Færsluflokkur: Matur og drykkur
29.10.2014 | 00:26
Býr þriðja hvert barn á Íslandi við fátækt?
Út er komin enn ein furðuskýrsla frá UNICEF um fátækt barna. Samkvæmt skýrslunni býr tæplega þriðjungur íslenskra barna við fátækt.
Fátækastir á Íslandi eru þeir sem eru atvinnulausir eða geta ekki unnið vegna sjúkdóma. En þeir sömu njóta margvíslegrar aðstoðar t.d. varðandi húsnæði, greiðslu sjúkrakostnaðar, ókeypis menntun fyrir auk margs annars. Á heimilum svonefndu fátæku barnanna samkvæmt skýrslunni eru sjónvörp,tölvur, ískápar, stereógræur, bíll eða bílar og flest þeirra eiga farsíma. Er þetta fátækt?
Staðreyndin er sú að skýrslan byggir ekki á því sem fólk almennt skilur sem fátækt. Félagsfræðingarnir sem unnu skýrsluna líta ekki á fátækt sem það að vera of fátækur til að geta notið grundvallar efnalegra gæða til að geta haft það gott. Þess í stað hafa sérfræðingarnir tölfræðilega viðmiðun sem er sú að þú býrð við fátækt ef laun heimilisins eru minna en 60% af meðatekjum þjóðfélagsins.
Á grundvelli þessara skilgreininga þá skiptir það engu máli þó tekjur allra yrðu helmingi hærri. Hlutfall fátæktar yrði eftir sem áður sú sama. Ef laun almennt lækkuðu hins vegar gæti það orðið til þess að fátækum fækkaði á grundvelli sömu útreikninga þó að fólk hefði það efnalega mun verra.
Til að sýna fram á fáránleika skýrslugerðar Unicef má benda á að í nýlegri skýrslu þeirra þá er niðurstaðan sú að fátækt barna í Lúxemborg sé meiri en í Tékklandi. Samt sem áður er einna mest velmegun og hæstu launin í Lúxemborg af öllum löndum Evrópu.
En hvers vegna notar stofnun eins og Unicef svona viðmiðanir. Stofnunin sjálf hefur gefið þá skýringu á því, að gerði hún það ekki, þá mundi ekki vera nein fátækt í ríkum löndum eins og Lúxemborg, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Sú staðreynd hentar hins vegar ekki Unicef eða Samfylkingarfólki veraldarinnar, sem byggir á því að sé ekki um fátækt að ræða þá verði að búa hana til.
Þess vegna er búið til hugtakið hlutfallsleg fátækt og Stefán Ólafsson háskólakennari og skýrsluhöfundar Unicef vinna út frá því viðmiði en ekki raunveruleikanum um að fátækt sé fátækt sem er allt annað en tölfræðilíkan hlutfallslegrar fátæktar.
Þannig mundi sonur minn vera skilgreindur samkvæmt þessum vísindum sem fátækur ef ég gæfi honum 2000 krónur á viku í vasapeninga en meirihluti skólafélaga hans fengju 3.500 í vasapeninga frá sínum foreldrum. Hann héldi áfram að vera skilgreindur sem fátækur þó ég hækkaði vasapeningana hans um helming í 4000 ef vasapeningar félaganna hækkuðu í 7.000 Engu skipti í því sambandi þó að heildarneysla á hvert barn sé um 60 þúsund þegar upp er staðið og hvort barnið nýtur efnalegrar velmegunar eða ekki.
Samfélagslega fátæktin verður að hafa sinn framgang jafnvel þó hún sé allsendis óraunveruleg.
Við gerum grín af svonefndri háksólaspeki miðalda. Maður líttu þér nær.
18.9.2014 | 09:42
ASÍ í stríð við ríkisstjórnina?
Miðstjórn ASÍ telur engan grundvöll til frekara samstarfs eða samræðu við ríkisstjórnina nái fjárlagafrumvarpið fram að ganga. Það skiptir þá engu máli að mati miðstjórnar ASÍ hvað ríkisstjórnin gerir að öðru leyti ef strákarnir hjá ASÍ fá ekki að ráða fjárlögunum.
Miðstjórn ASÍ og forseti samtakanna höfðu öllu meira langlundargeð með vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og það var ekki fyrr en á síðustu metrunum sem að samtökin sáu ástæðu til að hóta samstarfsslitum við þá ríkisstjórn þó öllu bágara hafi ástandið verið á þeim tíma gagnvart launafólki.
Svo virðist sem þessi ályktun miðstjórnar ASÍ sé byggð á fölskum forsendum. Í ályktuninni segir að launafólk hafi haft réttmætar væntingar um endurreisn og uppbyggingu velferðarkerfisins. Svo virðist sem miðstjórnarmennirnir hafi ekki áttað sig á að velferðarkerfið er við lýði á Íslandi og því ómöguleiki að endurreisa það. Þá liggur líka fyrir að mestur hluti ríkisútgjalda er til velferðarkerfisins í formi framlaga varðandi nám, heilsu, bætur, millifærslur o.fl. Sé það krafa ASÍ að auka þessi útgjöld þá verður það ekki gert án aukinnar skattlagningar.
Getur það virkilega verið krafa miðstjórnar ASÍ að skattleggja landsmenn þ.á.m. launafólk meira til að auka millifærslur í þjóðfélaginu, sem af vinstra fólki er kallað aukin velferð. Gæti það verið að aukin velferð launafólks væri einmitt fólgin í því að draga úr skattheimtu þannig að hver og einn héldi meiru eftir til eigin ráðstöfunar af launatekjum sínum.
Svo ætti þessi miðstjórn að íhuga hvort það væri ekki besta kjarabótin fyrir launþega í landinu að lánakerfið á Íslandi væri með sama hætti og á hinum Norðurlöndunum þannig að verðtrygging yrði afnumin. Einnig að matvælaverð væri með svipuðum hætti og á hinum Norðurlöndunum og hagsmunir neytenda tryggðir. Væri ekki mikilvægara fyrir miðstjórn ASÍ að einhenda sér í slíka baráttu fyrir raunverulegum hagsmunum launafólks í stað þess að fara í vindmyllubardaga við ríkisstjórnina.
19.7.2014 | 16:50
Vín í hvaða búðir?
Enn einu sinni er deilt um hvort að selja eigi vín í matvörubúðum eða ekki. Rök þeirra sem segja að slíkt muni auka drykkja voru gild fyrir nokkru síðan en halda tæpast lengur. Ástæðan er sú að vín er til sölu í mörgum stórmörkuðum iðulega við hliðina á matvörubúðinni. Auk þess er vín venjulega til sölu á kaffistöðum og í greiðasölum meðfram þjóðvegi 1 og víðar. Aðgengi að áfengi er því nánast ótakmarkað.
Úr því sem komið er yrði því engin héraðsbrestur þó áfengi yrði selt í matvörubúðum, þó mér finnist það í sjálfu sér ekki æskilegt.
Meðan fólk deilir um hvort selja eigi áfengi í matvörubúðum eða ekki, þá er horft framhjá því að vínbúðirnar eru opinber fyrirtæki með opinberu starfsfólki. Ríkisstarfsmenn sem vinna við að afgreiða áfengi og eru í BSRB en ekki VR. Er einhver glóra í því að ríkið sé að reka þessar verslanir.
Af hverju má ekki draga úr ríkisumsvifum með því að selja vínbúðirnar til einstaklinga sem mundu þá reka þær eins og hvert annað fyrirtæki með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Ég hef aldrei skilið af hverju það þurfi ríkisstarfsmenn til að afgreiða áfengi í sérverslunum með áfengi. Á sama tíma eru unglingar að ganga um beina og selja vín á veitingastöðum. Af hverju eru þeir ekki í BSRB. Þarf ríkisstarfsmann til að selja rauðvínsflösku út úr vínbúð en venjulegt verslunarfólk til að selja rauðvínsflöskuna á vetingastað.
Vilji einhver reyna að rökfæra það að eðlilegt sé að ríkið reki sérverslanir með áfengi þá má með sama hætti rökfæra að ríkið eigi að sjá um alla sölu og dreifingu áfengis hvort sem er í verslunum eða vegasjoppum.
Nú skora ég á Vilhjálm Árnason hinn vaska unga þingmann Sjálfstæðisflokksins sem ætlar að flytja frumvarp um að áfengi verði selt í matvöruverslunum, að fylgja stefnu flokks síns um að draga úr ríkisumsvifum og flytji í kjölfarið frumvarp um að opinberu vínbúðirnar verði einkavæddar strax.
2.5.2014 | 12:29
Góð og vond samkeppni
Talsmenn landbúnaðarkerfisins hafa brugðist ókvæða við því að lagt skuli til að Samtök atvinnulífsins (SA) álykti á þann veg að auka skuli samkeppni við framleiðslu og sölu á landbúnaðarvörum. Tillagan er sett fram vegna þeirrar stefnumótunar SA að auka samkeppni í landinu.
Trauðla verður séð hvernig á að ná fram því markmiði SA um aukna samkeppni ef framleiðsla og sala mikilvægustu matvara er undanskilin. Af hverju í ósköpunum ætti það líka að vera?
Í 1.gr samkeppnislaga frá 2005 segir í 1.gr:
Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að:
a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri,
b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum,
c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.
Sambærilegt ákvæði var í eldri samkeppnislögum sem sett voru fyrir um tveim áratugum.
Þrátt fyrir að sú stefna hafi verið mótuð fyrir tveim áratugum og samstaða verið um að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að virk samkeppni væri á markaði þá hafa framleiðendur og söluaðilar búvara sagt það gott fyrir alla aðra en þá. Með því er verið að viðhalda fákeppni og einokun til hagsbóta fyrir þá fáu á kostnað hinna mörgu.
Það gilda sömu sjónarmið og lögmál um búvöruframleiðslu sem og aðra mannlega starfsemi í viðskiptum. Það er nágaul fortíðar að halda því fram að önnur lögmál eigi við um framleiðslu og sölu á mjólk eða sauðaketi en á fiski og brauði.
8.8.2013 | 00:37
Af hverju ekki hvalkjöt?
Nokkrir eigendur veitingastaða telja það sér til tekna að lýsa því yfir að þeir bjóði neytendum ekki upp á hvalkjöt. Ég veit ekki til að nokkur af þessum stöðum hafi nokkru sinni boðið viðskiptavinum sínum upp á hvalkjöt þannig að hér er þá ekki neitt nýtt á ferðinni nema yfirlýsingin.
Óneitanlega hefði viðskiptavinum nokkurra af þeim kaffistöðum sem auglýsa hvalkjötsskort brugðið í brún ef hvalkjöt hefði allt í einu birst á matseðlinum auk kaffibrauðs og Hnallþóra sem þar eru jafnan í boði. Sama er að segja um veitingastaði fyrir grænkera sem eru ekki með kjöt á boðstólum.
Undirtónninn í yfirlýsingunni er þó alvarlegur. Talsmaður hvalkjötsyfirlýsingarinnar lætur í veðri vaka að það sé siðferðilega ámælisvert að bjóða upp á hvalkjöt eða borða það. Af hverju? Dýrin eru ekki í útrýmingarhættu. Ekki er um verri meðferð á dýrum að ræða en gengur og gerist við kjötframleiðslu.
Barátta gegn loðdýrarækt og selveiðum er jafnundarleg. Einhver háskólaspekingur kom með gjörsamlega rakalaus andmæli gegn loðdýrarækt í fyrradag. Slík andmæli eru raunar ekki ný af nálinni. Brigitte Bardot sem einu sinni var fræg fyrir fríðleika fór í tildurklæðnaði sínum á norðurslóðir til að mótmæla veiðum og vinnslu selaafurða og það hafa ýmsir aðrir gert án nokkurra skynsamlegra raka.
Rómantískir sveimhugar víða um heim virðast telja að nauðsyn beri til að koma í veg fyrir að fólk á norðurslóðum nýti með sjálfbærum hætti þau gæði sem náttúran býður upp á. Rökin eru alltaf tilfinningaþrungin, en án hagrænnar eða vistræðilegrar skírskotunar.
Það er slæmt að veitingahúsaeigendur skuli taka þátt í svona auglýsingaherferð. Með sömu rökum og sjónarmiðum mætti mótmæla ansi mörgu sem finnst á matseðli sumra þeirra.
13.5.2013 | 18:49
Hver er á beit í buddunni þinni?
Stofnaður hefur verið "Samráðvettvangur" skipaður stjórnmálaleiðtogum þjóðarinnar og fleirum. Margt hefur vettvangurinn bent nýtilegt og gagnlegt. Annað orkar tvímælis
Vettvangurinn bendir á þá staðreynd, að bankastarfsmenn og útibú séu hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum og kostnaður neytenda miklu meiri. Sama gildir um verslun með lengsta afgreiðslutíma, flesta verslunarfermetra og flest verslunarfólk á hvern íbúa. Vöruverð er því mun hærra en í nágrannalöndunum. Ríkisvaldið verður því að stuðla að virkri samkeppni en leiðin til þess er að afnema allar hömlur í viðskiptum fólksins. Það leggur vettvangsfólk þó ekki til.
Raunar féll Vettvangurinn á fyrsta prófi skynseminnar þegar lagt var til að hætta samkeppnishamlandi aðgerðum ríkisvaldsins í svína- og kjúklingaframleiðslu,en ríghalda í hæstu landbúnaðarstyrki og innflutningsvernd fyrir kál,mjólkur- og sauðfjárbændur. Allt á kostnað neytenda og skattgreiðenda. Auk þess eiga neytendur áfram að borga hæsta verð sem um getur fyrir þetta fínerí.
Rök vettvangsins varðandi svína- og kjúklinga er að þar sé um verksmiðjuframleiðslu að ræða og þess vegna þurfi þeir ekki styrki eða innflutningsvernd. Annað gildi um búframleiðslu með óhagkvæmni flutningskostnaðar og lítilla eininga. Neytendur og skattgreiðendur eiga enn að mati vettvangsins að borga fyrir þá rómantík sem slíkri framleiðslu fylgir.
Jónas frá Hriflu og sá þýski skoðanabróðir hans frá sama tíma sem börðust fyrir smábýlastefnunni sem skyldi þróast og dafna á kostnað Grimsbý lýðsins geta snúið sér við í gröfinni harla glaðir yfir því að jafnvel þeir stjórnmálamenn sem segjast aðhyllast frjálsa samkeppni sem og þeir sem aðhyllast sósíalisma skuli sameinast í Samráðsvettvangi um smábýlastefnu sem stríðir gegn hugmyndum um frjálsa samkeppni, hagkvæmni og jöfnuð.
Samráðsvettvangurinn er eitt besta dæmið um hugsjónasneyð í íslenskri pólitík og skort á því að stjórnmálamenn samtímans séu tilbúnir til að berjast fyrir skynsamlegum hlutum á grundvelli hugmyndafræðinnar sem þeir eiga að standa fyrir.
Hvaðan kemur framleiðenda réttur til óhagkvæmrar framleiðslu og að vera á beit í buddunni þinni?
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2012 | 00:07
Nigella og uppskriftin að friðsælum jólum
Nigella Lawson sjónvarpskokkur segist hafa uppskriftina að góðum og friðsælum jólum. Hún býður alltaf einhverjum utanaðkomandi til að taka þátt í hátíðarhöldunum með fjölskyldunn.
"Það verður alltaf að vera einhver til staðar sem fólk vill ekki líta illa út gagnvart." Það á heldur ekki að skipa fólki til sætis og það er mikilvægt segir hún. Ef fólki er skipað til sæti þá lítur fólk á mikilvægi sitt í samræmi við það hvað það er sett langt frá gestgjafanum. Svo segir hún það líka vera rugl að það eigi að skipa fólki til sætist eftir kynferði þ.e. stelpa, strákur og stelpa strákur. Á hvaða öld haldið þið eiginlega að við lifum segir Nigella.
Ef uppskriftin er ekki flóknari til að eiga góð og happasæl jól sameiningar og friðar í fjölskyldum þá ættu allir að geta notið þess.
Svo er spurning hvort að sjónvarpskokkur veit betur en aðrir um atriði sem eru ótengd eldamennsku.
Alla vega skiptir máli að við skipum málum þannig að jólin verði sem gleðilegust, skemmtilegust og friðsælust.
20.12.2012 | 17:29
Fátækt
Fréttir frá Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpinni og fleiri hjálparstofnunum eru fyrirferðarmiklar. Talsfólk hjálparstofnana talar um vaxandi neyð og aukna fátækt.
Af hverju er neyð í velferðarþjóðfélaginu Íslandi?
Ég ætla ekki að minnast á ríkisstjórnina sem kallar sig norrænu velferðarstjórnina. Það er óviðkomandi þessum þanka.
Fólk í neyð fær hjálp frá ríki og sveitarfélögum. Þar er um miklar fjárhæðir að ræða. Er þeim fjármunum þá svona misskipt? Getur verið að sumir fái margfalt meðan aðrir fá lítið?
Getur verið að velferðarkerfið þarfnist umbyltingar frá grunni þannig að um raunverulega velferð allra geti verið að ræða? Á ekki velferðin fyrst og fremst að vera fyrir fátæka? Er það eðlilegt velferðarkerfi þar sem milljarðamæringurinn nær í ellilaunin sín frá ríkinu á sama tíma og sonur hans nær í námslánið frá ríkinu?
Flestir vilja hjálpa fátækum en hvenær er fólk fátækt? Allir ættu að vera sammála um að fólk sem hefur ekki viðunandi húsnæði og fær ekki nóg að borða er fátækt og það er þjóðarsátt um að velferðarkerfið komi í veg fyrir að nokkur sé án húsnæðis eða fái ekki nóg að borða. Ef sú staðhæfing mín er rétt að það sé þjóðasátt um að tryggja fólki a.m.k. þá lágmarksvelferð að hafa viðunandi íverustaði og mat. Af hverju er þá þessi vandi sem talsmenn hjálparstofnana lýsa?
Það er eitthvað bogið við velferðarkerfið?
12.12.2012 | 23:21
Lattelepjandi gáfumannafélagið
Silfur Egill Helgason lýsir því á netsíðu sinni hvernig hann vill hafa lattekaffið sem hann lepur við tilgreind tækifæri. Sjálfsagt talar hann þar fyrir munn fleiri úr lattelepjandi gáfumannafélaginu.
Ekkert er við það að athuga hvernig Egill Helgason vill hafa kaffið sitt eða aðrar neysluvörur og fólki kemur það ekkert við. En Egill er að amast við því að íslenskir neytendur geti fengið aukna fjölbreytni. Egill er á móti því að hér komi Starbucks kaffihús og finnur því allt til foráttu.
Með sama hætti hlítur Egill að vera á móti fjölþjóðlegum keðjum eins og Kentucky Fried af því að hann vill hafa kjúklingavængina öðru vísi en þeir eru þar. Hvað þá að vera með Subway sem treðst inn á markað Hlölla báta sem framleiða ágætann skyndibita. Svo ekki sé talað um Dominos Pissur.
Starbuck hefur átt í erfiðleikum vegna skattamála og á það bendir Egill réttilega. Það er málefni sem íslensk skattayfirvöld verða að leysa. En meðal annarra orða hvað finnst Agli þá um Decode Genetics sem hefur starfað með íslenska erfðagreiningu hér á landi í rúman áratug og aldrei greitt tekjuskatta ekki frekar en fjölmörg önnur stórfyrirtæki.
Er ekki eðlilegt að neytandinn ekki að fá að velja hvað hann vill án afskipta lattelepjara í 101 Reykjavík.
11.12.2012 | 17:33
Fimmföld verðhækkun??????
Frétt í sjónvarpi RÚV í gær vakti athygli. Sagt var frá því að dagvörur hefðu hækkað allt að fimmfalt í verði miðað við Norðurlönd. Þetta var stórfrétt. Vöruverðshækkun veldur hækkun verðtryggðu lánanna. Af hverju var ekki búið að gera neitt í málinu af Samkeppnisstofnun og/eða ríkisstjórninni? Af hverju var ekki rætt við viðskiptaráðherra Steingrím J. vegna þessa okurs á neytendum?
En nei. Það var engin ástæða til að tala við Steingrím Þetta var í raun ekki frétt. Alveg ótrúleg ekki frétt. Því miður voru vinnubrögðin á fréttastofu RÚV óviðunandi.
Þegar heimildir Nordic Statistic eru skoðaðar en þaðan hlítur þessi frétt að vera komin, þá sést að það er verið að fjalla um hækkun á 5 ára tímabili. Ekki er tekið inn í þessa útreikninga RÚV gengishrun á Íslandi og gríðarlegar skattahækkanir á áfengi, tóbaki og bensíni.
Semsagt óvönduð ekki frétt. Fréttastofa RÚV ætti að gaumgæfa að það er af nógu að taka þar sem íslenskir neytendur þurfa að borga meira en neytendur í nágrannalöndum okkar. Umfjöllun um það þarf að vera meiri og vandaðri. Þá er ekki úr vegi að minnast stöðugt á dýrustu lán í heimi, sem íslenskir neytendur þurfa að bera.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 60
- Sl. sólarhring: 1061
- Sl. viku: 3603
- Frá upphafi: 2429987
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 3308
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 55
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson