Leita í fréttum mbl.is

Ralph Nader

Ralph Nader var þekktasti talsmaður neytenda um árabil í Bandaríkjunum og öðlaðist heimsfrægð. Hann varð þekktur þegar hann gagnrýndi bandaríska bílaiðnaðinn fyrir að sinna ekki öryggismálum. Í framhaldi af því skrifaði hann bókina "Unsafe at any speed".(óörugg á hvaða hraða sem er) um bifreið af tegundinni Corvair, sem General Motors framleiddi.

Viðbrögð General Motors þá stærsta fyrirtækis Bandaríkjanna, var ekki að bregðast við gagnrýninni og lagfæra galla í framleiðslu sinni heldur að veitast persónulega að Ralph Nader til að reyna að gera hann ómerkan.

Öldungardeildarþingmaðurinn Abe Ribicoff tók málið upp að höfðu samráði við Nader og málið var rannsakað og þá kom í ljós, að General Motors hafði ráðið einkaspæjara til að afla neikvæðra upplýsinga um Nader til að gera hann tortryggilegan, en ekki nóg með það þeir höfðu leigt vændiskonur til að leggja snörur fyrir Nader og honum var veitt eftirför. Allt var gert til að reyna að finna eitthvað neikvætt um Nader í stað þess að svara gagnrýninni. 

Málið endaði með þeim hætti, að General Motors var dæmt til að greiða Ralph Nader 425.000 dollara vegna brots á friðhelgi einkalífs og fleira. Nokkru síðar afgreiddi Bandaríkjaþing lög sem gerði kröfur til aukins öryggis í bandarískri bílaframleiðslu.

Þetta er rifjað upp hér af gefnu tilefni. Það er ekki ásættanlegt að stórfyrirtæki reyni að svara gagnrýni með að gera lítið úr eða veitast að gagnrýnandanum persónulega og brjóta gegn friðhelgi einkalífs hans.

Mér er ekki kunnugt um að nokkur þingmaður  á Bandaríkjaþingi hafi treyst sér til að verja þessar löglausu aðfarir General Motors gegn Ralph Nader á sínum tíma. 

Á sama tíma og gæta verður þeirrar meginreglu, að enginn sé sekur fyrr en sekt hans er sönnuð, þá er að sama skapi óafsakanlegt að vega að friðhelgi einkalífs einstaklinga, sem setja fram gagnrýni, jafnvel þó hún sé röng. Það eru með öllu óásættanlegar aðfarir hver eða hverjir svo sem í hlut eiga.

 


Sigríður brást ekki.

Ríkisvaldið lætur engan fá peninga nema með því að taka þá frá öðrum. Það er sú ófrávíkjanlega staðreynd, sem ætti öllum að vera ljóst.

Með því að auka millifærslur deilir ríkið út meiri peningum til sumra, sem það tekur frá öðrum. Um leið er verið að taka frelsi af fólki til að hafa sjálft ákvörðunarvald um, hvernig það vill eyða peningunum sínum.

Meðan Kóvíd hefur lamað þjóðfélagið virðist, sem ráðamenn hafi gjörsamlega misst tengslin við fjárhagslegan raunveruleika og talið að þar sem hvort sem er væri verið að eyða um efni fram, þá munaði ekkert um milljarð í viðbót í þetta eða hitt,sem ekki verður með nokkru móti tengt Kóvíd.

Þó talað sé um að þetta verði auðvelt að leysa þegar Kóvíd fer og ferðamenn flykkjast á nýjan leik til landsins, þá gleymist, að árið fyrir Kóvíd,var ríkissjóður ekki sjálfbær.

Nú hefur menntamálaráðherra Framsóknarflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, knúið fram í algjöru ábyrgðarleysi sérstakan stuðning við einkafyrirtæki, sem reka fjölmiðla. Helstu fyrirtækin sem gera það eru í eigu auðmanna. Það skiptir e.t.v. ekki máli, en er það ekki og á það ekki að vera aðalsmerki einkareksturs, að hann sé rekinn á áhættu þeirra sem reksturinn eiga og þeir njóti síðan ágóðans. Eða á það að vera þannig, að skattgreiðendur greiði og síðan njóti eigendurnir ágóðans. Þá er forsenda samkeppnisrekstrar orðin ansi veik.

Nú hefði maður ætlað,að þingmenn stjórnmálaflokka,sem berjast fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkuðum ríkisumsvifum hefðu greitt atkvæði gegn því að taka peninga frá skattgreiðendum til að borga til fjölmiðla,sem almenningur hefur jafnvel engan áhuga á. En nei. Aðeins einn þingmaður stóð sig þegar kom að atkvæðagreiðslunni Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra.

Sigríður Andersen á heiður skilið fyrir það að vera enn í hugmyndafræðilegum tengslum við það sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir. En það er synd, að hún skyldi vera sú eina.


Bloggfærslur 26. maí 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 44
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 3210
  • Frá upphafi: 2562008

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 2979
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband