Færsluflokkur: Kjaramál
13.2.2023 | 17:33
Tær snilld.
Nú er komin upp sú staða, að ekkert rýrir lögmæti miðlunartillögunnar, sem Ríkissáttasemjari lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur kemst samt að þeirri niðurstöðu, að Ríkissáttasemjari eigi ekki rétt á að fá afhenda kjörskrá Eflingar vegna atkvæðagreiðslu um tillöguna.
Landsréttur vísar í meðferð Alþingis um löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur seint á síðustu öld. Ljóst er að Alþingi tókst á þeim tíma að búa til einstakt klúður og samþykkja löggjöf sem stenst í raun enga vitræna skoðun. Allt í þeim tilgangi að ná eins og þar er sagt "sátt" um málið.
Sennilega hafa verið of fáir lögfræðingar á Alþingi þegar þetta var afgreitt sem lög frá Alþingi og þessvegna sitjum við uppi með algert klúður í dag, þegar aðili að vinnudeilu gerir allt til að koma í veg fyrir að lögmæt ákvörðun Ríkissáttasemjara nái fram að ganga.
Þannig að nú getur Ríkissáttasemjari látið fara fram atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sína væntanlega með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þó kjörskrá fyrirfinnist engin eins og sagði að breyttum breytanda í bókinni "Kristnihald undir jökli."
Telur virkilega einhver að hann ríði feitum hesti frá þessari niðurstöðu Landsréttar?
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2023 | 11:25
Hvika þá allir nema Aðalsteinn?
Verkföll eru slæm og leiða til mikils kostnaðar fyrir þjóðfélagið, atvinnurekendur og launþega. Þess vegna hefur löggjafinn sett reglur til þess, að komist verði hjá verkföllum í lengstu lög.
Þessvegna hefur löggjafinn þ.e. Alþingi sett lög sem heimila trúnaðarmanni ríkisins, Ríkissáttasemjara að grípa til úrræða m.a. setja fram miðlunartillögu, sem aðilar vinnudeilunnar þurfa þá að greiða atkvæði um.
Í gær setti ríkissáttasemjari Aðalsteinn Leifsson fram slíka miðlunartillögu í samræmi við gildandi lög og reglur. Þá bregður svo við, að allt í einu hamast verkalýðshreyfing og vinnuveitendur að ríkissáttasemjara.
Forsvarsmenn Eflingar segja að ríkissáttasemjari sé sekur um lögbrot og starfandi forseti ASÍ og burthlaupinn forseti ASÍ setja frá sér rangar ásakanir í garð ríkissáttasemjara og þeirri ákvörðun hans að setja fram miðlunartillögu lögum samkvæmt.
Ótöluleg hjörð skriffinna á samfélagsmiðlum bæta svo um betur og hnjóða í ríkissáttasemjara og halda því fram að hann sé að beita ólögmætu ofbeldi, ráðast á fólk, sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og festa láglaunafólk í þrælakistu auðvaldsins.
Þessi skrif eru úr rökrænu samhengi við veruleikann og það sem ríkissáttasemjari ákvað með því að setja fram miðlunartillöguna.
Miðlunartillaga er þess eðlis, að hún kemur engan veginn í veg fyrir að vilji félaga í verkalýðsfélagi nái fram að ganga. Þeir hafa lýðræðislegan rétt með því að beita atkvæði sínu til að samþykkja eða fella tillögu ríkissáttasemjara.
Til að fella tillögu ríkissáttasemjara þarf meirihluta þeirra sem atkvæði greiða og fjórðung eða 25% félagsmanna að verkalýðsfélagsins að lágmarki. Lýðræðislegur réttur verkafólks er því til staðar. Sé það svo að baráttan standi um mikilvæg atriði ætti það ekki að vera vanda bundið að fá fjórðung þeirra sem telja sig órétti beitta til að fella tillöguna.
Hvar er þá atlagan? Í hverju er árásin fólgin? Er það árás á kjör eða lýðræðisleg réttindi einstaklings eða félaga í verkalýðsfélagi að bjóða þeim að tjá vilja sinn með því að fara að lýðræðislegum leikreglum og greiða atkvæði?
Raunar er þetta ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki síðasta sem ríkissáttasemjari setur fram miðlunartillögu. En e.t.v. eru þessi glórulausu viðbrögð atvinnurekenda, Eflingar og ASÍ til marks um vaxandi óþol og þjóðfélagslega jaðarmyndun samfélagsins
Ríkissáttasemjari er engin skálkur í þessu efni. Hann fer að lögum. Skálkarnir eru þeir,sem hamast gegn lögum landsins og lýðræðislegri ákvarðanatöku.
Er það virkilega orðið merki um ofstopa, árás á lífskjör eða fasismi, að gefa fólki kost á því að greiða atkvæði um kaup sitt og kjör?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2022 | 10:10
Samhliða þjóðfélög eða þjóðleg heild
Svo virðist, sem engin sé að velta fyrir sér afleiðingum þeirrar miklu fjölgunar útlendinga sem hafa sest hér að á undanförnum nokkrum árum og með hvaða hætti eigi að bregðast við.
Nú er u.þ.b.einn af hverjum fimm íbúum Íslands af erlendu bergi brotin og fjölgaði á árinu 2023 um 10.000 manns. Þetta er svo mikil fjölgun að þegar af þeirri ástæðu eru komnir brestir í ýmsa almenna þjónustu, sem fólk hefur hingað til gengið að.
Viljum við að hér verði áfram einsleitt íslenskt þjóðfélag,þar sem íslenska,íslensk menning og siðir séu ráðandi eða er okkur alveg sama um þróuina og þó við týnumst í þjóðahafinu?
Ef við höfum ekki metnað til að leggja rækt við að byggja upp einsleitt þjóðfélag munu verða til mörg samhliða þjóðfélög í landinu, sem tala sitthvert tungumálið hafa ólíka siði og menningu. Þannig yrði eitt þessara þjóðfélaga pólst og æ færri Pólverjar sæju ástæðu til að læra íslensku. Annað yrði Úkraínskt og það þriðja arabískt.
Hafa íslensk stjórnvöld einhern metnað til að varðveita íslenska tungu,menningu og sem mesta einsleitni þjóðfélagsins.
Sú þjóð, sem hefur framar öðrum gengið vel að taka við miklum fjölda útlendinga og aðlaga þá að eigin menningu allt fram að þessu eru Bandaríkin, þar sem fólk getur haldið tengslum við uppruna sinn, en lítur samt á sig sem Bandaríkjamenn og votta því þjóðfélagi hollustu umfram upprunaland sitt. Það hefur reynst mun farsælla en samhliða þjóðfélög sem hafa orðið til í mörgum Evrópulöndum með alls konar vandamálum m.a. þeim að lögregla, slökkvilið eða sjúkralið fer ekki inn í sum hverfi nema hafa þungvopnaða lögreglu eða hermenn til að tryggja öryggi sitt.
Hvert vilja íslensk stjórnvöld stefna í þessum málum? Láta reka á reiðanum og gera ekki neitt eins og hingað til eða sýna þjóðlegan metnað.
Til hvers var barist fyrir sjálfstæði, íslenska tungu, menningu og fullveldi, ef það á engu máli að skipta? Í mínum huga kemur ekki til greina að gefa eftir öll þessi íslensku gildi baráttulaust, en þá þarf sennilega að skipta um stjórnmálastétt í landinu, sem er mun æskilegra en að skipta um þjóð eins og verið er að gera núna.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.12.2022 | 10:06
Var ríkisvaldið skilvirkara á tímum pennans og póstvagnsins
Vöxtur ríkisins frá því að fulltrúalýðræðinu sem við þekkjum var komið á hefur verið ógnvænlegur. Fram að fyrri heimstyrjöld sem hófst 1914 gat engin ríkisstjórn í heiminum náð meiru frá borgurum sínum en örlitlum hluta af þjóðarframleiðslunni. Hlutur ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu var á þeim tíma milli 5 til 6%.
Sjóðir ríkisins voru takmarkaðir og öll ríki hvort heldur þau voru lýðræðisríki eins og Bretland eða keisaradæmi eins og Rússland þurftu að fara mjög varlega varðandi fjárútlát og takmarka þau sem mest. Vegna þess hvað ríkið hafði takmarkaðar tekjur þá gat það ekki tekið að sér að verða þjóðfélagsleg eða fjármálaleg miðstöð. Velferðarkerfi hafði þó verið komið á í nokkrum ríkjum fyrst í Prússlandi seinni hluta nítjándu aldar.
Ríkisvaldið sinnti því meginhlutverki að gæta öryggis borgaranna, lögum, reglu, innanlandsfriði og lágmarksvelferð. Hvernig stóð á því að ríkið gat sinnt þessum brýnustu þjóðfélagslegu verkefnum með því að leggja innan við 10% heildarskatta á borgaranna? Þá er verið að tala um tekjuskatta, eignaskatta, tolla, virðisaukaskatt og aðra skatta hvaða nafni sem þeir nefnast. Getur verið að stjórnkerfi ríkisins hafi verið skilvirkara á öld pennans og hestvagnanna en tölvunnar og bílsins.
Eftir lok síðari heimstyrjaldar 1945 hefur ríkið tekið meira og meira af tekjum þjóðfélagsins til sín. Víða í okkar heimshluta er hlutur hins opinbera meir en helmingur af þjóðarframleiðslunni. Að hluta til taka ríki og sveitarfélög lán hjá framtíðinni fyrir ofureyðslu sína í dag. Æskufólk og ófæddir hafa engan ákvörðunarrétt eða atkvæðisrétt í þeim efnum.
Hér á landi tekur hið opinbera um helming þjóðartekna hvað sem öllum upphrópunum um markaðsþjóðfélag og frjálshyggju líður.
Finnst fólki það í lagi, að ríkið seilist æ dýpra ofan í vasa borgarana og safni auk þess skuldum til að standa undir auknum umsvifum, auknum millifærslum til einstaklinga, og fyrirtækja, gæluverkefna stjórnmálamanna og greiðslum til fólks sem okkur kemur ekkert við?
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2022 | 09:07
Þá erum við orðin átta milljarðar á plánetunni jörð.
Í gær 21.12 2022 urðu jarðarbúar 8 milljarðar. Jarðarbúum hefur fjölgað um einn milljarð á 12 árum. Árið 1800 voru jarðarbúar einn milljarður.
Umbætur og framþróun á sviði heilbrigðismála, næringar og lyfja, stuðlar að þessari miklu fólksfjölgun, sem engin virðist hafa áhyggjur af lengur. Áður vöruðu m.a. flokkar umhverfissinna við fólksfjölguninni og töldu hana mundu valda, umhverfisslysi, aukinni mengun o.s.frv. og vildu grípa til aðgerða til að fækka fólki. Allt í einu hvarf þetta af stefnuskrá þeirra og allt hverfðist um hnattræna hlýnun af mannavöldum og í þeirri baráttu taka umhverfissinnar fólksfjölgun út fyrir sviga eins og hún sé ekki vandamál.
Á síðasta áratug fjölgaði Indverjum um 180 milljónir og þeir verða fjölmennasta ríki heims á næsta ári, í stað Kína. Áætlað er að meira en helmingur fólksfjölgunar í heiminum fram til 2050 verði í átta löndum. Lýðveldinu Kongó, Egyptalandi, Eþíópíu, Indlandi, Nígeríu, Pakistan, Filipseyjum og Tanzaníu. Ekki rímar það vel við fullyrðingar ýmissa um að fólk á þessum stöðum sé að flýja og sækja um alþjóðlega vernd vegna loftslagsbreytinga.
Þessi mikla fólksfjölgun felur í sér margar áskoranir og mörg ný vandamál eins og fæðuöryggi og viðhlítandi menntun. Þau lönd þar sem fjölgunin verður mest geta ekki leyst vandamálin án mikillar aðstoðar.
Hvaðan á hún að koma?
Straumur fólks frá þróunarlöndunum til Vesturlanda mun aukast, þangað til að Vesturlönd verða komin á svipaðan stað hvað varðar lífskjör og menntun nema stjórnmálastéttin á Vesturlöndum breyti um stefnu til hagsbóta fyrir eigin borgara.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2022 | 10:18
Jólakveðja til komandi kynslóða
Alþingi afgreiddi í gær dýrustu jólakveðju til komandi kynslóða sem um getur. Jólagjöf Alþingis til barnana okkar og barnabarna, er meiri útgjaldaaukning ríkissjóðs, en nokkru sinni fyrr í sögunni og gríðarlegur ríkissjóðshalli um eða yfir 120 milljarðar.
Ekki er nú Kóvídinu til að dreifa eða illu árferði.
Báknið vex meira en nokkru sinni fyrr.
Þeir sem tala um að nóg sé til og við séum svo rík þjóð, að við getum eytt í hvaða vitleysu sem er, ættu að skoða að það kemur að skuldadögunum og við verðum að horfast í augu við það, að lífskjörum í landinu er haldið uppi með skuldasöfnun ríkis- og sveitarfélaga. En um síðir verður að borga fyrir sukkið.
Fólk getur ekki verið endalaust í partíinu þó stjórnmálamennirnir haldi það og timburmennirnir verða þeim mun verri sem partíið stendur lengur.
Hvernig getur það gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins, að báknið vaxi sem aldrei fyrr og útgjöld ríkissjóðs aukist sem aldrei fyrr. Finnst Sjálfstæðisfólki þessi ríkissósíalismi vera í lagi?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2022 | 08:16
Stjórnmálastéttin bregst öldrðum og öryrkjum
Verkefnastjóri hjá umboðsmanni skuldara segir þurfa að bregðast við stöðu öryrkja sem hefur farið versnandi á árinu. Öryrkjar sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara í ár eru að meðaltali 3500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Það þýðir, að öryrkjarnir geta ekki keypt föt, læknisþjónustu eða farið í leikhús eða á tónleika svo fátt eitt sé nefnt.
Sama á við um marga aldraða, sem búa við bág kjör og það er ömurlegt að horfa upp á aldrað fólk, sem hefur ekki efni á því að veita sér neitt, jafnvel ekki nauðsynlega læknisþjónustu. Það er dapurlegt að horfa á aldrað fólk vera í öngum sínum vegna þess að það getur ekki gefið börnum og/eða barnabörnum jóla- eða afmælisgjafir.
Á aðalfundi eldri Sjálfstæðismanna fyrir viku var borin upp viðamikil ályktun um velferðarmál aldraðra, sem var allra góðra gjalda verð og mundi hafa í för með sér bættan hag aldraðra.
Ég benti á, að ekki þyrfti svo viðamikla tillögu,en að gera einungis þá kröfu að aldraðir og öryrkjar nytu sömu fyrirgreiðslu og hælisleitendur,sbr. 33.gr. útlendingalaga.
Upphaf hennar hljóðar svo:
Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, þar á meðal vegna geðraskana og geðfötlunar. Sérstakt tillit skal tekið til þeirra sem hafa sérþarfir eða þurfa sérstaka aðstoð.
Svona er nú komið í lýðveldinu Íslandi, að á sama tíma og margir öryrkjar og aldraðir geta ekki lifað mannsæmandi lífi eða notið læknisþjónustu og margs annars, þá hafa þingmenn þjóðarinnar búið svo um hnútana vegna "mannúðarsjónarmiða" að þeirra sögn, að fólk sem að meginhluta kemur hingað ólöglega og þarf að vísa brott þrátt fyrir hávær mótmæli fréttastofu Ríkisútvarpsins skuli njóta mannsæmandi lífskjara,en öryrkjum og öldruðum skuli hinsvegar ekki standa til boða slíkur lúxus.
Þarf ekki að staldra við og gaumgæfa í hverju eðlileg "mannúð" á að vera fólgin í þessu landi. Er hún bara fyrir erlenda hlaupastráka en ekki okkar minnstu bræður í okkar íslenska samfélagi.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.9.2022 | 11:33
Að snúa hlutum á haus.
Formaður Moderata Samlingspartiet(mið-hægriflokkur) leggur áherslu á að Svíar taki kjarnorkuver í notkun að nýju. Það mátti sósíalistinn forsætisráðherra ekki heyra og staðhæfði, að þá væri samstaða Evrópu rofin og þetta væri í þágu Pútín.
Þarna var hlutum gjörsamlega snúið á haus. Það eru augljósir hagsmunir Svía að vera sjálfum sér nógir í orkumálum og þurfa ekki að leita á náðir Rússa til að fólk geti hitað heimili sín, kveikt á ljósaperum eða ekið rafmagnsbílum. Grænu lausnirnar og vindmyllurnar eru aumur valkostur þegar allt kemur til alls.
Í ræðu á Alsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna 2018 sagði Donald Trump þá Bandaríkjaforseti, að Þjóðverjar yrðu algerlega háðir Rússum með orkuöflun ef þeir héldu svona áfram. Þá var ekki brugðist við og sagt þetta er bara Trump af "framsýnu" stjórnmálaelítunni í Evrópu.
Svíar væru heldur betur í betri stöðu ef þeir hefðu hlustað á Trump og brugðist við í stað þess eins og sænski forsætisráðherrann gerði að stinga höfðinu í sandinn eins og strútur og færa Pútín öll trompspilin í hendurnar. Vonandi hafna sænskir kjósendur þessum sósíalska ruglanda í kosningunum
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2022 | 11:03
Erlent bakkelsi
Í frétt Mbl. í dag er sagt frá miklum innflutningi á bakkelsi. Það þýðir e.t.v. viðskiptatækifæri fyrir bakara og vonandi gengur það eftir, en engum dettur í hug að þessi innflutningur muni kollvelta hagkerfinu.
Þegar Viðreisnarstjórnin ákvað að afnema gjaldeyrishöft að mestu á sjöunda áratug síðustu aldar fóru Framsóknarmenn hamförum gegn því og töldu að allt færi til helvítis ef svo færi. Þá yrði fluttur inn allskyns óþarfi sögðu þeir, eins og t.d. danskir kökubotnar, sem Framsóknarmenn töldu að íslenskar húsmæður væru ekkert of góðar til að baka sjálfar. Á þeim tíma var einróma skoðun Framsóknarmanna að staða konunnar væri fyrir framan eldavélina. Síðar töldu þeir hana fyrir aftan hana.
Svo mjög breyttist þjóðlífið strax og gjaldeyrishöftin voru afnumin, að þá fengust epli, appelsínur og bananar allt árið en ekki bara fyrir jól og menn gátu keypt bifreiðar frá Vesturlöndum en ekki bara Trapant, Gaz og Moskvitsj. Já og kökubotnana sem og flest annað sem á þurfti að halda.
Allar spár Framsóknarmanna um helvítisferð hagkerfisins með frjálsari gjaldeyrisviðtskiptum reyndust algjörlega rangar. Þess í stað þróaðist fjölbreyttara þjóðlíf með betri hag.
Samkeppni á landsvísu og milli landa og frjáls viðskipti skapa nefnilega velmegun, en það gera höftin ekki.
![]() |
Bakkelsi innflutt í stórum stíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2022 | 14:15
Taka ofbeldisöflin yfir?
Drífa Snædal forseti ASÍ gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Ástæðan er sú, að ofbeldisöflin innan verkalýðshreyfingarinnar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fararbroddi, hafa gert henni nánast ómögulegt að starfa faglega og með eðlilegum hætti.
Drífa er langt til vinstri í stjórnmálum, en samt sem er djúp á milli hennar og vitifirrta vinstrisins,sem sækir nú fast á um að efla til stéttarstríðs hvað sem tautar og raular.
Ákjósanlegt hefði verið að Drífa hefði sæti áfram og tekið á móti ofbeldisöflunum, þó það sé síður en svo skemmtiefni eða til að valda ánægju fyrir hana persónulega.
Gott fólk hvar í sveit sem það stendur verður þó alltaf að vera reiðubúið að taka baráttuna gegn ofbeldinu og vinna að því að þoka þjóðfélaginu áfram til góðs með samtakamætti og samvinnu, stétt með stétt í stað stéttarstríðs.
Stjórnmálaelítan hefur gert baráttu ofbeldisaflanna auðveldari og skammtað sér og æðstu embættismönnum laun og starfskjör umfram aðra. Katrín Jakobsdóttir ætti að setja ritstörfin á hilluna og gera sitt til að koma í veg fyrir hart séttarstríð meðan tími er til. m.a. Koma mætti á auknum jöfnuði. þar sem stjórnmálastéttin gengi á undan með góðu fordæmi.
Vonandi vill Katrín það frekar en að leika á rithörpuna sína.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 489
- Sl. sólarhring: 733
- Sl. viku: 2507
- Frá upphafi: 2505935
Annað
- Innlit í dag: 444
- Innlit sl. viku: 2339
- Gestir í dag: 419
- IP-tölur í dag: 407
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson