Leita í fréttum mbl.is

Frestur er á illu bestur en dugar ekki alltaf.

Fjármála- og efnahagsmálaráðherra mun fljótlega mæla fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar um heimild sumra skattgreiðenda til að fresta greiðslu gjalda sinna. Tillögurnar eru nauðsynlegar en duga ekki til. 

Þegar Donald Trump tók þá glórulausu ákvörðun að loka á ferðir flugvéla frá Evrópu til Bandaríkjanna varð ljóst, að kreppan vegna Kórónuveirunnar mundi dýpka verulega. Tekjur fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga munu því óhjákvæmilega dragast verulega saman eða í sumum tilvikum verða að engu. 

Við slíkar aðstæður hefur það áhrif á allt þjóðfélagið og nánast allir rekstraraðilar verða fyrir verulegu áfalli. Þá skiptir máli að ríkisstjórnin geri ráðstafanir sem dugi. Þá þarf meira að koma til en frestur á greiðslu opinberra gjalda og markaðssetning Íslans fyrir ferðafólk.

Tvennt skiptir þar máli umfram annað sem ríkisstjórnin getur gert. Í fyrsta lagi að afnema eða lækka verulega skatta á fyrirtæki og einstaklingsrekstur m.a. með tímabundnu afnámi tryggingargjalds og ýmissa annarra rekstrartengdra gjalda á fyrirtæki. Einnig að afnema tímabundið svonefnda græna skatta og kolefnisjöfnunarskatta. 

Annað sem ríkisstjórnin getur gert til að auka verðmætasköpun í landinu er að heimila verulega auknar fiskveiðar við landið og þá er verið að tala um aukningu umfram tilmæli Hafrannsóknarstofnunar auk þess, sem að krókaveiðar yrðu gefnar frjálsar tímabundið. 

Líkur eru á að verðbólga hækki nokkuð í svona árferði með falli krónunnar og þá mælir neysluverðsvísitalan verulega hækkun án þess að raunveruleg verðmætasköpun standi á bakvið þá hækkun heldur öðru nær. Við þær aðstæður er nauðsynlegt til að vernda heimilin í landinu með því, að afnema tímabundið afleiðingar hækkunar vísitölunnar. Á sama tíma þarf að fara fram á það við bankakerfið í landinu að lækka vexti almennt bæði á almennum skuldabréfum til almennings t.d. til húsnæðislána og til atvinnurekstrarins. 

Grípa þarf til þessara aðgerða strax. Síðan getur þurft að grípa til frekari aðgerða ef kreppan vegna veirunnar dregst á langinn og dýpkar enn.  

Mikilvægt er að fara að ólíkt Trump í þessu efni og taka fumlausar, velígrundaðar og skynsamar ákvarðanir, sem eru líklegar til að styðja við bakið á þeim sem mest þurfa á að halda og koma í veg fyrir að almenningur í landinu þurfi að liggja óbættur hjá garði. 


Bloggfærslur 13. mars 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 48
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 2283
  • Frá upphafi: 2296220

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband