Leita í fréttum mbl.is

Svíar og Finnar í Nato og aukin hernaðarumsvif bandalagsins

Enn einu sinni er forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir mætt á ráðsfund NATO. Þar verður ákveðið að Svíar og Finnar verði aðildarþjóðir að NATO og eru þá allar Norðurlandaþjóðirnar aðilar að varnarbandalaginu. 

Jafnframt hefur verið tilkynnt, að ákveðið verði að fjölgað verði gríðarlega í viðbragðsher bandalagsins, þannig að Katrín Jakobsdóttir mun fyrir Íslands hönd samþykkja að taka inn nýjar aðildarþjóðir Finna og Svía og auka hernaðarumsvif bandalagsins verulega.

Hér heima berst hún hinsvegar fyrir úrsögn Íslands úr NATO og herlausu landi. 

Sennilega hefur aldrei verið í þessu landi ráðherra eins mikils tvískinnungs og forsætisráðherrann okkar. Hversu langt geta menn gengið í pólitík að tala tungum tveim og tjá sig sitt með hvorri. 

Eða eins og Hamlet Danaprins sagði. "Að vera eða vera ekki það er spurningin"


Bloggfærslur 28. júní 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 896
  • Sl. sólarhring: 912
  • Sl. viku: 2583
  • Frá upphafi: 2297143

Annað

  • Innlit í dag: 851
  • Innlit sl. viku: 2411
  • Gestir í dag: 830
  • IP-tölur í dag: 797

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband