Færsluflokkur: Mannréttindi
14.5.2014 | 10:40
Stjórnsýsla og pólitík
Stundum telja stjórnmálamenn nauðsynlegt að hafa afskipti af stjórnsýslunni þegar þeir telja að ekki sé gætt sanngirni, meðalhófs eða annars sem tillit eigi að taka til.
Það er slæmt ef stjórnmálamenn þurfa ítrekað að grípa fram fyrir hendurnar á embættismönnum hvað þá heldur sömu embættismönnunum og afleitt ef stjórnmálamenn láta feykjast undan hverjum goluþyt sem andar á þá.
Ítrekað hafa stjórnmálamenn haft afskipti af aðgerðum Útlendingastofnunar þegar einstaklingar hafa mótmælt. Ef til vill eru þessi afskipti viðkomandi ráðherra réttlætanleg. En þá verður ekki séð að embættisfærsla Útlendingastofnunar sé eðlileg og þeir sem þar ráða séu vanda sínum vaxnir.
Sé embættisfærsla Útlendingastofnunar eðlileg og lögum samkvæmt, sem og gætt sé ítrustu sanngirni o.s.frv. þá eru afskipti ráðherrans óeðlileg.
Út frá eðlilegum leikreglum í lýðræðisþjóðfélagi og til að fram geti farið upplýst umræða, þá er mikilvægt að fá upplýst hvort það eru stjórnendur Útlendingastofnunar sem fara ekki að lögum eða ráðherrann.
6.5.2014 | 16:20
Höggvið og hlíft
Stór hluti Kastljóss RÚV í gærkvöldi fór í umfjöllun um minnismiða, sem borist hafði með einhverjum hætti til fjölmiðla. Umfjölluninni var ætlað að koma höggi á Innanríkisráðherra, án þess að nokkuð liggi fyrir um aðild hennar að málinu nema sem æðsta yfirmanns ráðuneytisins.
Þingkonurnar Valgerður Bjarnadóttir og Birgitta Jónsdóttir hömuðust í dag að Innanríkisráðherra vegna meintra mannréttindabrota. DV lét sitt ekki heldur eftir liggja.
Það er ekki gott að trúnaðarupplýsingar leki til óviðkomandi aðila, en slík óhöpp gerast og þá er mikilvægara að reyna að koma í veg fyrir það í stað þess að reyna að hengja bakara fyrir smið.
Atgangurinn vegna minnismiðans er ólíkur því sem var uppi á teningnum þegar þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins Gunnar Andersen var beraður af því að afla trúnaðarupplýsinga um alþingismann til að skaða hann. Þar var um brot á bankaleynd að ræða og embættismaðurinn ætlaði að ná sér niðri á þingmanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni vegna þess að þingmaðurinn hafði tekið upp málefni Sparisjóðs Keflavíkur á Alþingi og bent réttilega á að þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi forstjóri FME færu ekki að lögum. Að sjálfsögðu átti DV að taka við þeim upplýsingum sem og öðrum frá manninum.
Sú atlaga sem embættismaðurinn fulltrúi framkvæmdaavaldsins gerði með þessu að alþingismanni var bæði alvarleg og saknæm. Þar var spurning um réttarvernd þjóðkjörinna fulltrúa, sem framkvæmdavaldið telur sig eiga sökótt við. Prófessor við Háskóla Íslands Þorvaldur Gylfason lagðist í hina stóru vörn fyrir hinn brotlega forstjóra og Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt við sama skóla nú alþingismaður í hina minni svo ótrúlegt sem það nú er.
Ekki var sérstakur Kastljósþáttur um þetta alvarlega mál. Þingkonurnar Valgerður Bjarnadóttir og Birgitta Jónsdóttir höfðu ekkert um málið að segja og vikuritið DV taldi að þessi atlaga Gunnars Andersen að þjóðkjörnum fulltrúa væri með öllu afsakanleg.
Óneitanlega veltir maður fyrir sér réttlætiskennd og sómatilfinningu fólks eins og Valgerðar Bjarnadóttur, Birgittu Jónsdóttur og Kastljósfólks þegar mat þess á lekamálum er jafn ólíkt og raun ber vitni eftir því hver í hlut á. Um réttlætiskennd og sómatilfinningu DV þarf af augljósum ástæðum ekki að fjalla.
Þess skal getið að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina sýndi fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson hafði haft rétt fyrir sér og aðsóknin að honum var vegna réttmætra athugasemda um framkvæmdavaldið. En það skiptir e.t.v. ekki máli heldur.
Óeðlilegt fréttamat Katsljóss eða pólitísk stýring? Það er spurningin.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.4.2014 | 21:34
Skuldaleiðrétting, stjórnarsáttmáli og undanhlaupsmenn
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá 22.5.2013 segir m.a.
" Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 20072010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða.
Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum."
Stjórnarsáttmálinn var samþykktur af flokksráði Sjálfstæðisflokksins nokkru síðar. Ekki minnist ég þess að nokkur þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði neitt við stjórnarsáttmálann að athuga en hafi allir fúslega greitt atkvæði með honum.
Það skýtur því skökku við þegar formaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram stjórnarfrumvarp um leiðréttingu verðtryggðra skulda í samræmi við stjórnarsáttmálann að þá skulu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þeir Pétur Blöndal og Vilhjálmur Bjarnason hlaupast undan merkjum og hafa allt á hornum sér varðandi frumvarp formannsins sem er þó í fullu samræmi við stjórnarsáttmálann.
Þó vissulega beri að virða rétt þingmanna til að hafa sínar sérskoðanir og þjóna lund sinni eftir atvikum þá verður samt að gera þá kröfu í borgaralegum flokki að menn standi við samninga og fylgi því sem þeir hafa skuldbundið sig til að gera á kjörtímabilinu.
Það skiptir máli að vel takist til um skuldaleiðréttingu fyrir heimilin í landinu. En það er ekki nóg. Það verður að taka verðtrygginguna af eldri lánum sem allra fyrst. Annars mun nýtt verðbólguskot kaffæra heimilin á nýjan leik og færa fjármálastofnunum eignir fólksins á verðtryggingarfatinu eins og svo oft áður.
Jafnræði og réttlæti í þjóðfélaginu byggist ekki á einhliða rétti fjármálastofnana til að arðræna fólkið í landinu.
28.3.2014 | 14:44
Ég líka fá
Börn gera oft kröfu til að fá það sama og aðrir hvort sem þau þurfa eða þurfa ekki. Þannig horfir barnið á systkini sitt sem hefur meitt sig og fær plástur á meiddið og krefst þess að fá plástur líka þó ekkert sé meiddið.
Gylfi Arnbjörnsson, Árni Páll Árnason og fleiri "spekingar" eru eins og barnið sem krefst þess að fá plástur þó ekkert sé meiddið. Þeir vandræðast yfir því að ákveðnir þeim handgengnir hópar skul ekkert fá í skuldaleiðréttingartillögu ríkisstjórnarinnar jafnvel þó engin sé skuldin.
Þessum mönnum yfirsést grundvallaratriðið sem er að það er verið að bæta þeim sem urðu fyrir óréttmætri hækkun lána vegna heljartaka verðtryggingar að litlu leyti það tjón sem þeir urðu fyrir m.a. vegna stefnu forseta ASÍ um að taka ekki verðtrygginguna úr sambandi við bankahrun.
Í kjölfar bankahrunsins var engin virðisauki í þjóðfélaginu en verðtryggð lán hækkuðu og hækkuðu vegna gengishruns krónunnar. Þeir sem höfðu keypt íbúð árin 2007-2008 urðu fyrir því að fasteignir lækkuðu allt að 2/3 í Evrum talið á sama tíma og lánin hækkuðu og hækkuðu vegna ranglátrar verðtryggingar. Hugmyndin og hvatin að skuldaleiðréttingunni er að koma til móts við þá sem sættu óréttmætri hækkun lána í því skyni að koma á örlítið meira þjóðfélagslegu réttlæti. Það þýðir ekki að einhverjir aðrir eigi tilkall til einhvers.
Sá kostnaður sem ríkissjóður verður fyrir vegna skuldaleiðréttingarinnar er vegna skammsýni Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ, Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og annarra pótintáta sem sinntu ekki þeirri grundvallarskyldu stjórnenda í lýðræðisþjóðfélagi sem er að virða rétt neytenda þannig að fjármálastofnanir og fyrirtæki geti ekki verið á skefjalausri beit í buddu neytenda og geri eignir þeirra upptækar vegna rangláts lánakerfis verðtryggingar sem er einstakt í öllum heiminum hvað varðar lán til neytenda.
27.3.2014 | 18:07
Efndir og vanefndir ríkisstjórnar
Svo virðist sem tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu geti á endanum litið út eins og svissneskur ostur þ.e. með fleiri götum en mat.
Allir útreikningar á grundvelli þess frumvarps sem lagt hefur verið fram á Alþingi þskj. nr. 837 eru getgátur eins og frumvarpið lítur út. Miðað er við að færa niður höfuðstól verðtryggðra lána á tímabilinu 1.janúar 2008 til 31.desember 2009 þannig að í stað neysluverðsvísitölunnar á því tímabili komi "viðmiðunarvísitala" eins og segir í 7.gr. frumvarpsins. Allt þetta gæti verið gott og blessað ef einhver vissi hver þessi "viðmiðunarvísitala" væri.
Í lagafrumvarpinu er þess vandlega gætt að nefna ekki hver "viðmiðunarvísitalan" á að verða. Eðlilegt hefði verið að "viðmiðunarvísitalan" væri ákveðin í lögunum og raunar óskiljanlegt að það skuli ekki vera gert. Svo virðist því sem að ríkisstjórnin ætli sér að ákveða "viðmiðunarvísitöluna" eftir hentugleikum síðar.
Meðan "viðmiðunarvístalan" er ekki ákveðin getur engin sagt til um það hvað verðtryggðu lánin lækka mikið. Þess vegna eru yfirlýsingar forsætisráðherra á kynningarfundinum um frumvarpið innihaldslaust hjóm því miður.
Þess vegna gæti svo farið að það væru fleiri göt en matur á þessari velferðarstefnu ríkisstjórnarinnar.
27.3.2014 | 12:39
Forseti ASÍ á móti skuldaleiðréttingu
Forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson ber mesta ábyrgð á því að verðtryggingin var ekki tekin úr sambandi í október 2008. Þá hamaðist hann gegn því eins og grenjandi ljón allt til að hægt væri að breiða yfir 500 milljarða tap lífeyrissjóðanna. Þessi afstaða Gylfa Arnbjörnssonar leiddi til þess að stór hluti fólks sem var að reyna að eignast eigin íbúð horfði á lánin hækka og hækka þangað til að ekkert varð eftir og eigið fé fólksins hvarf. Ranglát verðtrygging stal því í samræmi við tillögur Gylfa Arnbjörnssonar.
Gylfi Arnbjörnsson þessi helsti sporgöngumaður Jóhönnu Sigurðardóttur í öllum sýndartillögum um skuldaleiðréttingu sem síðasta ríkisstjórn kynnti ætti að kunna að skammast sín og viðurkenna að hann hefur öðrum fremur unnið fyrir fjármagnseigendur en gegn hagsmunum venjulegra Íslendinga.
Þegar ríkisstjórnin kynnir tillögur um almenna skuldaleiðréttingu vegna þess forsendubrests sem varð vegna þess að fylgt var tillögum Gylfa Arnbjörnssonar um að halda verðtryggingunni óbreytti þrátt fyrir bankahrun, telur þessi Gylfi sér sæma að hamast gegn þessum tillögum.
Garmurinn hann Ketill, Árni Páll Árnason fetar dyggilega í fótspor þessa Skugga Sveins og jarmar með sama hætti gegn tillögum ríkisstjórnarinnar. Árni Páll, þessi fyrrum félagsmálaráðherra virðist ekki muna að hann hafði það í hendi sér að koma með raunhæfar tillögur á sínum tíma en gerði það ekki.
Þeir Gylfi Arnbjörnsson og Árni Páll Árnason eiga það sameiginlegt að muna ekkert en hafa samt engu gleymt.
26.3.2014 | 08:50
Ósigur í öllum tilvikum.
Eitt það versta við EES samningin er að EES þjóðir eru skuldbundnar til að innleiða meginhluta regluverks Evrópusambandsins og hafa ekkert um það að segja. EES þjóðirnar koma ekki að reglusetningunni á undirbúningsstigi og verða að taka það sem að þeim er rétt. Það hefur verið ein af ástæðum þess að margir hafa talið eðlielgt að ganga til samninga um aðild að Evrópusambandinu.
Nú kemur í ljós að þetta skiptir ekki máli. Stórþjóð eins og Bretar hafa engin áhrif á regluverkið þó þeir séu meðal stærstu Evrópusambandsþjóða. Í 18 ár þegar Bretar hafa greitt atvkæði gegn reglum þá hafa þeir tapað. Samt hafa Bretar 8% heildaratkvæða í Evrópusambandinu en höfðu fyrir 18 árum 17%. Bretar hafa greitt atkvæði með 95% af regluverki Evrópusambandsins, en í þeim tilvikum þar sem þeir hafa verið andvígir reglusetningu þá hafa þeir tapað þeirri baráttu svo fremi þeim hafi ekki getað nýtt sér neitunarvald sitt.
Óneitanlega spurning hvað það mundi þýða fyrir Ísland værum við í Evrópusambandinu eða fengjum ásamt EES ríkjum að taka þátt í reglusetningaferlinu. Miðað við reynslu Breta þá verður að telja upp á að það mundi engu máli skipta. Við yrðum skikkuð hér eftir sem hingað til að samþykkja erkisbiskupsins boðskap frá Brussel og erum ekki í neinni stöðu til að hafa hann að engu.
5.2.2014 | 22:40
Mannréttindi of course Mr Chang.
Utanríkisráðherra landsins gat þess sérstaklega í tilefni af fríverslunarsamningi Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína að vissulega mundi hann tala um mannréttindi við Kínverska ráðamenn og Elín Hirst þingmaður taldi miklu skipta að við hefðum áhrif til bóta á ráðamenn Kommúnistaflokks Kína að samið væri um bestu viðskiptakjör milli landanna.
Fróðlegt væri að hlusta á utanríkisráðherra ræða við Mr. Chang sendifulltrúa Kínverja um þessi mál. Það gæti verið eitthvað á þessa leið:
Well Mr. Chang we in the government of Iceland think it very important that we do business with you and dont forget the human rights thing.
Of course not Mr. Gúndar we Chinese think it is very important that the Icelandic Government acts within the framework of the UN decisions on Human Rights which you have not in one case from the year 2008. Do you want to take that matter further?
No Mr Chang this is actually not a very big issue the business is all that counts.
Of course mr Gúndar you are not a naturally born joker even though you look like one.
4.2.2014 | 17:52
Núna.
Frosti Sigurjónsson alþingismaður vill afnema verðtryggingu á neytendalánum strax. Að sjálfsögðu á að gera það sé ætlunin að afnema hana á annað borð. Þess vegna var með ólíkindum að skipuð skyldi nefnd í málið í stað þess að lagafrumvarp yrði gert um afnám verðtryggingar á neytendalánum.
Stjórnarflokkarnir höfðu báðir markað sér þá stefnu að verðtryggingu á neytendalánum bæri að afnema. Það kann því ekki góðri lukku að stýra að fá eitthvað fólk úti í bæ til að taka sér marga mánuði til að boða eitthvað allt annað en stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu.
Afskipti stjórnmálamanna af lánamálum hafa sjaldnast verið til góðs. Þó getur myndast sú staða á markaðnum að nauðsyn beri til að vernda veikari aðilann í fjármálaviðskiptum, neytandann, en það hefur heldur betur ekki verið gert. Hingað til hafa stjórnmálamenn ráðslagast í þessum málum með þeim afleiðingum að íslenskir neytendur eru í hópi skuldugusta fólks Norðan Alpafjalla.
Verðtryggðu lánin voru búin til af stjórnmálamönnum og eru óhagkvæmustu neytendalán sem þekkjast. Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna sem er gjörsamlega óraunhæf var búin til af stjórnmálamönnum og lífeyrisaðlinum. Þar var líka vegið að hagsmunum hins veikari, neytandans, í fjármálaviðskiptum og fjármálafyrirtækjum tryggðir hærri vextir en almennt gerist í okkar heimshluta.
Þrátt fyrir það er vörnin sterk fyrir þessari óhæfu og því er haldið fram m.a. af verðtryggingaraðlinum í ASÍ að með afnámi verðtryggingar yrði heldur betur vá fyrir dyrum vegna þeirra gríðarlegu vaxtahækkunar sem mundi fylgja í kjölfarið og aukinnar greiðslubyrðar í upphafi lánstíma.
En er það þannig? Ef einhver staðreynd er til varðandi peningamarkaðinn þá er hún sú að þeim mun meira framboð sem er á peningum þeim mun lægra verð er á þeim. Verðið á peningum eru vextir. Óverðtryggð húsnæðislán í nágrannalöndum okkar bera nú iðulega lægri vexti en verðtryggð íbúðarlán hér. Óhagkvæm lánakjör á Íslandi eru ekki náttúrulögmál eins og hagfræðingur ASÍ og meirihluti verðtryggingarnefndarinnar virðast telja.
Verðtryggingin og vaxtaokrið er afleiðing af mistökum stjórnmálamanna við lagasetningu til hagsbóta fyrir þá fáu á kostnað hinna mörgu.
10.1.2014 | 17:37
Óréttlæti verðtryggingarinnar
Frá því ríkisstjórnin var mynduð hafa verðtryggð lán hækkað samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Þannig hafa milljarðar verið fluttir frá skuldurum til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Höfuðstóll 20 milljón króna verðtryggðs láns hefur hækkað um 440.000 krónur á þessu tímabili og sá sem skuldar það þarf að greiða vexti af 20.460.000 í stað 20 milljónanna sem hann skuldaði við myndun ríkisstjórnarinnar.
Á sama tíma og veðtryggðu lánin hækka styrkist íslenska krónan. Þess vegna hefði 20 milljón króna lánið átt að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar en ekki hækka. Evran er nú 152.06 en var við myndun ríkisstjórnarinnar 158.67. Hefði vísitalan tengst Evru hefði það því lækkað um 800 þúsund í stað þess að hækka um 440 þúsund. Innkaup á neysluvörum er mest í Evrum eða gjaldmiðlum tengdum Evru og því hefði lækkun á gengi Evrunnar átt að lækka vísitölu neysluverðs. Þú værir þá að greiða afborgun og vexti af kr. 19.200.000. Væru það ekki meiri kjarabætur en stóru samninganefndirnar hafa samið um launþegum til handa.
Verðtryggðu lánin hækka og hækka hvað sem líður styrkingu krónunnar. Þegar til langs tíma er litið þá er enginn gjaldmiðill í heimi jafn sterkur og íslenska krónan bundin vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.
Hvað á lengi enn að níðast á skuldurum með því að bjóða þeim verstu lán í heimi. Verðtrygginguna verður að afnema strax. Það er réttlætismál.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 21
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 2539
- Frá upphafi: 2516219
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2323
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson