Leita í fréttum mbl.is

Takmarkað gagn af fjórðu sprautu

Athyglisvert að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir skuli nú segja að það sé takmarkað gagn af fjórðu Kóvíd sprautnni. Tel upp á að það sé rétt hjá honum. 

En stóra spurningin, sem þarf að rannsaka gaumgæfilega er sú hvort það var yfirleitt eitthvað gagn af fyrstu sprautunni, annarri eða þriðju. 

Fólk smitaðist þó það væri bólusett og það smitaði. Stjórnmála-, heilbrigðis-, og fréttaelítan flúði þá í að segja að fólk fengi sjúkdóminn vægar. En var það svo? 

Af hverju ekki rannsaka þetta mikilvæga mál í þaula, þannig að við fáum að vita hvort aðgerðir stjórnvalda víða um heim með þvingunarráðstöfunum og þrýstingi voru þýðingalausar. 

En þá jafnframt hvaða ábyrgð eiga hin ábyrgðarlausu lyfjafyrirtæki að bera, sem hafa mokað inn ofsagróða frá skattgreiðendum e.t.v. á algjörlega fölskum forsendum. 

Svo hafa misvitrir stjórnmálamenn viljað taka mannréttindi af fólki sem vildi ekki láta dæla þessu tilraunaglundri í sig. Þarf ekki að skoða það líka hvaða gögn þeir höfðu í höndum sem gat réttlætt slík brot á mannréttindum og í leiðinni hvort slík brot eru afsakanleg yfirleitt.  


mbl.is Takmarkað gagn að fjórðu sprautu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1696
  • Frá upphafi: 2296256

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1569
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband