Færsluflokkur: Dægurmál
30.11.2014 | 18:02
Eyðum
Við eigum meiri pening en við héldum sagði formaður fjárlaganefndar Alþingis. Þess vegna ætlum við að eyða þeim pening öllum saman í alls konar góð mál.
Góð mál eru ekki af skornum skammti og auðveldlega mætti eyða mun meiri pening í ámóta góð mál og þau sem fjárlaganefnd leggur nú til að bæta við ríkisútgjöldin.
Hvað skyldi stjórnarandstaðan segja við þessu? Hún lýsir ánægju með málið og finnst ekki nóg að gert heldur eigi að eyða meiri pening á kostnað skattgreiðenda.
Svo bregður nú við að full samstaða alþingismanna er um að eyða annarra fé þ.e. skattgreiðenda, til viðbótar við það sem áður var lagt til, af því að greiðslustaðan er betri en haldið var.
Stjórnarandstaðan orðar það ekki nú að það væri viturlegra að greiða niður ríkisskuldir. Það er bara þegar leiðrétta á ranglæti verðtryggingar sem stjórnarandstöðunni finnst það við hæfi.
Af hverju dettur engum á þessari samkundu við Austurvöld í huga að spara, greiða upp skuldir eða lækka skatta finnst greiðslustaðan er betri en haldið var?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2014 | 07:59
Hver verður innanríkisráðherra?
Val á ráðherrum fer eftir mörgu öðru en getu einstakra þingmanna til að gegna viðkomandi ráðherraembætti. Í prófkjörsflokkunum ræður sú vinsældakosning vali á ráðherrum auk staðsetningu þingmanna eftir kjördæmum. Þá má ekki gleyma kynferði sem hefur oft úrslitaþýðingu.
Sjálfstæðisflokkurinn velur ráðherra í samræmi við ofangreindar viðmiðanir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir ætti því að koma fremst á grundvelli kynferðis. Ragnheiður er auk heldur með hæfustu stjórnmálamönnum landsins. Hún er hins vegar í vitlausu kjördæmi.
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er í kjördæmi þar sem engin ráðherra er fyrir og hefur farsælan og flekklausan pólitískan feril. Auk þess er Einar K. Guðfinnsson meðal þeirra þingmanna sem rækja starf sitt af hvað mestum dugnaði og natni.
Reykjavíkurkjördæmi suður hefur nú engan ráðherra og þingmenn þess kjördæmis munu vafalaust telja að einn úr þeirra hópi ættí ríkasta tilkallið til ráðherraembættis. Þar yrðu a.m.k. tveir kallaðir og sá með lengri þingsetu yrði fyrir valinu. Þannig er það nú.
Sem betur fer á Sjálfstæðisflokkurinn góðu fólki á að skipa sem fellur inn í alla þessa flokka sem eru forsenda ráðherravals hversu gáfulegir eða vitlausir sem þeir eru.
Gamall baráttumaður í pólitík sagði mér einu sinni að þar sem hann og skoðanabræður hans áttu undir högg að sækja þá skipti höfuðmáli að velja alltaf þann hæfasta til forustustarfa. Horft hefði verið framhjá öllu öðru. Þeir náðu árangri. Sennilega yrði það farsælast fyrir þjóðfélagið ef sama viðmiðunun yrði látin ráða við ráðherraval og vikið yrði til hliðar ómálefnalegum sjónarmiðum eins og kjördæmum, vinsældakosningu og gerð líkamlegs vatnsgangs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2014 | 15:07
Afsögn og sök
Það er hemill á rökfræðilega umræðu að ræða mál út frá hagsmunum einstaklinga. Þess vegna verður umræða í fámennum þjóðfélögum eins og Íslandi oft ómarkviss og persónugerð í stað þess að aðalatriði málisins séu rædd.
Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir ákvað vonum seinna að segja af sér ráðherradómi þá var spurningin ekki um sök heldur hvort það væri heppilegt fyrir stjórnsýsluna í landinu, ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn að hún gegndi áfram störfum.
Þegar hún hefur nú sagt af sér þá er spurningin ekki um framtíð hennar í pólitík, sem engin getur sagt fyrir um heldur hvort afsögn hennar hafi verið eðileg út frá málefnalegum sjónarmiðum.
Það gengur síðan ekki upp fyrir mig rökfræðilega þegar formaður Sjálfstæðisflokksins segist telja það heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að varaformaður hans hafi þurft að segja af sér sem ráðherra og verði við það hæfari varaformaður.
Ég hef ekki velkst í vafa um að Hanna Birna Kristjánsdóttir mundi þurfa að segja af sér eftir að upplýsingar bárust um samskipti hennar og lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn máls sem beindist að henni og ráðuneyti hennar stóð. Eg hef undrast hversu lengi formaður Sjálfstæðisflokksins lét þetta ástand viðgangast og ef einhver hópur fólks ætti að fá meðvirkniverðlaunin í þessu máli þá er það þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Það er svo annað mál að þetta lekamál er allt með ólíkindum og gjörsamlega ómögulegt að skilja hvað rak fólk í Innanríkisráðuneytinu til að afla og koma upplýsingum um þennan ólöglega innflytjenda og meinta glæpastarfsemi hans á framfæri við fjölmiðla. Óneitanlega setur líka að manni kjánahroll þegar verjandi hans kemur ítrekað fram í fjölmiðlum og ræðir um skjólstæðing sinn eins og hvítskúraðan kórdreng.
Það er svo allt annað mál hvort Hanna Birna á endurkomu í pólitík eða ekki. Mona Sahlin þurfti að segja af sér eftir að hafa misnotað greiðslukort ráðuneytis síns en varð síðar formaður sænskra sósíaldemókrata- Kjósendur voru hins vegar ekki á því að fyrirgefa henni og sænskir sósíaldemókratar töpuðu stórt undir hennar forustu. Ritt Bjerregaard þurfti að segja af sér sem ráðherra í Danmörku og átti síðar langan farsælan pólitískan feril.
Á sínum tíma sagði Jóhann Hafstein þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins þegar verið var að tala um að hann léti af embætti og deilur milli Gunnars og Geirs voru í miðpunkti, að það væri engin maður svo merkilegur að Sjálfstæðisflokkurinn og hagsmunir hans væru ekki merkilegri. Þar átti hann við hvort viðkomandi væri trausts verður og líklegur til að leiða flokkinn til góðra verka og aukinnar tiltrúar þjóðarinnar.
Þessi orð Jóhanns Hafsteins eiga að vera sú viðmiðun sem fólk á að miðað við í starfi Sjálfstæðisflokksins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.10.2014 | 18:18
Ekkert óviðkomandi
Sigmundur Davíð forsætisráðherra ákvað að vera í framboði í Norðausturkjördæmi fyrir flokk sinn, en þar er fólk öllu hallara undir Framsókn en Grímsbý lýðurinn eins og fyrrum forustumaður þess flokks kallaði Reykvíkinga á sínum tíma.
Sigmundi hefur allt frá því að kjósendur í Norðausturkjördæmi sýndu honum þann sóma að kjósa hann þingmann sinn fundist að æ sé gjöf til gjalda. Þess vegna ákvað Sigmundur og flokksmenn hans að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ekki skipti máli þó þessi hreppaflutningur kosti skattgreiðendur nokkur hundruð milljónir og valdi ótal vandamálum.
Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í NAkjördæmi nýverið steig forsætisráðherra í ræðustól og gaf kjósendum sínum enn eina gjöfina. Í þetta skipti stærstu beinagrind landsins. Hingað til hefur það ekki verið til siðs að gefa beinagrindur nema í annarlegum tilgangi. ´Vonandi mun beinagrindin þjóna hlutverki sínu vel og færa auð og velsæld í byggðir norðausturlands. Það er auk heldur einfaldara að gefa beinagrindur en þjónustustofnanir og veldur minni röskun.
Svo er nú komið okkar högum að ríkisvaldið lætur sér ekkert óviðkomandi lifandi eða dautt og telur nú rétt að gefa beinagrindur við hátíðleg tækifæri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2014 | 10:35
Af hverju ekki við
Stjórnmálamenn reyna eftir mætti að vekja athygli á sér og sínum málstað. Þeir eru á kjósendamarkaði og þurfa að auglýsa eins og pylsugerðarmenn, sápuverksmiðjur og bankar svo nokkur dæmi séu nefnd. Auglýsingar eru af misjöfnum toga eins og gengur.
Eftir að hugsjónir hurfu að mestu úr vestrænni pólitík hefur persónuleg auglýsingamennska stjórnmálamanna aukist og sumir hafa jafnvel lítið annað fram að færa en að dásama kökurnar hennar ömmu eða grjónagrautin og steikurnar hennar mömmu að ógleymdum viðtökunum hjá Stínu frænku. Ekkert af þessu er til skaða og fellur sjálfsagt vel að þeim tíðaranda þess gleðileiks sem margir telja að stjórnmál eigi að snúast um.
Sumar auglýsingar stjórnmálamanna eru misheppnaðar og dæmi um það var útspil Katrínar Jakobsdóttur í gær þar sem hún krafðist þess að fá að vita af hverju við fengjum ekki að vera með í Evrópuklúbbnum þegar Rússar beittu gagnaðgerðum vegna refsiaðgerða gegn þeim. Ekki var annað að skilja en formaður Vinstri grænna væri vonsvikin.
Þrátt fyrir að þetta væri nauða ómerkileg tilraun til að vekja á sér athygli af hálfu formanns Vinstri grænna, þá brá svo við að fréttamenn á RÚV fannst þetta vera ein merkasta frétt dagsins. Meira var um þetta fjallað en t.d. nauðung kristins fólks og annarra minnihlutahópa í Írak.
En hvaða nauðsyn er á að fá að vita af hverju Rússar líta á okkur með jákvæðari augum en t.d. frændur okkar Norðmenn. Getum við ekki verið ánægð með það. Má ekki reyna að leita einfaldra skýringa í stað þess að blása eitthvað upp sem gæti haft verulegt tjón í för með sér fyrir land og þjóð.
Svo illa er nú komið fyrir Vinstri grænum að þeir kveinka sér undan því sérstaklega þegar Ísland fær ekki að vera með í hópi trylltustu NATO og Evrópusambandsþjóða og fyrrum fyrirheitna land alþýðunnar útskúfar okkur ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2014 | 11:45
Allt er betra en íhaldið
Hermann Jónasson mun einhverntímann hafa sagt um stjórnarmyndun og meirihlutasamstarf að allt væri betra en íhaldið. Steingrímur sonur hans orðaði það líka en var í reynd pólitískt kamelljón. Sú dýrategund skiptir litum eftir aðstæðum með sama hætti og Steingrímur.
Afabarnið og sonurinn Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar hefur nú hafnað þessum pólitíska þanka afa síns og föður. Sem betur fer er Guðmundur vaxinn frá gömlu bábiljunni hans afa síns og pabba þannig að heimur fer alls ekki versnandi hvað það varðar heldur batnandi.
Sem betur fer er Björt framtíð annað en Framsóknarflokkurinn gamli og það var gaman að hlusta á Guðmund Steingrímsson í morgun velta fyrir sér hugmyndafræðilegum grundvelli Bjartrar Framtíðar. Samkvæmt því gera þau í Bjartri Framtíð ekki greinarmun á vinstri og hægri í pólitík, en telja sig samt vera til hægri við Samfylkinguna. Þá hafa þeir engin grundvallarprinsíp önnur en þau að vera ekki á móti neinum og ógna ekki neinum en gera eitthvað nýtt.
Athyglisvert var að orðræðan sem formaðurinn setti á um það nýja var efnislega það sama og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði til málanna þegar hún hóf innreið sína í landsmálin eftir að hafa setið á borgarstjórastóli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.6.2014 | 09:41
Betur má ef duga skal.
Einn af hverjum þrem kjósendum í Reykjavík sáu ekki ástæðu til að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Samfylkingin er því með um 20% fylgi allra kjósenda í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkurinn 18%. Þeir sem heima sátu eru því fjölmennasti hópur kjósenda í Reykjavík
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn reyndist vera með meira fylgi í Reykjavík en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna, þá er niðurstaðan samt fjarri því að vera viðunandi fyrir flokk sem hefur fengið um og yfir helming atkvæða í kjósenda þegar best hefur gengið. Betur má því ef duga skal.
Sem innfæddur Akurnesingur get ég ekki annað en fagnað því að Sjálfstæðismenn með Ólaf Adolfsson í broddi fylkingar skyldu vera hástökkvarar kvöldsins og vinna hreinan meirihluta.
Fréttastofa RÚV vann mikinn sigur með öfugum formerkjum. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík getur öðrum fremur þakkað framgöngu fréttamanna RÚV fyrir góðan árangur í kosningunum. Í hálfan mánuð fyrir kosningar var varla til sá fréttatími þar sem hrokafullir fréttamenn á RÚV létu hjá líða að finna nýja og nýja fordæmingu á ummælum oddvita Framsóknar í Reykjavík um lóð fyrir mosku.
Framsóknarmaddömurnar Sveinbjörg og Guðfinna ættu því að láta það verða sitt fyrsta verk nýkjörnar í borgarstjórn, að færa fréttastofu RÚV veglegan blómvönd í þakklætisskyni fyrir kosningabaráttuna.
Meiri hluti Gnarrista féll og borgarstjórastóll Dags B. Eggertssonar er því valtari en spáð var. En VG er alltaf til staðar sem hækja Samfylkingarinnar. Ef til vill ætti Dagur að lesa bókina ár drekans eftir flokksbróður sinn Össur Skarphéðinsson áður en hann lætur fleka sig inn í slíkt samstarf.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2014 | 12:07
Innihaldslaust kosningaloforð Samfylkingarinnar
Á meðan Jón Gnarr borgarstjóri hefur heillast af verkefnum sem þjóna sýniþörf hans t.d. á hinsegin dögum, degi fatlaðra, einhverfra, blindra o.s.frv. þar sem hann er samkynhneigðasti einstaklingurinn á hinsegin dögum, fatlaðastur allra og blindastur þegar það á við og tjáir sig um eigin reynslu af einelti þegar það á við, hefur Dagur Eggertsson farið sínu fram sem borgarstjóri í pilsfaldi dragdrottningarinnar.
Samfylkingin undir forustu Dags ber því ábyrgð á stjórn Borgarinnar. Nú þegar rignir sést t.d. vel hveru illa viðhaldi gatna hefur verið sinnt, en sumar götur eru beinlínis hættulegar til aksturs.
Viðhaldi og uppbyggingu hefur verið frestað á meðan verkefni fáránleikans hafa fengið meira vægi eins og sást best á Hofsvallagötunni þegar öruggri götu var breytt í furðufyrirbæri, fuglahúsa og götumynda.
Dagur B. Eggertsson ætlar nú að reisa önnur hús en fuglahús. Eftir að hafa setið í fjögur ár og látið hjá líða að gera eitthvað í húsnæðismálum Reykvíkinga, þá er helsta kosningaloforðið að fjölga leiguíbúðum í Reykjavík um 2500 til 3000.
Þegar ráðandi stjórnmálaflokkur kemur með svona ábyrgðarlaust yfirboð þá er rétt að spyrja hvað margar leiguíbúðir urðu til á kjörtímabilinu. Svarið við því sýnir í hnotskurn að fáránleiki Dags og Samfylkingarinnar nær út yfir þjófamörk furðulegheitanna á Hofsvallagötunni.
Nægir að minna á að Samfylkingin telur skuldaleiðréttingu verðtryggðra lána ofviða efnahagskerfinu á sama tíma og Samfylkingin setur fram kosningaloforð sem kostar miklu meira en skuldaleiðréttingin. Ef skuldaleiðréttingin veldur erfiðleikum í efnahagskerfinu þá er ljóst að kosningaloforð Dags er innihaldslaust.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2014 | 12:40
Ég lofa fleiri sólardögum.
Einu sinni var stjórnmálaflokkur í Danmörku sem lofaði fleiri sólardögum, styttri vinnuviku, hærra kaupi og mörgu öðru. Öllum var ljóst líka flokksmönnum að þetta var bara grín. Ég gat ekki varist að hugsa til þessa flokks þegar ég las áramótagrein Guðmundar Steingrímssonar formanns Bjartrar framtíðar í Morgunblaðinu 31. desember s.l. og raunar nokkurra fleiri formanna.
Formaður Samfylkingarinnar virðist horfinn frá vitrænni stefnu í landbúnaðarmálum. Hann virðist horfa framhjá því að í meira en hálfa öld höfum við keppst við með ærnum tilkostnaði að auka útflutning á landbúnaðarvörum til annarra landa og selt kindakjöt svo áratugum skiptir til útlanda undir kostnaðarverði. Dýr stefna það fyrir skattgreiðendur og landsins gæði. Synd að Samfylkingin skuli hafa horfið frá einu af því fáa skynsamlega í stefnu flokksins.
Stefna Katrínar Jakobsdóttur er að halda áfram hallarekstri á ríkissjóði. Áramótagrein hennar er samfelld tala um aukin ríkisumsvif þó engin innistæða sé fyrir auknum ríkisútgjöldum.
Áramótagrein Jóns Þórs Ólafssonar þingmanns Pírata kom nokkuð á óvart. Hún er vel skrifuð og vísað til mála sem eru mikilvæg, neytendamála, réttarstöðu lántakenda auk ýmis annars. Þá er kærkomið að loksins skuli stjórnmálamaður vísa til Peter Drucker, en hann var tvímælalaust einn besti samfélagsrýnandi meðan hans naut við.
Af áramótagreinum formanna stjórnmálaflokkanna bar grein Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins af sem vönduð og vel skrifuð. Ég hefði að vísu kosið að hann hefði fjallað um framtíðarsýn til nokkurra ára í grein sinni, en það gerir því miður enginn af formönnunum.
Enginn formannanna tekur undir hatursyrði Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gegn frjálsu markaðshagkerfi. Allir formennirnir byggja framtíðarsýn sína á virku markaðshagkerfi. Sumir tala um nauðsyn ákveðinna breytinga og aukins aðhalds en sú gamla sósalíska sýn þeirra Jóhönnu og Steingríms sem kostuðu okkur svið mikið á síðustu fjórum árum er horfin úr stjórnmálaumræðunni. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni og e.t.v. það eina sem mátti greina í áramótagreinunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2013 | 15:23
Íslendingur vil ég ekki vera.
Jón sem jafnan nefnir sig Gnarr, hefur setið í stóli borgarstjóra í Reykjavík, á meðan Dagur B. Eggertsson hefur gegnt stjórnmálalegum framkvæmdaratriðum, en Jón þessi Gnarr séð um showið. Jón hefur líka tekið borgarstjóralaunin en þrátt fyrir það telur Dagur sig ekki vanhaldinn enda fær hann að ráða öðru en uppákomum.
Jón borgarstjóri hefur tilkynnt að hann muni ekki halda áfram í pólitík. Raunar hefur hann fyrst og fremst verið í pólitísku hlutverki sem góður leikari. Nú segist hann ekki vilja vera Íslendingur lengur af því að hann fái ekki að heita Gnarr. Ættjarðarástin er greinilega ekki að drepa þennan borgarstjóra fyrst hann lætur þetta málefni leiða sig til öflunar nýs ríkisfangs.
Vel er hægt að samþykkja sjónarmið Jóns Gnarr á því að afskipti stjórnvalda af nafngiftum fólks er of mikil. En er það gild ástæða til að gefast upp og flýja land. Pólitískur baráttumaður mundi beita sér fyrir breytingu á löggjöfinni í stað þess að flýja af hólmi í tvennum skilningi eins og Jón Gnarr hefur nú tilkynnt með skömmu millibili.
Hingað hefur komið fólk og sótt um íslenskt ríkisfang jafnvel þó það þyrfti að kasta nöfnum sínum. Ég minnist dæma um menn sem þurftu að gera það og tóku sér nöfn eins og Ingólfur Arnarson, nafn þáverandi lögreglustjóra eða sóttu um nafnið Egill Skalla-Grímsson sem var hafnað. Þessir menn mátu meira að vera á Íslandi og fá ríkisborgararétt þó að þeir þyrftu að sæta þeirri óhæfu að breyta um nafn vegna fráleitrar löggjafar á Íslandi.
Fyrst Jón Gnarr telur ósætt í landinu vegna löggjafarinnar um mannanöfn og treystir sér ekki í málefnalega baráttu fyrir breytingum þá sést e.t.v. best að Jón Gnarr er hvorki pólitískur né baráttumaður. Hann er hins vegar frábær leikari með mikla sýniþörf. Eða ætlar einhver að hann sé að meina það að sækja um landvist og ríkisborgararétt í öðru landi?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 8
- Sl. sólarhring: 363
- Sl. viku: 3199
- Frá upphafi: 2508645
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 2996
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson