Færsluflokkur: Dægurmál
20.11.2013 | 11:47
Opinberanir Steingríms J.
Steingrímur J. Sigfússon hefur gefið út opinberanir sínar um verk sín. Fáum sýnist þessar opinberanir vera í ætt við heilagan sannleika og frekar að þær hafi fengið innblástur og fullkomnun með sama hætti og söngvar Satans hjá spámanninum Múhammeð.
Flokksbróðir Steingríms og baráttufélagi til langs tíma hefur stigið fram og gert athugasemdir við opinberun í bók fyrrum fóstbróður síns og sama er með Jón Bjarnason fyrrum liðfélaga Steingríms.
Svo mikið var Steingrími J í mun að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórn að eigin sögn að hann bauð honum embætti forseta Alþingis bara ef Jón vildi fara úr ráðherrastól. En Steingrímur hafði ekkert vald á að bjóða Jóni forsetastólinn eftir því sem þáverandi forseti Alþingis hefur upplýst. Svo virðist því sem Steingrímur hafi ætlað að plata Jón Bjarnason með því að lofa honum einhverju sem hann gat aldrei staðið við.
Athyglisvert að þessi sami Steingrímur J. sem gaf innihaldslaus loforð og hagar sannleikanum eins og honum hentar hverju sinni, hamaðist í því að sérstök siðfræðinefnd starfaði við hlið Rannsóknarnefndar Alþingis til að fjalla um siðferði í íslenskum stjórnmálum o.fl. Ef til vill er þar komin enn ein sönnunin fyrir mikilvægustu sálfræðikenningum Sigmund Freud.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2013 | 12:50
Öll rök til að stytta nám til stútentsprófs.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðhera hefur ítrekað sagt að hann muni beita sér fyrir því að stytta nám til stúdentsprófs og telur að öll rök standi til þess.
Það er forgangsverkefni að koma á þeim breytingum í menntakerfinu að námsmenn útskrifist sem stúdentar á sama aldri og í nágrannalöndum okkar. Það mundi þýða að fólk yrði stúdentar 18 ára í stað 20 eins og nú er.
Hvergi á OECD svæðinu er fólk útskrifað sem stútendtar jafngamlir og hér á landi og meðalaldur háskólastúdenta er hér 28 ára en í Evrópu 23 ára. Þessar tölur sýna hvað það er mikilvægt að ná fram þessari breytingu sem menntamálaráðherra hefur gert að ákveðnu forgangsmáli. Vonandi gengur honum vel að koma þessu máli áfram.
Það hefur mikið þjóðhagslegt gildi að ná fram styttingu aðfararnáms að stúdentsprófi um 2 ár. Kostnaður námsmanna verður mun minni m.a. vegna þess að stór hluti háskólastúdenta mundi þá búa áfram í foreldrahúsum í upphafi námsins og fæstir mundu vera komnir með fjölskyldu á þeim tíma. Stytting aðfararnámsins þýðir því meiri heildarstyttingu náms fram að námslokum en 2 árum af því að það er færra sem truflar og leiðir til brotthvarfs frá námi.
Það hefur mikilvæga þjóðhagslega þýðingu að ná fram þessu baráttumáli menntamálaráðherra auk þess sem því fylgir mikill sparnaður fyrir ríkissjóð til lengri tíma litið. Raunar þarf að taka allt skólakerfið til endurskoðunar og skoða með hvaða hætti mætti kenna fólki með áhrifaríkari og skemmtilegri hætti en nú er gert. Möguleikarnir eru fyrir hendi vegna gjörbreytts margmiðlunarumhverfis, en skólanám hefur ekki tekið eðlilegum breytingum miðað við þá möguleika sem eru fyrir hendi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2013 | 17:30
Vondar eru nefndirnar.
Vondar eru nefndirnar þungt er þeirra hlass sagði Ægir Ó stórkaupmaður í ljóðinu "Brestir og brak" eftir Jónas Árnason. Þessi ljóðlína kom mér í hug þegar sagt var frá því í fréttum að ríkisstjórnin væri enn að vandræðast með að finna fólk í sérfræðinganefnd eða nefndir vegna afnáms verðtryggingar á neytendalánum og niðurfærslu verðtryggðra skulda.
Það er nokkuð sérstakt að það skuli vefjast fyrir ríkisstjórn að finna hæft fólk til að sitja í nefndum sem þessum og hvor ríkisstjórnarflokkur um sig hafi neitunarvald gagnvart tillögu hins ríkisstjórnarflokksins. Hætt er við að það taki þá nokkurn tíma að skipa í nefndirnar og ráðherrar geti þá dundað sér við að beita neitunarvaldi sínu eftir geðþótta ef þeim finnst þetta vera mikilvægt framlag til landsstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin hefur mótað ákveðna stefnu í málinu og samið um hana í stjórnarsáttmála. Nefndirnar eru því ekki ákvörðunaraðilar heldur til þess að útfæra tillögur ríkisstjórnarinnar og vinna nákvæmnisvinnuna og handavinnuna við að koma stefnunni frá orðum til athafna. Þess vegna er það sérstakt að skipan í nefndina eða nefndirnar skuli vera orðið að sérstökum samkvæmisleik ríkisstjórnarinnar.
Brýna nauðsyn bar til að skipa nefndir til afnáms verðtryggingar og niðurfærslu lána strax í kjölfar myndunar ríkisstjórnarinnar. Þar sem það var ekki gert, þá er eins gott að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben setjist niður í fyrramálið og afgreiði málið sín á milli á klukkutíma. Báðir flokkar eiga mikið af hæfileikafólki sem mundi leika sér af því að vinna þessa handavinnu fljótt og vel.
Þessi mál þola enga bið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.8.2013 | 00:45
Þjóðkirkjan og tjáningarfrelsið
Þegar ég las afsökunarbeiðni kirkjunnar vegna auglýsingar um komu bandaríska evangelista prédikarans, Franklin Graham til landsins þá duttu mér í hug orð séra Sigvalda úr Manni og Konu eftir Jón Thoroddsen "Nú er víst kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér."
Kirkjan biðst afsökunar á því að hafa auglýst komu þessa prédikara til landsins af því að hann er á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Jafnframt ítrekar íslenska þjóðkirkjan þetta í tilkynningu:
"Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklin Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu. Um leið viljum við ítreka að þjóðkirkjan hvikar hvergi frá samstöðu sinni með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra og hjónabandi samkynhneigðra."
Þá finnst Sigríði Guðmarsdóttur presti í Guðríðarkirkju nægt tilefni vegna þessa til að nota orðið "fokk" í netfærslu vegna þessa. Prestlegra getur það nú varla orðið. Oh my God hefði Kristján heiti ég Ólafsson yfirneytandi úr Spaugstofunni sennilega sagt við þessu.
Eftir því sem ég fæ skilið þennan málatilbúnað þjóðkirkjunnar og prestsins í Guðríðarkirkju, þá hefur þjóðkirkjan tekið afstöðu gegn tjáningar- og skoðanafrelsi kristins fólks sem talar gegn samkynhneigð og hjónabandi samkynhreigðra. Eftir því sem ég fæ skilið prestinn í Guðríðarkirkju og tilkynningu þjóðkirkjunnar þá eiga menn ekki lengur samleið með þjóðkirkjunni séu þeir á móti samkynhneigð og hjónaböndum samkynhneigðra og óheimill prédikunarstóll í kirkjudeild Agnesar Sigurðardóttur biskups. Sérstaklega á þetta við á Hinsegin dögum samkvæmt tilkynningunni.
Þrátt fyrir að ég telji eðlilegt að samkynhneigðir hafi öll lýðréttindi og megi ganga í hjónabönd þá finnst mér of langt gengið þegar það er fordæmanlegt að hafa aðra skoðun en mína hvað þetta varðar. Hinsegin dagar eru til að draga úr fordómum gagnvart samkynhneigðum og berjast fyrir mannréttindum þeirra. Sá tilgangur er góður og með sama hætti verða aðrir líka að njóta sömu réttinda hvorki meiri né minni.
Háskólinn fær iðulega fyrirlesara sem hafa skoðanir sem margir eru á móti og finnst jafnvel fordæmanlegar. Háskólinn risi hins vegar ekki undir nafni ef hann fengi ekki slíka fyrirlesara og gengist fyrir vandaðri málefnalegri umræðu þar sem fólk deilir og sitt sýnist hverjum. Ég sótti tvo slíka fyrirlestra manna sem ég er andstæður í pólitík sósíalistanna Göran Person og David Milliband. Þó ég væri að mörgu leyti ósammála þeim þá fannst mér miklu skipta að eiga þess kost að hlusta á fróðlegt framlag þeirra og geta spurt þá spurninga og komið að gagnstæðum sjónarmiðum.
Á ekki það sama að gilda innan þjóðkirkjunnar eða er þar aðeins heimil ein skoðun. Sé svo þá er best að Agnes Sigurðardóttir biskup fari að biðja Guð að hjálpa sér þar sem grundvöllur er þá brostinn fyrir þjóðkirkjunni.
Hvernig væri að koma smá skynsemi og umburðarlyndi inn í þetta þjóðfélag?
6.8.2013 | 10:38
Guðinn Bakkus
Forsætisráðherra hyllti vísnaskáldið KN með því að hella brennivíni yfir leiði hans. Samneytið við brennivínið var síður en svo mesta gæfa KN í lífinu. Samt sem áður þykir sniðugt á leiði hans að hella eins og segir í vísu Gulla Valdasonar.
Eitt sinn fór gömul kunningjakona KN að vanda um við hann og tala um hve illa hann hefði farið með líf sitt vegna drykkjuskapar og sagði eitthvað á þá leið að hefði brennivínið og Bakkus ekki eyðilagt allt fyrir honum þá hefði hann getað valið sér kvonfang auk annars. Eins og traustum Bakkusaraðdáanda sæmir svaraði KN með tilhlýðilegum hroka þessum umvöndunum með þessari vísu.
Gamli Bakkus gaf mér smakka
gæðin bestu öl og vín
og honum á ég það að þakka
að þú ert ekki konan mín.
Í kvæði sínu Bæn yrkir hann um brennivínið
Oftast þegar engin sér
og enginn maður heyrir
en brennivínið búið er
bið ég guð að hjálpa mér.
Kristján Níels Jónsson eða KN er merkt skáld og eftir hann eru margar stökur og kvæði sem lifa góðu lífi. Hann hefur að mörgu leyti verið vanmetinn sem skáld og þess vegna væri ástæða til að forsætisráðherra og íslenska þjóðin sýndi honum þá virðingu sem hann á skilið. Að hella úr brennivínsflösku á leiði hans er vafasöm virðing miðað við lífshlaup KN og eðlilegt að koma henni fram með veglegri hætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.7.2013 | 10:15
Gáfumannafélagið fellur á enn einu prófi
Gáfumannafélagið undir forustu Egils Helgasonar pistlahöfundar á Eyjunni finnur nú Brynjari Níelssyni alþingismanni allt til foráttu. Brynjar er kallaður nettröll, heimskur og jafnvel geðveikur.
Ástæða þessara skrifa Egils og aðdáenda er sú að Brynjar skrifaði málefnalega grein fyrir nokkrum dögum um starfsemi embættis Sérstaks saksóknara. Í grein Brynjars kom fram m.a. hvað ákært hefði verið í fáum málum sem vörðuðu gjaldþrot stóru viðskiptabankanna 2008 og ekkert málanna varðaði í raun það að banki eða bankar fóru í þrot. Þá benti Brynjar á hvað gríðarlegur fjöldi mála hefði verið felldur niður af Sérstökum saksóknara, sem er að hluta til vegna þess að Gunnar Andersen þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins skóflaði til hans lítt eða óunnum og ónýtum málum undir húrra- og fagnaðarhrópum Egils Helgasonar og Þorvaldar Gylfasonar prófessors.
Allt eru þetta staðreyndir sem Brynjar fjallar um og ekkert af þessum atriðum varðar andlega hæfi hans. Umfjöllun Brynjars er innlegg í málefnalega umræðu um staðreyndir.
Þessir forustumenn hins eina sannleika bankahrunsins, þeir Egill Helgason og Þorvaldur Gylfason sporgöngumenn Evu Joly virðist í mun að girða fyrir málefnalega og vitsmunalega umræðu um staðreyndir málsins. Sjálfsagt vegna þess að við skoðun kemur í ljós að það stendur ekki steinn yfir steini af fullyrðingum þeirra eða Evu Joly varðandi gjaldþrot bankanna í kjölfar gjaldþrots þeirra.
Umræða eins og sú sem Egill Helgason stendur fyrir sem miðar fyrst og fremst að því að vega að einstaklingi og hæfileikum hans í stað þess að fjalla málefnalega um efnisatriði er í samræmi við þá greindarlegu hugsun hans og Þorvaldar Gylfasonar að bankarhrunið sé stjórnarskránni að kenna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.7.2013 | 14:02
Á forsetinn frjálst val?
Mikið eigum við gott að hafa ungað út fjölda fræðimanna sem fjölmiðlamenn tala við um málefni sem þeir fræðimenn hafa enga sérfræðiþekkingu á.
Eitt af þessum málum sem stjórnmála- og stjórnsýslufræðingarnir virðast sammála um er að forsetinn eigi frjálst val um það hvort hann samþykkir eða synjar lagafrumvarpi staðfestingar.
Með sama hætti gætu stjórnsýslu- og stjórnmálafræðingar komist að þeirri niðurstöðu að embættismenn ættu frjálst val um afgreiðslu mála að geðþótta, ef eitthvað væri óljóst eða tæki ekki af öll tvímæli í reglugerð eða lögum. Embættismennirnir verða að fylgja þeim reglum sem stjórnsýslan hefur mótað og geta ekki afgreitt sambærilega hluti með jái í dag en neii á morgun. Sömu reglur gilda um æðsta embættismann þjóðarinnar, forsetann.
Forsetinn verður að vera sjálfum sér samkvæmur og virða meginreglur. Forsetinn hefur ekki almennan málsskotsrétt til þjóðarinnar og fram til þess tíma að Ólafur Ragnar hafnaði að staðfesta fjölmiðlalögin hafði engin forseti eða hann sjálfur synjað lögum staðfestingar. Synjun forseta á staðfestingu fjölmiðlalaganna var óheppileg pólitísk geðþóttaákvörðun og andstæð gildandi stjórnsýsluhefð. Forsetinn var þá undir miklum þrýstingi frá helsta auðhring landsins og fjölmiðlaveldi sem hafði stutt hann.
Synjun Ólafs Ragnars á Icesave samningunum var annars eðlis þar var ekki tekist á um flokkspólitískt deilumál í raun heldur rétt fólksins gagnvart frekju og yfirgangi Breta og Hollendinga. Ólafur Ragnar gaf bestu skýringuna á réttmæti þess að vísa þeim samningum ítrekað til þjóðarinnar með þeim ummælum sem hann viðhafði um Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra Breta á alþjóðavettvangi í vor.
Ólafur Ragnar á þess ekki kost að synja lögum um breytingar á veiðigjaldi staðfestingar. Geri hann það er hann orðinn virkur þáttakandi í daglegum stjórnmálum og synjunin er andstæð eðlilegri lögskýringu á 26.gr. stjórnarskrárinnar. Miðað er við í 26.gr. stjórnarskrárinnar að forsetinn fylgi eigin sannfæringu en ekki áskorunum á undirskriftarlistum. Forsetinn verður að taka af öll tvímæli hvað það varðar í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2013 | 15:32
Til hvers sumarþing?
Stjórnarandstaðan segist hafa fengið fundarboð á sumarþing með matseðli eldhúss Alþingis. Slíkt fundarboð er óvenjulegt en ekki úr takti við soðbrauðið og aðrar krásir sem fjölmiðlar röktu svo rækilega að væru á borðum formannanna við stjórnarmyndunina.
Óháð fundarboðinu þá er spurning af hverju verið er að boða til sumarþings. Slíkt er eðlilegt ætli ríkisstjórnin að beita sér fyrir breytingum á lögum sem ekki mega bíða til haustsins í stað þess að beita bráðabirgðalögum.
Vissulega er eðlilegt að boða sumarþing til að afnema verðtryggingu á neytendalánum þ.m.t. húsnæðislánum neytenda þegar í stað. Einnig er mikilvægt að nota tækifærið í sparnaðarskyni til að leggja af stofnanir og rekstur sem ríkisstjórnin telur að ekki sé á vetur setjandi. Ekki verður séð að önnur mál kalli sérstaklega á sumarþing.
Við andstæðingar verðtryggingar á neytendalánum getum því verið vongóð um að ríkisstjórnin láti það mál til sín taka eigi síðar en í næstu viku.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2013 | 22:51
Bjartar vonir vakna.
Óvenju miklar vonir virðast bundnar við nýju ríkisstjórnina. Margir af stuðningsmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna segjast binda vonir við nýju stjórnina. Það hefur komið nokkuð á óvart hvað stuðningur við stjórnina er víðtækur.
Vissulega á hver ríkisstjórn sína hveitibrauðsdaga og það skiptir máli að nota þá sem best. Það er ánægjulegt að finna þá breytingu sem hefur orðið á viðhorfi fólks. Nú horfa margir vongóðir fram á veginn og búast við góðum árangri ríkisstjórnarinnar hinir sem eru ekki eins bjartsýnir segja samt: "Þetta verður ekki verra en sú ríkisstjórn sem fyrir var" og bæta jafnvel við: "Það er ekki hægt."
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var rúin trausti og jafnvel hörðustu stuðningsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna jánka því margir að sú ríkisstjórn hafi með öllu brugðist í að efna kosningaloforð en murrast stundum með einhverjar afsakanir af hverju gekk svona illa.
Það er sögunnar að skilgreina það betur af hverju ríkisstjórn Jóhönnu var jafnslæm og raun bert vitni. Það er ekki viðfangsefnið í dag. Viðfangsefnið í dag er að þessari ríkisstjórn gangi sem allra best.
Standi þessi ríkisstjórn sig ekki þá verðum við vissulega í rosalegum vanda. Það skiptir því máli unga fólk að láta hendur standa fram úr ermum, gera sitt besta og ekkert þras.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2013 | 22:40
Íslensk stjórnmál á réttri leið.
Yfirbragð stjórnmálanna hefur breyst til batnaðar. Þess sáust merki í sjónvarpsumræðum fyrir kosningar. Í flestum tilvikum kom fram fólk sem fór fram af yfirvegun og prúðmennsku. Þá gátu fulltrúar þeirra flokka sem náðu kjöri á þing náð saman í eðlilegum málefnalegum umræðum.
Hvílík breyting frá því að hlusta á svigurmæli,illyrði og róg eins og fráfarandi forsætisráðherra beitti jafnan í umræðunni og helstu fylgismenn hennar og sporgöngufólk sem reitir nú hár sitt af reiði yfir að hafa fallið út af þingi og kennir Árna Páli um. Tími hatursins, reiðinnar og sleggjudómanna er vonandi liðinn. Alla vega í bili og vonandi sem lengst. Púkinn á fjósbita Vinstri grænna verður að vera úti í horni þó lengsta þingsögu hafi.
Það var gaman að sjá nýkjörna þingmenn tjá sig í dag með þeim hætti að þeir vilji bæta yfirbragð þingstarfa og stuðla að sátt og einingu í þjóðfélaginu. Það gefur von um betri framtíð í stjórnmálunum.
Formaður Sjálfstæðísflokksins komst vel frá þessum fyrsta degi í sviðsljósinu sem hugsanlegur verðandi forsætisráðherra. Það er góðs viti að þingmenn bíða ekki eftir því að leifar fortíðarinnar á Bessastöðum taki sér vald umfram það sem eðlilegt er og íslensk stjórnskipunarhefð býður upp á.
Vonandi halda þingmenn áfram á þessari braut og ná að auka veg og virðingu Alþingis þó þeir haldi fast á málum í samræmi við hugsjónir sínar og víki aldrei, þegar hagsmunir lands og þjóðar eru í húfi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 612
- Sl. sólarhring: 649
- Sl. viku: 3639
- Frá upphafi: 2512525
Annað
- Innlit í dag: 578
- Innlit sl. viku: 3403
- Gestir í dag: 565
- IP-tölur í dag: 549
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson