Færsluflokkur: Lífstíll
13.1.2024 | 22:38
Krónprinsessan okkar og drottning Dana kveður.
Margrét Þórhildur II Danadrottning stígur til hliðar á morgun eftir farsælan feril. Þar með eru endanlega rofin hin formlegu tengsl okkar við dönsku krúnuna. Margrét var skírð íslensku nafni og gert ráð fyrir því að hún mundi í fyllingu tímans verða drottning Íslands. En þannig varð það ekki þar sem að Ísland ákvað að verða lýðveldi árið 1944.
Konungar og drottningar eru leifar frá liðnum tíma og viðhorfum passa satt að segja ekki við lýðræðis- og jafnræðishugmyndir okkar tíma. Samt sem áður eru ekki lengur sterkar hreyfingar fyrir að afnema konungsveldi í þeim löndum sem eru næst okkur. Sennilega vegna þess að þjóðhöfðingjarnir hafa verið farsælir í störfum sínum.
Það er samt sem áður ekki samrýmanlegt í lýðræðisþjóðfélagi að búa við það að hafa þjóðhöfðingja sem byggja á þeirri hugmyndafræði að þeir hafi við fæðingu öðlast rétt til að verða þjóðhöfðingjar í framtíðinni á þeirri forsendu að þeir séu öðruvísi og merkilegri en annað fólk.
Við virðumst samt ætla að sætta okkur við þetta enn um hríð hvað sem öðru líður og vissulega finnst mörgum gaman að sjá tindátana og prjálið í kringum konungsveldin, sem eru hrein tildurembætti. Raunar ekki ólíkt því sem að forsetaembættið á Íslandi hefur þróast í, þar sem að reynt er að líkja eftir siðum og venjum arfakóngana.
Við megum vel við una samskipti okkar við Margréti Þórhildi, sem og föður hennar Friðrik 9 Danakonung, sem hafa reynst Íslandi vel eftir því sem þau höfðu eitthvað með mál að gera.
Listræn og litrík Danadrottning kveður hásætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2023 | 11:38
Life of Brian og mannréttindi
Kvikmyndin "The life of Brian" var gerð fyrir 44 árum. Myndin var af mörgum talin guðlast m.a. kaþólsku kirkjunni á Írlandi. Þó Monthy Python grínleikararnir sem gerðu myndina hafi iðulega farið á tæpasta vað, þá er kvikmyndin tær snilld. Svona kvikmynd væri ekki hægt að gera í dag vegna hugmyndafræðinnar um rétt fólks til að móðgast. Einna fremst í þeim flokki fer transhugmyndafræðin.
John Cleese helsti forstöðumaður Monthy Python hópsins og einn höfuðleikari myndarinnar Life of Brian, segir að hann hafi fengið aðvaranir og kröfur um breytingar vegna nýju hugmyndafræðinnar um "kynlast" að taka út atriði um mann sem vill vera kona og eiga börn. Hann segist ekki skilja þetta, þar sem þetta hafi þótt gott grín í meira en 40 ár.
Í kvikmyndinni er fundur hjá baráttuhópnum "The Peoples Front of Judea". Naður nefndur Stan, segist vilja vera kona og það eigi að kalla sig "Loretta" og hann vilji eiga börn. Cleese sem leikur Reg segir, að það sé ómögulegt af því að hann hafi ekki móðurlíf. En Stan/Loretta segir að það sé réttur hvers einstaklings, sem vill, að eiga börn.Reg ítrekar að viðkomandi hafi ekki móðurlíf, en að "The Peoples Front" ákveður að berjast fyrir rétti Stan/Lorettu til að eiga börn, þar sem það sé táknrænt fyrir baráttu gegn kúgun.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar ákvað að verða þáttakandi í þessari kómedíu með því að færa hópnum "Trans Ísland" mannréttindaverðlaun Reykjavíkur árið 2023.
Hópurinn tekur þá væntanlega upp þar sem frá var horfið af "The Peoples Front of Judea",réttindabaráttu Lorettu fyrir því að eignast börn, þó hún hafi ekkert móðurlíf, þar sem það er barátta gegn kúgunaröflunum í þjóðfélaginu og réttur hvers einstaklings að eiga börn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2022 | 10:52
Hefði
Það er gaman að láta hugann reika og velta fyrir sér hvað hefði getað gerst í stað þess sem gerðist.
Vegna Kóvíd beittu stjórnvöld víða innilokunum, ferðabanni, lokunum landamæra o.s.frv. Hvað hefði gerst ef sömu stjórntæki hefðu verið tiltæk þegar alnæmi kom upp á sínum tíma. Þá var engum landamærum lokað og engin almenn sóttkví,innilokun eða samkomubann. Samt hafa um 37 milljónir manna dáið úr alnæmi frá því að sá sjúkdómur fór að herja á mannkynið.
Talið er að um 6.3 milljónir hafi dáið úr Kóvíd til.22.maí 2022, þó að smittíðnin sé margfalt meiri hvað Kóvíd varðar en alnæmi. Miðað við þann samanburð má segja að viðbrögðin við Kóvíd hafi verið gjörsamlega úr samhengi við það sem stjórnvöld hafa áður gert varðandi smitsjúkdóma. Af hverju var það svo? Getur verið að það sé vegna þess, að stjórnvöld búa nú yfir tækni sem gerir víðtæk afskipti af borgurunum mun einfaldari en áður var. Hvers er þá að vænta í framtíðinni?
Sýnt hefur verið fram á, að aðgerðir stjórnvalda höfðu takmörkuð áhrif til að hefta útbreiðslu Kóvíd, samt sem áður er ferðatakmörkunum til sumra ríkja viðhaldið, jafnvel grímuskyldu við ákveðnar aðstæður og ferðatakmarkanir sérstaklega ef fólk er óbólusett.
Hvaða þýðingu hefur bólusetningin? Það er óljóst hvað þessi tilraunabóluefni hafa mikil áhrif. Það sem þó liggur fyrir er að fólk smitast þó það hafi verið bólusett og það smitar og það veikist ekkert síður en aðrir. Hvaða máli skiptir þá að fólk hafi verið bólusett eða ekki.
Það sannast aftur og aftur að það er auðvelt að koma á höftum og svipta fólk frelsi og mannréttindum, en stjórnvöld eru ekki eins reiðubúin til að aflétta óskapnaðinum jafnvel þó að tilefnið sé löngu liðið hjá.
Lýðræðissinnar verða því stöðugt að halda vöku sinni og bregðast ókvæða við þegar haftastefna ríkishyggjufólksins knýr dyra.
Það versta í því sambandi er að horfa upp á þá sem eiga að vera gæslufólk almannahagsmuna, lýðræðis og mannréttinda bregðast á ögurstundu og samsama sig með stjórnlyndisöflunum án takmarks eða tilgangs.
Í gær sá ég mann á reiðhjóli fjarri alfaraleið með grímu fyrir vitum sér. Margir kílómetrar voru í næstu mannveru. En gríman var samt fyrir vitunum, sem sýnir að þegar ótti almennings hefur verið vakin þá verður honum ekki eytt á svipstundu. Stjórnmálamenn ættu að athuga það þegar þeir setja frá sér glórulausar fullyrðingar um endalok jarðlífs vegna aðgerða okkar mannfólksins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2022 | 10:15
200 þúsund
Skýrt var frá því fyrir áramót, að Egyptum hefði fjölgaði um 200 þúsund manns s.l. 60 daga.
Í Egyptalandi eins og í langflestum Arabaríkjum er um helmingur íbúa 25 ára eða yngri. Atvinnutækifæri eru af skornum skammti og fornaldartrúin, Íslam, hamlar uppbyggingu og sókn til framfara.
Hver á að leysa fyrirsjáanlegan vanda misheppnaðra ríkja eins og Egyptalands, Afganistan o.s.frv. Ríku Arabaríkin, Saudi Arabía og Flóaveldin gera það ekki. Þau taka ekki við flóttamönnum. Ætlast er til að Evrópa leysi þennan vanda, sem verður ekki leystur nema innanlands í viðkomandi löndum. Hann verður ekki leystur með því að flytja fleiri og fleiri milljónir ungra múslima til Evrópu eins og skammsýnir evrópskir og íslenskir stjórnmálamenn vilja gera.
Við verðum að bregðast við og gjörbreyta reglum um hælisleitendur og meinta umsækjendur um alþjóðlega vernd strax. Annars vex vandamálið gríðarlega á næstu árum.
Við getum ekki leyst vanda Egyptalands, Afganistan, Pakistan o.s.frv. en með því að reyna það, þá eyðileggjum við okkar samfélag. Þeir sem koma frá þessum ríkjum og öðrum sambærilegum eru ekki tilbúnir til að aðlaga sig þeim gildum, sem Evrópa byggir á.
Þjóðerni,menning og grunngildi Evrópuríkja, sem meitluð hafa verið í aldanna rás á grundvelli kristinnar arfleifðar, frjálslyndra viðhorfa og virðingar fyrir gildi einstaklingsins og frelsi borgaranna mun láta undan nema við bregðumst strax við og leggjum fyrst og fremst áherslu á hagsmuni eigin borgara.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2022 | 10:51
Líkamsrækt og frelsi.
Rithöfundur sagði að líkamsrækt væri fyrir fólk, sem sé ekki nógu gáfað til að horfa á sjónvarp á morgnana. En þeir sem horfa á sjónvarpið í stað þess að rækta sjálfa sig eiga þegar aldurinn færist yfir við stöðugt meiri lífsstílsvandamál að stríða. Segir það eitthvað?
Það skiptir fólk máli að gæta sín og lifa heibrigðu lífi. Í Kóvíd baráttunni þá sakna ég þess, að veirutríóið, heilbrigðisyfirvöld og hamfarahópurinn, sem krefst stöðugt meiri takmarkana á borgaralegu frelsi, skuli ekki leggja áherslu á að fólk rækti sjálft sig og gæti sín og bendi á persónulega ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu.
Við sem einstaklingar berum ábyrgð. Við berum ábyrgð og það á ekki endalaust að draga úr persónulegri ábyrgð fólks á eigin lífi og heilsu. Við berum ábyrgð á því að haga okkur skynsamlega þegar farsóttir geisa og gæta að smitvörnum. Við berum ábyrgð og í lýðræðisþjóðfélagi verður að benda á að frelsi fylgir ábyrgð. Yfirvöld eiga líka að treysta borgurunum til að geta valið frelsið í stað þess, að gefa sér það stöðugt, að borgurunum sé ekki treystandi.
Ef svo er að borgurunum er ekki treystandi er þá nokkur skynsemi í að hafa lýðræði og fela borgurum,sem ekki er treystandi til að kjósa?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2021 | 08:10
Hver ber ábyrgð á lífi og dauða
Á eins árs afmæli Kovid sjúkdómsins er eðlilegt að spyrja hvort hann sé versti sjúkdómurinn sem riðið hefur yfir heiminn síðustu 100 árin. Svarið er næsta örugglega nei. Lömunarveiki 1950 olli dauða og lömun milljóna barna svo dæmi sé tekið. Þá var mannfjöldi heimsins um helmingi minni en í dag.
Ýmsar inflúensur hafa verið skæðar og tekið mörg mannslíf. Þegar þetta er skrifað, er mannfjöldinn í heiminum 7.698.677.585 og fólki fjölgar um 3 á sekúndu eða um 260.000 á sólarhring. Á einu ári hafa 2 milljónir dáið úr Kovid, en á sama ári hefur fólki í heiminum fjölgað um 95 milljónir. Andstætt því sem margir halda fram, þá ógnar þessi sjúkdómur þó alvarlegur sé hvorki lífi mannsins á jörðinni og mundi ekki gera þó ekki yrði gripið til neinna ráðstafana.
Þróun í læknavísindum, næringarfræði og margvísleg önnur aukin þekking hefur stuðlað að betri lýðheilsu og lengt meðalævi fólks í okkar heimshluta jafnvel um tvo áratugi. Getur verið að vegna þessara miklu framfara á heilbrigðissviðinu, þá teljum við að hægt sé að koma í veg fyrir eða fresta dauðsföllum nánast í það óendanlega og það beri að gera það, hvað svo sem það kostar? Traust almennings og trú á heilbrigðiskerfið og krafan um ábyrgð ríkisins á lífi og dauða leiddi til þess, að heilbrigðiskerfið tók völdin í Kovid fárinu, en lætur stjórnmálamennina bera siðferðislega ábyrgð á því sem gert er eða ekki gert.
Krafan um að varðveita hvert einasta mannslíf og sú staðhæfing að mannslíf verði ekki metið til fjár, er flutt fram af slíkum þunga að athugasemdir um slæm áhrif vegna sóttvarnarráðstafana m.a. á líf annarra skipta ekki máli og afgerandi þjóðfélagsleg tilraun, á heilbrigðissviðinu er sett af stað og heldur áfram út í einhvern óendanleika. Svör við spurningum um siðferðlega ábyrgð á ákvörðunum sem varða líf og dauða eru mikilvæg. Ber einstaklingurinn ábyrgð, fjölskyldan, ríkið, Guð eða einhver annar?
Er í lagi að einstaklingurinn fari sér á voða en beri aldrei ábyrgð? Viljum við að ríkisvaldið setji ákveðnar reglur um líf og lífsstíl fólksins? Ef ríkisvaldið ber ábyrgðina á lífi og dauða er þá ekki rétt, að það taki ákvarðanir um fjarlægðarmörk, hvaða mörgum megi bjóða í boð, hvað margir mega koma saman, hvenær má kyssa ömmu og hvað megi borða og drekka og í hvað miklu magni. Matseðillinn frá lýðheilsustofnun verður þá það eina sem verður í boði.
Ef ríkisvaldið borgar allt hefur það þá ekki líka rétt til að taka allar ákvarðanir m.a. um atriði eins og hvað gerir lífið þess virði að lifa því og hvað eigi að gera til að koma í veg fyrir að fólk deyi. Viljum við fela ríkisvaldinu svona víðtækt vald? Var það einhverntíma ákveðið að ríkið hefði alfarið með líf og dauða fólks að gera?
Sagt er að Morgan skipstjóri, mikilvirkasti sjóræningi Karabíska hafsins, hafi spurt áhöfn sína þegar hann tók við sem foringi sjóræningjanna, hvort þeir vildu stutt líf og skemmtilegt eða langt líf og leiðinlegt í hlekkjum. Áhöfnin valdi frekar stutt líf og skemmtilegt.
Í þeim faraldri sem nú ríður yfir hefur ríkisvaldið ítrekað tekið ákvörðun um og talið sér heimilt, að frysta efnahagsstarfsemina og borga fólki laun fyrir störf sem það vinnur ekki og eru jafnvel ekki lengur til. Það er fordæmalaust, að ríkisstjórnir loki á atvinnustarfsemi og opni aftur að geðþótta. Á ríkisvaldið að hafa svo víðtækar heimildir? Hvenær var það samþykkt, að ríkisvaldið hefði svona víðtæk völd yfir atvinnustarfseminni?
Yfirvofandi efnahagskreppa er vegna pólitískra ákvaðanna. Sú kreppa verður óhjákvæmilega þung, þó fáir virðist skynja alvarleika hennar og ráðherrar tali eins og aldrei komi að skuldadögum og ríkissjóður standi enn svo vel, að við getum leyft okkur þetta. Vafalaust verður reynt að viðhalda trylltum hrunadansi efnahagskerfisins fram yfir kosningar ef þess gefst nokkur kostur, en hvað svo? Hafa stjórnmálaflokkar sett fram raunhæfa stefnu um það hvað eigi að gera til að vinna okkur út úr þeirri kreppu og hvernig þá eigi að skipta þjóðarkökunni?
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði. Helsta skylda ríkisins er að vernda borgarana en ekki að stjórna lífi þeirra. Slíkt þjóðfélag krefst einstaklingsfrelsis og einstaklingsbundinnar ábyrgðar, þar sem fólki er treyst til að ráða meiru heldur en minnu um líf sitt og störf. Í slíku þjóðfélagi blómstra flest blóm og mannlífið nær þeirri reisn og fjölbreytileika, sem er útilokaður í alræðishyggju ríkislausnasamfélags, sem við höfum stefnt hraðfara til undanfarin misseri vegna þess að stjórnmálamenn dagsins vilja ekki taka á sig ábyrgð og hafa takmarkaða hugmyndafræðilega kjölfestu og viðmiðanir.
Er ekki kominn tími til að treysta heilbrigðum einstaklingnum betur og láta hann gera sína réttu hluti og/eða vitleysur á eigin ábyrgð en ekki á ábyrgð skattgreiðenda. (Grein birt í Morgunblaðinu í dag 26.1.2021.)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2020 | 13:04
Hvað verður nú til varnar vorum sóma?
Fyrir nokkru hafði lögreglan afskipti af mótmælafundi fólks, sem taldi sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórn ganga of langt. Sagt var, að ákæra yrði þá sem að þessu höfðu staðið þ.á.m. lækni, sem nýverið var svipt starfi sínu vegna skoðana sinna.
Á Þorláksmessu hafði lögreglan afskipti af partíi ríka fína fólksins í Ásmundarsal í Reykjavík. Ráðherra sem hafði sett reglur sem bannaði slíkt samkomuhald, tók þátt í partíinu, sennilega á forsendunni sem orðuð var í rómverska orðtakin: Quod licet Jovi non licet bovi" (í frjálslegri þýðingu: Það sem guðunum leyfist leyfist ekki skóflupakkinu)
Laust eftir miðnætti á jólanótt hafði lögreglan síðan afskipti af messu í Landakotskirkju, en þeir í kaþólska söfnuðinum eru ekki eins værukærir og Lútherskir kollegar þeirra.
Hvað gerir nú ákæruvaldið? Verða mótmælendurnir, sem draga í efa gildi sóttvarnarreglnanna ákærðir? Verður ráðherrann og hitt ríka fína fólkið ákært? Verða kirkjugestir og forstöðumenn kaþólskra safnaðarins ákært?
Málsvörn mótmælendanna er til staðar, þeir fylgdu sannfæringu sinni. Málsvörn kaþólsku kirkjunnar er líka til staðar, trúfrelsisákvæði stjórnarskrár og mörk þess og alsherjarreglu.
En hver er þá málsvörn ráðherrans og hins ríka og fína fólksins? Þau voru vísvitandi að brjóta reglur og hætt er við að málsvörn aðila sem stendur að því að setja reglur og brjóti þær svo, verði harla haldlítil. Svo er spurningin sem þjóðin þarf að svara hvort það skipti yfirhöfuð einhverju máli.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2020 | 10:34
Stefán
Ég var á niðurleið, eftir að hafa gengið á Þverfellshorn á Esjunni um hávetur. Þegar ég var kominn örskammt niður fyrir Stein gerðist veður afar válynt. Þegar ég fetaði mig áfram í sortanum með fullri aðgát, komu í huga mér orð bandaríska þingmannsins, þjóðernissinnans og frelsishetjunnar Davy Crocket, sem hafði fyrir einkunarorð "Vertu öruggur um leiðina og haltu síðan áfram"
Þá kom allt í einu maður út úr sortanum, upp að mér og sagði, ég veit að þú ert vanur hér í fjallinu má ég ekki fylgjast með þér niður. Jú sagði ég það er öruggara fyrir okkur báða og miklu skemmtilegra.
Við fylgdumst síðan að niður fjallið. Þegar við vorum komnir það neðarlega, að við tóku göngustígar, sem náðu ekki hátt á þeim tíma, var meira skrafað. Ekki þurfti lengur að gæta sín við hvert fótmál.
Félagi minn talaði um fólk, sem gekki reglulega á Esuna á þeim tíma og kannaðist ég við alla, sem hann talaði um, þangað til hann sagði, þú hlítur þá að þekkja hann Stefán. Stefán, hváði ég Stefán hvað. Ég veit ekki hvers son hann er sagði maðurinn, en ég veit að hann er verkfræðingur og er með verkfræðistofu í Skeifunni 19. Skeifunni 19, hváði ég. Ertu viss um það. Já var svarað. Þá hlít ég að þekkja hann sagði ég. Ég er með lögmannsstofu í Skeifunni 19.
Það sem eftir lifði helgarinnar velti ég því fyrir mér hver þessi Stefán gæti verið sem gengi ótt og títt á Esjuna og væri með skrifstofu í sama húsi og ég. Engin mynd kom upp í hugann.
Þegar ég kom til vinnu á mánudeginum skoðaði ég töfluna í anddyrinu, þar sem getið var um öll fyrirtæki og einstaklinga, sem væru í húsinu. Þar sá ég mér til undrunar, að verkfræðistofa Stefáns var á fjórðu hæð. Sömu hæð og lögmannsstofan. Aðrir voru ekki á þeirri hæð.
Ég fór í heimsókn á skrifstofu Stefáns þegar leið að hádegi en hann var ekki við. Ég reyndi aftur nokkru síðar og þá hitti ég Stefán. Mér til mikillar undrunar, sá ég að ég hafði aldrei séð þennan mann fyrr.
Við vorum búnir að vera með skrifstofur á efstu hæð í Skeifunni 19 í nokkurn tíma og höfðum aldrei hist. Ég sagði honum, að ég hefði viljað heilsa upp á hann þar sem að mér hefði verið sagt að hann gengi reglulega á Esjuna eins og ég, en mér fyndist skrýtið að ég hefði aldrei séð hann áður þar sem við hefðum sameiginlegt áhugamál og værum með skrifstofu á sömu hæð í húsinu. Hann svaraði nokkuð þurrlega, að sér fyndist það líka skrýtið, hann hefði aldrei orðið var við mig hvorki í húsinu né á Esjunni. Stefán sagði. Ég veit hinsvegar hver þú ert af því að ég hef lesið ýmislegt sem þú skrifar misjafnlega gáfulegt. Við höfum sjálfsagt aldrei hist hér af því að ég tek alltaf stigann. Það geri ég líka sagði ég.
Nú brá svo skringilega við, eftir þetta stutta samtal okkar Stefáns, að við hittumst nánast daglega í húsinu. Iðulega annar á leið upp stigann þegar hinn var á niðurleið. Eftir þetta fór ég nánast aldrei á Esjuna nema hitta Stefán. Kynni okkar urðu því töluverð. Stefán stormaði stundum inn á skrifstofuna mína, ef hann var ekki sammála því sem ég skrifaði og við ræddum málinu í bróðerni. Stefán var afburðamaður, skoðana- og rökfastur, þannig að það var gott að eiga viðræður við hann, líka þegar við vorum ósammála. Viðræður við slíka menn dýpka skilning manns og leiða til þess að maður sér á stundum,að þeir hafa rétt fyrir sér og víkur þá frá villu síns vegar eða þá hitt, að maður heldur við sitt og þarf þá að rökfæra það betur. Hvoru tveggja af hinu góða.
Ég sagði við konuna mína þegar við fórum í okkar fyrstu Esjugöngu upp á Þverfellshorn, að við hlytum að hitta Stefán á leiðinni annað hvort á uppleið eða niðurleið. Hver er Stefán spurði hún og ég sagði henni söguna og ég hitti hann nánast alltaf þegar ég færi á fjallið eftir að við kynntumst. Það leið raunar ekki á löngu þangað til við hittum Stefán og það urðu fagnaðarfundir.
Síðast þegar ég hitti Stefán í Esjuhlíðum, sagðist hann vera orðinn ósköp lélegur, en hann ætlaði að ganga á Esjuna svo lengi sem hann gæti. Ég sagði að ég gæti ekki merkt það, hvorki með því að horfa á hann, fasi hans eða hreyfingum, að hann væri orðinn lélgur og sagði Stefán þá að hann tjaldaði að sjálfsögðu öllu sínu besta þegar aðrir sæju til.
Mér hefur alltaf fundist furðulegt að við Stefán skyldum vera jafn nálægt hvor öðrum í jafn langan tíma og um var að ræða, en hittast aldrei fyrr en fyrir tilverknað utanaðkomandi manns, að ég kynnti mig fyrir honum og síðan skyldu leiðir okkar liggja saman nánast daglega þegar við vorum með skrifstofu í sama húsi og mjög oft á Esjunni, þar sem við höfðum aldrei hist fyrir þann tíma. Í lífinu eru það raunar sérkennilegt hvernig fólk kemur inn og út úr lífi manns. Suma sér maður ekki svo árum skiptir, en síðan eru þeir stöðugt að verða á vegi manns. Aðra hittir maður reglulega þangað til þeir hverfa í lengri eða skemmri tíma.
Það var ánægjulegt að eiga þess kost, að kynnast Stefáni. Hann var skoðanafastur, fróður og fylginn sér, hvort heldur sem var í fjallgöngum eða á öðrum vettvangi. Hann hafði mun meiri reynslu af fjallaferðum en ég, þegar við kynntumst. Þannig sagði hann mér þegar við vorum saman á Esjunni, frá mismunandi uppgönguleiðum og þegar ég var að leggja á ný fjöll fór ég alltaf áður inn á skrifstofu til Stefáns og spurði hann hvort hann hefði gengið á þetta fjall og oftar en ekki hafði hann gert það og gat gefið mér góða leiðarlýsingu og frætt mig um hvar ég skyldi fara og hvað ég skyldi varast.
En svo kom, að því að ég sá ekki Stefán lengur á Esjunni og ég spurðist þá fyrir um hann og fékk að vita að hann ætti við vanheilsu að stríða og við mundum ekki framar eiga þess kost, að leggja á fjallið okkar og njóta frelsisins og þeirar nautnar að vera í fjallasalnum, glíma við fjallið og sigra það.
Stefán lést í janúar í ár.
Ég minnist Stefáns af hlýhug og jafnan þegar ég geng á fjallið okkar og rifja upp þau skringilegheit forsjónarinnar, að byrgja mönnum sýn á ákveðið samferðarfólk þangað til að forsjónin kemur því þannig fyrir, að það kemur af miklu afli inn í líf manns og hefur varanleg áhrif. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast Stefáni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2018 | 09:41
Jógúrt eða Kóka Kóla
Kóka Kóla er ekki talið til hollustuvara og er það ekki. Sykurmagn í Kóka Kóla er himinhátt. Jógúrt er aftur á móti talið til hollustuvara, en allt of fáir vita að sykurmagn í Jógúrt er iðulega hærra en í Kóka Kóla.
Foreldrar sem troða Jógúrt ofan í börnin sín vita sjaldnast um að oftar en ekki er um stórskaðlega næringu að ræða með litlu næringargildi.
Í nýlegri könnun sem gerð var í Bretlandi kemur í ljós, að aðeins grísk jógúrt og hrein jógúrt(natural)eru með lítinn sykur. Öll önnur jógúrt er hásykruð fæða, sem inniheldur iðulega helming af ráðlögðum dagsskammti sykurs.
Það er litið á jógurt sem heilsuvöru mun frekar en ávaxtasafa og sykraða gosdrykki, en staðreyndir úr könnuninni sýna að jógúrtin er iðulega sínu verst.
Hér á landi eru sykraðar mjölkurvörur afar vinsælar og hætt er við að við sláum jafnvel Breta út hvað varðar ofboðssykrun mjólkurvara. Væri ekki ráð, að kanna þetta hér á landi með sama hætti og í Bretlandi.
Það er út af einhverju, sem við erum orðin feitasta þjóð í Evrópu og þar kemur fleira til en ofboðssykruð jógúrt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2017 | 08:19
Móðir allra sigra
Svo virðist sem að sigur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafi valdið því að þjóðinni muni fjölga töluvert níu mánuðum eftir þennan sögulega sigur.
Blaðið Daily Telegraph segir, að á Íslandi verði sigursins yfir Englandi minnst um ókomna tíð, en nú sé talið að sigurinn hafi einnig haft þá þýðingu að óvænt fjölgun barnseigna fylgi í kjölfarið. Blaðið vísar í lækninn Ásgeir Pétur Þorvaldsson í því sambandi.
Þá er bara að vona að landsliðið haldi áfram að vinna góða sigra svo að framhald geti orðið á fjölgun barnseigna með blómstrandi þjóðlífi og fleiri ánægjustundum með þjóðinni.
Er þá ekki við hæfi að segja áfram Ísland?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 324
- Sl. sólarhring: 644
- Sl. viku: 4145
- Frá upphafi: 2427945
Annað
- Innlit í dag: 299
- Innlit sl. viku: 3835
- Gestir í dag: 286
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson