Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Á Evrópusambandið loftið og loftrýmið?

Í janúar á næsta ári taka gildi nýar reglur Evrópusambandsins sem leggur sérstakt gjald á flug og flugfarþega. Gjaldið er vegna útblásturs fulgvéla.

Álagning gjaldsins mun hækka verð á flugi fyrir neytendur og áætlað er að það muni valda samdrætti í flugi um a.m.k. 3%  og fækka störfum við flug að sama skapi.

Þessi gjaldtaka Evrópusambandsins bitnar síst á meginlandsþjóðunum sem ráða Evrópusambandinu, af því að þar getur fólk  nýtt sér annan farkost t.d. hraðlestir og bíla. Íslendingar og Bandaríkjamenn eiga ekki annan valkost en að fljúga og kolefnisgjaldtakan bitnar  harðast á okkur.

Evrópusambandið neitar að taka tillit til sérstöðu okkar og Commissionin í Brussel telur sig ráða lofti og loftrými hvar sem er. Flugfélög sem  innheimta ekki og greiða ekki kolefnisgjaldið verða sektuð og jafnvel bannað að fljúga til Evrópu.

Evrópusambandið tekur ekkert tillit til þess að alþjóða flugmálastofnunin er að þróa alþjóðlegar reglur varðandi útblástur flugvéla. Evrópusambandið fer sínu fram.

Nú hefur Bandaríkjaþing neitað að láta þennan yfirgang Evrópusambandsins yfir sín flugfélög ganga og samþykkt lög þess efnis. Þar benda menn á að flugleiðin milli Chicago og Londin séu 3.963 mílur og einungis um 200 mílur tilheyri loftrými Evrópusambandsins. Í Brussel segja menn að það skipti engu máli ekkert frekar en hvað varðar íslensk flugfélög þar sem meginhluti flugs til London er í íslensku flugrými.

Sú gríðarlega gjaldtaka sem möppudýrin í Brussel hafa ákveðið á flugfélög og flugfarþega er fráleit einkum þegar haft er í huga að heildarútblástur flugvéla á svonefndum gróðurhúsalofttegundum nemur innan við 3% af heildarútblæstri slíkra lofttegunda.

En hvað segja íslensk stjórnvöld við þessu?  Eigum við ekki að neita þessari ósvífnu gjaldtöku sem bitnar harðast á okkur af öllum Evrópuþjóðum?


Ótrúlegt bruðl.

Ríkisstjórnin á eins árs afmæli og þess vegna er ekki úr vegi að segja frá því hvað ráðherrarnir hafa eytt í utanlandsferðir á árinu.  Það kemur ekki á óvart að ferðakostnaður utanríkisráðherra sé hæstur, sér í lagi þar sem hún berst fyrir kjöri fulltrúa okkar í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. En ferðakostnaður hinna ráðherranna er með ólíkindum hár.

Svo virðist sem sumir valdamenn þjóðarinnar séu rofnir út eðlilegum tengslum við sparsemi og ráðdeild á eigum hins opinbera.

Sögðu menn svo að einkaþotuferðirnar kostuðu ekki neitt.


mbl.is Ferðir ráðherra hafa kostað 95 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 132
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 3969
  • Frá upphafi: 2428190

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 3656
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband