Færsluflokkur: Ferðalög
9.11.2019 | 10:00
Höfum við gengið til góðs?
Í dag eru 30 ár frá falli múrsins,sem skipti Berlín í tvo hluta. Austurhlutann þar sem ófrelsi og örbirgð Kommúnismans réði ríkjum og Vestur Berlín, þar sem fjölbreytt mannlíf og velmegun þróaðist á grundvelli markaðsbúskapar og frelsis.
Með falli Berlínarmúrsins, sem táknaði upphafið að falli kommúnismans í Evrópu opinberaðist sú staðreynd að kommúnisminn hafði ekki fært fólki neitt annað, en vond lífskjör, frelsisskerðingu og mun víðtækari og meiri fjöldamorð en í útrýmingarbúðum nasista.
Engum duldist að vestrið hafði sýnt fram á algjöra yfirburði. Væntingarnar sem bundnar voru við fall ófrelsisins varð til þess m.a.að Francis Fukyama skrifaði bókina "The end of history" þar komst höfundur að þeirri niðurstöðu, að heimurinn hefði náð óskastöðu með frjálslyndu lýðræðisþjóðfélagi og markaðsþjóðfélagi(kapítalisma). Yfirburðirnir væru svo algerir að það yrði ekki ágreiningsefni framtíðar.
Nú þrjátíu árum síðar liggur fyrir að markaðsþóðfélagið heldur áfram að sýna fram á yfirburði og vegna þess hafa hundruð milljóna manna komist frá fátækt til bjargálna og velmegunar. En markaðhagkerfið er ekki fullkomið frekar en annað manngert í henni veröld. Ekki hefur t.d. tekist að draga úr gríðarlegri misskiptingu auðs ójöfnuði og því miður virðast stjórnmálamenn nú og umliðinna ára ekki hafa mikinn áhuga á því nema á tylldögum.
Hugmyndafræðilega baráttan, sem mín kynslóð gekk í gegnum frá því að fólk komst á vitsmunarár þangað til Berlínarmúrinn féll markaði stór spor í stjórnmálaþróun okkar samtíma m.a. á Íslandi, þar sem fulltrúar ófrelsisins í Alþýðubandalaginu og víðar neyddust flestir til að viðurkenna hugmyndafræðilega örbirgð allir nema þeir sem neituðu að sjá og heyra. Margir þeirra gerðust ötulir talsmenn markaðshyggju, sem dæmi má nefna Össur Skarphéðinsson og Guðmund Ólafsson. Aðrir skriðu inn í holur sínar og létu fara lítið fyrir sér um nokkurra ára skeið.
Nú er þessi tími ungu fólki framandi. Ungu fólki finnst nánast ótrúlegt að það hafi þurft að berjast fyrir nauðsynlegum mannréttindum, ferðafrelsi fólks og frelsi á viðskiptasviðinu.
Unga fólkið finnur sér önnur viðfangsefni og mótar hugmyndafræðilega baráttu á öðrum grunni en mínir jafnaldrar og þar tóku hægri menn sér frí um langt árabil frá því að reka hugmyndafræðilega baráttu fyrir einstaklingsfrelsi,litlum afskiptum ríkisins af einstaklingnum og takmörkuðum ríkisumsvifum og baráttu fyrir lágum sköttum með áherslu á ábyrgð einstaklingsins.
Óvíða hefur þessi hugmyndafræðilega uppgjöf verið eins áberandi eins og hér á landi, þar sem að sá stjórnmálaflokkur, sem hefði átt að vera forustuflokkur í baráttunni fyrir takmörkuðu ríkisvaldi, mannfrelsi og lítilli skattlagningu hefur því miður gengið í björg ríkisafskiptanna með þeim afleiðingum að ríkisútgjöld hafa nú hækkað um tæpa 200 milljarða meðan flokkurinn situr í ríkisstjórn og Ísland býr við einna mestu skattheimtu í veröldinni.
Á sama tíma skríða gömlu kommarnir og sósíalistarnir út úr hverju skúmaskotinu af öðru og prédika aukin ríkisafskipti og afskipti af daglegu lífi borgaranna m.a.á grundvelli meintarar mannúðar,meintrar nauðsynjar á að fólk fari ekki sjálfu sér á voða skv. þeirra skilgreiningum og vegna meintra hnattrænna váboða, en allt þetta þarfnast að þeirra mati að frelsi einstaklingsins verði skert og álögur á fólk auknar.
Gamla vofan er gengin aftur í nýrri mynd. Því miður virðist forusta þess flokks, sem á sínum tíma barðist ötullegast gegn ófrelsinu gengin í björg með þeim sem harðast berjast gegn virðingu fyrir athafnafrelsi og réttindum einstaklingsins.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2019 | 10:32
Hvað segja femínistar nú?
Bresk kona á Kýpur sem sakaði hóp ungra manna frá Ísrael um að hafa hópnauðgað sér hefur nú snúist í höndum hennar. Hún hefur verið handtekin og sökuð um falskar ákærur. Hvað segja femínistar nú. Setja þeir enn fram þá afdráttarlausu kröfu að alltaf skuli taka mark á ákæru meints fórnarlambs í kynferðisbrotamálum?
Lögsækja konu sem sakaði 12 menn um nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2018 | 22:48
Afbókanir, Sterk króna og svört atvinnustarfsemi
Í fréttum í kvöld var sagt að mikið væri um afbókanir erlendra ferðamanna. Framkvæmdastjóri bændaferða sem rætt var við, var ekki í vanda með að finna blórabögglana sem væru þessu valdandi. Að hans mati þá eru vandamálin tvö:
Sterk króna og svört atvinnustarfsemi.
Hér á landi þurfa menn almennt ekki að rökstyðja sitt mál og fréttamenn spyrja sjaldnast áleitinna spurninga.
Eðlileg spurning til framkvæmdastjórans hefði t.d. verið. Með hvaða hætti getur svört atvinnustarfsemi orsakað það að ferðamenn afbóki sig. Það er ekkert orsakasamhengi þar á milli. Svört atvinnustarfsemi hefur ekkert með afbókanir að gera.
Þegar krónan styrkist þá verða aðföng keypt erlendis frá ódýrari. Sterk króna ætti því að gera aðilum í ferðaþjónustu kleift að selja þjónustuna ódýrari. Sterka krónan er notuð sem til að afsaka það gegndarlausa okur, sem er í landinu. Okur sem stafar að hluta til vegna þess, að stjórnvöld hér hafa aldrei talið sig eiga skyldum að gegna við neytendur þessa lands. Þess vegna komast seljendur upp með hluti sem þeir gera ekki í nágrannalöndum okkar.
Öllum sem hafa fylgst með hefur verið ljóst að okrið í ferðaþjónustunni hefur verið gegndarlaust. "Ódýr" bændagisting kostar iðulega meira en 5 stjörnu hótel í erlendum stórborgum. Matur á veitingahúsum er svo dýr, að ferðamenn flykkjast í lágvöruverslanir til að kaupa sér vistir. Bílaleigubílar og hvað sem er kostar margfalt meira en í okkar heimshluta. Þetta veldur íslenskum stjórnmálamönnum ekki andvökum. Þeirra helsta áhyggjuefni hefur fram að þessu verið með hvaða hætti hægt er að skattleggja ferðamenn enn meir en þegar er gert.
Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvægur atvinnuvegur. Við vorum í fyrra mesta ferðamannaland í Evrópu hlutfallslega miðað við fólksfjölda. Viðfangsefni þeirra sem stýra málum innan ferðaþjónustunna sem og stjórnvalda ætti að felast í, að stuðla að því að þjónusta hér verði seld ferðamönnum sem og íslenskum borgurum á samkeppnishæfu verði.
Það mun valda þjóðhagslegri kreppu ef ferðamönnum fækkar verulega. Stundum betra að græða minna í einu en meira til lengri tíma litið og okra ekki á fólki eins og engin sé morgundagurinn.
Afbókanir erlendra ferðamanna er okri seljenda að kenna ekki krónunni eða svartri atvinnustarfsemi.
Vinur minn sem fer víða sagði mér um daginn, þá nýkominn frá Bandaríkjunum, að öðruvísi en áður var, þá vissu allir eitthvað um Ísland og það væri áhugavert land, en það væri hins vegar hræðilega dýrt. Af hveru vita Bandaríkjamenn það. Vegna þess að landar þeirra sem hafa sótt Ísland heim hafa þá sögu að segja. Líka frá þeim tímum þegar krónan var mun veikari.
Hvað var þá að?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2017 | 09:53
Af hverju þurfum við að fara í gegn um öryggishlið en ekki öfgaliðið?
Flugfarþegar þurfa að fara í gegn um stöðugt ákveðnari leit og öryggisráðstafanir á flugvöllum. Fara þarf úr skóm, taka af sér belti. Ekki má hafa vökva eða krem nema í örlitlu magni.
Af hverju er þetta svona?
Að hluta til eru viðbrögðin umfram tilefni og beinast að öllum, en ekki þeim sem sérstök hætta stafar frá.
Af hverju er það svo?
Vegna þess að uppgjafar- og aumingjapólitík Vesturlanda segir að það megi ekki taka út þá sem eru hættulegir, heldur þurfi allir að sæta öryggisgæslu, jafnvel þó ljóst sé að engin hætta stafi af viðkomandi einstaklingi.
Þessi öryggisgæsla varð til eftir að Palestínuarabar byrjuðu að sprengja upp og hertaka flugvélar. Enn hertist öryggisgæslan eftir árás Íslamista á tvíburaturnana 11. sept.2001 og tilraun Íslamista með sprengju í skónum til að sprengja farþegaþotu.
Við búum því við ofuröryggisgæslu af gefnu tilefni frá Palestínuaröbum og Íslamistum.
Þann 14. júlí s.l. drápu þrír Palestínuarabískir hryðjuverkamenn tvo lögregluþjóna á Musterishæðinni í Jerúsalem og notuðu hnífa og vélbyssur í árásinni. Þá settu stjórnvöld í Ísrael upp öryggishlið við Musterishæðina til að leita að vopnum, en vopnin sem voru notuð við hryðjuverkaárásina var smyglað þangað inn.
Þá bregður svo við að múslimar sem ætla að biðja í moskunum á Musterishæðinni neita að fara í gegn um málmleitarhliðið og telja það óbærilega ögrun og harðræði gagnvart sér.
Vinstri sinnuðu fjölmiðlarnir á Vesturlöndum jarma síðan eins og vel æfður kór með þessu fólki og telja að því sé sýnt óbærilegt harðræði, já og lítillækkun.
En er það svo?
Eigum við sem ætlum að fara upp í flugvél að líta á það sem óbærilega lítillækkun og harðræði að þurfa að fara í gegn um málmleitarhlið á flugvöllum og fara úr skónum og taka af okkur beltin vegna hryðjuverka öfgamanna úr röðum Palestínumanna og Íslamista.
Af hverju er engin fjölmiðill á Vesturlöndum sem gerir réttmætt grín af þessu liði, sem telur sér allt heilagt en aðrir verði að þola möglunarlaust ofstæki þeirra og hryðjuverk. Já og fara í gegn um endalaus öryggishlið og þaðan af meira. Er ekki nóg komið góðir hálsar að þessari endalausu meðvirkni með ofbeldinu.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2015 | 17:49
Mistök ársins
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur sjálfsagt lesið leiðara Daily Telegraph á sunnudaginn undir fyrirsögninni "Af hverju loftslagsamningur verður mistök ársins" og talið að það eina sem gæti bjargað jarðkringlunni frá ofhitnun að senda fulltrúa allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur á ráðstefnuna með tilheyrandi brennslu jarðefnaeldsneytis og sóunar á fjármunum.
Í leiðara enska stórblaðsins Daily Telegraph 1.11.2015 kemur fram að um 40 þúsund manns muni hittast á stærsta flugvelli Evrópu rétt fyrir utan París á ráðstefnu sem þeir voni að muni breyta heiminum þannig að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 2 gráður á öldinni. Blaðið segir að aðal hindrunina í vegi slíks samnings sé að þróunarlöndin séu ekki tilbúin til að gera neinn samning nema þróuðu Vesturlöndin borgi þeim yfir 100 billjónir á ári í gegn um sérstakan loftslagssjóð.
Þegar liggur fyrir afstaða 20 landa í málinu, sem bera ábygð á 81% losun CO2, að sögn blaðsins. Kína sem er í fyrsta sæti með 24% af heildarlosuninni áætlar að tvöfalda losunina fram til ársins 2030. Indland sem er í þriðja sæti áætlar að rúmlega þrefalda sína losun. Sádar, Íranir og loks Sameinuðu Arabísku furstadæmin, sem hafa meira en tvöfaldað losun sína frá árinu 2002 hafa ekki sett fram tillögur. Brasilía er í 11 sæti og hefur aukið losun, en telur sig vera á réttri leið með því að fella og brenna frumskóginn á Amason svæðinu.
Hvaða ríki eru þá eftir. Bandaríkin sem eru í 2.sæti losunarríkja mun að sögn blaðsins ekki gera neitt þó að Obama "may talk the talk about his ambitious plans for the US" þá muni Bandaríkin ekki taka á sig neinar byrðar í þessum efnum að mati blaðsins og mörg ríki Evrópusambandsins hafi þegar hafnað að fara eftir stefnu bandalagsins um að draga úr losun.
Græni loftslagssjóðurinn segir blaðið að hafi fengið framlög upp á 700 milljónir dollara í stað 100 billjóna og þá vanti 99.3 billjónir dollara upp á v. kröfu þróunarlandanna.
Í lokin segir blaðið að eina raunverulega spurningin sem sé ósvarað, eftir að mistekist hafi að ná bindandi samningi í París, sé sú hve lengi enn það taki fyrir þessa dýrustu og vitlausu hræðslusögu mannkynssögunar að verða að engu ("how much longer it can be before the most expensive and foolish scare story in history finally falls apart".)
Það er því verk að vinna fyrir Dag og félaga hans úr borgarstjórninni á ráðstefnunni. Að sjálfsögðu voru allir stjórnmálaflokkar sammála um að eyða peningum skattborgaranna í ferðalagið fyrir fulltrúa að sjálfsögðu allra stjórnmálaflokka. Minna mátti það nú ekki vera.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2015 | 08:50
Bjór á bensínstöðvar
Nú stendur til að valdar bensínstöðvar fái að selja bjór og léttvín. Vínmenningarfulltrúar veitingavalds og múgamannagæslu hafa með þessu ákveðið að bjóða upp á þessa neysluvöru í tengslum við akstur bifreiða.
Eftir einn ei aki neinn var sjálfsagt vígorð til að vara við afleiðingum þess að vera ekki alsgáður við akstur. Nú má segja að útúrsnúningurinn úr þessu vígorði hafi orðið ofan á; "fáðu þér tvo og aktu svo".
Akstur og áfengi er ekkert grín eins og ótal mörg dauðsföll og varanleg örkuml fólks sýna best. Bensínstöðvar sem eiga tilveru sína fyrst og fremst undir akstri bifreiða eru því ekki bestu útsölustaðir þessa vímugjafa og passa jafnvel saman og fiskur og reiðhjól eða eitthvað þaðan af afkáralegra.
Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp til breytinga á áfengislögum þar sem gert var ráð fyrir að selja mætti bjór og léttvín í matvöruverslunum. Margir brugðust illa við þeirri tillögu og töldu hana vera hið versta mál og færðu ýmis ágætis rök fyrir þeim sjónarmiðum sínum. Málið dagaði því uppi einu sinni enn á Alþingi
Ef til vill gæti það orðið mörgum alþingismanninum til uppljómunar að átta sig á, að láti Alþingi undir höfuð leggjast að ganga frá skynsamlegri löggjöf um mikilvæg mál þá kann svo að fara að þróunin verði enn verri en þeir sem varlega vildu fara ætluðu sér.
Nú hefur það skeð í þessu brennivínssölumáli á bensínstöðvum, illu heilli.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2015 | 11:09
Hjartað í Vatnsmýrinni
Hjarta mitt slær hvorki í Vatnsmýrinni né annarri mýri. Hvað sem því líður þá er með ólíkindum að nokkur skuli eyða vinnu og peningum í að hugsa um aðra valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu en þann núverandi.
Flugvöllur í Hvassahrauni sem Rögnunefndin svokölluð leggur til er dæmi um háskólaspeki til lausnar einhvers ímyndaðs vanda sem ekki verður leystur með nýjum flugvelli með margra milljarða tilkostnaði fyrir skattgreiðendur mitt á milli núverandi Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar.
Tímasparnaður fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu við að fara á flutvöll í Hvassahrauni í staðinn fyrir að fara til Keflavíkur er í hæsta lagi 20 mínútur. En þann tíma mætti ná upp með því að auðvelda afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli og breyta reglum varðandi komutíma farþega fyrir brottför.
Kostnaður við byggingu nýs flugvallar og rekstur hans er það mikill að hvort sem einhverjum líkar betur eða verr þá verður flugvöllur innanlandsflugs áfram í Vatnsmýrinni nema hann verði fluttur til Keflavíkur. Valkostirnir eru ekki aðrir.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2015 | 12:34
Kostakjör?
Auglýst voru kostakjör frá ákveðinni ferðaskrifstofu á ferð til erlendrar stórborgar. Óneitanlega virtust þessi kostakjör vera nokkuð kostnaðarsöm.
Auðvelt var að kanna verð á flugi til viðkomandi borgar á þeim tíma sem viðkomandi ferð var auglýst. Einnig er auðvelt að leita eftir hvað sambærilegt hótelrými mundi kosta sömu daga.
Niðurstaðan var sú að í stað þess að borga tæpar hundrað þúsund krónur fyrir einstaklinginn þá gat ég ekki betur séð en hægt væri að komast til sömu borgar á sama tíma á sambærilegum hótelum fyrir kr. 70 þúsund. Hjón gætu því sparað sér tæpar kr. 60.000 með því að panta sjálf á netinu í stað þess að nýta þau kostakjör sem auglýst eru hjá ferðaskrifstofunni.
Nú ættu ferðaskrifstofur að geta fengið afslætti hjá flugfélögum og hóetelum vegna þess að um hópferðir er að ræða og ferðin er ákveðin fyrir ákveðinn lágmarksfjölda með töluvert löngum fyrirvara. Hvernig stendur þá á því að einstaklingurinn getur með skömmum fyrirvara fundið sambærilega ferð fyrir sig og sinn eða sína nánustu á verulega lægra verði?
Eina sem vantar upp á ferðina sem pöntuð er á netinu og kostakjaratilboð ferðaskrifstofunnar er fararstjóri, en einstaklingurinn getur bætt úr því með því að kynna sér mál á netinu.
Seljendur þurfa að gera betur en þetta og ferðamiðlari sem getur ekki boðið neytendum ferðir á betra verði en þeir geta keypt á netinu á tæpast erindi við neytendur nema til að okra á þeim.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2013 | 22:38
Kosningabomba Samfylkingarinnar
Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar hefur átt erfitt uppdráttar. Fylgi við Samfylkinguna minnkar og traustið þverr. Þrátt fyrir að Árni Páll sé hinn snöfurmannlegasti stjórnmálamaður þá má hann sín lítils þegar kjósendur leggja á vogarskálarnir öll sviknu kosningaloforðin.
Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi formaður Samfylkingarinnar lofaði fyrir síðustu kosningar að afnema kvótakefið, leysa skuldavanda heimilanna og setja landinu nýja stjórnarskrá. Allt hefur verið svikið. Engar breytingar á kvótakerfinu. Skuldir heimila með innheimtanlegar skuldir hafa stórhækkað og engri grein stjórnarskrárinnar hefur verið breytt.
Nýkjörinn formaður flokksins mátti síðan þola brigslyrði frá Jóhönnu, þó hennar tími væri liðinn, á síðustu dögum þingsins þegar Árni Páll reyndi af veikum mætti að koma snefil af viti í framgang Samfylkingarinnar.
Í þessum þrengingum eftir langa næsturfundi með kosningastjórn Samfylkingarinnar fannst samt heillaráð sem forusta Samfylkingarinnar telur líklegt að gæti bjargað því sem bjargað verður.
Senda Jóhönnu Sigurðardóttur til Kína.
Áður fyrr létu sósíalískir foringjar nægja að senda andstæðinga sína til Síberíu. Nú dugar það ekki lengur og kínverska alþýðlýðveldið skal það vera.
Ef formaður Samfylkingarinnar mætti ráða þá er næsta víst að Jóhanna fengi "one way ticket" til Kína.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2012 | 16:32
Vaðlaheiðargöng að sjálfsögðu
Vaðlaheiðargöng eru mikilvægari og nauðsynlegri samgöngubót en Héðinsfjarðargöng voru nokkru sinni.
Fyrst stjórnvöldum þótti eðlilegt að gera Héðinsfjarðargöng í bullandi ofþenslu efnahagslífsins, eru þá ekki mun skynsamlegri rök fyrir að grafa Vaðlaheiðargöng þegar atvinnuleysi er og samdráttur í efnahagslífinu.
Svo virðist sem stjórnvöld hafi markað þá stefnu að borga skuli sérstakan vegatoll fyrir jarðgöng sem eru mikilvæg og nauðsynleg samgöngubót sér í lagi liggi þau nálægt þéttbýli. Þannig skal borga í Hvalfjarðargöng og einnig í fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Annað gildir um Héðinsfjarðargöng, jarðgöng á Vestfjörðum og víðar.
Hvað sem líður kjördæmapoti þá eru Vaðlaheiðargöng forgangsverkefni í íslenskum samgöngu- og öryggismálum. Af sjálfu leiðir að miðað við aðstæður í dag þá þarf að setja framkvæmir við þau í gang sem allra fyrst.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 117
- Sl. sólarhring: 251
- Sl. viku: 3954
- Frá upphafi: 2428175
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 3646
- Gestir í dag: 92
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson