Færsluflokkur: Kjaramál
22.6.2023 | 21:35
Mr. Humphrey Appleby er alltaf til staðar ef á reynir.
Ég gat ekki varist því að brosa út í báðar og hugsa til frægasta ráðuneytisstjóra veraldar Mr. Humphrey Appleby úr þáttunum "Já ráðherra" þegar Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs lagði fram tillögur ráðsins um viðbrögð við meintri loftslagsvá.
Í samanburðarþættinum var Mr. Humphrey að ræða við ráðerrann um fullbúið sjúkrahús, með 1.500 starfsmenn, en engan sjúkling. Ráðuneytisstjórinn sagði að fjölga yrði starfsfólki um 500. Ráðherrann spurði til hvers hvað er þetta fólk að gera. Mr. Humphrey talaði lengi um alls kyns verkefni, skjalavörslu, rannsóknarstörf,skipulagningu,stjórnsýsluverkefni,fjármálastjórn o.s.frv. Já sagði ráðherrann en það eru engir sjúklingar. Til hvers sjúklingar sagði Humphrey. Af því að sjúkrahús eru fyrir sjúklinga sagði ráðherra, en þar var Mr. Humphrey ekki á sama máli og færði fróðleg rök máli sínu til stuðnings.
Í tillögum loftslagsráðs er lagt til að móta markvissa loftslagsstefnu, stórefla stjórnsýslu loftslagsmála m.a. í öllum krummaskuðum og hreppum landsins, skerpa aðgerðir stjórnvalda, beita stjórntækjum skilvirkar, nýta sérfræðiþekkingu, virkja getu stjórnvalda. bæta rannsóknir, bæta vöktun og undirbyggja ákvarðanir. Alvege eins og Mr. Humphrey hefði samið þetta.
Því miður bregst loftslagsmálaráðherrann okkar öðru vísi við en í þættinum Já ráðherra. Loftslagsmálaráðherra Íslands finnst tillögur hins íslenska Humphrey vera einmitt stórasannleikann í málinu og grípa þurfi til hamfaraðgerða alias Kóvíd gegn almenningi.
Vissulega má sjálfsagt finna matarholu fyrir 1500 opinbera starfsmenn til viðbótar til að sinna þeim stjórnsýslutengdu verkefnum sem íslenski Humphreyinn leggur til og ráðherrann er greinilega tilbúinn til að kokgleypa. Jafnvel þó að hamfarahlýnunin hér sé sú að hitastig undanfarna mánuði og ár hefur verið að lækka en ekki hækka. En það skiptir Guðlaug Þór ráðherra og hinn íslenska Humphrey formann Loftslagsráðs engu máli. Alþýðan skal blæða.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2023 | 20:54
Innflytjendamál eru ekki á dagskrá
Rishi Sunak forsætisráðherra Breta kom á tildurráðstefnu Evrópuráðsins í boði Katrínar Jakobsdóttur og Þórdísar Kolbrúnar og sagðist vilja ræða innflytjendamál. Þórdís Kolbrún sagði slík mál ekki á dagskrá.
Svarið er í samræmi við það hvernig íslenska stjórnmálastéttin misvirðir hagsmuni fólksins í landinu hvað varðar innflytjendamál. Þau skynja ekki vandamálið.
Þó stjórnmálastéttin skynji það ekki, þá áttar almenningur sig á því að innflytjendastraumurinn veldur gríðarlegum vanda í heilbrigðis-, mennta-,húsnæðisálum og vegna afbrota o.fl.
Það hefur aldrei verið eins einfalt að ferðast á milli landa og heimsálfa eins og núna og samskipti milli landa og heimsálfa hafa heldur aldrei verið eins auðveld.
Innflytjendur sem koma til Evrópu senda myndir og skilaboð til vina og fjölskyldu og segja þeim hvernig eigi að fara að því að komast til Evrópu, hvað þá heldur Íslands, þar sem mest sé frá ríkinu að hafa, ef þú segist vera flóttamaður. Leiðbeiningar koma frá fleirum þar sem minnst er á ákveðna stjórnmálamenn og lögmenn íslenska, sem leita megi til, svo að landvist og aðgangur að velferðarkerfinu íslenska verði tryggt og hvernig megi plata kerfið.
Sumir telja að það sé útilokað að takmarka innflytjendastraumin og segja að þetta sé bara sá heimur sem við lifum í og við þessu sé ekkert að gera. Slík afstaða er uppgjöf fyrir tilverunni og tilvistinni eins og við séum ósjálfbjarga áhrifalausir áhorfendur,sem höfum ekkert með þróun mála að gera.
Staðreyndin er sú, að lönd geta lokað landamærunum ef þeim sýnist svo. Hvað þá við, sem erum eyland og meintir flóttamenn og hælisleitendur koma aðeins í gegnum Keflavíkurflugvöll.
Á tímum Kóvíd lokuðu ýmis ríki landamærunum t.d. Kanada og Nýja Sjáland. Fyrst þau gátu það þá getum við það.
Við erum farin að finna fyrir því að vegna innflytjendastraumsins er gríðarleg vöntun á húsnæði, læknum, heilsugæslustöðvum, leikskólum, skólum. Við getum ekki þjónustað þá sem fyrir eru í landinu með viðunandi hætti og það liggur algerlega fyrir það sem Milton Friedman sagði á sínum tíma. "Það er hægt að hafa opin landamæri eða velferðarkerfi. En þú getur ekki haft hvorutveggja." Nú eykst yfirdráttur og skuldir ríkisins með hverjum nýjum hælisleitenda af því að ríkið er rekið með bullandi tapi.
Fólkið í landinu veit þetta, en þessi mál eru samt ekki á dagskrá að mati stjórnmálaelítunar, sem er upptekin við vandamál, sem við höfum enga möguleika til að hafa áhrif á.
Vonandi gera fleiri og fleiri sér grein fyrir hversu staðan í innflytjendamálum er grafalvarleg og hversu brýnt það er að fá nýja stjórnmálamenn sem skynja alvarleika raunveruleikans sem blasir við almenningi, en ekki þeim stjórnmálamönnum, sem horfa á málin úr fílabeinsturninum og ástunda það eitt sem segir í gamla texta Bítlana:
"Making all their nowhere plans for nobody."
Af því að mál sem varða þjóðina mestu máli eru ekki á dagskrá.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2023 | 09:04
Þjóðníðingar
Þeir stjórnmálamenn, sem vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar eiga skilið heitið þjóðníðingar.
Um árabil hafa nokkrir alþingismenn bent á að straumur hælisleitenda til landsins væri orðinn svo stríður, að það stefndi í algert óefni. Því miður hefur mikill meirihluti alþingismanna skellt skollaeyrum við þessu og ákveðið að standa gegn hagsmunum þjóðarinnar, þrátt fyrir að vera kosið til að vera fulltrúar Íslendinga.
Að undanförnu hefur fólkið í landinu fundið fyrir því, að húsnæðis- og leiguverð hækkar gríðarlega og skóla- og umönnunarkerfi m.a. á sviði heilbrigðismála anna ekki eftirspurninni vegna gríðarlegs álags vegna fjölgunar hælisleitenda í landinu. Það ástand á bara eftir að versna verði ekki brugðist við.
Bent hefur verið á að á þessu ári hafi komið 20 sinnum fleiri hælisleitendur en til Danmerkur. Fjármálaráðherra segir að kostnaður við málefni hælisleitenda hafi fimmtán faldast í sinni fjármálaráðherratíð. Með sama áframhaldi yrði kostnaður við hælisleitendur kominn yfir 200 milljarða á ári árið 2030.
En af hverju skyldi þetta vera svona. Einfaldlega vegna þess, að við bjóðum þessum flökkustrákum, sem á í fæstum tilvikum eiga nokkurn rétt til að koma hingað upp á mun betri kjör en aðrar þjóðir gera. Því fæst ekki breytt vegna þvergirðingsháttar þjóðníðinganna á Alþingi og í ríkisstjórn.
Í dag er sagt frá því í fréttum, að 77 ofbeldiglæpir hafi orðið í Stokkhólmi síðustu 5 mánuði. Það bætist við víðtæk eignaspjöll m.a. að bílar séu brenndir. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að nú þurfi að bregðast hart við. Vísa þurfi fleiri hælisleitendum úr landi og leysa upp glæpagengi. Með viðbrögðum sínum er forsætisráðherrann í raun að segja að ástæða þessara glæpa séu vegna fjölgunar hælisleitenda og útlendinga í Svíþjóð.
Við höfum oft tekið Svía til fyrirmyndar og sumum hefur fundist meira en nóg um.
Fyrir nokkru sagði erlendur vinur minn, sem dvalið hefur nokkra hríð í landinu, að sér virtist sem að íslenskt þjóðfélag stefndi hraðbyri í að verða eins og það er nú í Svíþjóð vegna fjölgunar hælisleitenda.
Á sínum tíma var Svíþjóð fyrirmyndarríki. Fólkið bjó við mikið öryggi og glæpir voru fátíðir. Nú slá Svíar heimsmet varðandi ýmsa glæpaflokka eins og nauðganir,líkamsárásir og eignaspjöll. Sum hverfi stórborga eru þannig, að slökkvi- og sjúkralið fer ekki inn í þau nema í fylgd þungvopnaðrar lögeglu.
Þannig ástand munu þjóðníðingarnir ná að skapa á Íslandi ef þeim verður ekki ýtt til hliðar hið fyrsta. Það er mál til komið að gera það.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2023 | 10:39
Er kominn tími á mið-vinstri stjórn í landinu?
Viðtal við Kristrúnu Flosadóttur í Morgunblaðinu í dag er um margt athyglisvert. Svo virðist sem Kristrún sé ekki haldinn þeim vinstri derringi og dreissugheitum, sem hefur einkennt flestar flokkssystur hennar enda fékk hún pólitískt uppeldi annarsstaðar en þær.
Kristrún leggur málin fram með jákvæðum hætti og vísar til að Samfylkingin sé hluti alþjóðlegrar hreyfingar sósíaldemókrata. Ég vona að hún sé með því m.a. að vísa til stefnu danskra sósíaldemókrata í hælisleitendamálum. Þeir nálgast þau mál af skynsemi, andstætt þeirri ómálefnalegu og þjóðfjandsamlegu umræðu sem einkennt hefur afstöðu Samfylkingarinnar til þeirra mála.
Þá er athyglisvert, að Kristrún útilokar ekki stjórnarsamvinnu við neinn flokk, en segir að mikilvægt sé að ná þeim styrk, að Samfylkingin þurfi ekki á Sjálfstæðisflokknum að halda. M.ö.o. þá þýðir það að hún hugsi að líklegasta stjórnarsamvinnan verði með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki nema verulegar breytingar verði á fylgi flokkana.
Þó Kristrún sé almennt jákvæð og athyglisverður stjórnmálamaður, þá kom það óþægilega á óvart, að hún sér að það geti helst orðið til varnar vorum sóma, að auka skattlagningu á borgarana.
Í viðtalinu segir hún orðrétt: "Það þarf að byrja á fjármálaráðuneytinu og endurskoða tekjuhliðina því stór ástæða þess að við erum með halla á ríkissjóði er ekki bara útgjaldavandi heldur tekjuvandi."
Kristrún er því ekki stjórnmálamaður, sem boðar aðhald og sparnað þrátt fyrir að bruðlið og óhófið blasi við hvar sem litið er í ríkisbúskapnum. Hennar lausn eins og annarra sósíaldemókrata því miður er að leggja auknar byrðar á skattgreiðendur.
Því miður kveður því ekki við nýjan og ferskan tón hjá Kristrúnu hvað þetta varðar heldur samsamar hún sig rækilega með sitjandi stjórnmálaelítu, sem hefur aukið útgjöld ríkissjóðs svo gríðarlega á undanförnum árum, að ekki verður séð hvernig á að leysa vandann sem við blasir nema með markvissum niðurskurði útgjalda.
En niðurskurður útgjalda ríkis og sveitarfélaga hefur aldrei verið atriði sem sósíaldemókratar hafa í langri sögu sinni haft áhyggjur af. Því miður virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé fyrir nokkru kominn í sömu vegferð og sósíalistarnir.
Vandinn er sá að núna er ekkert pólitískt afl í landinu sem berst fyrir aðhaldi og sparnaði. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Ég hafði vonað að nýr formaður Samfylkingarinnar hefði einmitt boðað afturhvarf frá eyðslustefnunni sem bitnar alltaf á endanum á þeim sem minnst hafa fyrir sig að leggja.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2023 | 21:53
Hægri sveifla í Finnlandi
Hægri flokkarnir í Finnlandi, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar juku fylgi sitt í kosningunum um 6.4% og eru sigurvegarar kosninganna. Formaður Sameiningarflokksins Petteri Orpo mun hefja stjórnarmyndunarviðræður. Flokkur hans ásamt Sönnum Finnum og Miðflokknum geta myndað meirihluta.
Sanna Marin forsætisráðherra vann persónulegan sigur með flest persónulega greiddum atkvæðum,en flokkur hennar tapaði töluverðu fylgi.
Vinstri flokkarnir og Sósíalistaflokkur Sanna Marin hömuðust á Sönnum Finnum og kölluðu þá sem hægri öfgamenn. Formaður Sameiningarflokksins sagði hinsvegar,að það væru engir hægri öfgamenn í framboði og tók þar myndarlega af skarið, sem kollegar hans í Moderata Samlingspartiet mættu taka til fyrirmyndar varðandi Svíðþjóðardemókratana.
Riikka Purra formaður Sannra Finna, sem er lengst til hægri, vann mikinn persónulegan sigur. Á sama tíma tapa Græningjar miklu fylgi, vegna þess,að kjósendur eru farnir að sjá framan í afleiðingar af stefnu þeirra í loftslagsmálum eins og kjósendur í Hollandi.
Petteri Orpo sem leggur nú af stað til stjórnarmyndunar leggur áherslu á að draga verði úr ríkisútgjöldum til að bregðast við skuldavandanum, sem sósíalistastórn Sanna Marin skilur eftir sig eins og jafnan þegar sósíalistar fara með völd.
Fyrir okkur hægri menn, þá er það sérstaklega ánægjulegt hvað Sannir Finnar fengu góða kosningu og að Formaður Sameiningarflokksins skuli ekki láta hræða sig frá samstarfi við Sanna Finna þó hrópað sé að þeim af "góða fólkinu".
Vonandi leiða þessi úrslit ásamt úrslitunum í Hollandi til þess, að skynsamlegar verði talað um hnattræna hlýnun og orkuskipti, sem vega að lífskjörum almennings í Evrópu og vikið verði frá þeirri stefnu til stefnu vaxtar, framfara og betri lífskjara fyrir almenning.
![]() |
Orpo næsti forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2023 | 09:41
Þannig fór um sjóferð þá
Þegar stjórn Fréttablaðsins ákvað að hætta að bera það út, var ljóst, að það mundi ekki lifa mikið lengur. Það hefur komið á daginn. Tapið undanfarin ár hefur verið gríðarlegt og spurningin var bara hvað lengi auðmaðurinn sem henti peningunum sínum í þessa hít mundi endast getan og viljinn lengi. Svo hlaut að fara, að hann segði nú er nóg komið og það þó fyrr hefði verið.
Fyrstu viðbrögð blaðamálaráðherrans Lilju Alfreðsdóttur við þessum fréttum, var að nauðsynlegt væri að sækja meira fé í vasa skattgreiðenda til að styrkja svokallaða frjálsa fjölmiðla.
Sérkennileg þessi hugmyndafræði í kapítalísku landi, að það eigi að sækja peninga til skattgreiðenda svo að auðmenn, samtök þeirra sem og aðrir sem standa að miðli eins og Heimildinni sem nánast engin nennir að glugga í skuli samt troðið ofan í mannskapinn með því að skattleggja fólk ennþá meira.
Væri ekki frekar ráð að breyta kerfinu og koma á aðhaldi á Ríkisútvarpið með því t.d. að hætta að skattleggja lögaðila með útvarpsgjaldi. Lögaðilar nýta þjónustu RÚV hvort sem er ekki neitt.
Síðan væri hægt að veita fólki það frelsi, sem er eðlilegast í lýðræðislandi. Í fyrsta lagi að fólk gæti ráðið hvort það greiddi fjölmiðlagjald(útvarpsgjald) eða ekki. Í öðru lagi að greiddi það fjölmiðlagjald, þá gæti það sagt sig í sveit með hvaða miðli sem er, RÚV, Mogganum, Heimildinni o.s.frv. eða skipta greiðslunni á milli þeirra.
Skattheimtan á fólk vegna gæluverkefna ríkisstjórnarinnar er þegar orðin allt of mikil. Við skulum ekki bæta því við í pilsfaldakapítalismann, að skattgreiðendur verði látnir borga bæði fyrir RÚV og til þeirra, sem vilja reka fjölmiðla, sem engin eða örfáir nýta sér.
Af hverju má almenningur ekki hafa frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaði í stað þess að vera undirkomin ofurvaldi sósíalismans með RÚV sem flaggskipið.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2023 | 09:56
Jafnstaða kynjanna eru grundvallarmannréttindi
Þau lönd sem virða jafnstöðu karla og kvenna hafa það best stjórnarfarslega, efnahagslega. Þau lönd sem takmarka réttindi kvenna og meina þeim jafnvel að læra eða vinna hafa það verst stjórnarfarslega og efnahagslega.
Þessar staðreyndir eru kunnar, en þær þjóðir sem eru þjakaðar af hugmyndafræði Íslam, búa undantekningarlítið við þessar mannréttindaskerðingar, skort á lýðræði og efnahagsleg bágindi nema í þeim undantekningartilfellum, þar sem náttúruauðlindir hafa skapað drottnandi auð einræðisherra þeirra landa.
Í janúar var Mursal Nabizada fyrrverandi þingmaður í Afganistan, skotin til bana á heimili sínu í Kabúl. Mursal var baráttukona fyrir réttindum kvenna og ákvað að vera áfram í landinu eftir að Talibanar tóku völdin 2021. Ríkisstjórnin hefur stöðugt þrengt að réttindum kvenna í landinu og reyna að koma í veg fyrir að konur sæki skóla.
Sama er uppi á teningnum í þursaveldinu Íran. Eitrað hefur verið fyrir konum, sem sækja skóla. Ung kona var tekin af lífi af lögreglunni í Íran fyrir að hylja ekki hár sitt og neita að bera ímynd karlakúgunarinnar og réttleysis kvenna blæjuna og handklæðið.
Að sjálfsögðu eigum við að berjast fyrir jafnstöðu karla og kvenna. Kynin eru tvö og það er ekkert sem réttlætir að annað kynið hafi réttindi umfram hitt. Á sama tíma og við virðum mismun kynjana, þá ber að virða jafnstöðu þeirra.
Sótt hefur verið að réttindum kvenna í nokkrum vestrænum löndum að undanförnu með næsta sérkennilegum hætti. Lög um svonefnt kynbundið sjálfræði hafa verið lögfest og hafa haft slæm áhrif varðandi réttindi kvenna og valdið því að konur hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi af þeim sem hafa skráð sig sem konur án þess að vera það.
Þessa löggjöf fáránleikans verður að afnema.
Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórmálamenn bullhugmyndafræðinnar átt erfitt með að skilgreina hvað felst í orðinu "kona". Það þurfti heimsfrægan barnabókarhöfund til að benda á einfaldar líffræðilegar staðreyndir varðandi kynin tvö, svo hluti stjórnmálastéttarinnar þyrði að koma fram og viðurkenna staðreyndir og hafna bullfræðunum.
Hluti af réttindabaráttu kvenna á Vesturlöndum er því og verður fólgið í því að augljósar staðreyndir varðandi kynin séu viðurkennd og bullfræðinni hafnað. Jafnframt því að við sækjum fram til að tryggja kynjunum aukna jafnstöðu og eyðum öllum kynbundnum mun í löggjöf og launakjörum.
Það er verk að vinna og mikilvægast er að berjast af hörku fyrir því að málssvarar þursaveldanna geti ekki haldið áfram að meina konum að njóta lágmarksmannréttinda á við karla og réttindi kvenna verði ekki skert með ruglhugmyndafræði varðandi kynin.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2023 | 10:13
Bregðumst við.
Hælisleitendur streyma til landsins sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi á landamærunum, hefur Alþingi ekki afgreitt frv.til breytinga á útlendingalögum, sem lagar þó málið ekki nema örlítið. Fjarri því nóg.
Afgreiða átti útlendingalögin fyrir jól, en nú ársfjórðungi síðar eru þau enn óafgreidd, þrátt fyrir að brýna nauðsyn beri til að afgreiða þau strax.
Brýnt er líka að breyta ákvæðum um kærunefnd útlendingamála,svo að lögfræðilega hæf fagnefnd starfi í þeim málaflokki í stað aðila sem m.a. eru tilnefndir af aðilum sem berjast fyrir opnum landamærum og bitlingaliði. Hæstiréttur ætti að skipa 3 nefndarmenn og 3 til vara í kærunefndina og formaður hennar ætti að vera fyrrverandi eða núverandi dómari.
Slysið varðandi hælisleitendur frá Venesúela hefði aldrei gerst, ef kærunefnd útlendingamála hefði verið þannig skipuð.
Á þessu ári gæti svo farið að álíka margir kæmu til að sækja um aljþóðlega vernd á Íslandi og nemur íbúum Vestfjarða. Hvaða glóra er í því að ætla fámennri þjóð, að taka víð slíkum fjölda.
Við verðum strax að grípa til ráðstafana,sem eru mun víðtækari en breytingartillögur við útlendingafrumvarpið kveða á um. Annars tvöfaldast útgjöld vegna hælisleitenda á stuttum tíma og álag á mikilvægustu innviði landsins verður okkur um megn nema með því að skerða verulega þjónustu til fólksins í landinu.
Ekki er samstaða innan ríkisstjórnarinnar til að bregðast við eins og verður að gera þegar þjóð verður fyrir viðlíka innrás og við höfum orðið fyrir. Þar sem það liggur fyrir og hér er um brýnt mál að ræða þarf að gefa þjóðinni kost á því að segja álit sitt á því hvort hún vill gefast upp sem þjóð eða verja landamærin.
Sérhver þjóð, sem vill viðhalda sjálfstæði sínu og menningu ver eigin landamæri. Erum við tilbúin til þess?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2023 | 09:36
Auðvaldið og formaður Eflingar.
Í gær hélt formaður Eflingar fund í Iðnó, þar sem ýmis orð féllu um baráttuna gegn "auðvaldinu." Af ýmsu má ráða ekki síst orðum formannsins Sólveigar Önnu, að baráttan nú sé barátta gegn "auðvaldinu."
Í kjölfar mótmælafundarins í Iðnó gegn "auðvaldinu" hélt Sólveig Anna með halarófuna í eftirdragi til að mótmæla fyrst við Alþingishúsið og síðan við stjórnarráðið þar sem formaður VG hefur skrifstofur og er e.t.v. að mati Sólveigar Önnu fulltrúi og holdgervingur "auðvaldsins."
Verður helst ráðið að Sólveig Anna og halarófan telji auðvaldið sitji helst í fleti fyrir á Alþingi og stjórnarráði, sem löggjafarvald og framkvæmdavald, þar sem þessir aðilar eiga enga aðild að yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og SA
Ef til vill væri rétt að settur ríkissáttasemjari, sá ágæti maður, gerði formanni Eflingar grein fyrir því um hvað kjaradeila snýst og við hverja er að semja fyrst hún virðist komin út um víðan völl í baráttu gegn "auðvaldinu" frekar en bættum kjörum eigin félagsmanna.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2023 | 20:06
Var þetta óþarft gönuhlaup
Landsréttur hafnaði innsetningarkröfu ríkissáttasemjara í kjörskrá Eflingar með tilvísun í lögskýringagögn, sem hingað til hafa verið talin góðra gjalda verð og standa fyrir sínu. Ég get því ekki tekið undir það sem nokkrir lögmenn hafa haldið fram, að með öllu sé ljóst, að þessi niðurstaða Landsréttar sé röng.
Í réttarríki er það svo, að dómar standa nema þeim sé hnekkt af æðra rétti. Landsréttur hnekkti dómi héraðsdómara í málinu og ekki verður séð að nokkrar líkur séu á að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Landsréttardómurinn mun því standa. Lögmenn geta gert sér til dundurs að deila um niðurstöðuna sem fræðilega heilaleikfimi, en aðra þýðingu hafa þær vangaveltur ekki.
Það sem væri e.t.v. verðugra viðfangsefni og gild lögfræðileg heilaleikfimi væri að velta fyrir sér, hvort nokkur nauðsyn hafi verið að fara í innsetningarmálið, sem ríkissáttasemjara var att út í af lögfræðilegum ráðgjöfum sínum hverjir sem það nú eru eða voru. Ég fæ ekki betur séð, en það hafi verið óþarfa gönuhlaup miðað við ákvæði laga um miðlunartillögur og framgang þeirra.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 675
- Sl. sólarhring: 705
- Sl. viku: 2162
- Frá upphafi: 2504809
Annað
- Innlit í dag: 644
- Innlit sl. viku: 2035
- Gestir í dag: 617
- IP-tölur í dag: 605
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson