Leita í fréttum mbl.is

Minnisblað, lagabreytingar og málþóf

Engin ágreiningur er um að haga sóttvörnum með sem bestum hætti.

Reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti og leiddi til frelsissviptingar á þriðja hundrað manns var ólögmæt. Þá verður að athuga hvort þörf er á að grípa til annarra aðgerða til að tryggja það markmið sem að er stefnt. Eðlilegast væri að það yrði á höndum annars ráðherra en þess, sem klúðraði málinu. 

Eðlilegt væri þegar svona mál kemur upp, að sú nefnd Alþingis sem málið heyrir undir boðaði þá lögmenn á fund sinn, sem fóru með málin bæði fyrir sóttvarnarlækni og varnaraðila, til að fá á hreint hvernig var staðið að málum og hvort einhver mistök hafi verið gerð. 

Það er síðan umhugsunarefni, að formaður Velferðarnefndar Alþingis Helga Vala Helgadóttir,sem annars hefur staðið sig vel í þessari umræðu, hoppaði strax á vagn vinsældaöflunar og nánast bauð upp á nýjan gjafapakka til stjórnvalda varðandi sóttvarnir með breyttum lögum.  Ef til vil væri þá einfaldast að Alþingi mundi bæta við ákvæði í sóttvarnalögin svohljóðandi, þannig að borgaraleg réttindi væru ekki að þvælast fyrir.

"Sóttvarnarlæknir getur gripið til hverra þeirra ráðstafana,sem hann telur nauðsynlegar hverju sinni."

Það hefur verið blásið upp að lögmenn þeirra sem kærðu málin, væru að taka gríðarlegar fjárhæðir fyrir vinnu sína í rúma 4 daga allt frídagar. Af gefnu tilefni skal ég upplýsa það að mín laun vegna þessa eru kr. 392.000 auk virðisaukaskatts. 


mbl.is Ný reglugerð taki gildi sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2239
  • Frá upphafi: 2296176

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2071
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband