Færsluflokkur: Kjaramál
8.12.2023 | 10:30
Þegar barnið er dottið ofan í
Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í, segir gamall málsháttur. Svo virðist því miður, sem það sé einkenni á íslenskum stjórnvöldum bíða eftir því að barnið detti ofan í áður en gripið er til aðgerða.
Við búum við orkuskort vegna þvergirðingsháttar Vinstri Grænna, það var fyrirséð fyrir meir en 3 árum, en samt hökti ríkisstjórnin áfram og engin gerði neitt. Barnið datt ofan í.
Árangur íslenskra nemenda verður verri og verri í Pisa könnunum. Slakur árangur grunnskólanema er tekinn til umræðu og talað um nauðsyn aðgerða þar sem barnið er dottið ofan í, en síðan gerist ekki neitt og það sígur stöðugt á ógæfuhliðina.
Fyrir rúmum 10 árum var ljóst, að við þyrftum að setja ákveðna löggjöf og segja okkur úr Schengen til að koma í veg fyrir að straumur svonefndra hælisleitenda sækti hingað. Þverskallast var við þeim ábendingum og þvert á móti stóð Hanna Birna Kristjónsdóttir þá dómsmálaráðherra, með dyggri aðstoð Unnar Brá Konráðsdóttur nú aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs og Áslaugar Önnu ráðherra,fyrir að breyta löggjöfinni til að opna allar flóðgáttir. Nú er ófremdarástand, barnið datt ofan í og við höfum ekki döngun í okkur til að grípa til ráðstafana sem duga til að koma í veg fyrir að fleiri börn detti ofan í.
Óneitanlega velta margir fyrir sér hvað ráðherrar þjóðarinnar eru að hugsa. Af hverju þarf barnið alltaf að detta ofan í brunninn áður en gripið er til aðgerða.
Ráðherrar eru til þess að vera vitrir fyrirfram og grípa til aðgerða í samræmi við það, en gapa ekki í vonleysi framan í sjónvarpsmyndavélar og segja: "ja það er alltaf gott að vera vitur eftirá." Því miður er sú raunin í íslenskri stjórnsýslu.
og barnið dettur ofan í.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2023 | 20:08
Óráðshjal gegn betri vitund
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtur mikils trausts skv. skoðanakönnunum. Þessvegna er eðlilegt að fylgst sé grannt með þessari ungu stjórnmálakonu og fólk reyni að átta sig á fyrir hvað hún stendur.
Margir hafa bundið vonir við að Kristrún geti m.a. vegna menntunar sinnar og reynslu komið Samfylkingunni frá ofurtrúnni á ríkisafskipti, millifærslur og aukna skattheimtu. Þeir sem hlustuðu á Kristrúnu í þættinum vikulokin á Rás 1 urðu því fyrir miklum vonbrigðum.
Kristrún telur eðlilegt að auka ríkisumsvif verulega. Hún vill auka skattheimtu og hún vill gera upp á milli borgara með sértækum aðgerðum.
Látum svo vera þó að trúr og tryggur sósíalisti vilji standa fastur í fortíðinni og auka skattheimtu og millifærslur, en hitt er verra þegar hún fer rangt með og byggir hugmyndir sínar á fölskum forsendum.
Í þættinum talaði Kristrún um að sækja meiri skatta til fjármagnseigenda, sem hún hélt fram að væru að hagnast verulega (koma út í rosalegri rassíu) og vísaði sérstaklega til hækkunar hlutabréfa og skuldabréfa.
Þetta er rangt hjá Kristrúnu og hún veit betur. Fá ár hafa verið eins mögur fyrir fjármagnseigendur eins og einmitt þetta ár. Hlutabréf hafa lækkað í Kauphöllinni frá áramótum um 16%, lækkun sem nemur tugum milljarða. Auk þess hefur Kristrún talað bankana niður með hugmyndum um sérstakan bankaskatt.
Kristrún virðist ekki skilja, að í verðbólgu eru það ekki bara einstaklingar, sem tapa. Skuldsett fyrirtæki gera það líka sbr. bændur sem með sín smáfyrirtæki.
Lækkun hlutabréfaverðs nemur fleiri milljörðum á árinu eins og áður segir og vilji fjárfestir vera með fé sitt á hávaxtareikningi í banka,þá nær ávöxtunin ekki verðbólgunni þegar fjármagnstekjuskatturinn hefur verið greiddur. Aukin skattlagning á fjármagnseigendur á grundvelli gróða þeirra, er því rangt pópúlískt rugl, sem að kona eins og Kristrún veit vel eða á að vita miðað við þekkingu sína að stenst ekki. Blaður eins og þetta gegn betri vitund, er því henni til minnkunar, en ekki stendur steinn yfir steini í hugmyndum hennar um hvernig á að ná í aukið fé í ríkissjóð.
Annað sem kom á óvart var tal Kristrúnar um sértækar aðgerðir í kjaramálum, þar miðar hún við að gert sé upp á milli fólks eftir því hvort þeir hafa fengið aðstoð frá sínum nánustu eða ekki. Þannig var ekki hægt að skilja hana með öðrum hætti en þeim, að t.d. tvær konur í sömu stöðu þar sem önnur hefði fengið aðstoð foreldra sinna til að fjármagna sig ætti að fá minni launahækkun en konan við hliðina, sem hefði ekki fengið slíka aðstoð. Með hvaða hætti og hvernig skyldi nú ganga að miða kjarviðræður við þessar forsendur Kristrúnar?
Eðlilega verður mörgum um og ó, að hlusta á svona því miður endemis rugl í stjórnmálaleiðtoga. Hvað þá heldur einstaklingi, sem flestir hafa talið að hefði gripsvit á efnahagsstjórn og fjármálum einstaklinga og ríkis.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2023 | 09:05
Hvergi skal undan látið
Ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað um meir en 20% í tíð ríkisstjórnarinnar. Vandséð er að aðrir flokkar hefðu getað staðið verr að málum varðandi útþennslu ríkisbáknsins og aukningu opinberra skulda, en þeir sem skipa ríkisstjórnina.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá meginstefnu að draga úr ríkisumsvifum og ríkisútgjöldum, en auka athafnafrelsi einstaklingsins til að tryggja sem besta lífsafkomu í landinu.
Þrátt fyrir þessa stefnu Sjálfstæðisflokksins hafa ríkisútgjöld aukist gríðarlega og umsvif ríkisins í tíð ríkisstjórnarinnar. Ekki tjóir að kenna samstarfsflokkunum um, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með fjármálastjórnina allan tímann með formann sinn sem fjármálaráðherra og nú varaformann, sem á þó eftir að láta til sín taka og sýna hvað í henni býr.
Sú hugsun virðist gleymd að stjórnmálamenn eru alltaf að fara með fjármuni annars fólks og þeim ber skylda til að gæta þess vandlega. Hvað skýrast kom þessi gleymska fram í viðhorfi formanns BSRB fyrir nokkru þegar hún sagði, að ríkissjóður væri ekkert heimilisbókhald og því væru engin tormerki á því að auka enn hallarekstur ríkissjóðs með myndarlegri framlögum til tekjuauka fyrir hálaunafólk í röðum félags hennar.
Samband íslenskra samvinnufélaga var stærsta fyrirtæki landsins og þar var ekki fylgt lögmálum heimilisbókhaldsins. SÍS fór í raun á hausinn vegna þess að grundvallarreglur heimilisbókhalds eru alltaf til staðar. Sama var um Baug, umsvifamesta fyrirtækis landsins um árabil, sem endaði með þúsund milljarða gjaldþroti.
Ríkissjóður lítur sömu lögmálum þegar upp er staðið. Auknar lántökur og hallarekstur ríkissjóðs í núinu leiða til hækkunar skatta í framtíðinni. Þetta eru óumflýjanlegu efnahagslömál, sem aldrei er hægt að komast framhjá.
Það er heldur ekki hægt að komast framhjá því óumflýjanlega að mikill hallarekstur ríkisins, sem fjármagnaðar eru með lántökum leiðir til verðbólgu.
Spurningin fyrir forustu Sjálfstæðisflokksins núna er hvaða leið hún vill fara. Vill hún fylgja stefnu flokksins um að takmarka ríkisútgjöld og auka svigrúm og athafnafrelsi einstaklinganna? Eða ætlar hún að halda áfram þeirri stefnu sem nánast öll stjórnmálastéttin virðist sammála um, að dansa sem lengst í kringum gervi gullkálf sýndarveruleikans?
Sé svo, þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn annað hvort að breyta um grundvallarstefnu eða um forustu.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2023 | 11:02
Stjórnmálamenn taka eyri ekkjunar og gefa þeim ofurríku
Stór hluti stjórnmálamanna tók þá trú, að hamfarahlýnun væri yfirvofandi vegna aðgerða mannfólksins. Þar sáu stjórnmálamenn leið til að ríkið gæti í auknum mæli stjórnað lífi og starfi borgaranna og aukið ríkisbáknið svo um munar. Gríðarlegu fé er varið til "vísindamanna" sem eru fyrirfram þeirrar skoðunar að tryllt hamfarahlýnun sé í gangi. Hinir fá ekkert.
Stjórnvöld á Vesturlöndum fengu auðmenn í lið með sér, með því að peningar væru teknir frá skattgreiðendum til að gefa þeim ofurríku og fyrirtækjum þeirra. Það var gert með allskyns brellum m.a. kolefniskvóta og ofurstyrkja til hins svokallaða "græna hagkerfis", sem hvergi er rekið nema með gríðarlegum fjárframlögum skattgreiðenda. Allt er þetta síðan vafið inn í góðmálapakka undir ýmsum nöfnum þó markmiðið sé aðeins það eitt að færa til fjármuni frá hinum snauðu til hinna ríku.
Með þessu náðu stjórnmálamenn því að vekja athygli á góðmennsku sinni og ráðsnilld og þá skiptir engu máli þó að snilldin kosti skattgreiðendur trilljónir á heimsvísu. Á sama tíma brosir ofurauðvaldið út í bæði yfir þeim viðskiptatækifærum, ríkisstyrkjum og gróða, sem stjórnmálamennirnir færa þeim allt á kostnað skattgreiðenda, iðulega fátæks fólks sem þarf að horfa í hverja krónu og er við það að missa húsin sín vegna vaxtaokurs sem afleiðing af glórulausri peningastjórn stjórnmálamannanna.
Í vor var frá því skýrt, að bílaleigur fengu milljarð frá skattgreiðendum til að kaupa rafbíla. Þessi milljarður var að sjálfsögðu tekinn frá skattgreiðendum og greiddur til fyrirtækja sem notuðu peninga skattgreiðenda til að borga sjálfum sér aukinn arð.
Nú hefur verið tilkynnt um styrkveitingar úr Orkusjóði, en þar er tæpur milljarður tekinn frá skattgreiðendum til að greiða fyrir orkuskiptum atvinnurekenda. Hæstur styrkveitingarnar í ár ganga til ofurríkra hlutafélaga annarsvegar Samherja og hinsvegar Ísfélags Vestmannaeyja um og yfir 100 milljónir til hvors félags. Garmurinn hann Jón Ásgeir, sem skildi eftir 1000 milljarða skuld í Hruninu, fær síðan dúsu líka þó hún sé ekki nema 12 milljónir.
Á sama tíma þurfa neytendur og almennir skattgreiðendur að sitja uppi með kostnaðinn vegna þessara gjafa stjórnvalda til hinna ofurríku og þurfa líka að sæta auknum kostnaði og hærri sköttum vegna loftslagsmarkmiða ríkisstjórnarinnar sem fyrst og fremst eru í þágu hinna ofurríku. Við neytendur og skattgreiðendur þurfum t.d. núna að greiða um 20 krónur af hverjum bensínlítra í loftslagshítina og eigum ekki lengur kost á öðru en lélegu bensíni allt vegna aðgerða og markmiða ríkisstjórnarinnar.
Er ekki kominn tími til að losna við þessa stjórnmálaelítu sem étur upp afkomu og lífskjör venjulegs fólks. Eyrir ekkjunar er enn á ný tekinn, til að færa auðmönnum og stjórnmálaelítunni til að leika sér með.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2023 | 22:01
Að sjálfsögðu viljum við hærri loftslagsskatta
Merkilegt viðtal við utanríkisráðherra í kvöldfréttum. Hún lýsti yfir, að hún væri sammála auknum álögum Evrópusambandsins (ES) á kaupskipaflotann. Skattféð sem út úr þessu kemur rennur til ES og það finnst ráðherranum allt í lagi þar sem mörlandinn við heimsskautsbaug geti þá ornað sér við þá tilhugsun, að verða ekki stiknunarhitun að bráð svo vísað sé til orða kommúnistans Guterres framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Auk þess telur ráðherrann að þessi skattlagning á siglingar að og frá landinu réttlætis af því að nú greiði þessir aðilar enga loftslagsskatta. Semsagt að greiði fyrirtæki eða atvinnutæki ekki skatta,beri stjórnvöldum að skattleggja það. Raunar er þetta forspá Ronald Reagan sen talaði um skattlagningaráráttu vinstri sinnaðra ríkisstjórna: If it moves, tax it. If it keeps moving, regulate it. And if it stops moving, subsidize it. (ef það hreyfist skattlegðu það/Ef það heldur áfram að hreyfast settu reglur um það/ Ef það hættir að hreyfast styrktu það:
Það gleymist oft hverjir greiða í raun skatta eins og þessa sem lögð eru á fyrirtæki. Það gera neytendur. Í því tilviki þar sem utanríkisráðherra telur réttlætanlegt að skattleggja skipaflotann, þá munu neytendur á endanum greiða þessa skatta í hærra vöruverði. Finnst ráðherranum það réttlætanlegt og eðlilegt og hvernig rímar það við meinta baráttu ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2023 | 11:11
Gegn vinnandi fólki
Svokallaðir vinstri flokkar, sem kenna sig við almannahagsmuni, hafa á nokkrum árum skipt algerlega um áherslur. Þeir berjast ekki lengur fyrir hagsmunum vinnandi stétta, hinn almenna verkalýð. Ekki manninn sem Steinn Steinar orti um í ljóði sinu "Verkamaður"
Barátta meintra verkalýðsflokka, nýja vinstrisins snýst ekki um kaup og kjör heldur að troða hælisleitendum inn í landið á kostnað skattgreiðenda. Kolefnisjöfnun með hækkun skatta og verðlags og koma í veg fyrir möguleika vinnandi fólks til að ferðast. Á sama tíma fara auðmennirnir hvert sem þeir vilja á einkaþotum án þess að nýja vinstrið hafi neitt við það að athuga.
Gæluverkefni vinstra fólksins er að banna arðskapandi atvinnu ef hún er þeim ekki að skapi eins og hvalveiðar og strandveiðar. Fjöldi alþýðumanna er sviptur lífsviðurværi en það skiptir ný-vinstrið engu máli og transhyggja hinna örfáu og kynræna sjálfræðið er að þeirra mati aðalatriði ásamt því að skipta um þjóð í landinu.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2023 | 12:28
Stjórnmál í Hollandi og Íslandi
Helsta baráttumál hefðbundinna stjórnmálaflokka á Vesturlöndum um nokkurt skeið, hefur verið að komast í ríkisstjórn og vera með í partíinu. Ekki þó til að gera neitt umfram að deila og drottna í þágu vina og flokksfélaga.
Eftir að BBB flokkurinn (Borgara og bænda hreyfingin) í Hollandi varð stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum m.a. vegna andstöðu sína við loftslagsstefnu stjórnvalda, voru góð ráð dýr fyrir stofnanaflokkana.
Mark Rutte,Teflon Mark eins og hann er kallaður, sem leitt hefur fjórar samsteypustjórnir samfellt á 13 ára tímabili sá til þess, að hægt var að mynda samsteypustjórn fjögurra stærstu hefðbundinna stjórnmálaflokka til að halda BBB utan stjórnar og gera þá áhrifalausa og gæta þess, að vilji stórs hluta kjósenda næðu ekki fram að ganga að neinu leyti.
Nú þrýtur Mark Rutte örendið vegna þess að jafnvel í Hollandi halda stofnanaflokkarnir samt í ákveðna grunnstefnu, ólíkt því sem er hér.
Hér norður við heimskautsbaug fylgir ríkisstjórnin óábyrgri stefnu í málum hælisleitenda þrátt fyrir að Jóni Gunnarssyni tækist með harðfylgi að koma fram örlitlum breytingum þrátt fyrir andstöðu VG.
Óneitanlega hlítur Sjálfstæðisfólk að velta fyrir sér hvort forusta flokksins sé tilbúin til að gefa hvað sem er eftir bara til að hanga í ríkisstjórn með Framsókn og Vinstri grænum.
Þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar er ríkissjóður rekinn með gríðarlegum halla og báknið þennst út. Atvinnumálaráðherra VG tekur fyrir að atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar séu virt. Varaformaður VG þvælist fyrir því að lögfestar verði nauðsynlegar reglur varðandi stéttarfélög og vinnudeilur. Ólöglegir innflytjendur flæða inn í landið og ríkisstjórnina skortir samstöðu um að gera nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnvaldsreglum til að koma í veg fyrir hamfarir vegna þess.
Til að kóróna allt boðar forsætisráðherra, að leggjast á árar til að takmarka tjáningarfrelsið með því m.a. að setja opinbera starfsmenn á námskeið til að læra hvað má segja og ekki segja. Allt er það með blessun formanna hinna stjórnmálaflokkana
Hvenær er eiginlega kominn tími til að ljúka þessu stjórnarsamstarfi. Ég taldi næsta öruggt að þegar Svandís Svavarsdóttir braut gegn atvinnufrelsinu þá væri nóg komið. En svo var ekki. Sumarfríið heillaði.
En hvað ætlar þá Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á í næstu kosningum?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2023 | 09:57
Kvala- og hvalamálaráðherrann
Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gert meira en aðrir ráðherrar til að efna til ófriðar við samstarfsflokka sína í ríkisstjórn og sýnt að ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald heldur er málum stýrt af hverjum ráðherra fyrir sig án þess að ríkisstjórnin að öðru leyti hafi með það að gera.
Sé völdum skipt á milli margra og allir toga sitt í hvora áttina, þá getur ekki verið um skilvirkni eða skynsamlega stjórnarhætti að ræða. að ræða. En þannig er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir í blaðagrein í gær, að stjórnsýsla Svandísar reyni á þanþolið í ríkisstjórn. Það er vægt til orða tekið og á við um alla ráðherra VG. Svandís er samt sér á báti.
Sem heilbrigðisráðherra bar Svandís ábyrgð á því, að fjöldi fólks leið miklar kvalir í langan tíma vegna þess að ráðherrann kom í veg fyrir að hægt væri að nýta þá kosti sem í boði voru til að stytta biðlista eftir bráðaaðgerðum eins og liðskiptaaðgerðum vegna pólitísks ofstækis. Ofan á það bættist að fólk komt ekki til vinnu og lífskjör þeirra efnalega voru líka skert auk þeirra líkamlegu þjáninga sem fólk þurfti að taka út á ábyrgð Svandísar ráðherra.
Nú hefur Svandís séð nýtt tækifæri til að hrekkja og koma illu til leiðar algerlega að ástæðulausu. Af persónulegum geðþótta ákvað hún að banna hvalveiðar rétt í þann mund, sem hvalavertíðin var að hefjast og allt var tilbúið til að hefja hefðbundnar veiðar, sem ekkert er athugunarvert við.
Með þessari geðþóttaákvörðun veldur Svandís margvíslegu tjóni hjá því fólki, sem hefur atvinnu af þessari starfsemi auk þess, sem skattgreiðendur þurfa að greiða reikninginn vegna löglausra athafna þessa ráðherra og brota á ákvæðum stjórnarskrár um atvinnufrelsi.
Sæmilega burðugir stjórnmálaforingjar mundu ekki láta þetta yfir sig ganga og slíta stjórnarsamstarfinu við svo búið og þó fyrr hafi verið, en einhverra hluta vegna virðist Katrín Jakobsdóttir komast upp með það ásamt meðráðherrum sínum í VG að gera hvað sem er, sem enginn mið- og hægri flokkur í Evrópu mundi samþykkja.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði að sjálfsögðu átt að slíta stjórnarsamstarfinu þegar Svandís Svavarsdóttir sat þversum fyrir því að hið frjálsa framtak gæti losað fólk við kvalir, óþægindi og tekjumissi meðan hún var heilbrigðisráðherra.
Nú þegar þessi ráðherra heldur uppteknum hætti af þjónkun við kommúníska arfleifð sína, er ekki annað í boði en að tilkynna forsætisráðherra, að annað hvort fari þessi vandræðaráðherra strax og atvinnufrelsi verði virt eða ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið þegar í stað.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2023 | 07:58
Hyldýpisgjáin milli launafólks og ofurlaunafólks
Stundum er talað um tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem býr við ofurlaun og alsnægtir og þjóðina, sem þarf að hafa sig alla við til að ná endum saman og lifa mannsæmandi lífi.
Jafnaðarflokkur Íslands, Samfylkingin, hefur á stefnuskrá sinni að berjast fyrir því "að afrakstur vinnu dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið svo enginn líði skort og allir njóti jafnra lífstækifæra."
Lengst af voru Norðurlöndin þ.m.t. Ísland í hópi ríkja þar sem launaumur var minnstur og framþróun og þjóðfélagslegt réttlæti í samræmi við það. Mikill launamunur leiðir til ójafnaðar, mikillar togstreitu í þjóðfélaginu og misskiptingu eigna. Ég tel það því æskilegt markmið í pólitík,að berjast fyrir því að mismunur hæstu og lægstu launa sé ekki úr hófi.
Ofurlaunin bankastjórnaraðalsins í bankakerfinu eru umfram alla vitræna glóru. Ofurlaunin sem sjást eru bara hluti af bankaspillingunni. Alls konar kaupaukar, skattaívilnanir og viðskiptatækifæri til viðbótar eru líka í boði fyrir þau innvígðu í bankageiranum. Starfskjör sem engan venjulegan launþega dreymir um og á ekki kost á.
Formaður Jafnaðarflokks Íslands,Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir var áður en hún settist á þing, ofurlaunakona í bankakerfinu. Henni var gert tilboð, sem hún taldi sig ekki geta hafnað og fékk fyrir það 101 milljón, á þurru, þá nýkomin til starfa fyrir Kviku banka. Starfskjör sem þessi eru umfram allt velsæmi, en tíðkast í veislunni í bankakerfinu á kostnað neytenda.
Nú skal ekki vandræðast við Kristrúnu Frostadóttur yfir ofurlaununum hennar hjá Kviku, þó þau rími ekki við stefnu flokks hennar í launamálum.
Spurningin er hvað Kristrún Frostadóttir og Jafnaðarflokkur hennar ætlar að gera til að draga úr þeim hyldýpis launamun sem er til staðar í landinu. Finnst Kristrúnu Frostadóttur í lagi að stjórnendur í bankakerfinu séu með árslaun daglaunafólksins og ríflega það á einum mánuði? Með hvaða hætti á að ná fram þeim markmiðum jöfnuðar sem Samfylkingin boðar? Kristrún ætti að geta svarað því sem innvígð í klúbb ofurlaunafólksins í bankageiranum.
Hvað skyldi daglaunafólkið vera mörg ár að vinna sér inn tekjur sambærilegar 100 milljóna kaupaukanum, sem Kristrún fékk í sinn hlut hjá Kviku banka. Finnst Kristrúnu sem jafnaðarmanni slík mismunun starfskjara í lagi? Skyldi Kristrún telja að fólkið utan bankageirans njóti sömu lífstækifæra og hún og félagar hennar í ofurlaunaklúbbi bankastarfsmanna?
Hvað ætlar Samfylkingin að gera til að jafna starfs- og launakjör fólksins í landinu í samræmi við stefnuskrá sína. Það er sú einfalda spurning sem ofurlaunadrottningin í formannsstól Samfylkingarinnar verður að svara. Jafnframt því hvort henni finnist ofurlaunin fyrir bankaaðalinn afsakanleg.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2023 | 11:34
Ábyrgðin og ofurlaunin
Rúmri viku eftir að sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FSÍ) var opinberuð um brot Íslandsbanka við hlutafjárútboð í bankanum hafa 5 stjórnendur, regluvörður og bankastjóri hætt störfum eða allir sem komu að hlutafjárútboði í bankanum. Skv. sáttinni greiðir bankinn 1.160.000.000 í sekt.
Málið kom upp fyrir hálfu ári. Af hverju var ekkert gert þá? Bankastjórn og umræddir starfsmenn þ.á.m. bankastjórinn töldu að þau kæmust upp með þetta og mundu halda áfram óáreitt í störfum sínum "busines as usual"
Formaður bankastjórnar segir að starfslokasamningur hafi verið gerður við starfsmennina í samræmi við ráðningarsamning, sem má ætla að losi hálfan milljarð auk kostnaðar vegna starfsloka bankastjórans.
Þegar allt er talið má ætla að sektin sem Íslandsbanki þarf að greiða auk greiðslur til burtflæmdra starfsmanna nemi hátt í tvo milljarða, sem neytendur þurfa á endanum að greiða.
Hvað afsakar það að slík hyldýpisgjá skuli vera á milli æðstu stjórnenda banka og almenns launafólks í landinu og þó vísað væri þessvegna til alþingismanna eða ráðherra? Ekki er ábyrgðinni fyrir að fara eins og þetta dæmi sýnir. Í raun er ekkert sem afsakar ofurlaun sem viðgangast fyrir toppana í bankakerfinu. Banka sem eru að meginstefnu til í eigu ríkisins.
![]() |
Allir stjórnendur og regluvörður hættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 51
- Sl. sólarhring: 160
- Sl. viku: 2443
- Frá upphafi: 2503813
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 2305
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson