Leita í fréttum mbl.is

Fyrrum formaður Viðreisnar skákar Samfylkingunni út í horn í fáránleikanum

Stofnandi og fyrsti formaður Viðreisnar skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið undir heitinu "Ég er ekki rasisti en..

Greinarhöfundur telur,að Viðreisn eigi ekki frekari atkvæða von hjá Sjálfstæðisfólki eða fólki hægra megin við miðju og jafnvel á miðju stjórnmálanna og því sé helst atkvæðavon að höfða til hefðbundins fylgis Samfylkingarinnar og yfirbjóða Samfylkingarfólk í rangnefnum og merkimiðapólitík.

Greinin er árás á skrif formanns Miðflokksins um samtökin BLM.  Greinarhöfundur telur Sigmund slíkt úrhrak að heimilt sé að hengja merkimiða ófrægjingar á hann m.a. að hann sé rasisti.

Skilgreiningar greinarhöfundar á því á hverja skuli hengja rasistaheitið er athyglisverð. 

Greinarhöfundur telur að gulu stjörnu rasismans skuli hengja á alla þá, sem segi: Öll líf skipta máli, en ekki bara svört. Fáir hafa slegið met fáránleikans jafn rækilega. 

Þá segir, að þeir sem þannig tali séu slægir stjórnmálamenn, sem séu að fiska í gruggugu vatni. Greinarhöfundi kemur annaðhvort ekki til hugar eða hann telur ekki pólitískt praktískt að nefna það, að einhverjir séu til, sem fari ekki í kynþáttaaðgreiningu og telji öll líf óháð því hvers litar og kynþáttar fólk er skipti máli. Nei að mati greinarhöfundar eru þeir sem þannig tala rasistar. Hlutum er snúið á hvolf eins og sósíalistum og systurflokkum þeirra fasistum og nasistum hefur tekist betur að gera en nokkrum öðrum.

En þetta er ekki nóg greinarhöfundur hefur öðlast sýn á því hvers konar skepnur það eru, sem tala um að öll líf skipti máli og eru þar af leiðandi rasistar og því fylgir að mati greinarhöfundar að slíkt fólk er: marhnútar, afætur, talar háðslega um "góða fólkið", rétttrúnaðinn og fórnarlambamenningu. En ekki nóg með það svona dýrslegar skepnur sem segja að öll líf skipti máli geri líka gys að konum, og fötluðum í góðra vina hópi.

Jafnan er fullkomin og skilgreiningin slík að ólíklegt verður að telja að helstu hugmyndafræðingar Samfylkingarinnra Logi formaður og Ágúst frændi minn Ágússon nái að toppa hana.


Bloggfærslur 14. ágúst 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 1688
  • Frá upphafi: 2296248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1561
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband