Leita í fréttum mbl.is

Innrásin

Í gær var því haldið fram í fréttatíma RÚV sjónvarpsins af afganskri konu sem hér býr, að Ísland hefði ráðist inn í Afganistan. Þessi ummæli voru ekki leiðrétt í fréttatímanum, en konan ásamt stallsystur sinni var síðan gestur Kastljóss.

Íslendingar réðust aldrei inn í Afganistan, það gerðu Bandaríkin árið 2001. Íslendingar studdu ekki þá innrás þeir voru ekki um hana spurðir. NATO ríkin studdu við uppbyggingar og hjálparstarf í Afagnistan og sum sendu herlið til aðstoðar við að tryggja frið í landinu og stuðla að virkri uppbyggingu og lýðréttindum ekki síst lýðréttindum kvenna. 

Einn róttækasti þingmaður þjóðárinnar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að þáttaka Íslands hafi verið á sviði öryggismála,endurreisnar og eflingar stjórnarfarsins og landið sé eitt af áhersluríkjum okkar í þróunarsamvinnu og áherslan sé á stuðning við afganskar konur og janfréttismál. Þetta er raunar sannleikurinn í málinu, jafnvel þó að Rósa Björk segi hann. 

Við sendum lögreglumenn til að stuðla að öryggi borgara í landinu. Við sendum hjúkrunarfólk, kennara og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að freista þess að tryggja mannréttindi og öryggi borgara Afganistan fyrir öfgafullum múslimskum miðaldahyggjumönnum.

Þær stöllur sem töluðu í Kastljósi í gær lýstu því raunar hvað þær hefðu getað notið mun meira frelsis, öryggis og lýðréttinda síðustu 20 ár meðan vestræn ríki reyndu að tryggja mannréttindi og kynjajafnrétti í landinu. 

Hver er þá sú ábyrgð sem við þurfum að axla eftir að hafa stundað hjálparstarf í landinu á annan áratug. Berum við ábyrgð á því að ekki var hægt að uppræta víðtæka spillingu í landinu. Berum við ábyrgð á því að her landsins eða yfirstjórn var reiðubúin til að verja frelsi sitt. Staðreyndin er sú, að við berum enga ábyrgð á því að herir miðaldahyggjunnar skuli hafa tekið yfir í landinu þrátt fyrir víðtæka aðstoð Vesturlanda.

Við getum verið stolt af því framlagi sem við lögðum fram í Afganistan. Það er fráleitt að reyna að koma því inn  hjá fólki, að Vesturlönd beri ábyrgð á því að afganska þjóðin skuli ekki bera gæfu til að vernda eigið frelsi. Vonandi verður það sáðkorn sem var sáð varðandi lýðréttindi á síðustu 20 árum í landinu til að eitthvað vitrænt gerist þar í mannréttindamálum og stjórnarfari á næstu árum. En sú staðreynd að þessi tilraun til að koma á vitrænu stjórnarfari í landi múslima leiðir ekki til ábyrgðar þeirra sem það reyna.

Allt tal um að axla ábyrgð leiðir í raun að því, að þeir sem það segja eru að réttlæta það að við eigum að taka við miklum fjölda fólks, sem var ekki tilbúið að berjast sjálft fyrir frelsi sínu og mannréttindum. 

Við þurfum ekki að axla neina ábyrgð. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir eitt eða neitt varðandi Afganistan og við þurfum ekki að leggja neitt sérstakt fram vegna aðgerða okkar þar í landi.

Það tal sem stjórnmálamenn í landinu hafa nú uppi hver um annan og éta upp eftir forsætisráðhera, að við þurfum að axla ábyrgð á Afganistan er ekkert annað en bull. Er það einhver erfðasynd sem er þess valdandi eða hvað. Megum við ekki reyna að hjálpa fólki án þess að bera ábyrgð ef það er ekki fólk til að taka við hjálpinni. Berum við t.d. ábyrgð á því að skip sekkur þar sem við höfum kennt fólki fiskveiðar?  


Bloggfærslur 17. ágúst 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 174
  • Sl. sólarhring: 1066
  • Sl. viku: 7628
  • Frá upphafi: 2311889

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 7059
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 164

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband