Færsluflokkur: Mannréttindi
30.12.2022 | 09:58
Hægri öfgamennirnir
Þegar Þjóðverjar réðust á Sovétríkin 16. júní 1941 sagði Jósef Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers að nasistar mundur koma á nýrri skipan í Sovétríkjunum. Það væri ekki um neina endurkomu fyrir keisara, presta eða kapítalista. Nasistar mundu koma á ekta sósíalisma í stað kommúnismans.
Hitler sagðist hafa orðið sósíalisti sem ungur maður. Þjóðernisstefna nasista væri byggð á Marx og nasistar mundu ekki endurtaka þau mistök Leníns að koma fólkinu í landinu upp á móti hvert öðru í stéttarstríði. Hann sagði einnig að hann mundi breyta Þjóðverjum í sósíalista án þess að drepa gamla hagkerfi markaðshyggjunar,sem væri til þess að búa til peninga fyrir ríkið.
Þennan vinstri sósíalisma og marxisma nasistana kallar fréttaelítan og stór hluti stjórnmálaelítunnar í dag hægri öfgahyggju.
Ayatollarnir í Íran steyptu keisaranum af stóli, þjónýttu viðskiptalífið og ráku borgarastéttina í útlegð. Þrátt fyrir það er venjulega talað um stjórn þeirra sem hægra sinnað klerkaræði.
Eitt af því fáa, sem sósíalistar nútímans eru góðir í er að hengja neikvæða merkimiða og hægri öfgahyggjustimpil á fólk sem berst fyrir lýðræði,markaðshyggju og borgaralegum réttindum á sama tíma og þeir sjálfir berjast fyrir auknum afskiptum af lífi og starfi borgaranna og vilja takmarka frelsi þeirra.
Ayatollarnir í Íran og nasistarnir í Þýskalandi sem og aðrir sem eru vaxnir upp úr marxískri heildarhyggju eru öfgavinstri en ekki hægri.
Hvað sem líður hægri eða vinstri,þá er e.t.v. rétt að skilgreina átakalínur í stjórnmálum samtímans þannig, að andstæðurnar séu á milli ríkishyggjufólks og þeirra sem vilja sem mest frelsi fólksins.
Við sem viljum frelsið andstætt valdhyggju sósíalistana viljum að ríkið hafi lágmarksafskipti af borgurunum, takmarka skattheimtu og afskipti þess af borgurunum og atvinnulífinu.
Sósíalistarnir vilja ríkisafskipti á öllum sviðum þjóðfélagsins þ.e.hið alkunna alræðisríki sem leiðtogi fasista á Ítalíu, Mússólíni nefndi það réttilega á sínum tíma á sama tíma og hann og Lenín skiptust á bréfum, en þeir voru pennavinir.
Það er síðan verðug þjóðfélagsrýni að skoða hvernig sósíalistarnir skuli komast upp með það að halda því fram að skoðanabræður þeirra í fortíðinni hafi verið hærgi öfgamenn í stað þess að staðsetja þá réttilega sér við hlið í pólitíska litrófinu.
28.12.2022 | 08:49
Það á ekki að skattleggja almennar launatekjur
Ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem tók við völdum árið 1959, Viðreisnarstjórnin, setti sér það markmið, að afnema skatta á almennar launatekjur. Það markmið ættu allar frjálslyndar ríkisstjórnir að setja sér.
Væri svo, mundu öryrkjar og eftirlaunaþegar ekki greiða skatta af örorkubótum og ellilífeyri, sem algjör hneisa. Ekki væri heldur verið að íþyngja frjálu atvinnulífi með greiðslu tryggingargjalds.
Einn helsti fjármálasérfræðingur síðustu ára Peter F. Drucker segir í grein sem hann nefnir Þjóðfélög að markaðshyggjunni liðinni
Fjárlagavinna hefur í raun farið í að segja já við öllu og í þessu efnahagslega umhverfi sem gerir ráð fyrir að það séu engin efnahagsleg takmörk hvað varðar verðmæti sem ríkið geti náð í, verður ríkisstjórnin drottnari þjóðfélagsins og getur mótað það að sinni vild. Gegn um vald fjármagnsins getur ríkið mótað þjóðfélagið að ímynd stjórnmálamannsins. Svona ríki grefur undan grundvelli frjáls þjóðfélags. Kjörnir fulltrúar flá kjósendur sína til hagsbóta fyrir sérstaka hagsmunhópa til að kaupa atkvæði hagsmunahópanna.
Árið 1989 féll kommúnisminn í Evrópu, sú stefna var gjaldþrota Ok kommúnismans fólst í ofurríkisafskiptum og víðtæku eftirlitskerfi hins opinbera með borgurunum. Sú stefna beið skipbrot,en frjálst markaðshagkerfi þar sem einstaklings- og athafnafrelsið fékk að blómstra sigraði.
Sigurinn var skammvinnur. Í sigurvímunni gættu frjálslynd stjórnmálaöfl í Evrópu og víðar ekki að sér og fetuðu mismunandi hratt inn í aukin ríkisafskipti og valdhyggju sósíalistanna.
Hér á landi hafa þau umskipti orðið á vakt þess stjórnmálaflokks sem hefur í orði kveðnu þá stefnu að draga úr ríkisafskiptum, að ríkið leiðir launahækkanir,opinberu starfsfólki fjölgar og það er nú fleira en starfsfólk á almennum launamarkaði. Á sama tíma eykst skattbyrðin á almennar launatekjur launþega.
Í núverandi ríkisstjórn hefur Sjálfstæðisflokkurinn illu heilli gengið í björg með sósíalistunum í átt til síaukinna ríkisafskipta og velgjörða fyrir suma hagsmunahópa.
Brýn nauðsyn er að Sjálfstæðisflokkurinn móti á nýjan leik þá stefnu og framfylgi henni,að skattar á almennar launatekjur verði afnumdir og hætt verði að skattleggja framtíðina með innistæðulausum yfirdrætti á ríkisreikningnum.
Það er ekki til betri kjarabót fyrir launþega.
27.12.2022 | 10:06
Var ríkisvaldið skilvirkara á tímum pennans og póstvagnsins
Vöxtur ríkisins frá því að fulltrúalýðræðinu sem við þekkjum var komið á hefur verið ógnvænlegur. Fram að fyrri heimstyrjöld sem hófst 1914 gat engin ríkisstjórn í heiminum náð meiru frá borgurum sínum en örlitlum hluta af þjóðarframleiðslunni. Hlutur ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu var á þeim tíma milli 5 til 6%.
Sjóðir ríkisins voru takmarkaðir og öll ríki hvort heldur þau voru lýðræðisríki eins og Bretland eða keisaradæmi eins og Rússland þurftu að fara mjög varlega varðandi fjárútlát og takmarka þau sem mest. Vegna þess hvað ríkið hafði takmarkaðar tekjur þá gat það ekki tekið að sér að verða þjóðfélagsleg eða fjármálaleg miðstöð. Velferðarkerfi hafði þó verið komið á í nokkrum ríkjum fyrst í Prússlandi seinni hluta nítjándu aldar.
Ríkisvaldið sinnti því meginhlutverki að gæta öryggis borgaranna, lögum, reglu, innanlandsfriði og lágmarksvelferð. Hvernig stóð á því að ríkið gat sinnt þessum brýnustu þjóðfélagslegu verkefnum með því að leggja innan við 10% heildarskatta á borgaranna? Þá er verið að tala um tekjuskatta, eignaskatta, tolla, virðisaukaskatt og aðra skatta hvaða nafni sem þeir nefnast. Getur verið að stjórnkerfi ríkisins hafi verið skilvirkara á öld pennans og hestvagnanna en tölvunnar og bílsins.
Eftir lok síðari heimstyrjaldar 1945 hefur ríkið tekið meira og meira af tekjum þjóðfélagsins til sín. Víða í okkar heimshluta er hlutur hins opinbera meir en helmingur af þjóðarframleiðslunni. Að hluta til taka ríki og sveitarfélög lán hjá framtíðinni fyrir ofureyðslu sína í dag. Æskufólk og ófæddir hafa engan ákvörðunarrétt eða atkvæðisrétt í þeim efnum.
Hér á landi tekur hið opinbera um helming þjóðartekna hvað sem öllum upphrópunum um markaðsþjóðfélag og frjálshyggju líður.
Finnst fólki það í lagi, að ríkið seilist æ dýpra ofan í vasa borgarana og safni auk þess skuldum til að standa undir auknum umsvifum, auknum millifærslum til einstaklinga, og fyrirtækja, gæluverkefna stjórnmálamanna og greiðslum til fólks sem okkur kemur ekkert við?
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2022 | 08:25
Stöðvum morð og ofsóknir gegn kristnu fólki
Helsta trúarhátíð okkar kristins fólks er að ganga í garð. Við á Vesturlöndum njótum þess, að geta áhyggjulaust undirbúið jólin og íhugað hvað við eigum að gefa fjölskyldu og vinum í jólagjöf.
En það er ekki allt kristið fólk, sem býr við sömu forréttindi og við. Í mörgum löndum er hættulegt fyrir kristið fólk að mæta til jólamessu á aðfangadagskvöld.
Í síðasta mánuði var kristið fólk drepið víðs vegar um heiminn vegna trúar sinnar og kirkjur og kristnir helgistaðir eyðlagðir:
Í Islamaband höfuðborg Pakistan var kirkja og heimili meira en 200 kristinna íbúa eyðilögð með jarðýtum. Aserbadjan heldur áfram að eyðileggja klaustur og kristna helgistaði í héruðum sem þeir lögðu undir sig í árásarstríði á Armeníu fyrir nokkru. Landamæri Armeníu voru ekki heilög að mati Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem landamæri Úkraínu.
Í Mosambiqe voru margir tugir kristinna drepnir af Íslamistum í aðskildum árásum. Yfir 40 kristnir voru myrtir í Nígeríu í árásum múslimskra vígamanna.
Árásir og mannréttindabrot áttu sér stað gegn kristnum í mörgum fleiri löndum m.a. Tyrklandi, Indónesíu og Súdan.
Hvern einasta mánuð ársins er tugir og hundruð kristins fólks drepið, limlest eða svipt borgaralegum réttindum vegna trúar sinnar nánast alltaf af múslimskum vígamönnum eða stjórnvöldum.
Bandaríkin og Evrópusambandið hafa ekki haft mikil afskipti af því harðræði sem kristið fólk býr við í nánast öllum löndum sem játa Múhammeðstrú. Landamæri kristinnar trúar eru stjórnvöldum í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum ekki mjög hugleikin.
Við gerum ekki nóg til að vekja athygli á hlutskipti okkar minnstu bræðra sem standa fremst í víglínunni til verndar trúarinnar.
Við getum líka áfellst kristnar kirkjudeildir fyrir afskiptaleysi m.a. íslensku þjóðkirkju,sem hefur þrátt fyrir áskoranir látið sem sér komi ofsóknir gegn kristnum meðbræðrum og systrum ekki við.
Því miður hefur verkhelgin í kristnum kirkjum og hlaup kirkjudeilda mótmælenda eftir vinsældum dregið úr skilvirkni trúarlegrar boðunar og samstöðu með kristnu fólki, sem á um sárt að binda.
Við skulum beita okkur fyrir því að kristin ríki grípi til aðgerða til verndar kristnu fólki um allan heim á næsta ári og geri það að forgangsverkefni. Það er besta jólagjöfin, sem við getum gefið trúarsystkinum okkar.
19.12.2022 | 11:05
Regnbogafáninn über alles
Í gær lauk heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar. Gagnrýnt var, að mótið skyldi haldið í Katar, m.a. vegna mannréttindabrota landsins. En þegar Katar vann tilnefninguna, sannaðist enn það fornkveðna, að asni klyfjaður gulls kemst yfir hvaða borgarmúr sem er. Sagt er að formaður Bandarísku sendinefndarinnar fyrrum forseti Bill Clinton hafi orðið svo reiður að hann hafi grýtt fokdýrum vasa í vegg þegar hann kom á hótelið sitt í bræði sinni
Vestur-Evrópubúar höfðu það helst við Katar að athuga, að samkynhneigt fólk byggi ekki við eðlileg mannréttindi, sem er satt og rétt og fordæmanlegt. Þessvegna sýndu ýmsir afstöðu sína í verki með því andstætt reglum að sýna Regnbogafánan við sumar aðstæður.
Önnur mótmæli vegna mannréttindabrota Katara voru nánast engin.
Ekki fór mikið fyrir að vakin væri athygli á réttindaleysi kvenna í Katar þar sem m.a. vitnisburður konu hefur helmingi minna gildi en karla og í hegningarlögum landsins eru hýðingar og grýtingar hluti af mögulegum refsiákvörðunum dómstóla landsins.
Ekki var vakin athygli á því hvað það þýðir að landið skuli búa við Sharia lög. Engar athugasemdir voru heldur gerðar varðandi það alavarlegasta og það sem bitnar á flestum, þ.e. réttleysi farandverkafólks í landinu,sem sumt býr stundum við þann kost að vera í raunverulegum þrældómi. Í sumum tilvikum kynlífsþrælkun m.a. vændi.
Katarar eru lítill minnihluti í landinu,sem flytur inn verkafólk í stórum stíl og þessi meirihluti, sem býr í landinu hefur nánast engin borgaraleg réttindi.
En allt þetta óréttlæti víkur fyrir því sem Vestur Evrópu er hjartfólgnast og telur verstu mannréttindabrotin og að því er virðist þau einu sem ástæða sé til að nefna eða berjast fyrir.
6.12.2022 | 11:09
Fjölmiðill í almannaþágu?
Ríkisútvarpið hefur á undanförnum misserum stundað lítt dulbúinn áróður í ýmsum málum,sem starfsfólki miðilsins eru hugleikin og hefur þá ekki verið gætt hlutleysis eða hlutlægni í fréttaflutningi, við val á viðmælendum eða meintum sérfræðingum.
Sérstaklega hefur kveðið rammt að þessu undanfarið varðandi málefni ólöglegra hælisleitenda. Þar hefur RÚV farið hamförum í baráttu gegn lögum sem gilda í landinu um þennan málaflokk, birt einhliða og oft misvísandi og rangar fréttir. Fréttir og fréttaskýringaþættir eru undirlagðir undir afbakaðar frásagnir eða hreinar falsfréttir.
Barnaefni er notað til að koma einhliða áróðri á framfæri og svo virðist sem betur fer, að augu margra hafi opnast þegar gerð var blygðunarlaus grein fyrir því að meiningin væri að misnota jóladagatal ungbarna á RÚV til að niðurlægja og sverta ímynd forstöðumanns ríkisstofnunar,sem ekkert hefur til saka unnið.
Málefni ólöglegra hælisleitenda eru ekki þau einu,sem Rúv tekur fyrir og rekur einhliða áróður í stað þess að stunda hlutlæga, lýðræðislega fréttamiðlun og umræður.
Allt fer þetta í bág við lög um Rúv nr.32/2013 en þar segir m.a. í 1.gr., að RÚV eigi að stuðla að lýðræðislegri umræðu og félagslegri samheldni og rækja hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu.
Í 3.gr. laganna segir m.a að RÚV skuli sinna lýðræðislegu hlutverki sínu m.a. með því að m.a. Hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar. Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða.
Ekki þarf að skoða fréttaflutning,fréttaval, viðmælendur og þá sem eru kvaddir til sem sérfræðingar til að átta sig á því, að ofangreind grundvallaratriði í lögum um RÚV eru ítrekað þverbrotin.
Þegar svo háttar til, að lög um RÚV eru þverbrotin nánast á hverjum einasta degi, er spurningin hvað gerir útvarpsstjóri eða stjórn RÚV sem að meginstefnu er kjörin af Alþingi. Já og hvað gerir innra eftirlit RÚV eða fjölmiðlanefnd.
Það er engin skortur á silkihúfunum, sem eiga að gæta þess að lögum um RÚV sé fylgt. En það gerir engin neitt og þessvegna komast öfga pólitískir starfsmenn RÚV upp með að brjóta lögin.
Hvað lengi enn ætlum við að láta RÚV misbjóða þolinmæði okkar. Ætlar ríkisstjórnin og viðkomandi fagráðherra að halda áfram að láta sem ekkert sé þó að lýðræðislegar reglur sem varða RÚV séu þverbrotnar.
5.12.2022 | 09:22
Klerkarnir hvika
Brottflæmdir Íranar hafa mótmælt harðýðgi og mannréttindabrot klerkastjórnarinnar víða um Evrópu undanfarið.
Ég gekk inn í einn slíkan mótmælafund í London fyrir nokkru. Það sem vakti helst athygli mína var aragrúi mynda af ungu fólki allt niður í 11 ára, sem öryggissveitir klerkastjórnarinnar höfðu myrt frá því að friðsöm mótmæli hófust í landinu.
Fréttir meginstraumsmiðla eru svo lélegar og nánast allsstaðar þær sömu. Mikilvægar fréttir fara iðulega framhjá fólki vegna þess að ekki er fjallað um málin. Þegar landsliðið í knattspyrnu neitar að syngja þjóðsönginn á HM í Katar sér fólk hvað undiraldan er gríðarleg.
Nú lofar stjórn Íran að leggja niður siðgæðislögregluna og hætta að skylda konur til að hylja hár sitt og andlit með tilheyrandi höfuðbúnaði. Eftir er að sjá hvort þetta gengur eftir og hvort að fólk sé ekki orðið svo langþreytt á þursaveldinu, að það hætti ekki fyrr en almennum lýðréttindum hefur verið komið á og klerkastjórninni ýtt til hliðar.
Ríkisstjórn sem myrðir eigin borgara breytist þá í hryðjuverkasamtök. Í Hyde Park í London varð ég þess var að ríkisstjórn Íran er ein slík. Þeirri ríkisstjórn miðaldahugmyndafræði og ógnarstjórnar verður að koma frá völdum.
Ekki virðist vefjast fyrir írönskum konum, að telja höfuðblæjur og handklæði um höfuð vera tákn ófrelsis kvenna. Á sama tíma fjölgar slæðukonum á götum Reykjavíkur og sértrúarhópurinn á RÚV fagnar og telur þann búnað hinn ákjósanlegasta fyrir konur og fjarri því að hafa nokkuð með áþján karlaveldisins að gera.
Á sama tíma heyja konur og frelsissinnar í Íran hatramma baráttu gegn þessu tákni ófrelsisins.
4.12.2022 | 09:27
Sannleiksógnin
Macron Frakklandsforseti vill hitta Elon Musk eiganda Twitter. Macrons líkar ekki að Musk, ætli að hætta ritskoðun á miðlinum. Hvað skyldi Macron óttast við frjálsa tjáningu?
Frægt er þegar Angela Merkel kvartaði við eiganda Fésbókar, að neikvæð umræða um innflytjendastefnu hennar væri leyfð á fésbók og krafðist þess að eitthvað yrði gert. "Við erum að vinna í því sagði eigandinn. Því miður gleymdist að slökkva á hátölurum þannig að aðrir heyrðu kröfu Merkel um ritskoðun.
Miðlarnir Twitter og Fésbók og aðrir meginstraumsmiðlar hafa verið notaðir til að koma í veg fyrir oft eðlilega tjáningu. Sú ritskoðun er réttlætt á þeim grundvelli að um hatursumræðu sé að ræða eða dreifingu falskra upplýsinga.
Í Kóvíd faraldrinum voru skoðanir sem fóru í bág við stefnu stjórnvalda varðandi innilokanir, takmarkanir á frelsi fólks, sóttvarnarráðstafanir, bólusetningar, dæmdar falsfréttir eða þaðan af verra og voru ekki leyfðar af þessum miðlum. Í dag ættu allir að sjá hversu rangt það var og hve alvarlega það braut gegn tjáningarfrelsinu einmitt þegar sótt var að lýðfrelsi almennra borgara og t.d. ferðafrelsi afnumið ef fólk vildi ekki láta dæla í sig einhverju meðalaglundri sem á tilraunastigi. Þá var einmitt þörf fyrir óheft tjáningarfrelsi eins og alltaf.
Tjáningarfrelsið er mikilvægt á markaðstorgi stjórnmálanna og til að móta vitræna umræðu. Öll umræða stjórnmálamanna um falsfréttir og hatursorðræður er til þess fallin að takmarka þetta frelsi. Lýðræðið hefur getað lifað við það hingað til að fólk fengi að tjá skoðanir sínar og bera um leið ábyrgð á þeim. Af hverju er sérstök þörf á því nú, að takmarka þetta tjáningarfrelsi nú og setja það í viðjar?
Macron er ekki eini vestræni leiðtoginn sem stendur ógn af tjáningarfrelsinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands boðar lagafrumvarp eftir áramót til að takmarka tjáningarfrelsið Á hennar máli heitir það að koma í veg fyrir hatursorðræðu.
Við eigum að leyfa alla umræðu. Það er alltaf heppilegra en ritskoðun. Franska grínblaðið Charlie Hebdoe birti teikningar sem mér fundust umfram allt velsæmi. En var það mitt að dæma? Að sjálfsögðu ekki. Ekki frekar en Macron varðandi Twitter.
Eftir að Íslamskir öfgamenn myrtu ritstjórn Charlie Hebdo lýstu vestrænir leiðtogar því yfir að þeir stæðu vörð um tjáningarfrelsið. En það hafa þeir ekki gert. Íslamistarnir sigruðu. Nú er algjör þöggun í fjölmiðlaheiminum um ógnarverk þeirra. Bók Salman Rushdies, Sálmar Satans mundi ekki fást gefin út í dag.
Katrín Jakobsdóttir vill m.a. takmarka umræðu um Íslam með því að setja lög um hatursorðræðu til að koma í veg fyrir að sannleikurinn sé sagður. Sbr. austurríska kennarann sem fékk dóm í Mannréttindadómi Evrópu fyrir að segja sannleikann um Múhameð á þeim forsendum að það gæti valdið ólgu í þjóðfélaginu. Svo hart er nú vegið að tjáningarfrelsinu, að jafnvel sá dómstóll, sem á að gæta þess að tjáningarfrelsið sé virt telur rétt að meta hvort tjáning sé heimili á þeim forsendum, að hún valdi ekki ólgu í þjóðfélaginu.
Hefði skoðun Mannréttindadómstólsins, Macron og Katrínar Jakobsdóttur verið viðurkennd á öldum áður, hefði upplýsingastefnan sennilega aldrei náð fram að ganga, franska og bandaríska byltingin aldrei orðið og Mahatma Ghandi aldrei fengið að tjá skoðanir sínar um frelsi Indlands undan nýlendukúgun. Allar skoðanir þessu tengdar ollu nefnilega ólgu í þjóðfélaginu. Þannig á það líka að vera á markaðstorgi stjórnmálanna.
1.12.2022 | 09:36
Frjáls og fullvalda þjóð
Sumir Samningamenn Íslands í samningaviðræðum við Dani um þjóðréttarstöðu Íslands fyrir rúmum 100 árum tárfelldu af gleði þegar Danir samþykktu sjálfstæði og fullveldi landsins. Langri sjálfstæðisbaráttu hafði veri stýrt farsællega í höfn.
Krafturinn og hugsjónaeldurinn,sem fylgdi sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar lagði grunn að framförum á öllum sviðum þjóðlífsins.
Íslensk þjóð,talaði eigið tungumál og byggði á íslenskri menningu og íslenskum viðhorfum á grunni hins ævaforna arfs íslendinga frá landnámsöld, þau viðhorf og manngildishugsjónir, sem norrænt fólk hafði þróað í aldanna rás.
Framan af gekk okkur vel að fara með þann fjársjóð sem fólst í fullveldi þjóðarinnar. Á síðari árum hefur hallað undan fæti. Íslensk tunga á í vök að verjast og á almennum þjónustustöðum er nú almennt töluð enska. Við höfum heimilað óheft innflæði fólks, án þess að eiga þess kost eða sýnt nægjanlega viðleitni til að aðlaga það íslenskri menningu.
Þar við bætist, að við höfum samþykkt ýmsar reglur sérstaklega á vettvangi EES samstarfsins sem eru þess eðlis að spurning er hvort að fullveldi okkar sé óskert eða hvort við höfum afsalað fullveldinu að hluta alla vega tímabundið.
Evrópusambandið (ES)telur nú að lög ES séu æðri þjóðarrétti aðildarþjóða og EES þjóða í þeim atriðum sem EES þjóðir hafa samið svo um, að viðkomandi atriði væru ekki undanskilin. Það er engin millileið. Við þurfum að standa einarðlega gegn þessum sjónarmiðum og halda okkur við það, að fullveldi Íslands er ekki falt fyrir fé eða samninga við ES.
Einmitt á fullveldisdaginn, þegar við þjóðhollir Íslendingar höldum upp á þann mikla sigur sem vannst árið 1918 þegar Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki finnst leiðarahöfundi Fréttablaðsins, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar rétt, að mæla fyrir því að Ísland afsali sér fullveldinu með því að ganga í ES.
Þetta fólk á sér ekkert föðurland þar sem hið nýja "Internationalen" er mikilvægari fyrir það en sjálfstætt fullvalda föðurland.
3.11.2022 | 08:16
Stjórnmálastéttin bregst öldrðum og öryrkjum
Verkefnastjóri hjá umboðsmanni skuldara segir þurfa að bregðast við stöðu öryrkja sem hefur farið versnandi á árinu. Öryrkjar sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara í ár eru að meðaltali 3500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Það þýðir, að öryrkjarnir geta ekki keypt föt, læknisþjónustu eða farið í leikhús eða á tónleika svo fátt eitt sé nefnt.
Sama á við um marga aldraða, sem búa við bág kjör og það er ömurlegt að horfa upp á aldrað fólk, sem hefur ekki efni á því að veita sér neitt, jafnvel ekki nauðsynlega læknisþjónustu. Það er dapurlegt að horfa á aldrað fólk vera í öngum sínum vegna þess að það getur ekki gefið börnum og/eða barnabörnum jóla- eða afmælisgjafir.
Á aðalfundi eldri Sjálfstæðismanna fyrir viku var borin upp viðamikil ályktun um velferðarmál aldraðra, sem var allra góðra gjalda verð og mundi hafa í för með sér bættan hag aldraðra.
Ég benti á, að ekki þyrfti svo viðamikla tillögu,en að gera einungis þá kröfu að aldraðir og öryrkjar nytu sömu fyrirgreiðslu og hælisleitendur,sbr. 33.gr. útlendingalaga.
Upphaf hennar hljóðar svo:
Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, þar á meðal vegna geðraskana og geðfötlunar. Sérstakt tillit skal tekið til þeirra sem hafa sérþarfir eða þurfa sérstaka aðstoð.
Svona er nú komið í lýðveldinu Íslandi, að á sama tíma og margir öryrkjar og aldraðir geta ekki lifað mannsæmandi lífi eða notið læknisþjónustu og margs annars, þá hafa þingmenn þjóðarinnar búið svo um hnútana vegna "mannúðarsjónarmiða" að þeirra sögn, að fólk sem að meginhluta kemur hingað ólöglega og þarf að vísa brott þrátt fyrir hávær mótmæli fréttastofu Ríkisútvarpsins skuli njóta mannsæmandi lífskjara,en öryrkjum og öldruðum skuli hinsvegar ekki standa til boða slíkur lúxus.
Þarf ekki að staldra við og gaumgæfa í hverju eðlileg "mannúð" á að vera fólgin í þessu landi. Er hún bara fyrir erlenda hlaupastráka en ekki okkar minnstu bræður í okkar íslenska samfélagi.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 53
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 3554
- Frá upphafi: 2513358
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 3329
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson