ýmis önnur tækifæri.
Þó ég viðurkenni, að ákveðin hjarðhegðun sé nauðsynleg við aðstæður eins og þessar sbr. "ég hlýði Víði," þá er nauðsynlegt í lýðræðisríki að ræða hlutina og komast jafnan að bestu niðurstöðunni miðað við þekkingu okkar hverju sinni. Því enn gildir það, að mennirnir eru ekki Guðir og enginn er óskeikull.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2020 | 08:05
Sitthvað gerum við vel.
Í úttekt í Daily Telegraph í gær er m.a. fjallað um könnun á fjölda smitaðra af Covid veirunni. Þar kemur fram að hvergi er skráning eða eftirlit með földa smitaðra betra en hér á landi. Skv. úttektinni verður ekki annað séð, en að útilokað sé að sjá hver fjöldi smitaðra er t.d.á Ítalíu, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum. Tölur frá þessum löndum um fjölda smitaðra og dánartíðni eru því nánast ómarktækar.
Við höfum staðið okkur best í alþjóðlegum samanburði varðandi skráningu og að mestu leyti varðandi viðbrögð, þó getum við hugsanlega sitthvað lært af Suður Kóreu.
Fjöldi smitaðra á Íslandi nálgast að vera o.3% þjóðarinnar og tæp 3% landsmanna eru eða hafa verið í sóttkví. Miðað við það er eðlilegt,að skoða hvort stöðugt hertari aðgerðir við að loka á mannleg samskipti og atvinnulíf séu réttlætanlegar.
Mér er til efs, að ekki sé hægt að halda margvíslegri starfsemi gangandi, sem nú hefur verið lokað, án þess að það auki á smithættu, ef full aðgát er höfð. Í því sambandi kemur manni í hug m.a. starfsemi hárskera, líkamsræktarstöðva, sjúkraþjálfara,kvikmyndahúsa og margrar annarrar starfsemi. Hafa einhver eða það mörg smit greinst frá þesskonar starfsemi að kalli á lokun? Er ekki hægt að setja viðmiðunarreglur um slíka starfsemi til að lágmarka áhættu á smiti?
Það sem við vitum fyrir víst um þessa veiru í dag er að hún er fyrst og fremst hættuleg fyrir fólk sem hefur náð sjötíu ára aldri og þaðan af meira og er með undirliggjandi sjúkdóma.
Er þá ekki mikilvægast að reyna eftir megni að koma þeim þjóðfélagshópi í var, en láta þjóðfélagið ganga að mestu leyti sinn gang að öðru leyti?
Fólkið sem hefur verið í framlínunni hjá okkur í baráttunni við þessa veiru hefur staðið sig vel og gert sumt best af því sem gert hefur verið í heiminum. Það kemst þó ekki hjá því að verða fyrir áhrifum stöðugt harkalegri aðgerða sem gripið er til annarsstaðar, sem og ákalli öfgafólks um að lokað verði á alla mannlega starfsemi í landinu. En þar reynir á, að það sé gert sem þarf, en frjóangar atvinnulífsins séu ekki drepnir eða settir í dvala umfram það sem brýna nauðsyn ber til.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 448
- Sl. viku: 3504
- Frá upphafi: 2513308
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 3280
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson