Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
9.5.2022 | 09:47
Bölvað bensínið
Sá vinstri sinnaði sveimhugi sem er í hvað mestum metum meðal Samfylkingar- VG og Pírataarms þjóðarinnar, segir að það eigi að banna að auglýsa bensín og raunar ættum við að vera hætt að nota það fyrir löngu. Allt er þetta í samræmi við alræðishyggju þeirra sem telja sig hafa leyst lífsgátuna fyrir löngu og telja skyldu sína að sjá til þess að borgararnir geri eins og þeir segja þeim til að koma í veg fyrir að það hlýni á Íslandi.
Bíllaus lífsstíll er það sem vinstri meirihlutinn í Reykjavík telur vera það besta af öllu því góða sem hægt er að bjóða upp á í samgöngumálum ásamt Borgarlínunni. Þrátt fyrir að að lítill hluti fólks ferðist með almannasamgöngum í Reykjavík og kannanir sýni, að einungis mjög lítill hluti borgarbúa hefur áhuga á því hvað svo sem Borgarlínu varðar. Borgarlínu skal samt troðið upp á fólk með illu ef ekki tekst með góðu og það skal látið borga fyrir það.
Ekki hefur dugað að þrengja götur, fækka bílastæðum og loka götum fyrir umferð og þess vegna verður að grípa til róttækari hluta til að markmiðinu verði náð að allir borgarbúar verði neyddir til að hjóla á eftir Degi B. og Gísla Marteini í unaðsríkri halarófu þeirra sem einir vita hvað er best fyrir fólkið í borginni og er undirstaða hamingju í borgarsamfélagi.
En það búa ekki allir í 101 Reykjavík og sumir þurfa að aka börnum sínum margra kílómetra leið á ýmsum tímum dagsins í misjöfnum veðrum. Það yrði heldur betur lífsskjaraskerðing fyrir þennan stóra hóp borgaranna ef þeir verða í auknari mæli neyddir til að taka þátt í þeirri alræðishyggju vinstri lofslagssérfræðinga eins og Andra Snæs Magnússonar að neyðast til að taka sér opinberan ferðamáta Dags sér til fyrirmyndar.
Samt sem áður þó reiðhjólið sé prísað, þá er samt til sérstök bifreið borgarstjóra, sem hefur stundum ekið á eftir borgarstjóranum á reiðhjólinu og tekið hann upp í þegar vel hentar. Þrátt fyrir siðaboðskapinn þá gildir það hjá Degi með sama hætti og Boris og Keith Starmer, að þó skyldurnar sem þeir setja á borgaranna eða leggja til, að þá skuli samt gilda aðrar reglur fyrir þá.
Eða eins og George Orwell sagði í Animal Farm: Sum dýrin eru jafnari en önnur.
Er ekki best að kjósa allt annað en Samfylkinguna, VG, Pírata og Viðreisn á laugardaginn kemur.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2022 | 10:11
"Snillingurinn"
Borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B.Eggertsson hefur sýnt af sér meiri snilli við að halda völlum en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður sennilega fyrr og síðar.
Völd hans í Borginni byggjast m.a.að hilla til sín villuráfandi Framsóknarmann, taka skemmtikraftinn sem fékk á sínum tíma fylgi í borgarstjórnarkosningum, í fangið og gera hann að borgarstjóra, þó að Dagur stýrði öllu og réði öllu. Nema e.t.v. litnum á kjól skemmtikraftsins í gleðigöngum þess tíma.
Þrátt fyrir stöðugt minnkandi fylgi við Dag í kosningum, þar sem flokkur hans hefur beðið hvert afhroðið á fætur öðru, þá hefur Degi alltaf tekist að koma skríðandi úr brunarústum Samfylkingar og fá til liðs við sig nýja flokka til að halda völdum.
Slíkur línudans og pólitísk ástaratlot sem borgarstjóri hefur sýnt þeim sem hann þarf að eiga vingott við til að halda völdum hefur að sjálfsögðu kostað sitt en þann kostnað greiða borgarbúar en ekki Dagur sbr. aukin launakostnað borgarstjórnar síðast til að ná Vinstri grænum um borð.
Þó Dagur hafi sýnt af sér mandaríska snilld við að halda völdum, hefur snilldin ekki verið sú sama við að stjórna borginni. Fjárhagsleg staða Borgarinnar er hræðileg, viðhald gatna er fyrir neðan allar hellur, hreinsun gatna og gangstíga er óviðunandi. Reykjavík Dags B. Eggertssonar er borg þar sem svifryksmengun er iðulega yfir hættumörkum og veldur dauðsföllum í borg sem telur rétt rúm 100 þúsund íbúa.
Vegna pólitískrar bábilju og tískustrauma reynt að ráða því með hvaða hætti fólk fer á milli staða. Stefna Dagsmeirihlutans í samgöngumálum og fleiri málum byggir á alræðishugmyndum og fyrirlitningu á venjulegu vinnandi fólki og getu þess til að taka eigin ákvarðanir.
Getur virkilega einhver nema innvígður og innmúaður Pírati, VG. Viðreisn eða Samfylkging greitt þeim flokkum atkvæði sem stóðu að braggaruglinu í Nauthólsvík. Þar kom í ljós algjör óstjórn, spilling og ill meðferð á almannafé. Það er þó bara toppurinn á stóra borgarísjaka spillingarinnar.
"Snillingur" eins og Dagur getur ekki haldið pólitískum loftfimleikum sínum áfram nema aðrir séu tilbúnir til að taka þátt í loddaraleiknum með honum. Á það geta Reykvíkingar ekki látið reyna enn einu sinni. Meirihlutaflokkana í borgarstjórn er því ekki hægt að kjósa.
Atkvæði greitt Samfylkingu, VG, Pírötum og Viðreisn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík er atkvæði greitt með áframhaldandi spillingu, áframhaldandi fjármálalegri óstjórn, áframhaldandi afskiptum af því hvernig borgararnir ferðast og áframhaldandi loftmengun auk ýmiss annars.
Dönsku stráin við braggan í Nauthólsvíkinni þó ekki væru annað ættu að vera nóg til að kjósendur höfnuðu algerlega Samfylkingu, VG,Pírötum og að ógleymdri nýjustu hækjunni Viðreisn.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2022 | 11:42
Tími til að komast út úr döprum örlögum
Í bandarískri kvikmynd(The Groundhog day) segir frá manni, sem festist í sama deginum og endurlifir hann aftur og aftur. Sjónvarpsmaðurinn reyndi allt til að komast út úr þessum döpru örlögum að alltaf væri sami Dagurinn. Sömu döpru örlogin endurlifa Reykjavíkingar. Dagur B. Eggertsson, stjórnar Reykjavíkurborg jafnvel þó að kjósendur hafni honum ítrekað.
Dagur varð fyrst borgarstjóri árið 2007. Síðan kom Jón Gnarr árið 2010, en Dagur var samt raunverulegur stjórnandi.
Jón Gnarr er flottur leikari. Meðan hann var borgarstjóri kom það vel í ljós. Á degi blindra fór hann um með hvíta stafinn blindastur allra, á degi fatlaðra fór Jón um á hjólastól fjölfatlaðastur allra og á hinsegin dögum var Jón Gnarr dragdrottning par exellance. Á meðan stjórnaði. Dagur B. á meðan dragdrottningin sveiflaði síðpilsinu í göngu hinsegin fólks.
Frá 2014 hefur Dagur verið borgarstjóri og það hefur hallað undan fæti hjá borginni. Skuldasöfnun, spilling, umferðaröngþveiti og skortur á að hreinsun gatna og viðhald sé með þeim hætti sem nauðsynlegt er.
Er fólk búið að gleyma Bragganum fræga í Nauthólsvíkinni og dönsku stráunum. Allt einstök spilling sem gerði það að verkum, að Dagur tilkynnti sig veikan og lét aðra um að svara fyrir óhroðann. Þó það dæmi væri svæsið þá var það aðeins eitt af mörgum, þar sem aðhalds og sparnaðar er ekki gætt enda verður fjárhagur Reykjavíkurborgar stöðugt verri undir stjórn Dags.
Það er að vissu leyti snilld að geta stöðugt fengið nýja flokka sem hækjur til að styðjast við og geta verið áfram borgarstjóri. Dagur B. hefur verið snillingur í því, þvert á vilja borgarbúa.
Í lok áðurnefndrar kvikmyndar, tókst manninum hann loks,að gera það besta út úr deginum. Í raunveruleikanum hafa menn fullreynt þennan Dag, sem er ekki að taka framförum nema síður sé og er vonandi að kvöldi kominn.
Það er hægt að gera miklu betur en Dagur B Eggertsson og meðreiðarfólk hans. Það þarf framsækið fólk, sem vill stjórna með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi. Þess er að vænta að það komi fram og geri sig gildandi í kosningunum í vor.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2022 | 09:39
Jafnvel gamlir símastaurar syngja
Guðmundur Árni Stefánsson fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra hefur ákveðið að gefa kost á sér við bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Ekki fór hjá því,að mér dytti í hug stef úr ljóði Tómasar Guðmundssonar "Austurstræti" þegar ég las hjartnæma yfirlýsingu Guðmundar Árna, þar sem skáldið segir "og jafnvel gamlir símastaurar syngja".
Nú skal tekið fram, að Guðmundur Árni er á besta aldri yngri en við Trump, sem erum þó enn í fullu fjöri.
Guðmundur Árni á margt gott skilið. Hann var hógvær geðþekkur stjórnmálamaður. Hann hrökklaðist úr ráðherrasæti vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar fyrir atriði, sem mundu ekki teljast miklu máli skipta í dag. Alla vega hefur núverandi forsætisráðherra tekið ákvarðanir án heimilda í fjárlögum um margfallt meiri ríkisútgjöld án heimilda, en þeirra,sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við á sínum tíma í ráðherratíð Guðmundar Árna. Guðmundur Árni hefði ekki þurft að segja af sér, en gerði það samt og það var mannsbragur af því.
Jafnvel þó að stjórnmálamönnum verði eitthvað á, þá eru það kjósendur sem ákveða pólitísk örlög þeirra.
Það er kærkomið að eðalkrati eins og Guðmundur Árni skuli gefa kost á sér til starfa í pólitík á ný. Samfylkingin hefur ekki verið í raunpólitík undanfarin ár og núverandi formaður hefur ýtt flokknum út á ystu brún bjargsnasar villta vinstrisins þar sem hann lafir á klettabrúninni ásamt Pírötum. Maður eins og Guðmundur Árni ætti að geta spornað við þessari pólitísku vinstri nauðhyggju formannsins og flokksins og gert hann að raunverulegum pólitískum valkosti á ný.
Fyrsta verkefni Guðmundar Árna eftir 28 ára hvíld við kjötkatla sendiherraembætta og froðumennsku íslenskrar utanríkisþjónustu verður að fá stuðning til forustu í Hafnarfirði, sem ég vona að honum takist og síðan að heyja kosningabaráttu þar sem hann ætlar sér að sækja að Sjálfstæðisflokknum.
Á sama tíma og ég óska Guðmundi Árna til hamingju með endurkomu í pólitík og vona að hann hafi mikil og góð áhrif innan eigin flokks, þá vona ég að honum mistakist það ætlunarverk sitt að koma meirihluta Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði frá völdum.
Meirihluti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði hefur staðið sig vel á kjörtímabilinu og á það skilið að fá víðtækan stuðning kjósenda. Guðmundur Árni veit það en telur greinilega að best sé að byrja pólitísk afskipti á nýjan leik með þessum hætti. En hugur hans stefnir örugglega frekar í landsmálin, þar sem hann á frekar heima og getur gefið meira af sér. Þar er verk að vinna fyrir Guðmund, en ekki í bæjarstjórnarmálum í Hafnarfirði. Þar getur hann ekki bætt um betur.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2021 | 09:34
Eyþór hættir
Það kom á óvart, að oddviti Sjálfstæðisfólks í borgarstjórn verði ekki í kjöri fyrir næsta kjörtímabil.
Sjálfstæðisfólk þarf að velja nýjan oddvita, sem er líklegur til að leiða flokkinn til sigurs. Í því sambandi skiptir máli, að góður oddviti fari fyrir samstilltum hópi frambjóðenda.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur og fær ekki aukið fylgi, ef hver höndin er upp á móti annarri í mikilvægustu málum.
Það er verk að vinna fyrir Sjálfstæðisfólk að velja þann besta leiðtoga sem kostur er á og vinna síðan saman að því að flokkurinn fái góða kosningu.
Óneitanlega yrðu það gríðarleg mistök ef Sjálfstæðisflokkurinn glutraði niður því tækifæri að fella óvinsælan meirihluta, sem tekur hagsmuni minnihlutahópa fram yfir hagsmuni almennings.
Sjálfstæðisfólk í Reykjavík stendur frammi fyrir því, að ákveða með hvaða hætti standa á að uppstillingu. Lagt hefur verið til að fram fari leiðtogaprófkjör, sem er ágæt tillaga. Leiðtogaprófkjör útilokar ekki síðar prófkjör um framboðslistann að öðru leyti.
Hvaða aðferð svo sem valin verður við val á framboðslistann,þá skiptir máli að Sjálfstæðisfólk kjósi samhentan framsækinn framboðslista, en láti ekki andstæðingum flokksins það eftir að gera það.
Það er ekki sérstök lýðræðisveisla að fólk skrái sig í flokkinn til þess eins að kjósa og segi sig síðan úr honum 10 mínútum síðar eins og í síðasta prófkjöri þegar jafnvel þekkt stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka vílaði ekki fyrir sér að ganga í flokkinn í 10 mínútur til að hafa áhrif á hverjir yrðu í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2021 | 09:34
Eyþór hættir
Það kom á óvart, að oddviti Sjálfstæðisfólks í borgarstjórn verði ekki í kjöri fyrir næsta kjörtímabil.
Sjálfstæðisfólk þarf að velja nýjan oddvita, sem er líklegur til að leiða flokkinn til sigurs. Í því sambandi skiptir máli, að góður oddviti fari fyrir samstilltum hópi frambjóðenda.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur og fær ekki aukið fylgi, ef hver höndin er upp á móti annarri í mikilvægustu málum.
Það er verk að vinna fyrir Sjálfstæðisfólk að velja þann besta leiðtoga sem kostur er á og vinna síðan saman að því að flokkurinn fái góða kosningu.
Óneitanlega yrðu það gríðarleg mistök ef Sjálfstæðisflokkurinn glutraði niður því tækifæri að fella óvinsælan meirihluta, sem tekur hagsmuni minnihlutahópa fram yfir hagsmuni almennings.
Sjálfstæðisfólk í Reykjavík stendur frammi fyrir því, að ákveða með hvaða hætti standa á að uppstillingu. Lagt hefur verið til að fram fari leiðtogaprófkjör, sem er ágæt tillaga. Leiðtogaprófkjör útilokar ekki síðar prófkjör um framboðslistann að öðru leyti.
Hvaða aðferð svo sem valin verður við val á framboðslistann,þá skiptir máli að Sjálfstæðisfólk kjósi samhentan framsækinn framboðslista, en láti ekki andstæðingum flokksins það eftir að gera það.
Það er ekki sérstök lýðræðisveisla að fólk skrái sig í flokkinn til þess eins að kjósa og segi sig síðan úr honum 10 mínútum síðar eins og í síðasta prófkjöri þegar jafnvel þekkt stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka vílaði ekki fyrir sér að ganga í flokkinn í 10 mínútur til að hafa áhrif á hverjir yrðu í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2021 | 11:02
Kvöldstemmning
Í blíðviðrinu í gærkvöldi fannst mér og frú Margréti tilvalið að fá okkur göngu í Nauthólsvík. Gangan var hin skemmtilegasta í kvöldstemmningunni.
Öskjuhlíðin, sem mér skilst að sé jafn hátt og Himmelbjerget hæsta fjall Dana, hefur orðið til muna fallegri á síðustu áratugum og betri til útivistar. Sama má segja um nánast allt umhverfi Nauthólsvíkur. Að sjálfsögðu ber einnig að minnast orða skáldanna um að ekkert sé fegurra en vörkvöld í Reykjavík og/eða vorkvöld í vesturbænum. En það á líka við um kvöldstemmningu sumur, haust og vetur í höfuðborginni.
Fyrst minnst er á Himmelbjerget, þá komu dönsku stráin upp í hugann. Dönsk strá voru keypt til að prýða umhverfi bragga sem borgarstjórinn í Reykjavík ákvað að gera upp og prýða að innan sem utan. Ekki var hjá því komist að berja augum braggann dýra og stráin dýru. Þarna blasti dýrðin við. Dýrðin sem kostaði Reykvíkinga um einn milljarð.
"Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt að lyngtætlur lýta á hann hissa" orti enn annað skáld,en það sama verður ekki sagt um þennan lágreista bragga og stráin dýru. Þarna kúrði bragginn lágreistur og hnípinn í rekstrarlegum vanda.
Skelfing merkilegt að einhverjum skyldi detta í hug að endurgera bragga fyrir á annað hundrað milljónir sem síðar urðu að um það bil milljarði. "Snillin" getur ekki leynst neinum sem berja þetta afrek augum.
Þegar "snilli" borgarstjóra í braggamálinu var afhjúpuð, þá lagðist borgarstjóri í rúmið og fór í veikindaleyfi til að þurfa ekki að svara fyrir þetta frekar en annað góðgæti,sem honum finnst erfitta að svara fyrir. Það kom í hlut samstarfsfólks að verja vitleysuna og þau gerðu það. Líka Viðreisn sem kom þó ekki að málinu fyrr en eftir á. Viðreisn greip til heiftarlegra varna enda dýrseldur flokkur.
Í kvöldkyrrðinni velti ég því fyrir mér hvort reykvískir kjósendur mundu hugsa til þessa máls við næstu kosningar og veita þeim sem að þessu bulli standa og verja fá makleg málagjöld í næstu kosningum.
Hvað sem öðru líður og þó þetta sé allt dapurlegt og beri vott um óafsakanlegt stjórnleysi og spillingu, þá er samt ekki annað hægt en að brosa út í annað yfir því, að nokkrum skuli hafa dottið í hug að eyða nokkur hundruð milljónum sem urðu að milljarði í vitleysu eins og þessa. Það fólk veit greinilega ekki hvað ráðdeild og sparnaður þýðir enda auðvelt að klúðra hlutum þegar fólk telur sér heimilt að fara illa með annarra fé.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2020 | 12:23
Vitlausum ákvörðunum velt yfir á neytendur
Stjórn Sorpu tók vitlausar ákvarðanir í fjárfestingum, sem leiddu til gríðarlegs taps fyrirtækisins. Stjórnin, sem ætti e.t.v. frekar að kalla óstjórnin situr samt áfram enda pólitískir kommisarar skipaðir af bæjarstjórnum, sem eiga Sorpu.
Vegna þessara vitlausu ákvarðana tók sama stjórn þá ákvörðun, að eðlilegt væri að neytendur borguðu fyrir vilausar ákvarðanir stjórnarinnar og greiddu tapið með stórhækkun á verði þjónustunnar.
Sorpa er einokunarfyrirtæki, sem þarf ekki að óttast samkeppni. Neytendur þurfa að kaupa þjónustuna af þeim og hafa ekki í önnur hús að venda. Við slík tækifæri er nauðsynlegt, að þjóðfélagið bregðist við með þeim tækjum sem til eru og komi í veg fyrir óeðlilegar verðhækkanir.
Gera verður þá kröfu til sveitarfélaganna, sem eiga Sorpu, að þau grípi í taumana og gæti að hagsmunum neytenda. Þá verða Samkeppnisyfirvöld að taka málið til meðferðar strax á grundvelli 11.gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Verðhækkunum eins og þessum vegna mistaka stjórnenda fyrirtækis má ekki velta með þessum hætti yfir á neytendur. Sveitarfélögin verða að axla ábyrgð á kommissörunum sínum og koma með nýtt fjármagn inn í reksturinn án í stað þess að sammælast um að stela af neytendum.
Í máli þessu reynir á hvers virði stjórnmálastéttin er. Sættir hún sig við svona vinnubrögð?
![]() |
Sorpa sprengir upp verðskrána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2020 | 12:11
Nýja stjórnarskráin
Margra kynlegra grasa kennir í tillögum stjórnlagaráðsins sáluga, en aðstandendur þess telja að þjóðin eigi að lögfesta það eins og Guð hafi sagt það, án þess að breyta um kommu eða punkt.
Öllu málsmetandi fólki var ljóst, þegar það sá tillögurnar, að þarna var um framsetningu að ræða eins og oft er hjá fólki sem er í lögfræðilegum æfingabúðum iðulega án þess að eiga þangað erindi.
Einfalt dæmi:
Ákvæði núverandi stjórnarskrár um sveitarfélög gr. 78
"Sveitarfélög skulu ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stutt einföld framsetning, sem segir allt sem segja þarf.
En það var að sjálfsögðu ekki nógu gott fyrir stjórnlagaráðið.
Í stað þeirrar einu greinar sem er í stjórnarskránni um sveitarfélög koma fjórar greinar í tillögum stjórnlagaráðs og þegar betur er að gáð, þá tryggja þær hvorki sveitarfélögum eða íbúum þeirra neinn sérstakan rétt umfram það sem þessi eina hnitmiðaða grein núverandi stjórnarskrár gerir:
Í greinum 105-108 í tillögum stjórnlagaráðs segir í 105 gr. að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem að lög ákveða og þau skuli hafa nægjanlega burði og tekjur til að sinna lögbundnum verkefnum. (Ekki er sagt hver eigi að tryggja þeim þessar tekjur) og að tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum.
Í 106 gr. stjórnlagaráðs segir að á hendi sveitarfélaga eða samtaka í umboði þeirra (hvaða samtök skyldu það nú vera) eru þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir komið í héraði svo sem nánar skal ákveðið í lögum.
Í 107 gr segir að sveitarfélögum skuli stjórnað af sveitarstjórnum (eins gott að taka það fram) og þá að rétti íbúa til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess skal skipað með lögum.
108 gr. mælir síðan fyrir um að samráð skuli haft við sveitarfélög um undirbúning lagasetningar sem þau varðar.
Er eitthvað í tillögum stjórnlagaráðs, sem eykur á réttindi sveitarstjórna með þessum langhundi sem ráðið sullar saman umfram það sem kveðið er á um í 78. gr. núverandi stjórnarskrár? Vissulega ekki. Þarna er um að ræða hrófatildur, sem hróflað er saman af fólki oft velmeinandi fólki sem einskonar óskalista, sem er þó ekkert annað og meira en það sem sagt er í tveim línum og einni grein núverandi stjórnarskrár.
Öllum má vera ljóst, að tillögur stjórnlagaráðs um sveitarstjórnir eru ekki innihaldsríkar og nauðsynlegar umfram það sem er í núverandi stjórnarskrá heldur þvert á móti og dæmi um það að þeir sem settu þetta saman gera sér ekki að fullu grein fyrir hvaða tilgangi stjórnarskrá á að þjóna.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.8.2019 | 13:55
Alræðishyggjan kemur fram í mörgum myndum
Í gær var sagt frá hugmyndum þeirra sem aðhyllast alræðishyggju og heildaskipulagshyggju að neyða fólk til að leggja niður sveitarfélög séu íbúarnir færri en alræðishyggjan telur ásættanlegt.
Í 74.gr. stjórnarskrárinn er ákvæði sem segir að rétt eigi menn á því að stofna og starfrækja félög í sérhverjum löglegum tilgangi. Ekki eru ákvæði í stjórnarskránni að félög skuli hafa a.m.k. ákveðinn fjölda félaga. Þess vegna getur félagsmaður í félagi verið einn sbr. ýmis einkahlutafélög. Þeir sem stóðu að gerð stjórnarskrárinnar settu þessi ákvæði til að tryggja réttindi einstaklinga og félaga þeirra.
Sveitarfélög á landinu eru misfjölmenn. Fámenn sveitarfélög hafa um langt skeið verið eitur í beinum alls alræðishyggjufólks og þess vegna var það forgangsatriði hjá Jóhönnu Sigurðardóttur sem sveitarstjórnarmálaráðherra á sínum tíma að fækka sveitarfélögum sem mest hún mátti og jafnvel meira en það.
Nú mun enn einu sinni vera komin fram tillga um að ákveðinn lágmarksfjöldi skuli vera í hverju sveitarfélagi og séu íbúarnir færri beri sveitarfélaginu skv. valdboði heildarhyggjunar að sameinast öðru sveitarfélagi. Gjalda verður varhug við svona hugmyndum sen miða við að knýja fólk til þess með valdboði að leggja niður sitt eigið sveitarfélag og sameinast öðru hvort sem það vill það eða ekki og hvort heldur það er til hagsbóta fyrir sveitarfélagið eða ekki.
Virða verður frelsi fólks til að taka ákvarðanir í þessum félagsmálum eins og öðrum.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 552
- Sl. sólarhring: 805
- Sl. viku: 2039
- Frá upphafi: 2504686
Annað
- Innlit í dag: 534
- Innlit sl. viku: 1925
- Gestir í dag: 517
- IP-tölur í dag: 508
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson