Færsluflokkur: Mannréttindi
16.2.2023 | 08:33
Þrotin að kröftum? E.t.v. velti J.K.Rowling þessu þunga hlassi.
Með stuttu millibili gefast þær upp vinstri drottningarnar Jacinda Arden á Nýja Sjálandi og Nicole Sturgeon fyrsti ráðherra Skota. Jacinda Arden sagðist þrotin af kröftum og vildi ekki þurfa að standa fyrir máli sínu gagnvart kjósendum. Sturgeon segir svipað, að hún geti ekki lengur gefið sig alla í svo krefjandi starf. Allt er þetta fjarri sanni eins og svo margt annað hjá þessum stjórnmáladrottningum woke og vinstra fólks.
Arden og Sturgeon eiga margt sameiginlegt og með nokkrum rökum má segja að þær ásamt Trudeau í Kanada og Katrínu Jakobsdóttur séu hugmyndafræðilegir fjórburar.
Í ráðherratíð Arden og Sturgeon leiddi stjórnarfar beggja til verri lífskjara. Meðan Sturgeon hefur verið ráðherra hefur meðalaldur skoskra karlmanna lækkað, sennilega eina ríkið í Vestur Evrópu og eiturlyfjaneysla tvöfaldast.
Þrátt fyrir versnandi efnahag og aukna fátækt í stjórnartíð Sturgeon, þá var bullhugmyndafræði hennar varðandi transfólk, sem gerði útslagið. Sturgeon þvingaði í gegn löggjöf um kynrænt sjálfræði, sem var svo vitlaus, að breska ríkisstjórnin ákvað að hafna lagasetningunni, þeirri fyrstu frá skoska þinginu.
Stuttu síðar var konu nauðgað í skosku fangelsi af transkonu og það mál allt sýndi fram á þá hættu sem konur eru settar í vegna þessarar löggjafar um kynrænt sjálfræði. Því er haldið fram, að það sé í raun rithöfundurinn J.K.Rowling höfundur Harry Potter bókana sem sé sá áhrifavaldur, sem hafi leitt til afsagnar Sturegon, en hún þorði að vekja athygli á bullinu í kringum transhugmyndafræðina, sem altekur marga ekki síst stjórnmálamenn á vinstri kanti stjórnmálanna sem geta ekki einu sinni skilgreint orðið "kona". Rowling sagði að það væru bara konur sem færu á túr og þar með varð hún að transhatara svo merkilegt sem það nú er.
Í síðasta mánuði sagði Rowling á Twitter, en hún á 14 milljónir fylgjenda þar þegar meint transkona í kvennafangelsi nauðgaði samfanga sínum: "
Never forget,Sturgeon, her government and supporters have insisted that it is ludicrous to imagine anyone would dress in womens clothes to get access to vulnerable women and girls. Wouldnt happen. Everyone is who they say they are. To question this is hate. The party told you to reject the evidence of your eyes and ears. It was their final, most essential command. George Orwell, Nineteen Eighty-Four
Katrín Jakobsdóttir fékk samþykkt eins og Sturgeon á Alþingi Íslands lög um kynrænt sjálfræði. Þau lög eru sama eðlis og þau skosku nema örlítið vitlausari. Hér finnst stjórnmálamönnum það ekki tiltökumál, enda sjálfsagt ekki kynnt sér vitleysuna til hlítar. Þeir ættu að gera sér það til dundurs að þýða það tilvitnunina í J.K.Rowling og vonandi opnast þá augu þeirra um brýna nauðsyn þó ekki væri vegna öryggis kvenna og almennrar skynsemi að afnema lögin um kynrænt sjálfræði.
15.2.2023 | 20:06
Var þetta óþarft gönuhlaup
Landsréttur hafnaði innsetningarkröfu ríkissáttasemjara í kjörskrá Eflingar með tilvísun í lögskýringagögn, sem hingað til hafa verið talin góðra gjalda verð og standa fyrir sínu. Ég get því ekki tekið undir það sem nokkrir lögmenn hafa haldið fram, að með öllu sé ljóst, að þessi niðurstaða Landsréttar sé röng.
Í réttarríki er það svo, að dómar standa nema þeim sé hnekkt af æðra rétti. Landsréttur hnekkti dómi héraðsdómara í málinu og ekki verður séð að nokkrar líkur séu á að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Landsréttardómurinn mun því standa. Lögmenn geta gert sér til dundurs að deila um niðurstöðuna sem fræðilega heilaleikfimi, en aðra þýðingu hafa þær vangaveltur ekki.
Það sem væri e.t.v. verðugra viðfangsefni og gild lögfræðileg heilaleikfimi væri að velta fyrir sér, hvort nokkur nauðsyn hafi verið að fara í innsetningarmálið, sem ríkissáttasemjara var att út í af lögfræðilegum ráðgjöfum sínum hverjir sem það nú eru eða voru. Ég fæ ekki betur séð, en það hafi verið óþarfa gönuhlaup miðað við ákvæði laga um miðlunartillögur og framgang þeirra.
13.2.2023 | 17:33
Tær snilld.
Nú er komin upp sú staða, að ekkert rýrir lögmæti miðlunartillögunnar, sem Ríkissáttasemjari lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur kemst samt að þeirri niðurstöðu, að Ríkissáttasemjari eigi ekki rétt á að fá afhenda kjörskrá Eflingar vegna atkvæðagreiðslu um tillöguna.
Landsréttur vísar í meðferð Alþingis um löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur seint á síðustu öld. Ljóst er að Alþingi tókst á þeim tíma að búa til einstakt klúður og samþykkja löggjöf sem stenst í raun enga vitræna skoðun. Allt í þeim tilgangi að ná eins og þar er sagt "sátt" um málið.
Sennilega hafa verið of fáir lögfræðingar á Alþingi þegar þetta var afgreitt sem lög frá Alþingi og þessvegna sitjum við uppi með algert klúður í dag, þegar aðili að vinnudeilu gerir allt til að koma í veg fyrir að lögmæt ákvörðun Ríkissáttasemjara nái fram að ganga.
Þannig að nú getur Ríkissáttasemjari látið fara fram atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sína væntanlega með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þó kjörskrá fyrirfinnist engin eins og sagði að breyttum breytanda í bókinni "Kristnihald undir jökli."
Telur virkilega einhver að hann ríði feitum hesti frá þessari niðurstöðu Landsréttar?
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2023 | 10:36
Alþingi verður að geta gegnt hlutverki sínu.
Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum seinni hluta síðasta árs vegna fjölda hælisleitenda. Ásókn þeirra til Íslands nú er mun meiri en til nágrannalandana.
Við höfum horft upp á það í hvaða vandamálum hin Norðurlöndin lentu vegna móttöku hælisleitenda. Í sumum borgum Svíþjóðar eru hverfi, sem lögregla, slökkvilið eða sjúkralið fer ekki inn í nema vopnuð lögregla fylgi þeim. Öryggi borgaranna er í hættu, rán, morð, skotárásir og nauðganir hafa margfaldast. Svíþjóð fyrirmyndarlandið er nánast heimsmetshafi varðandi nauðganir
Pólitísk samstaða flestra flokka í Danmörku leiddi til að þessi mál voru tekin föstum tökum. Ástandið í Danmörku er því mun betra en áður og allt annað en í Svíþjóð, sem lengst af hefur verið með Pírataheilkennið og svart leppinn fyrir báðum augum.
Þrátt fyrir að hafa séð vandamál hinna Norðurlandanna og þrátt fyrir varnaðarorð,óð pólitíska elítan á Alþingi fram með þverpólitíska þinmannanefnd, sem setti saman snargalna löggjöf um útlendingamál í anda Svíþjóðarvitringanna með þeim árangri að málinu eru að þróast hér í átt til sama ástands og í Svíþjóð.
Tillögur þverpólitísku nefndarinnar og lagasetningarinnar um útlendingamál miðuðu fyrst og fremst við hagsmuni allra sem bönkuðu hér á dyr, en ekki var hugað að öryggi og velferð íslenskra borgara.
Afleiðingin leiddi á síðasta ári til þess að lögregluyfirvöld viðurkenndu að við hefðum misst stjórn á landamærunum. Afleiðingarnar: Húsnæðisskortur verður yfirþyrmandi.Leiguverð hækkar og Reykjavíkurborg yfirbýður til að koma hælisleitendum inn í húsnæði,sem íslenskar fjölskyldur sárvantar. Álag á skóla- og heilbrigðiskerfi er óbærilegt.
Við þessar aðstæður setti dómsmálaráðherra fram frumvarp til breytinga á útlendingalögunum vonum seinna. Flestir eru sammála um að frumvarpið gangi ekki nógu langt, en lagfæri eingöngu ákveðna agnúa á núverandi kerfi. Samt sem áður hamast örfáir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar á móti frumvarpinu og beita málþófi til að freisa þess að koma í veg fyrir að þetta útvatnaða frumvarp í útlendingamálum nái fram að ganga, þannig að við getum e.t.v. náð einhverjum tökum á landamærunum.
Með því að halda Alþingi í gíslingu með málþófi eru þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna skemmdarverk. Svo virðist sem þetta fólk vilji viðhalda því ástandi að þeir, sem hafa smyglað sér áfram á höfrungahlaupi, fram fyrir fólk í neyð fái hér alla þjónustu umfram fólk í neyð.
Það skortir á þjóðhollustu hjá þessu málþófsliði. En með framferði sínu hefur það sýnt fram á nauðsyn þess að þingskaparlögum verði breytt, til að komið verði í veg fyrir að Alþingi sé nánast óstarfhæft og ekki sé hægt að koma í gegn mikilvægri lagasetningu í trássi við vilja örfárra þingmanna.
6.2.2023 | 21:19
Ef til vill og kannski.
Þó dómar vegna Eflingar í héraðsdómi og Félagsdómi séu allrar athygli verðir, þá vekur frávísunarúrskurður héraðsdóms Reykjavíkur í stóra hryðjuverkamálinu svokölluðu mesta athygli.
Hátt var reitt til höggs af lögegluyfirvöldum og boðað til blaðamannafundar, þar sem gerð var grein fyrir hræðilegri hryðjuverkaógn sem lögreglan hefði náð að afstýra. Þjóðin varð að sjálfsögðu skelkuð. En svo fóru að renna tvær grímur á fólk. Var þetta e.t.v. nýtt vindhögg hjá lögreglunni.
Í dag kom í ljós, að málatilbúnaðurinn í stóra hryðjuverkamálinu er með endemum. Miðað við frávísunardóminn og ákæruna, þá kom lögreglan ekki í veg fyrir hryðjuverk svo sem lýst var á blaðamannafundinum. Þá er það makalaust að fara fram með ákæru á hendur einstaklingum um að þeir muni e.t.v. og kannski gera eitthvað gagnvart einhverjum einhverntíma svo orðalag ákærunnar sé aðeins ögn stílfært.
Þetta eru óásættanleg vinnubrögð hjá lögreglu og ákæruvaldi. Borgararnir eiga að geta treyst upplýsingum frá lögreglu og það grefur undan trúverðugleika hennar þegar svona er haldið á málum.
6.2.2023 | 08:15
Rússarnir
Ég varð vegmóður á langri göngu í Glóaldinlandinu og settist á bekk í garði. Tvær fjölskyldur voru að leika framandi kúluleik. Ég spurði hvaðan þau væru.
Nokkur bið var á svari en svo sagði annar mannanna. Við erum Rússar frá Moskvu,en búum hér. Konan hans kom og sagði. Það er ekki gaman að segja frá því núna. Ég sagði fólk er fólk og ég virði ykkur sem einstaklinga og hef ekkert á móti Rússum. Næstu nágrannar mínir hér eru Rússar yndislegt fólk og erfitt að finna betri nágranna. Heiðarlegt, hjálplegt og gott fólk sem við getum alltaf leitað til eins og þau til okkar.
Við eigum að meta fólk að verðleikum, sem einstaklinga. Nágrannar mínir hafa átt í verulegum erfiðleikum með að lifa eðlilegu lífi eftir að stríðið í Úkraínu brast á, þó þau hafi ekkert til saka unnið og búið á Vesturlöndum um árabil. Við Íslendingar tökum nú þátt í slíkum aðgerðum gagnvart venjulegu fólki eingöngu vegna þjóðernis þess. Einhvern tíma hefði það verið kallað fasismi.
Vel má færa rök fyrir því að beita skuli Rússa refsiaðgerðum, en það verður þá að vera gagnvart aðilum sem einhverju máli skipta og hafa með ákvörðunartöku að gera en ekki gagnvart venjulegu fólki, sem hefur jafnvel lítil sem engin tengsl lengur við gamla móðurlandið.
Svo má spyrja. Af hverju settum við ekki refsiaðgerðir á Rússa og Sovétríkin, þegar þeir réðust inn í Ungverjaland 1956 eða Tékkóslóvakíu 1968 og skyldi forseti Alþingis hafa sýnt Rússum þá óvirðingu, að bjóða ekki sendiherra Rússlands þá Sovétríkjanna í boð fyrir sendiherra eins og forseti Alþingis gerir núna?
Væri ekki affarasælla að íslenska þjóðin fylgdi þeirri stefnu sem best hefur gefist okkar þjóð, að eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir. Allt annað er glapræði í utanríkisstefnu lítillar þjóðar.
Við fengum ekki að verða meðal þeirra þjóða, sem stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar af því að við neituðum að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur þegar ósigur þeirra blasti við árið 1945. Þá voru íslenskir ráðamenn óhræddir við að hafa sjálfstæða afstöðu til utanríkismála í samræmi við stöðu okkar sem vopnlausrar þjóðar hvað sem leið köllum helstu vinaþjóðar okkar þá Bandaríkjanna.
Af hverju erum við hrædd að við að hafa sömu stefnu núna.
1.2.2023 | 09:30
Heróín, áfengi og sykur.
Í Vancouver í Kanada og raunar í allri bresku Kólumbíu(BK) er leyfilegt að vera með 2.5 gr. af heróíni, fentanyl, kókaíni, metaamfetamíni eða ecstasy. Fólk er hvorki handtekið né efnin tekin af því. Neysla efnana er vandalaus fyrir þau sem vilja.
Dauðsföllum vegna ofneyslu hefur fjölgað mikið í BK,en spurningin stendur um það hvort neysla þessara efna sé heilsufarslegt vandamál eða hvort glæpavæða eigi neysluna. Stóra spurningin um hvort og hvað langt ríkisvaldið eigi og megi ganga til að vernda fólk fyrir sjálfu sér og hvenær bregðast beri við og hvernig.
Á sama tíma og vinstri sinnuð stjórnvöld í BK og Kanada auðvelda og leyfa neyslu efna sem hingað til hafa verið ólögleg fíkniefni og telja það skref í frjálsræðisátt, er verið að setja tálmanir og reglur um það sem hingað til hefur verið talið sjálfsagt í lýðræðislegu þjóðfélagi.
Höft og bönn í Kanada á tímum Kóvíd voru mjög harkaleg og þá þvældist ekki fyrir hinum vinstri sinnaða forsætisráðherra Justin Trudeau að takmarka borgaraleg mannréttindi.
Á sama tíma og kókaín og heróínneysla er leyfð þá ráðleggja Kanadísk yfirvöld fólki að drekka ekki meira en tvö glös af víni á viku og frá árinu 2026 verða öll matvæli með hátt fituinnihald, sykur eða sódíum að vera merkt með varúðarmerkjum á framhlið pakninga slíkra matvæla annars má ekki selja þau. En engar varúðarmerkingar þurfa að vera á heróíninu eða kókaíninu.
Vinstri nauðhyggjan og afskiptasemi af borgurunum er aldrei langt undan þó að sum efni séu sumu fólki hugleiknari en önnur.
31.1.2023 | 08:01
Fylgdarlausu, fúlskeggjuðu "börnin"
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi barna skilgreinir fólk undir 18 ára aldri sem börn. Stöðug fjölgun er á börnum, sem eru hælisleitendur, iðulega fylgdarlaus. Möguleikar yfirvalda til að sannreyna slíkar staðhæfingar eru takmarkaðar. Hagsmunir flóttamannaiðnarins og "góða fólksins" ráða.
Ekki liggja fyrir tölur um þessi mál hér, en í Bretlandi sýna upplýsingar frá Innanríkisráðuneytinu, að af 1.696 "börnum", reyndust 1.118 eða 66% vera eldri en 18 ára þar af 52 yfir 30 áram mörg fúlskeggju og sum að verða sköllótt. SÞ leiðréttir þó aldrei tölur sínar um fylgdarlausu börnin. Ofangreint sýnir að minnihlutinn eða einn af hverjum þremur er undir 18 ára aldri.
Fyrir nokkrum dögum var Lawangeen Abdulrahimzai, sem kom til Bretlands árið 2019 og sagðist vera barn dæmdur fyrir að hafa drepið ungan mann Thomas Roberts. "Barnið" Lawangeen, kom til Bretlands árið 2019 og sagðist vera 14 ára munaðarlaust barn frá Afganistan. Flóttamannayfirvöld í Bretlandi létu "barnið" njóta vafans, og útveguðu honum þjónustu og atlæti á kostnað breskra skattgreiðenda. Hann naut síðan aðstoðar "velviljaðra" lögmanna til að viðhalda stöðu sinni sem "barn".
Lawangeen var ekki barn heldur fulltíða maður,þó að "velviljuðu" lögmennirnir í garð flóttamanna en ekki eigin borgara hafi gert sitt til að framlengja dvöl hans og koma í veg fyrir að hann þyrfti að svara spurningum yfirvalda. Þetta kom í ljós í réttarhöldunum yfir honum vegna morðsins á Thomas Roberts, en fleira kom til. Hann hafði verið dæmdur í Serbíu vegna manndráps og farið til Noregs, þar sem yfirvöld neituðu að trúa sögu fúlskeggjaða "barnsins". Í framhaldi af því skolaði honum til Bretlans, þar sem yfirvöld gættu ekki að sér og nutu ekki jafn skilvirkra laga eins og í Noregi með framangreindum afleiðingum.
Það sama hefði getað gerst hér, þar sem skilvirk ákvæði laga skortir í málum sem þessum.
Yfirvöld í Bretlandi og "góðviljuðu" hælisleitendalögmennirnir var meira umhugað um að vera vænir við Lawangeen en réttindi og öryggi Thomas Roberts, ungs manns sem nýlega var orðinn tvítugur þegar þetta skilgetna afkvæmi úrræðaleysis og bullreglna í innflytjendamálum, myrti hann með köldu blóði og eyðilagði líf ungs manns og fjölskyldu hans, sem vænti svo mikils af ungum syni í blóma lífsins.
Talsmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata á Alþingi ættu að gaumgæfa, að við umfjöllun um málefni útlendinga og alþjóðlega vernd, er verið að tala um alvöru mál. Það getur verið dýrkeypt að setja reglur, sem taka hagsmuni manna eins og Lawangeen, fram yfir mikilivægustu réttindi einstaklings í lýðræðisþjóðfélagi.
Réttinn til lífs.
30.1.2023 | 09:59
Hvað varðar Pírata, Samfylkingu og Viðreisn um þjóðarhag?
Vandamál koma upp og fá afgreiðslu, en málefni hælisleitenda (umsækjenda um alþjóðlega vernd) er og verður stöðugt viðfangsefni og gríðarlegt vandamál. Það vandamál er viðvarandi og verður stöðugt erfðara úrlausnar og þarfnast því nútímalegra lausna og lagasetningar.
Aldrei hefur verið eins auðvelt og ódýrt að ferðast á milli landa og nú og aldrei hefur fólk átt eins auðvelt með að afla sér upplýsinga um einstök lönd og löggjöf um innflytjendamál. Yfir 100 milljónir eru á flótta eða svonefndum flótta í heiminum. Ætla má að vaxandi fjöldi leiti því hingað að óbreyttum lögum.
Á síðasta ári komu fleiri hælisleitendur til Íslands en nokkru sinni fyrr. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi og álag á íslenskt samfélag varð meira en það réði við. Það hefur m.a. leitt til þess að íslenskir ríkisborgarar fá ekki sömu fyrirgreiðslu eða hafa sömu möguleika til að njóta ákveðinnar opinberrar þjónustu og meintir hælisleitendur.
Flestir hælisleitendur sem hingað koma hafa farið í gegnum mörg örugg lönd áður en þeir koma hingað og eiga því ekki rétt á hæli,en meðferð mála þeirra taka mikinn tíma og kosta gríðarlega fjármuni skattgreiðenda.
Við þessar aðstæður mætti ætla að íslenskir stjórnmálamenn væru sammála um þjóðhagslega nauðsyn þess, að breyta löggjöfinni til að stemma stigu við aðsókn þeirra,sem eiga engan rétt á að koma hingað.
Það er ekki boðlegt að ólöglegir innflytjendur sem vísað er úr landi skuli vera komnir hingað eftir þvingaðan brottflutning hálfum mánuði eftir að fólkið var flutt úr landi með ærnum tilkostnaði íslenskra skattgreiðenda og undir harmakveini RÚV og annarra óábyrgra fjölmiðla. Við verðum að stjórna landamærunum.
Þegar það liggur fyrir að kostnaður okkar vegna meðferðar mála ólöglegra innflytjenda(hælisleitenda) er orðinn óheyrilegur. Álag á innviði þjóðfélagsins er umfram þolmörk þess og ástandið á landamærunum er þannig að við stjórnum þeim ekki, þá ætti öllum sem annt er um þjóðarhag að vera ljóst, að við svo búið má ekki standa.
Búast hefði mátt við því að allir stjórnmálalfokkar mundu þá vera reiðubúnir til að setjast á rökstóla um það hvað sé til ráða til að stemma stigu við þessu ófremdarástandi. Því er þó ekki að heilsa.
Dómsmálaráðherra gerir sér grein fyrir vandanum, en kemst ekki áfram með að ná fram lágmarkslagfæringum á löggjöfinni. Stjórnarfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á útlendingalögum er útþynnt frumvarp frá því sem Sigríður Andersen þá dómsmálaráðherra lagði fram á sínum tíma.
Þrátt fyrir það er efnt til málþófs á Alþingi, þar sem Píratar, Samfylking og Viðreisn fara mikinn og belgja sig út af meintum mannkærleik í þágu allra annarra en íslendinga sem veitt hafa þeim umboð til að gæta hagsmuna sinna. Látum vera þó að flokkur eins og Pírtar bregðist við með þeim hætti. En fyrirfram hefði mátt ætla að Samfylking og Viðreisn teldu meira virði að láta sér annt um þjóðarhag í stað þess að standa með Pírötum að þessu glórulausa upphlaupi gegn hagsmunum þjóðarinnar.
27.1.2023 | 11:25
Hvika þá allir nema Aðalsteinn?
Verkföll eru slæm og leiða til mikils kostnaðar fyrir þjóðfélagið, atvinnurekendur og launþega. Þess vegna hefur löggjafinn sett reglur til þess, að komist verði hjá verkföllum í lengstu lög.
Þessvegna hefur löggjafinn þ.e. Alþingi sett lög sem heimila trúnaðarmanni ríkisins, Ríkissáttasemjara að grípa til úrræða m.a. setja fram miðlunartillögu, sem aðilar vinnudeilunnar þurfa þá að greiða atkvæði um.
Í gær setti ríkissáttasemjari Aðalsteinn Leifsson fram slíka miðlunartillögu í samræmi við gildandi lög og reglur. Þá bregður svo við, að allt í einu hamast verkalýðshreyfing og vinnuveitendur að ríkissáttasemjara.
Forsvarsmenn Eflingar segja að ríkissáttasemjari sé sekur um lögbrot og starfandi forseti ASÍ og burthlaupinn forseti ASÍ setja frá sér rangar ásakanir í garð ríkissáttasemjara og þeirri ákvörðun hans að setja fram miðlunartillögu lögum samkvæmt.
Ótöluleg hjörð skriffinna á samfélagsmiðlum bæta svo um betur og hnjóða í ríkissáttasemjara og halda því fram að hann sé að beita ólögmætu ofbeldi, ráðast á fólk, sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og festa láglaunafólk í þrælakistu auðvaldsins.
Þessi skrif eru úr rökrænu samhengi við veruleikann og það sem ríkissáttasemjari ákvað með því að setja fram miðlunartillöguna.
Miðlunartillaga er þess eðlis, að hún kemur engan veginn í veg fyrir að vilji félaga í verkalýðsfélagi nái fram að ganga. Þeir hafa lýðræðislegan rétt með því að beita atkvæði sínu til að samþykkja eða fella tillögu ríkissáttasemjara.
Til að fella tillögu ríkissáttasemjara þarf meirihluta þeirra sem atkvæði greiða og fjórðung eða 25% félagsmanna að verkalýðsfélagsins að lágmarki. Lýðræðislegur réttur verkafólks er því til staðar. Sé það svo að baráttan standi um mikilvæg atriði ætti það ekki að vera vanda bundið að fá fjórðung þeirra sem telja sig órétti beitta til að fella tillöguna.
Hvar er þá atlagan? Í hverju er árásin fólgin? Er það árás á kjör eða lýðræðisleg réttindi einstaklings eða félaga í verkalýðsfélagi að bjóða þeim að tjá vilja sinn með því að fara að lýðræðislegum leikreglum og greiða atkvæði?
Raunar er þetta ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki síðasta sem ríkissáttasemjari setur fram miðlunartillögu. En e.t.v. eru þessi glórulausu viðbrögð atvinnurekenda, Eflingar og ASÍ til marks um vaxandi óþol og þjóðfélagslega jaðarmyndun samfélagsins
Ríkissáttasemjari er engin skálkur í þessu efni. Hann fer að lögum. Skálkarnir eru þeir,sem hamast gegn lögum landsins og lýðræðislegri ákvarðanatöku.
Er það virkilega orðið merki um ofstopa, árás á lífskjör eða fasismi, að gefa fólki kost á því að greiða atkvæði um kaup sitt og kjör?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 520
- Sl. viku: 3502
- Frá upphafi: 2513306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3278
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson