Leita í fréttum mbl.is

Sitthvað hafast menn að.

Á árum áður á Fróni mátti nánast ekkert gera á föstudaginn langa utan þess að hlusta á einu útvarpsstöðina Ríkisútvarpið, sem flutti jafnan drepleiðinlegustu dagskrá ársins þennan dag. Einnig er minnisstætt, að maður var tekinn til bæna af lögreglu fyrir það afbrot að selja páskaliljur á páskadag. 

Verandi á Spáni í fyrsta sinn í hinni helgu viku (semana santa) sem svo er nefnd,þ.e. páskavikan, sér maður aðra nálgun og virðingu fyrir píningu, krossdauða og upprisu Jesú en.

Haldnar eru skrúðgöngur í öllum borgum og bæjum Spánar, ekki einu sinni heldur oftar í dymbilvikunni, þar sem helgitákn eru borin og fólk klæðir sig í margvíslega búninga. Þetta er liður í helgihaldi,sem tekur stóran hluta vikunnar. Þetta er mikilvægur þáttur í helgihaldi og virðingarverð trúariðkun kristins fólks á Spáni.

Þó margt hafi breyst á umliðnum árum á Íslandi, hefur fólk virt helgi föstudagsins langa og páskadags og gætt þess almennt, að vera ekki með samkomur eða aðrar uppákomur á þeim dögum. 

Nú er þetta líka breytt. Í gær á föstudaginn langa hélt sértrúarhópur Gunnars Smára Egilssonar mótmælafund á Austurvelli. Svo mikið lá á, að ekki var hægt að virða helgi þess dags sem Jesús dó á krossinum, heldur þurfti að nýta hann til að koma áfram pólitískum áróðri og moldviðri. 

Það er e.t.v. dæmi um aftrúarvæðingu þjóðkirkjunnar að helsti prédikari á fundi sértrúarhóps Gunnars Smára skyldi hafa verið prelátinn Davíð Þór Jónsson í Laugarnesi. Því má ekki gleyma að preláti þessi var lengi vel þekktur skemmtikraftur sem flutti landsmönnum skemmitlegt bull og vitleysu með reglubundnu millibili

Ólíkt hafast menn að í mismunandi löndum og á mismunandi tímum.


Bloggfærslur 16. apríl 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 39
  • Sl. sólarhring: 1123
  • Sl. viku: 7254
  • Frá upphafi: 2312902

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 6715
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband