Færsluflokkur: Fjölmiðlar
28.5.2014 | 10:45
Hinir umburðarlyndu
Hinir umburðarlyndu í Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hafa undanfarið hneykslast á oddvita Framsóknar í borgarstjórn fyrir efasemdir um lóðaúthlutun fyrir mosku í Reykjavík. Vilhallir fréttamenn þessa "umburðarlynda og víðsýna fólks" hafa elt uppi forustumenn Framsóknarflokksins til kreista fram fordæmingu á flokkssystur sinni. Ummæli sem fréttahaukarnir telja bera augljósan vott um rasisma og þjóðernisofstæki.
Samt sem áður hefur oddviti Framsóknar ekki mælt styggðaryrði um múslima eða veist að trúarskoðunum þeirra eftir því sem ég veit best.
Á sama tíma er upplýst að Kristín Soffía Jónsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur látið frá sér fara mun alvarlegri ummæli um trúarhóp, en oddviti Framsóknar um múslima. Svo bregður hins vegar við að reynt er að þagga það niður og forustumenn Samfylkingarinnar eru ekki eltir á röndum til að fá afstöðu þeirra til ummæla Kristína Soffíu Jónsdóttur.
Ummæli Kristína Soffíu sem hér er vikið að um Aust-rómversku kaþólsku kirjkuna eru: "Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að úthluta lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér".
Ummælin viðhafði Kristín Soffía vegna viðhorfa safnaðarins til samkynhneigðra, sem eru raunar svipuð og rómversk kaþólskra og mun mildari í garð samkynhneigðra og réttinda þeirra en afstaða múslima.
Séu ummæli oddvita Framsóknarflokksins og frambjóðanda Samfylkingarinnar borin saman þá fela ummæli frambjóðanda Samfylkingarinnar í sér mun meiri fordóma, skort á umburðarlyndi og skort á víðsýni og eru alvarlegri og fordæmanlegri ef eitthvað er. Samt sem áður er engin krafa gerð um að hún víki úr fjórða sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fréttamenn elta heldur ekki Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar vegna þessara ummæla flokkssystur hans, þó þeir hundelti Sigmund Davíð og tíundi í hverjum fréttatíma að hann hafi ekki fordæmt ummæli flokkssystur sinnar.
Ummæli Kristínar Soffíu eru vissulega fordæmanleg og ósæmileg. Athyglisvert er að í urmæðu um málið segist hún sjá eftir því að hafa sagt þetta, en nefnir ekki sérstaklega hvað hún sjái eftir. Hún hefur heldur ekki beðist afsökunar á ummælunum sem telja verður lágmark þegar um svo alvarleg og lágkúruleg ummæli er að ræða.
Finnst Árna Páli Árnasyni og Degi B. Eggertssyni forsvaranlegt að hafa Kristínu Soffíu á framboðslista Samfylkingarinnar eftir að opinberuð hafa verið þessi ummæli hennar. Finnst þeim eðlilegt að hún sitji á framboðslistanum án þess að sinna þeirri lágmarkskurteisi að biðjast afsökunar?
6.5.2014 | 16:20
Höggvið og hlíft
Stór hluti Kastljóss RÚV í gærkvöldi fór í umfjöllun um minnismiða, sem borist hafði með einhverjum hætti til fjölmiðla. Umfjölluninni var ætlað að koma höggi á Innanríkisráðherra, án þess að nokkuð liggi fyrir um aðild hennar að málinu nema sem æðsta yfirmanns ráðuneytisins.
Þingkonurnar Valgerður Bjarnadóttir og Birgitta Jónsdóttir hömuðust í dag að Innanríkisráðherra vegna meintra mannréttindabrota. DV lét sitt ekki heldur eftir liggja.
Það er ekki gott að trúnaðarupplýsingar leki til óviðkomandi aðila, en slík óhöpp gerast og þá er mikilvægara að reyna að koma í veg fyrir það í stað þess að reyna að hengja bakara fyrir smið.
Atgangurinn vegna minnismiðans er ólíkur því sem var uppi á teningnum þegar þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins Gunnar Andersen var beraður af því að afla trúnaðarupplýsinga um alþingismann til að skaða hann. Þar var um brot á bankaleynd að ræða og embættismaðurinn ætlaði að ná sér niðri á þingmanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni vegna þess að þingmaðurinn hafði tekið upp málefni Sparisjóðs Keflavíkur á Alþingi og bent réttilega á að þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi forstjóri FME færu ekki að lögum. Að sjálfsögðu átti DV að taka við þeim upplýsingum sem og öðrum frá manninum.
Sú atlaga sem embættismaðurinn fulltrúi framkvæmdaavaldsins gerði með þessu að alþingismanni var bæði alvarleg og saknæm. Þar var spurning um réttarvernd þjóðkjörinna fulltrúa, sem framkvæmdavaldið telur sig eiga sökótt við. Prófessor við Háskóla Íslands Þorvaldur Gylfason lagðist í hina stóru vörn fyrir hinn brotlega forstjóra og Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt við sama skóla nú alþingismaður í hina minni svo ótrúlegt sem það nú er.
Ekki var sérstakur Kastljósþáttur um þetta alvarlega mál. Þingkonurnar Valgerður Bjarnadóttir og Birgitta Jónsdóttir höfðu ekkert um málið að segja og vikuritið DV taldi að þessi atlaga Gunnars Andersen að þjóðkjörnum fulltrúa væri með öllu afsakanleg.
Óneitanlega veltir maður fyrir sér réttlætiskennd og sómatilfinningu fólks eins og Valgerðar Bjarnadóttur, Birgittu Jónsdóttur og Kastljósfólks þegar mat þess á lekamálum er jafn ólíkt og raun ber vitni eftir því hver í hlut á. Um réttlætiskennd og sómatilfinningu DV þarf af augljósum ástæðum ekki að fjalla.
Þess skal getið að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina sýndi fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson hafði haft rétt fyrir sér og aðsóknin að honum var vegna réttmætra athugasemda um framkvæmdavaldið. En það skiptir e.t.v. ekki máli heldur.
Óeðlilegt fréttamat Katsljóss eða pólitísk stýring? Það er spurningin.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.4.2014 | 21:04
Fréttir. Ekki fréttir og Rangar fréttir
Fréttamaður á Ríkisútvarpinu til margra ára vakti réttilega athygli á því fyrir skömmu hversu afkáraleg fyrsta útvarpskvöldfrétt RÚV var á sunnudagskvöld. Því miður er fréttastofa RÚV ekki ein um þá hitu að koma með ekki fréttir og rangar fréttir.
Í fréttum fjölmiðla hefur ítrekað verið sagt frá því að fólk sæki meira í verðtryggð lán vegna þess hvað afborganir séu hagstæðar í byrjun. Ekki er bent á það að verðtryggingin étur upp alla eignamyndun. En þessar fréttir eru rangar. Í riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika nr. 1.2014 segir:
"Athygli vekur hversu mikið vægi verðtryggðra skulda lækkaði á síðasta ári eða sem nemur um helmingi af þeirri lækkun sem aðgerðum ríkisstjórnarinnar er ætlað að ná. Hlutur óverðtryggðra lána heldur áfram að aukast og er eina lánaformið sem eykur hlutdeild sína af heildarskuldum, þ.e. í lok árs 2012 var hlutdeild óverðtryggðra lána 16,5% en 18% í lok síðasta árs."
Fréttir um að fólk sé að taka verðtryggð lán í stórum stíl eru draugasögur sjálfsagt fabrikeraðar hjá verðtryggingarfurstum til að sýna hversu fráleitt sé að afnema verðtryggingu.
Í annan stað er því ítrekað haldið fram að heimilin standi nú mun betur að vígi og skuldir þerira lækki og lækki. Þetta er villandi frétt og að hluta röng. Í áður tilvitnuðu riti kemur fram á bls. 51 að lækkun skulda heimila sé aðallega vegna endurútreiknings ólögmætra gengislána. En það er ekki öll sagan. Einnig kemur til að fjármálafyrirtæki hafa keypt eignir fólks m.a. á nauðungaruppboði og þar með lækkar skuldastaðan. Þetta eru ekki merki um batnandi stöðu með blóm í haga.
Í þriðja lagi sögðu fjölmiðlar frá því í dag að skuldsetning fyrirtækja hafi dregist saman og lækkað um 24% af þjóðarframleiðslu frá því í fyrra. Af fréttunum mátti ráða undraverðan rekstrarbata fyrirtækjanna, en svo er ekki. Ástæða skuldalækkunar fyrirtækja er vegna afskrifta fjármálafyrirtækja á skuldum þeirra eins og einnig kemur fram í ofangreindu riti.
Ekki kemur fram hvað margir tugir eða hundruð milljarða voru afskrifuð á fyrirtækjunum.
Í staðinn fyrir að birta rangar fréttir og ekki fréttir ættu fjölmiðlar að segja okkur fréttir t.d. hvað mörg hundruð milljarðar hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja í landinu.
Talsmenn fjármálastofnana og ASÍ sem hafa amast við skuldalækkun venjulegs fólks ætti síðan að fá í viðtöl til að gera okkur grein fyrir af hverju það er í lagi að afskrifa skuldir á fyrirtæki en ekki hjá fólki.
Fréttamenn ættu að skoða það sem máli skiptir og beina sjónum sínum að því sem skiptir máli fyrir fjöldann í stað þess að vera stöðugt að leita uppi einstaklingsbundin vandamál raunveruleg, orðum aukin eða tilbúin.
Vantar ekki fleiri fréttamenn sem eru neytendavænir og hafa metnað til að flytja fólki góðar og heildstæðar fréttir?
20.3.2014 | 11:07
Af hverju Rússland en ekki Tyrkland?
Af hverju fordæma Bandaríkjamenn og Evrópusambandið ekki Tyrkland fyrir að hafa stuðlað að uppreisn í Sýrlandi og stuðla að áframhaldi ófriðarins o...g hörmunga sýrlensku þjóðarinnar
Af hverju er ekki beitt refsiaðgerðum gegn Tyrklandi og tyrkneskum embættismönnum fyrir mannréttindabrot, ásælni gagnvart nágrannaríkjum og hernðaraðgerðum þar?
Af hverju telur Evrópusambandið rétt að fá Tyrki í Evrópusambandið en útiloka Rússa?
Óneitanlega virðist heimssýn forustufólks í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu ekki hafa þróast mikið síðan í kaldastríðinu.
Svo kemur þessi Guðs volaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og fetar dyggilega í slóð Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og styður hefndaraðgerðir gegn vinaþjóð. Má ég þó af tvennu :::::: biðja um Ólaf Ragnar.
2.1.2014 | 12:40
Ég lofa fleiri sólardögum.
Einu sinni var stjórnmálaflokkur í Danmörku sem lofaði fleiri sólardögum, styttri vinnuviku, hærra kaupi og mörgu öðru. Öllum var ljóst líka flokksmönnum að þetta var bara grín. Ég gat ekki varist að hugsa til þessa flokks þegar ég las áramótagrein Guðmundar Steingrímssonar formanns Bjartrar framtíðar í Morgunblaðinu 31. desember s.l. og raunar nokkurra fleiri formanna.
Formaður Samfylkingarinnar virðist horfinn frá vitrænni stefnu í landbúnaðarmálum. Hann virðist horfa framhjá því að í meira en hálfa öld höfum við keppst við með ærnum tilkostnaði að auka útflutning á landbúnaðarvörum til annarra landa og selt kindakjöt svo áratugum skiptir til útlanda undir kostnaðarverði. Dýr stefna það fyrir skattgreiðendur og landsins gæði. Synd að Samfylkingin skuli hafa horfið frá einu af því fáa skynsamlega í stefnu flokksins.
Stefna Katrínar Jakobsdóttur er að halda áfram hallarekstri á ríkissjóði. Áramótagrein hennar er samfelld tala um aukin ríkisumsvif þó engin innistæða sé fyrir auknum ríkisútgjöldum.
Áramótagrein Jóns Þórs Ólafssonar þingmanns Pírata kom nokkuð á óvart. Hún er vel skrifuð og vísað til mála sem eru mikilvæg, neytendamála, réttarstöðu lántakenda auk ýmis annars. Þá er kærkomið að loksins skuli stjórnmálamaður vísa til Peter Drucker, en hann var tvímælalaust einn besti samfélagsrýnandi meðan hans naut við.
Af áramótagreinum formanna stjórnmálaflokkanna bar grein Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins af sem vönduð og vel skrifuð. Ég hefði að vísu kosið að hann hefði fjallað um framtíðarsýn til nokkurra ára í grein sinni, en það gerir því miður enginn af formönnunum.
Enginn formannanna tekur undir hatursyrði Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gegn frjálsu markaðshagkerfi. Allir formennirnir byggja framtíðarsýn sína á virku markaðshagkerfi. Sumir tala um nauðsyn ákveðinna breytinga og aukins aðhalds en sú gamla sósalíska sýn þeirra Jóhönnu og Steingríms sem kostuðu okkur svið mikið á síðustu fjórum árum er horfin úr stjórnmálaumræðunni. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni og e.t.v. það eina sem mátti greina í áramótagreinunum.
29.11.2013 | 14:34
Goðsögnin um RÚV og raunveruleikinn
Sú goðsögn er lífsseig meðal þjóðarinnar, að það sé þjóðlegt að framleiða lambakjöt fyrir útlendinga þó gengið sé nærri náttúru landisns og kjötið selt undir framleiðslu-og flutingskostnaði.
Sú goðsögn er líka lífsseig meðal þjóðarinnar að uppspretta, varðveisla og tilurð íslenskrar menningar sé hjá RÚV.
Hvorug goðsagan á nokkuð skylt við raunveruleikann.
Þegar gripið er til hópuppsasgna hjá RÚV er eðlilegt að skoða hvað er á ferðinni áður en vondir stjórnmálamenn eða útvarpsstjórar eru atyrtir fyrir nísku og illsku í garð RÚV.
Í fyrirtæki eins og RÚV þar sem litlar sveiflur eru í tekjum og hægt er að gera áætlanir langt fram í tímann þarf ekki að grípa til skyndilegra hópuppsagna nema uppsöfnuð vandamál séu orðin til, sem varða stjórnun fyrirtækisins. Vandi RÚV er allt annar og minni en fyrirtækja sem eru háð duttlungum markaðarins.
Í þessari uppsagnarhrinu kemur á óvart hverjir eru látnir fara og hverjir sitja eftir. Þannig er sérkennilegt að fólk sem hefur verið mikilvægt í Kastljósi og morgunútvarpi þurfi að hverfa á braut og hætt sé að segja fréttir frá kl. 12 á miðnætti eins og það skipti kostnaðarlega miklu máli.
Allt þetta mál ber vott um það að stjórn RÚV viti ekki sitt rjúkandi ráð og hafi ekki gaumgæft hvert skuli stefna við rekstur fyrirtækisins.
Umgjörðin um RÚV sem fyrirtækið starfar eftir var gerð á bóluárunum fyrir Hrunið svokallaða og sú umgjörð hefur ekki verið endurskoðuð sem skyldi hún hafi verið fráleit frá upphafi. Þess vegna er mikilvægt núna fyrir velunnara RÚV að skoða hvaða samfélagsleg verkefni það eru sem við teljum eðlilegt og nauðsynlegt að RÚV sinni og sníðum þá umgjörðina um RÚV í samræmi við það. Á grundvelli raunveruleikans en ekki til að viðhalda goðsögnum.
21.11.2013 | 00:40
Fréttamat RÚV og aðgerðarsinnar.
Eftirtektavert er að fylgjast með tungutaki og fréttamati fréttamanna á fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Þóknanlegum óeirðaseggjum var á sínum tíma breytt í mótmælendur. Nú er það ekki nógu gott af því að vinstri sinnuðu fréttamennirnir leitast við að nota sem jákvæðust orð um þóknanlega mótmælendur eða óeirðarseggi. Þess vegna er talað um aðgerðarsinna í fréttum RÚV þegar mótmælin eru þóknanleg.
Ein aðalfréttin í miðnæturfréttum RÚV var um það hvað aðgerðarsinnar væru að gera í París þ.e. mótmælendur. Af orðfæri fréttarinnar að dæma voru þetta þóknanleg mótmæli þ.e. aðgerðir aðgerðarsinna. Hefði mótmælendur hins vegar ekki verið þóknanlegir þá hefðu þeir heitað hægri öfgamenn eða þaðan af verra.
Til að fá betri upplýsingar um þessa stórfrétt í miðnæturfréttum RÚV þá leitaði ég á erlendum fréttamiðlum og sá hvergi minnst á þessa stórfrétt RÚV. Aðalfréttirnar frá Frans voru um byssumanninn og nafngreiningu hans. En fréttamat RÚV er að þessu leyti frábrugðið. Enda mikilvægt að koma að fréttum um þóknanlega "aðgerðarsinna".
18.11.2013 | 15:19
Milljarðagjöf ritstjóra Fréttablaðsins
Ritstjóri Fréttablaðsins heldur því fram að þeir sem hafa veitt makríl undanfarin ár hafi fengið milljarða að gjöf. En hver er gjöfin? Gjöfin er sú að mati ritstjórans og nokkurra pistlahöfunda í blaðinu, að ríkið skuli ekki hafa tekið allan hagnað af veiðunum í skatta. Þá er einnig fjallað um nauðsyn þess að settar verði reglur um makrílveiðar og veiðarnar kvótasettar.
Það sem Ronald Reagan sagði um slíka skatta- og ríkisvæðingarstefnu á algjörlega við um þessa hugsun þ.e: Ef það hreyfist skattlegðu það. Ef það heldur áfram að hreyfast settu lög um það. Ef það hættir að hreyfast styrktu það af almannanfé. (If it moves tax it, if it keeps on moving regulate it, if it stops moving subsidise it)
Einn af pistlahöfundunum sem telur þjóðina hafa tapað milljörðum á því að skattleggja ekki makrílveiðar fellur algjörlega að því sem Reagan segir um skattlagningarsósíalisma eins og þennan, en sá maður vill skattleggja makrílveiðar af því að þær bera sig á sama tíma og hann vill beita innflutningshöftum í landbúnaði og styrkja landbúnaðarframleiðsluna um milljarða til að framleiða sauðakjöt ofan í útlendinga.
Eðli þeirrar gjafar sem ritstjóri Fréttablaðsins lýsir er því sú að ríkið skattleggi arðbæra atvinnugrein til að færa þá peninga sem þar verða til yfir í óarðbæran atvinnurekstur.
Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að hverfa frá ofurskattahugmyndunum draga úr skattheimtum á sama tíma og dregið er úr völdum, bruðli og óráðssíu stjórnmálamanna með skattfé almennings. Annars verður alltaf vitlaust gefið og þjóðin öll mun líða fyrir það.
13.8.2013 | 09:59
Er Ísland tifandi tímasprengja
Athyglisverð grein birtist í tímaritinu Fortune í gær þar segir að Ísland geti verið tifandi tímasprengja efnahagslega og annað efnahagshrun (meltdown) gæti verið á leiðinni. Getur eitthvað verið til í þessu?
Í Fréttablaðinu er leitað til Kúbu Gylfi Magnússonar fyrrverandi viðskiptaráðherra sem telur greinina jafnranga og fjarri raunveruleikanum og íslenskir ráðamenn töldu skýrslu den Danske bank árið 2006 og umfjöllun í Financial Times 2007. Hvorutveggja reyndist þó rétt.
Er þetta bara heilaspuni pistlahöfundar sem ekkert veit og ekkert skilur. Cyrus Santani sem skrifar umrædda grein í Fortune bendir óneitanlega réttilega á að ekkert hafi verið gert raunhæft til að byggja upp íslenskt efnahagslíf frá hruni og á því ber m.a. Gylfi Magnússon ábyrgð.
Greinarhöfundur bendir á að með gjaldeyrishöftum og fleiru hafi vandamálum verið skotið á frest og gefur í raun efnahagsstjórn síðustu ríkisstjórnar algjöra falleinkunn sem er rétt.
Gríðarlega aukinn ferðamannastraumur og makrílveiðar fyrir milljarða voru gæfa okkar á tíma síðustu ríkisstjórnar þar sem hún amaðist við nýsköpun í atvinnulífi og byggingu vatnsaflsvirkjana. Annað var því í kyrrstöðu. Ofurskattheimta á lítil fyrirtæki og einstaklinga hefur líka haft neikvæð áhrif og fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að vinna úr því.
Ef við höldum áfram á sömu leið þá er hætt við að spádómur Cyrus Santani rætist að einhverju leyti. Við getum ekki rekið ríkissjóð með viðvarandi 20% halla. Við verðum að skera niður ríkisútgjöld og lækka skatta. Smáskammtalækningar duga ekki. Það verður að taka á skuldamálum heimilanna afnema verðtryggingu á neytendalánum og taka upp lánakerfi eins og gerist í okkar heimshluta. Þeir hlutir eru forsenda þess að við getum fyrr en síðar aflétt gjaldeyrishöftunum, sem er forsenda aukinar fjárfestingar og vaxtar í íslensku efnahagslífi.
Svo verða menn að horfa raunhæft á gjaldmiðilinn krónuna. Er hún blessun eða böl?
5.7.2013 | 19:11
Fjölmiðlar, arabíska vorið eða hvað?
Arabíska vorið var það kallað þegar forseta Túnis var steypt af stóli eftir að óeirðir urðu í landinu eftir að Mohammed Bouazizi kveikti í sér og brann á fjölförnu markaðstorgi fyrir tveim árum. Í framhaldinu urðu mótmæli í Cairó og Moubarck Egyptalandsforseta var steypt af stóli. Þá var röðin komin að Ghaddafi einræðisherra í Líbýu og hann var drepinn með aðstoð Breta og Frakka.
Vestrænir fjölmiðlar fóru hamförum og dásömuðu frelsisþránna sem birtist í mótmælunum en könnuðu aldrei hvað var á ferðinni og skrifðu fréttir sem gáfu iðulega alranga mynd af því sem var að gerast. Fjölmiðlafólki liggur svo mikið á að segja frá atburðum að þeir mislesa iðulega það sem er að gerast, kynna sér ekki sögu eða menningu og gefa því iðulega alranga mynd af þeim atburðum sem eiga sér stað.
Nú spyrja margir hvort við séum þessa daganna að horfa á Arabíska vorið spilað aftur á bak eftir að Egypski herinn hefur aftur tekið völdinn ógilt stjórnarskrána og vikið forsetanum úr embætti. En um hvað snérist og snýst þetta allt þarna í Norður Afríku?
Maðurinn sem brenndi sig í Túnis var ekki að kalla eftir lýðræði heldur frjálsri markaðsstarfsemi öðru nafni kapítalisma. Hann var að mótmæla aðferðum lögreglunnar sem hafði gert notuðu raftækin sem hann seldi og innkomu upptæka. Sagt er að það hafi tekið undir stjórn Moubarak um 500 daga að fá leyfi fyrir smásöluverslun og það þurfti að eiga við 29 stjórnarstofnanir. Lítið lagaðist skrifræðið í stjórnartíð Morsis.
Hernando de Soto hagfræðingur frá Perú rannsakaði ástæður ókyrrðarinnar í Norður Afríku og komst að þeirri niðurstöðu að mótmælin væru til að ná fram grundvallarmannréttindum eins og starfs- og eignarréttindum. Hann sagði í skýrslu til Bandaríkjaþings að fólk á Vesturlöndum hefði misskilið það sem væri að gerast þarna og krafan væri fyrst og fremst um vernd grundvallarmannréttinda eins og starfs- og eignarréttar. Með því að sinna þessum kröfum og gera það að skilyrði aðstoðar að þessi grunnmannréttindi væru virt þá gætu Vesturlönd eignast milljónir nýrra vina í þessum ríkjum.
Vandamálin í þessum löndum eru mikil og um helmingur íbúanna eru 25 ára og yngri. Spurningin er hvort þessi ríki þurfi ekki einmitt á sama meðali að halda og Alþýðulýðveldið Kína á sínum tíma. Aukna markaðshyggju og meiri virðingu fyrir atvinnu- og séreignarrétti.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 6
- Sl. sólarhring: 678
- Sl. viku: 4114
- Frá upphafi: 2603888
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 3853
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson