Leita í fréttum mbl.is

Að vera pínulítið óléttur

Einhverntímann var sagt, að fólk væri annaðhvort ólétt eða ekki. Það væri ekki hægt að vera pínulítið óléttur. 

Svo virðist hinsvegar að það sé hægt að vera pínulítið smitaður af C-19 veirunni miðað við það sem landlæknir segir: Hún sagði í daglegum sjónvarpsþætti veirutríósins í dag, að einu skýring á því af hverju veiran nú legðist mun léttara á fólk en í vor væri ef til vill sú, að fólk fengi ekki eins mikið magn af veirunni í sig vegna sóttvarna. 

Er það ekki svo að annaðhvort smitast fólk eða ekki. Er hægt að fá meira eða minna smit eftir atvikum? Miðað við þessa nýju kenningu landlæknis, þá ætti að vera komin upp virk leið til að leysa C-19 vandann í eitt skipti fyrir öll. Þannig er þá hægt að smita fólk hæfilega lítið þannig að það fyndi ekki fyrir þessu og myndaði mótefni. Málið leyst. 

En að sjálfsögðu er það ekki svo. 

Hræðsluáróðrinum verður að viðhalda. Af hverju má ekki viðurkenna, að það sem nú er í gangi sem ný Covid smit leggjast almennt ekki þyngra á fólk en flensusmit. Frá því var greint í Daily Telegraph í gær, að fleiri deyja nú vegna sumarhita í Bretlandi en vegna Covid. Raunar er þessi seinni bylgja það væg, að engin þörf er fyrir sérstakar ráðstafanir. Þó fæstir vilji smitast og sjálfsagt sé að fólk viðhaldi almennum smitvörnum. 

Af hverju er veirutríóinu og Kára Stefánssyni svona mikið í mun að viðhalda óttanum og knýja fram ráðstafanir sem kosta hundruði milljarða? Ráðstafanir, sem munu valda verri lífskjörum, þrátt fyrir að meiningin sé að leggja stóran hluta byrðana í núinu á ungabörn og ófædda.  

Ber ríkisstjórnin ekki ábyrgð á því að starfa skv. heilbrigðri skynsemi og aflétta ónauðsynlegum frelsisskerðingum þegar í stað og segja fólki þann sannleika að miðað við þessa seinni bylgju C-19 faraldursins, þá er hættan á dauða eða alvarlegum afleiðingum vegna sjúkdómsins svo lítil, að engin ástæða sé til að halda þjóðfélaginu öllu í helgreipum vegna ógnar sem er minni en við höfum ítrekað staðið frammi fyrir án þess að skerða frelsi borgaranna. 


Bloggfærslur 27. ágúst 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 487
  • Sl. sólarhring: 534
  • Sl. viku: 2174
  • Frá upphafi: 2296734

Annað

  • Innlit í dag: 470
  • Innlit sl. viku: 2030
  • Gestir í dag: 468
  • IP-tölur í dag: 451

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband