Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni fundar nr. 100

Veirutríóið mun byrja sinn hundraðasta fund vegna C-19 fljótlega. Í byrjun var skírt markmið: að halda veikinni í því lágmarki að heilbrigðisþjónustan gæti jafnan sinnt þeim sjúku. 

Markmiðið náðist.Fullur sigur miðað við markmiðssetninguna. 

Síðan varð stefnulaust tómarúm. Haldið var við allskyns varúðarráðstafanir eftir sem áður jafnvel þó smit greindust ekki svo vikum skipti. 

Svo komu smit. Engum dettur þó í hug að það verði til þess, að heilbrigðisþjónustan geti ekki sinnt þeim sjúku. Hvert er markmiðið núna? Hvenær á að létta af takmörkunum á frelsi fólks?

Ríkisstjórnin hefur ekki markað neina stefnu í málinu hvorki fyrr né síðar. Hún hefur jafnan borið Þórólf sóttvarnarlækni fyrir sig eins og skjöld, sem þessvegna hefði mátt letra á: "Sómi Íslands sverð og skjöldur". Hún hefur skrifað upp á allt sem hann hefur lagt til. Svo fór á endanum, að jafnvel þessum sóma þjóðarinnar ofbauð og fór fram á, að ríkisstjórnin færi að stjórna landinu. Hann er í hópi örfárra einstaklinga sem njóta þess ekki að vera einráðir, en eru tilbúnir að afsala sér völdum.

Hvað sem lokunum og opinberum þvingunarúrræðum áhrærir, þá sýndi það sig um helgina,að sá hópur þjóðfélagsins sem er í mikilli þörf fyrir að viðhalda tegundinni og hefur fulla getu til þess, jafnvel á hinsegin dögum, lét sér lítt segjast um fjarlægðartakmarkanir og önnur bönn. Fróðlegt verður að sjá hvort að C-19 smitum fjölgar vegna þessa eftir viku eða svo. Ef ekki er þá ekki nokkuð ljóst að samfélagssmit eru hér fá og óþarfi að banna strákum og stelpum að hlaupa léttklæddum eftir fótbolta eða öðrum að horfa á þau hvað þá ýmsar anna sambærilegt og samfélagslegt. 

Nú þegar 100 fundir veirutríósins hafa verið haldnir. Hvernig væri þá að ríkisstjórnin birti stefnumið sín varðandi baráttuna við C-19 og hvað þarf til að fólk fái aftur að búa við fullt frelsi og því verði sjálfu treyst fyrir eigin sóttvörnum. 


Af hverju Bandaríkin en ekki Belgía?

Á hverjum degi frá morgni til kvölds færa allar tiltækar fréttastofur okkur fréttir af Covid 19. Nokkra furðu vekur, að flestar eiga það sammerkt að tiltaka sérstaklega í hvert skipti hvað magir hafi smitast í Bandaríkjunum og hvað margir hafi dáið þar. Þessar ávirku fréttir virðast hafa þann tilgang, að koma því inn hjá fólki að ástandið í þessum málum sé verst í Bandaríkjunum og iðulega er vikið að því hver fari þar með æðstu stjórn mála og nánast sett samansem merki þar á milli. 

Er það svo að tölur séu ekki jafntiltækar frá öðrum löndum. Getur verið að dreifing C-19 sé meiri í Bandaríkjunum en annarsstaðar eða eitthvað sé sérstaklega fréttnæmt hvað varðar faraldurinn þar í landi. Eftir því sem næst verður komist þá er ekkert slíkt til staðar. 

Það land sem hefur orðið verst úti t.d. hvað dauðsföll varðar miðað við íbúafjölda heitir Belgía. Aldrei er vikið að því í fréttum. Ekki er gerð tilraun til að reyna að finna skýringu á því af hverju Belgía verður svona miklu verr úti en t.d. nágrannalöndin, Holland og Lúxemborg. Hvernig skyldi standa á því. Nú gæti það verið mikilvæg lýðfræðileg stúdía að átta sig á hvernig dreifing C-19 er einmitt í Belgíu. En það vekur ekki áhuga fréttamanna, ef til vill vegna þess, að þar er enginn óvinur við stjórnvölin, sem þarf að koma höggi á. 

Mat á hvað er frétt og hvað ekki og hvað er sagt og hvað ekki víkur æði oft fyrir pólitísku mati fréttaelítunnar.

 


Bloggfærslur 10. ágúst 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 343
  • Sl. sólarhring: 401
  • Sl. viku: 2030
  • Frá upphafi: 2296590

Annað

  • Innlit í dag: 331
  • Innlit sl. viku: 1891
  • Gestir í dag: 331
  • IP-tölur í dag: 321

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband